Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002 39 PV_____________________________________________________________________________Sport í fullum rétti - samtök knattspyrnustjóra segja Steve Cotterill ekki hafa brotið samning við Stoke Buttí aðgerð Alex Ferguson, knattspymu- stjóri Manchester United, til- kynnti um helgina að miðjumað- urinn öflugi, Nicky Butt, mundi fara í ökklaaðgerð í vikunni til að fá sig góðan af meiðslum sem hafa haldið honum á hliðarlín- unni í síðustu þremur leikjum. „Við sendum hann i mynda- töku og því miður þarf hann að gangast undir uppskurð. Butt er sjöundi leikmaðurinn sem við sendum í uppskurð á þessu tíma- bili þannig að ég veit eiginlega ekki alveg hvar þetta ætlar að enda,“ sagði Ferguson. -ósk Eberharter byrjar vel Austurríski skíðakappinn Stefan Eberharter, sem bar sigur úr býtum í samanlagðri keppni í alpagreinum I fyrra, byrjar þetta tímabil eins og hann endaði það seinasta. Hann kom fyrstur í mark í keppni í stórsvigi í Sölden í Austurríki í gær og var 13/100 úr sekúndu á undan Frakkanum Frederic Covili. Svisslendingurinn Michael von Grúnigen varð þriðji í keppn- inni. -ósk Guðmundur og Halldóra sigursæl Víking- arnir Guð- mundur Stephensen og Halldóra Ólafs unnu örugga sigra í úrslita- leikjum Guömundur Grand Prix- Stephensen. móts Hag- kaupa i borðtennis sem fram fór í TBR-húsinu á laugardaginn. Guðmundur vann félaga sinn hjá Víkingi, Markús Ámason, í íjórum lotum, 11-4, 11-4, 11-9 og 11- 9, en hann kom sérstaklega frá Noregi til að keppa á þessu móti. •Halldóra vann Krist- ínu Hjálm- arsdóttur úr KR í fjórum lotum, 11-8, 11-2, 12- 10 og 11-9. Halldóra náði einnig þeim árangri að verða í 2. sæti í 1. flokki karla þar sem Hjörtur Jóhannsson úr Víkingi bar sigur úr býtum. Sunna Jóns- dóttir úr ösp vann 1. flokk kvenna. -ósk HK lagði meistara ÍS HK bar sigurorð, 3-1, af íslands- og bikarmeisturum ÍS í Iþrótta- húsi Kennaraháskólans á laugar- daginn. Leikurinn var gífurlega spennandi og þurfti að framlengja allar hrinumar. HK vann fyrstu hrinuna, 25-23, þá næstu, 26-24. ÍS minnkaði muninn með því að vinna þá þriðju, 31-29, en HK vann síðan fjórðu hrinuna, 25-23. Einar Sigurðsson var stigahæstur hjá HK með 23 stig en Einar Ás- geirsson hjá ÍS gerði 19 stig. -ósk Samtök knattspymustjóra í Englandi hafa gefið út yflrlýsingu til að eyða öllum orðrómi þess efnis að brotthvarf Steve Cotterills, knattspymustjóra hjá Stoke, sem yf- irgaf félagið á dögunum til að taka að sér þjálfarastarf undir Howard Wilkinson hjá Sunderland, hafi ver- ið brot á samningi hans við Stoke. Yfirlýsingin, sem birtist á vef- svæði samtaka knattspymustjóra í gær hljóðar svo: Samtök knattspymustjóra vilja, eftir að hafa farið vandlega yftr samning Steve Cotterill við Stoke, taka af allan vafa um að einhverjar reglur eða reglugerðir hafi verið brotnar þegar hann yfirgaf félagið til að taka að sér þjálfun hjá Sund- erland. I samningnum segir skýrt að hann geti yfirgefið Stoke og farið til annars félags að eigin ósk en greiða þurfi Stoke bætur ef slík staða kæmi upp. Upphæð þeirrar greiðslu kemur skýrt og greinilega fram í samningnum." Víst er að forráðamenn Stoke taka þessu útspili ekki vel en þeir vilja fá mun hærri bætur en Sund- erland er tilbúið til að borga. -ósk Styrkur til HSÍ Handknattleiksamband ísland hefur fengið viðbótarstyrk frá Alþjóða Ólympíunefndinni vegna undirbúnings fyrir heims- meistarakeppnina í Portúgal í janúar næstkomandi. Alls hefur HSÍ fengið um níu milljónir frá nefndinni á þessu ári og má bú- ast við meiri styrkjum ef lands- liðinu tekst að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 með góöum árangri á HM í Portúgal. -ósk 1998 Grafarvogur kva) 1995 Blönduós Stykkishólmur sjð Lff og fjör í bæjarfélaginu? Sjötta Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahetgina á næsta ári. Ungmennafélag íslands óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning ogframkvæmd 6. Unglingalandsmóts UMFÍ. Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvik 1992 en mótin eru orftin fimm talsins. Síðasta Ungtingalandsmót fór fram f Stykkishólmi um verstunarmannahetgina í sumar. Næsta Ungtinga- landsmót UMFÍ verður haldið um verslunar- mannahelgina árið 2003. Unglingalandsmót UMFÍ hafa jafnan verið mikil lyftistöng fyrir byggðar- lögin þar sem þau hafa verið haldin. Kröftug uppbygging fþróttamannvirkja hefur átt sér stað og starf ungmenna- og íþróttafélaga eflst Ungtingala ndsmótum UMFÍ fylgir mikið tífogfjör. Þau eru fþróttahátfðir ogekki síður fjölskyldu- og útihátfðir sem vekja þjóðarathygti. Á sfðasta Ungtingalandsmóti voru um 6.000 gestir, þaraf um tvö þúsund þátttakendur sem kepptu f fjölda íþróttagreina. Attir ungtingar 11-16 ára geta tekið þátt f Unglingalandsmðtinu, þvf mótið er opið öltum fétögum, hvort sem þau eru f UMFÍ eða ekki. Ýmis önnur atriði eru fyrir aðra atdurshópa og þá sem ekki hafa áhuga á fþróttum. Á Unglingatandsmðtum UMFÍ er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem öll fjötskytdan getur verð saman. Umsóknum um að halda 6. Ungtingalandsmót UMFÍ 2003 skal skitað á þjónustumiðstöð UMFÍ að Fetlsmúla 26,108 Reykjavik fyrir 30. nóvember 2002. UNGMENNAFELAG ISLANDS Halldóra Ólafs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.