Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Blaðsíða 1
t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t DAGBLAÐIÐ VÍSIR_________253. TBL. - 92. ÁRG. - MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002_VERD í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Skýrsla GJ-fjármálaráðgjafar um þróun matvöruverðs: Engar vísbendingar um að samruni hafi valdið hærra matvöruverði - ýmsar ályktanir Samkeppnisstofnunar frá því í fyrra sagðar alrangar Engar vísbendingar eru um að samruni fyrirtækja á matvörumark- aði hafi valdið hærra vöruverði, samkvæmt skýrslu sem GJ-fjármála- ráðgjöf gerði fyrir Baug og DV hefur fengið afhenta. Hreinn Loftsson, þá- verandi stjórnarformaður Baugs, vék stuttlega að niðurstöðum skýrsl- unnar í ræðu sinni á aðalfundi fé- lagsins í vor en til þessa hefur eng- inn orðið sér úti um hana og gert grein fyrir henni. í skýrslunni er meðal annars bor- in saman þróun matvöruverðs ann- ars vegar og almenns verðlags hins vegar síðustu tíu ár, eða frá aprU 1992 tU aprU 2002. í ljós kemur að miðað við almennt neysluverð lækk- aði matvöruverð um 1,8% á síðari helmingi þessa timabUs - á þeim tima sem samruni varð á matvöru- markaði - en aðeins um 0,8% á fyrri helmingi tímabUsins - áður en sam- runinn varð. Svipuð niðurstaða fæst ef aðeins er litið á tíunda áratuginn, þ.e. janú- ar 1991 tU janúar 2001: Matvöruverð lækkaði miðað við almennt neyslu- verð um að meðaltali 1,2% á árs- grundveUi eftir að Baugur varð tU með sameiningu Hagkaups og Bón- uss i júní 1998 en fyrir stofnun Baugs var lækkunin ríflega helmingi minni, eða um 0,5% á ársgrundveUi. í skýrslunni virðist einnig vera sýnt fram á að það sé ekki rétt, sem Samkeppnisstofnun fuUyrti í skýrslu sinni um matvörumarkað- inn í maí í fyrra, að verð á dagvöru (mat, drykk, hreinlætisvörum o.s.frv.) hafi hækkað mun hraðar en aðrir liðir í vísitölu neysluverðs frá janúar 1996 alveg fram á mitt árið 2000. Þvert á móti sýni tölur, sem stofnunin sjálf studdist við, að dag- vara hækkaði nákvæmlega jafnmik- ið og aðrir liðir vísitölunnar þetta tímabU, „ekki hraðar og þvi síður mun hraðar", eins og segir í skýrslu GJ-ráðgjafar. í skýrslunni er sýnt fram á að vísi- tala dagvara hækkaði meira en aðrir liðir vísitölunnar áður en Baugur var stofnaður en eftir stofnun Baugs hækkaði hún minna en aðrir liðir visitölunnar. Skýrsluhöfundur tekur fram að breytingarnar séu ekki endi- lega marktækar en hins vegar sé ljóst að ályktanir um að samruni hafi valdið hærra vöruverði eigi ekki við rök að styðjast. -ÓTG ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2 í DAG Rúmeninn Constantin Balcan fyrir utan Hjálpræöisherinn í Reykjavík. DV-mynd E.ÓI. Annar Rúmeni í hungurverkfalli Rúmeninn Constantin Balcan er nú i hungurverkfaUi á Hjálp- ræðishernum í Aðalstræti í Reykjavík. Hann hefur sótt um landvistarleyfl en ekki fengið svör frá stjómvöldum. Balcan er ekki að sækja um landvistar- leyfl af pólitískum ástæðum eins og landi hans sem nýlega hætti hungurverkfaUi eftir að það hafi staðið í 31 dag. Hann létti því eftir að Rauði krossinn hafði hvatt hann til þess. Balc- an hefur dvalið hér í rúman mánuð. Um 108 útlendingar hafa sótt um landvistarleyfi hér á þessu ári, nær helmingi fleiri en allt árið 2001. Nær helmingur þeirra kemur frá Rúmeníu og um fimmtungur frá ríkjum sem áður mynduðu Sovétríkin. Þátt- taka Islendinga í Schengensam komulaginu hefur þama ein- hver áhrif en landvistarleyfi hér opna þessu fólki dyr að fleiri löndum. Mál Rúmenanna er tU skoðunar hjá Útlendinga- eftirlitinu en þar er m.a. kann- að hvort afla þurfi frekari gagna um það hvort Rúmenarn- ir séu þeir sem þeir segjast vera en þeir eru án allra persónu- upplýsinga, s.s. vegabréfs, og mjög erfitt hefur reynst að rekja ferðir þessa fólks. Ekki náðist í Georg Kr. Lár- usson, forstöðumann Útlend ingaeftirlitsins, í gærkvöld. -GG ÍSLANDSMEISTARI FRÁ 11 ÁRA ALDRI: Varð að fara utan tilað bæta mig 32 TÆKJA TÆKNI MEÐ OPNUNARHÁTÍÐ: ■■■ •• Fjor i feikna vöruhúsi 52 Tjönaskoðun - Bílaréttingar • Bílamálun þú fsrð bílaleigubíl á . \ meöan viðgerð stendur yfir Sími 554 2510 Nýbýlavegi 10 - Kópavogi Við hliðina á Toyota umboðinu • www.bilasprautun.is BILASPRAUTUN OC RETTIMGAR ^ AUÐUNS jm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.