Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Blaðsíða 32
Viðbótarlífeyríssparnaður Allianz(jij) I >s«—^ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002 Loforð er loforð Sími: 533 5040 - www.allianz.is Framkvæmdast j óri íbúðalánasjóðs: Greindi ráðherra frá stöðu mála Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri íbúðalánasjóðs, átti í gær fund með Páli Péturs- syni félagsmála- ráðherra og gerði honum grein fyr- ir þeirri stöðu sem upp er kom- in í tengslum við umfangsmikinn fjárdrátt fasteigna- sala, sem var mögulegur meðal ann- ars vegna þess að íbúðalánasjóður gætti ekki nægilega vel að sér við afgreiðslu fasteignaverðbréfa. Guðmundur segir ekkert nýtt hafa komið fram á fundi þeirra Páls, en hann hafi ekki haft tæki- _ færi til að hitta ráðherrann per- sónulega fyrr en í gær. Veriö sé að fara yfir viðskipti viö fasteignasal- an yfir lengra tímabil og skýr mynd ætti að fást af málinu um miðja vik- una. Eins og fram hefur komið var fasteignasalinn kærður til lögreglu snemma á þessu ári. Guðmundur segir að lögreglan hafi ekki gert íbúðalánasjóði viðvart um kæruna. „Ég býst við að við hefðum kafað fyrr ofan í mál þessa fasteignasala hefði það verið gert,“ segir Guð- mundur en viðurkennir þó að sjóðn- um hafi orðið á í messunni. Hann segir innra eftirlit sjóðsins hafa vakið athygli á grunsamlegum við- skiptum hans í síðustu viku, honum hafi verið gert viðvart um að mál hans væri til skoðunar og sama dag hafi hann gefið sig fram við lög- reglu. Stjórn íbúðalánasjóðs ákvað á fóstudag að óska eftir því að Ríkis- endurskoðun gerði úttekt á verklagi hjá sjóðnum. .Sm SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is ^ V. EINNEINN TVEIR neyðarlInan LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ DV-MYND JAK Atu hrátt slátur Hjördís Ólafsdóttir frá ísafiröi stóð sig vel þegar hún kláraöi úr fullri skál afhrárri sláturhræru í keppni hörkutóla á laugardaginn. Hjördís þrælaöi sláturhrærunni í sig þrátt fyrir aö hún væri meö æluna í kokinu viö hverja skeiö. Hjördís lenti í ööru sæti keppninnar en sigurvegari varö Ingólfur Magnússon. Einar Oddur tekur undir gagnrýni formanns LÍÚ á Hafró: Gott að Kristján er kominn til meðvitundar „Mér finnst það fagnaðarefni að Kristján Ragnarsson skuli loks vera kominn til meðvitundar, vegna þess að hann ásamt sjávarútvegsráðuneyt- inu hafa varið þessi ríkisvisindi ára- tugum saman,“ segir Einar Oddur Kristjánsson um ummæli formanns LÍO, sem krafðist þess á aðalfundi fyr- ir helgi að veiðiheimildir í þorski, ufsa, kola og fleiri tegundum yrðu auknar. Þetta þóttu mörgum tíðindi enda hafa samtök útvegsmanna stutt ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar nær skilyrðislaust fram til þessa. „Mér finnst þetta stórkostleg tíð- indi, því að mjög margir hafa fordæmt sjónarmið mín og margra annarra, um að þessi ráðgjöf og þessar rann- sóknir geti ekki staðist. Það hefur oft ekki verið minnst ferðina á Kristjáni Ragnarssyni í þeim formælingum," segir Einar Oddur og segir lífsnauð- synlegt að hverfa frá þessu „rugli". Brýnt sé að veiöa úr fleiri árgöngum þorskstofnsins en gert er og hverfa frá því sem hann kallar „smáþorska- fælni“. Raunar sé að sínu mati nær að Einar Oddur Kristján Kristjánsson. Ragnarsson. leggja til 111 þúsund tonna aukningu á þorski en 11 þúsund. Einar K. Guðfínnsson segist einnig vilja meiri aukningu en formaður LÍÚ leggi til. „Ábyrgðarleysi, kann nú ein- hver að segja og það eru menn vanir að hrópa þegar farið er fram á auknar aflaheimildir og umfram það sem Haf- rannsóknarstofnun hefur lagt til. Menn geta svo sem haft þau orð um mig, sem oft hef gagnrýnt fiskveiði- ráðgjöfma. En varla er hægt að segja það um formann LÍÚ sem fýlgt hefur ráðleggingum Hafró út í æsar og var- ið sjónarmið fiskifræðinganna af miklum móð,“ segir Einar. Guðmundur Halldórsson, útgerðar- maður í Bolungarvík, sagði við DV að hann hefði aldrei staðið Kristján Ragnarsson að fleipri. í fyrra hefði Kristján viljað fá viðbót upp á 2.500 tonn í ufsa og það hefði gengið eftir. „Kristjáni segir ekki svona hluti nema það sé búið að semja um þá fyr- irfram við Alþingi. Það er kosninga- kvóti á leiðinni og hann á að skapa frið um kvótakerfið fram yfir kosning- ar. Það verður hins vegar enginn frið- ur meðan enginn árangur næst í frið- un fiskistofna," sagði Guðmundur. Kristján Ragnarsson segir það fjarri sanni að þegar hafi verið samið um auknar veiðiheimildir. í fyrra hafi verið færð rök fyrir aukningu heim- ilda í ufsa og hann hafi verið aukinn. „Hefðum við farið offari í fyrra hefði átt að draga það frá nú en Haf- rannsóknarstofnun jók við heimild- irnar. Ég trúi ekki öðru en aukið verði við heimildirnar. í svona kerfi verða menn að hafa augun opin.“ -GG/ÓTG Áfall fyrir nýtt laxeldisfyrirtæki: Þúsundir laxaseiða drápust Töluvert tjón varð hjá Salar Icelandika laxeldi á Djúpavogi þegar þúsundir laxaseiða drápust eftir að þeim hafði verið sleppt í sjókví. Þetta eru fyrstu laxaseiðin sem fyrirtækið fær og voru 22 þúsund seiði sett í sjó- kví við bryggjuna í Gleðivík á föstu- dagskvöldið. Gunnar Steinn Gunnarsson hjá SI segir að ekki sé komið í ljós hve mik- ið af seiðunum hafi drepist en það sé talsvert. Verið er að kanna hver or- sökin er. Helst er haldið að um sé að kenna eitrun frá grút sem kominn var í höfnina í gær. Von var á öðrum seiðafarmi strax eftir helgina en hon- um seinkar eitthvað meöan verið er að rannsaka seiðadauðann. Sjókviin verður dregin inn á Berufjörð þar sem laxeldinu hefúr verið valinn staður. Gunnar Steinn segir að þeir byrji með að fá 45-50 þúsund seiði sem keypt eru frá Stofnfiski. Þeir verða með eina kví í vetur og með vorinu verður bætt við fleiri því ætlunin er að byggja þetta upp hægt og rólega og láta dæmið ganga upp. Eigendur Salar Icelandika, Gunnar Steinn Gunnarsson og Norvaid Sandö, fluttu með fjölskyldur sínar í haust tO Djúpavogs frá Noregi. Gunnar, sem búið hefur í Noregi i 18 ár og á norska eiginkonu, er ánægður með að flytja „heirn". Fjölskyldumar eru þaulvanar öllu sem lýtur að fiskeldi og hafa starfað við það í Noregi i mörg ár. -JI Lord of the Rings: Emilíana Torrini flytur aðallagið Söngkonan Emilíana Torr- ini mun flytja aðallag „The Two Towers" sem er næsta Lord of the rings-kvikmynd. Lagið heitir „Gollum’s song.“ Salvatore Torr- ini, faðir Emiliönu, staðfesti i gærkvöldi að þetta væri rétt. „Fran Walsh og Philippa Boyens, handritshöfundar The Two Towers, segja að hyrjunin á The Two Towers ætti að verða mjög flott, eitt flottasta upphafsatriði sem sést hefði í kvikmynd. Ýmis- legt annað kom fram líka,“ sagði Salvatore við DV. Ekki náðist í Emilíönu Torrini í gærkvöldi en hún dvelur í London. -GG Emilíana Torrinl. DV-MYND KÖ Slökkviliö á vettvangi. Vel gekk aö reykræsta. Reykur í eldhúsinu Eldur kom upp í eldhúsi íbúðar á 4. hæð fjölbýlishúss við Dvergholt í Hafnarfirði upp úr kvöldmat í gær. Hafði pottur gleymst á eldavélarhellu og varð af mikið reykjarkóf. Slökkvi- lið var fljótt á vettvang, og náði að slökkva og reykræsta húsið en reykur hafði borist fram á stigagang. Enginn slasaðist en tveir voru fluttir á slysa- deild til skoðunar vegna gruns um reyketirun. -hlh Fáir sektaðir Fáir voru sektaðir um helgina fyrir að tala i farsima án þess að nota hand- frjálsan búnað. Var einn og einn sektaður í stöku lögregluumdæmi. Lögreglan í Vestmannaeyjum var með umferðarátak á laugardag og stöðvaði 66 bíla. Enginn ökumaður hlaut sekt vegna aksturs eða annars og enginn var grunaður um ölvunarakstur. Er lögreglan í Eyjum himinlifandi með árangurinn. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.