Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002 Útlönd Sádí-Arabar neita Bandaríkjamönnum um árásaraðstöðu Saud al-Faisal, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu, sagði í gær að ekki kæmi til greina að leyfa Bandaríkjamönnum árásir á írak frá stöðvum þeirra í landinu, með eða án samþykkis Sam- einuðu þjóðanna. Þessi breytta afstaða stjórnvalda kemur mjög á óvart þar sem utanrík- isráðherrann hafði nýlega sagt að árásir frá Sádí-Arabíu yrðu leyfðar ef Öryggisráð SÞ samþykkti þær. „Við munum sæta niðurstöðu Öryggisráðs SÞ og vinna með því en að leyfa að- gerðir frá Sádí-Arabíu er allt annað mál. Við munum aldrei leyfa það,“ sagði al-Faisal í viðtali við CNN í gær. Þetta er köld gusa framan í banda- rísk stjómvöld og skýrustu skilaboðin hingað til um versnandi samskipti þjóðanna en Sádí-Arabar hafa lengi verið helstu bandamenn Bandaríkja- manna á svæðinu. Átta Norðmenn fórust í elds- voðum í vikunni Átta manns, þar af þrjú börn, fórust í eldsvoðum í Noregi í síð- ustu viku. Fyrsta fórnarlambið varð eldinum að bráð aðfaranótt þriðju- dags er þrítugur maður brann inni í íbúð sinni í Ósló. Seinna sama dag lést sjötíu og fjögurra ára gamall maður í Aust Torpa er eldur kom upp í húsi hans. Þá lést þrjátíu og níu ára maður og ellefu ára dóttir hans í eldsvoða í Levanger aðfara- nótt miðvikudags. Aðfaranótt föstudags fórst svo einstæð móðir ásamt tveimur bömum sínum, ell- efu og fímmtán ára gömlum, er hús þeirra brann til grunna í LO- lehammer. Á fostudagsmorgim lést síðan fullorðinn maður er eldur kom upp í gistihúsi 1 Grimstad. Hvergi í Evrópu eru eldsvoðar al- gengari en í Noregi. Dagléga verða nær fimm hús eldi að bráö í land- inu. í fyrra fórust 65 Norðmenn í eldsvoðum og það sem af er árinu hafa 46 týnt lífi, þar af fjögur böm. Langflestir eldsvoðar verða í des- ember. í fyrra urðu 227 eldsvoðar í jólamánuðinum og 40% þeirra urðu á dögunum frá Þorláksmessu til áramóta. -GÞÖ Rússnesk herþyrla skotin niður í Tsjétsjéníu: Hertar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum Sergei Ivanov, vamarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í gær að hertar að- gerðir væru hafnar gegn liðssveitum uppreisnarmanna í Tsjétsjéníu í kjöl- far aukinna hryðjuverka og vísbend- inga um áframhaldandi árásir innan sem utan landsins. Ivanov sagði þetta í viðtali við rúss- neska fréttastofu í gær en á sama tíma var rússnesk MI-8 herþyrla skotin nið- ur innan landamæra Tsjétsjéniu með þeim afleiðingum að níu rússneskir hermenn fórust. Að sögn talsmanna rússneska hers- ins varð þyrlan fyrir sprengjuflaug uppreisnarmanna sem skotið var frá húsi í útjaðri Grozny, höfuðborgar Tsjétsjéníu, og er þetta í annað skiptið á viku sem rússnesk herþyrla er skot- in niður á svæðinu. Með fyrri þyrl- unni, sem skotin var niður á þriðju- daginn, fórust fjórir hermenn og var það fimmta þyrlan sem uppreisnar- menn skjóta niður á jafnmörgum mán- uðum. Sergei Ivanov Sergei Ivanov, varnarmálaráöherra Rússlands, tilkynnti í gær hertar aögeröir gegn uppreisnarmönnum í Tsjétsjéníu. Ivanov sagði í gær að öllum fyrri áformum um að draga úr hemaðarum- svifum innan Tsjétsjéníu yrði nú frestað um óákveðinn tíma en á fóstu- dag hafði hann sagt í viðtali að gísla- takan í leikhúsinu í Möskvu, þar sem 119 gíslar létu lífið auk um það bil 50 uppreisnarmanna, hefði engin áhrif á fyrirhugaða fækkun í rússneska her- liðinu í Tsjétsjéníu. Þar eru nú um 80 þúsund hermenn undir vopnum og mikil spenna en allt í góðu jafnvægi, að sögn Ivanovs. „Við höfum fengið ótal vísbendingar síðustu daga um að uppreisnarmenn hafi skipulagt nýjar hryðjuverkaárásir og ekki aðeins innan Tsjétsjéníu held- ur víðar,“ sagði Ivanov og bætti við að lokað yrði á allar friðarviðræður með- an viðvarandi ástand ríkti. Rússneski herinn hóf aðgerðir víða í Tsjétsjéniu strax í gær og samkvæmt heimildum höfðu tveir liðsmenn upp- reisnarmanna fallið þegar árásinni á þyrluna var svarað. REUTERSMYND Kosningasigri fagnaö í Tyrklandi Recep Tayyip Erdogan, leiötogi Réttlætis- og þróunarflokksins, er ótvíræöur sigurvegari tyrknesku þingkosninganna sem fram fóru í gær en þegar helmingur atkvæöa haföi veriö talinn stefndi í aö flokkur hans næöi hreinum meirihluta á þingi. Vinstri lýöræðisflokkur Bulents Ecevits forsætisráöherra haföi aöeins hlotiö um 1% atkvæöa. Eldgos í Ekvador Eldgos hófst í gær í fjallinu Reventa- dor í Ekvador með þeim afleiðingum að hvlt aska féll yfír út- hverfi höfuðborgar- innar Quito. Fjallið, sem er um 3500 metra hátt, er á Amason-svæðinu í um 100 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni og gaus síðast árið 1976 194 bíla árekstur Alls 194 fólks- og vöruflutningabílar lentu í gær í árekstri á hraðbrautinni suður af Los Angeles í Kaliforníu með þeim afleiðingum að meira en fjörutiu manns slösuðust, þar af fimm lífs- hættulega. Ástæða risaárekstursins var mikil og þykk þoka sem oft verður á þessu svæði. Fyrstu árekstrarnir urðu árla morguns en jafht og þétt bættist við þar sem aðkomandi bílar lentu á þeim kyrrstæðu. Sjö í gíslingu í Kambódíu Að minnsta kosti fiórir menn, vopn- aðir rifflum og dulbúnir sem sjúlking- ar, réðust um helgina inn í sjúkrahús í Bontey Meanchey héraði í norð-vest- urhluta Kambodíu og tóku sjö manns, sjúklinga og lækna, í gislingu. Lög- reglan innkringdi bygginguna og kom til skotbardaga við hyssumennina þar sem að minnsta kosti einn lögreglu- maður féll. Umsátrið stendur enn, en ekki er talið að það sé í tengslum við ráðstefnu Sambands Suð-Austur-Asíu- ríkja, ASEAN, sem nú fer fram í höf- uðborginni Phnom Penh, en þar er hryðjuverkastarfsemi í Asíu helsta umræðuefnið. Á atkvæöaveiöum Þeir George W. Bush Bandaríkjafor- seti og Bill Clinton, fyrrverandi forseti, hafa verið önnum kafiiir við atkvæða- smölun fyrir bland- aðar þing- og fylkis- kosningar sem fram fara í Bandaríkjun- um á morgun. Báðir voru þeir í Flór- ida, því mikilvægka ríki, um helgina en þar stefhir í hörkubaráttu milli Jeb ríkisstjóra, litla bróður Bush og Bill McBride, frambjóðenda demókrata. Aðeins átta atkvæði skildu þá að í síðustu skoðanakönn- Voöaverk Pólverja Samkvæmt nýbirtri skýrslu munu íbúar þorpsins Jedwabne í norð-aust- urhluta Póllands hafa líflátið allt að 1600 gyðinga og grafið þá í allt að 30 fiöldagröfum í nágrenni þorpsins árið 1941. Áður var talið að nasistar hefðu framkvæmt voðaverknaðinn. í skýrsl- unni segir að þetta sé ekki einstakt til- felli og að svipaðir hlutir hafi gerst í meira en 20 öðrum þorpum í nágrenn- inu. m HEKLA Gott á bilathing.is Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bi!athing@hekla.is BÍLAÞINGÉEKLU Númer eitt I notuðum bílum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.