Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Síða 22
38
MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002
Sport
DV
Hér að neðan sjást þeir Anton
Heiðar Pórólfsson og Jónas Vai-
geirsson úr Ármanni. Anton
varð ( öðru sæti á tvíslá og “]
Jónas hlaut silfur fyrir gólfæf-
ingar sínar. DV-myndir Teitur
«
*r
Úrslitin á
Norðurlanda-
mótinu
Fjölþraut
1. Helge Vammen (Dan.) . . 47,35 stig
2. George Foo (Sví.).. 45,80 stig
3. Henrik Thoresen (Nor.) . 45,15 stig
4. Joachim Olsen (Nor.) . . 44,55 stig
5. Runar Hansen (Nor.) . . . 44,10 stig
7. Anton Þórólfssson (ísl.) 42,95 stig
10. Jónas Valgeirss. (Isl.) . 42,05 stig
14. Gunnar Siguröss. (Isl.) 39,00 stig
16. Róbert Kristmannss. (Isl.) 37,05 stig
25. Teitur Reynisson (ísl.) 19,30 stig
30. Gisli Ottóson (Isl.) . . . 13,35 stig
Liöakeppni
1. Noregur.......... 173,50 stig
2. Finnland..........171,40 stig
3. Svíþjóð ......... 169,40 stig
4. Danmörk.......... 167,90 stig
5. Island........... 162,55 stig
Einstök áhöld
Tvíslá
1. Joachim Olsen (Nor.) . . . 8,30 stig
2. Anton Þórólfssson (ísl.) 7,60 stig
3. Helge Véunmen (Dan.) . .. 6,80 stig
Gólf
1. Helge Vammen (Dan.) . . . 8,50 stig
2. Jónas Valgeirsson (Isl.) . 8,35 stig
3. Timo Niemela (Fin.) .... 8,30 stig
4. Anton Þórólfssson (ísl.) 8,20 stig
Stökk
1. Mathias Lee (Dan.) .... 8,425 stig
2. Oscar Svenson (Sví.) . .. 8,275 stig
3. Helge Vammen (Dan.) . . 8,150 stig
5. -6. Jónas Valgeirss. (fsl.) 8,00 stig
5.-6. Anton Þórólfsss. (ísl) 8,00 stig
Hringir
1. George Foo (Sví.) ..8,10 stig
2. -3. Helge Vammen (Dan.) . 7,50 stig
2.-3. Timo Niemela (Fin.) . . 7,50 stig
Svifrá
1. Runar Hansen (Nor.).... 8,15 stig
2. Helge Vammen (Dan.) ... 7,80 stig
3. Timo Niemela (Fin.) .... 7,55 stig
9. Anton Þórólfsss. (Isl.) Lauk ekki
Bogahestur
1. Joachim Olsen (Nor.) . . . 8,30 stig
2. Helge Vammen (Dan.) . . . 8,25 stig
3. Marko Huhtanen (Fin.) . . 7,95 stig
9. Anton Þórólfsss. (ísl.) Lauk ekki
íslendingar hlutu tvenn silf-
urverölaun á Noröurlandamót-
inu í fimleikum drengja sem
var haldið í hinni nýju og
glæsilegu íþróttamiöstöð Bjark-
ar um helgina.
Það voru Norðmenn sem
báru mjög óvænt sigur úr být-
um í liðakeppninni sem keppt
var í á laugardeginum eftir
spennandi keppni við Finnland
og Svíþjóð, en islensku kepp-
endumir ráku lestina og lentu í
fimmta og síðasta sæti. Má þar
aö mestu kenna um einbeiting-
arleysi í tvíslá þar sem margt
fór forgörðum í æfingum ís-
lensku drengjanna og við það
dróst heildareinkunnin mikið
niður.
Efstur íslensku keppendanna
í fjölþraut var Anton Heiðar
Þórólfsson sem hlaut 42,95 stig
og hafnaði í 7. sæti. Ekki langt
undan eða í 10. sæti hafnaði
Jónas Valgeirsson með 42,05
stig.
Daninn Helge Vammen sigr-
aði í fjölþrautinni með nokkuð
afgerandi hætti og hlaut 47,35
stig samtals. Annar varð Geor-
ge Foo frá Svíþjóð og síðan kom
Henrik A. Thoresen í þriðja
sæti.
Mun betur gekk í einstak-
lingskeppninni á sunnudegin-
um og nældu íslendingar sér í
tvenn silfurverðlaun, Jónas
Valgeirsson á gólfi og Anton
Heiðar Þórólfsson á tvíslá. Engu
munaði að Jónas næði i brons-
verðlaun á svifrá en tveir kepp-
endur hlutu 0,05 stigum meira
en hann og endaði Jónas því í
fimmta sæti.
Aftur var það Helge Vammen
sem stóð sig best og var hann á
verðlaunapalli í öllum áhöld-
um. Hann sigraði í keppninni á
gólfi, hlaut þrenn silfurverð-
laun og tvenn bronsverðlaun.
Það má því með sanni segja að
hann sé verðugur Norðurlanda-
meistari.
íslensku keppendumir stóðu
sig með sóma en þeir sem voru
í liði íslands, auk Jónasar og
Antons, voru Gunnar Sigurðs-
son, Gísli Ottósson, Teitur P.
Reynisson, og Róbert Krist-
mannsson. Daði S. Pálsson var
siðan til vara. Allir strákamir
koma frá Ármanni nema Viktor
sem æfir með Gerplu.
Tvísláin afdrifarík
„Það gekk mjög vel á laugar-
deginum á fjórum áhöldum en
svo hröpuðum við aðeins á
tveimur áhöldum, bogahesti og
tvíslá, og þá sérstaklega
tvíslánni. Hún tók okkur svaka-
lega niður. En hin fjögur voru
mjög góð,“ sagði Bjöm M. Tóm-
asson, annar tveggja þjálfara ís-
lenska liðsins. Hann sagði jafn-
framt að greinilegt væri að ís-
lendingar væru að ná hinum
Norðurlandaþjóðunum hvað
getu varðaði.
„Þetta er klárlega jafnasta
Norðurlandamót sem ég hef tek-
ið þátt í og það er skemmtilegt
að sjá hvað allir era orðnir
svipaðir að getu. Það eru engir
yfirburðir hjá neinum en það er
greinilegt að Helge Vammen er
sterkastur.
Jónas og Anton stóðu sig vel.
Jónas í úrslitum á fjórum
áhöldum og Anton þremur. Það
er mjög gott. Það er orðin mikil
breidd hjá okkur íslendingum,
komnir miklu fleiri strákar og
það heldur stöðugt áfram að
bætast við,“ sagði Bjöm.
Það var mál manna sem
lögðu leið sína á Norðurlanda-
mótið að vel hefði tekist til, öll
framkvæmd mótsins var til fyr-
irmyndar og það er ljóst að
fleiri alþjóðleg mót eiga eftir að
verða í þessari glæsilegu höll,
en Norðurlandamótið um helg-
ina var það fyrsta. -vig
^ Anton Þórólfsson og Jónas Valgeirsson:
Attum helling inni
Anton Heiðar Þórólfsson og Jónas
Valgeirsson úr Ármanni hlutu hvor
um sig ein siifurverðlaun á Noröur-
landamótinu. Þeir sögðust í samtali
við DV-Sport vera sammála um að
íslenska liðið hefði getað gert betur
og átt helling inni.
„Við hefðum alveg eins getað ver-
ið með í baráttunni um gullið í liða-
keppninni. Það var tvísláin og boga-
hesturinn sem klikkaði,“ sagði
Jónas.
Anton tók í sama streng: „Ég
gerði mistök á bogahesti og á svifrá
sem gerðu það að verkum að ég
komst ekki í úrslit en þetta era mín
bestu áhöld. Við hefðum klárlega
getað gert betur.“
Þeir voru þó sammála um að á
sunnudaginn hefði gengið mun bet-
ur og þá hefðu mistökin verið mun
færri. Það sé nú bara svo að dags-
formið skipti gríðarlega miklu máli
í fimleikum.
Anton og Jónas eru báðir 16 ára
gamlir og hafa æft fimleika hjá fim-
leikadeild Ármanns frá fjögurra ára
aldri. Þeir segja íþróttamiðstöðina
Björk glæsilega en það sé best að
æfa heima í Ármanni.
„Þetta er nú ekki beint hugsað
sem æfingaaðstaða en þetta er alveg
fyrsta flokks keppnishöll og það er
gott að keppa héma,“ sagði Jónas.
-vig
jafnasta Norðurlandamót sem haldið hefur
verið, segir íslenski landsliðsþjálfarinn
a motinu:
Noregur ................... 5
4 gull, 0 silfur, 1 brons
Danmörk.....................8
3 gull, 3 silfur, 2 brons
Finnland....................5
0 gull, 1 silfur, 4 brons
Svíþjóö ....................3
1 gull, 1 silfur, 1 brons
ísland......................2
0 guil, 2 silfur, 0 brons
lensk silfur