Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Niðurstaða GJ-fjármálaráðgjafar er þvert á „viðtekinn sannleika“: Samruni á markaði virðist ekki hafa valdið hærra matvöruverði Um nokkurt skeið hafa það ver- ið „viðtekin sannindi" að samruni fyrirtækja á matvörumarkaði skýri að hluta til hátt matvöru- verð hér á landi, ekki síst eftir að Samkeppnisstofnun birti skýrslu sína um matvörumarkaðinn í maí í fyrra. Þar komst stofnunin m.a. að þeirri niðurstöðu að samruni á fyrri hluta árs 1999 (þegar Baugur yfirtók 10-11 verslanimar og Kaupás var stofnaður) hefði vald- ið hækkandi álagningu hjá smá- söluverslunum - og að verð á dag- vöru (matar-, drykkjar-, hreinlæt- is- og snyrtivörum) hefði hækkað meira en aðrir liðir í vísitölu neysluverös frá upphafi árs 1996 allt fram á mitt ár 2000. GJ-fjármálaráögjöf gerði skýrslu um matvöruverð fyrir Baug síðastliðið vor og kemst að allt annarri niðurstöðu: Ekki sé hægt að draga þá ályktun út frá gögnum um þróun dagvöruverös i samanburði við aðrar vömr 1996-2000 að samruni hafi valdið hærra verði til neytenda. Greint var stuttlega frá niðurstöðum skýrslunnar á aðalfundi Baugs í vor, en enginn fjölmiöill hefur fram til þessa aflað sér hennar og greint frá efni hennar. Samkeppnisstofnun birti efra línuritið í skýrslu sinni um matvörumarkaðinn í fyrra. í samandregnum niðurstöðum skýrslunnar segir stofnunin að „dagvöru- verð hækkaöi mun hraðar þar til eftir mitt árið 2000. “ GJ-fjármálaráögjöf bendir á að ferlarnir skerast eftir mitt árið 2000 og hafí þá dagvöruverð hækkað nákvæmlega jafnmikiö og verð á öðrum vörum: „ekki hraðar og því síöur mun hraðar. Ályktanir Samkeppnisstofnunar virðast byggjast á því að ferillinn fyrir dagvörur er fyrir ofan [hinnj ferilinn nánast allt tímabilið. Ástæöa þess er hins vegar sú aö ferlarnir gliðna í sundur á fyrri hluta tímabilsins, á því tímabili sem hvorki Baugur né Kaupás hafði veriö stofnaður [...]“ - GJ- fjármálaráögjöf stillir svo báða ferlana á „100“ viö stofnun Baugs í neðra línuritinu, sem sýnir þróunina frá þeim tíma. Matur hækkaði minna í skýrslunni er til að byrja með bent á þá staðreynd, að matvæli og drykkjarvörur hækkuðu minna en almennt neysluverð árin 1998, 1999 og 2000. Sé litið á árin 1998 til 2001 í heild hækkaði matur og drykkur um það bil tveimur prósentustigum meira en almennt neysluverö, en sú hækk- un gekk til baka á fyrstu mánuð- um þessa árs, þannig að í heild hækkaði matur og drykkur minna en aðrir liðir frá janúar 1998 til apríl 2002 (sem er síðasta mæling áður en skýrslan var gefin út). Skýrsluhöfundur segir þetta eitt og sér sýna, að verðhækkanir hafi verið almennar og ekki hægt að leita ástæðna verðbólgunnar al- 5íml: M M CZ 544 4656 > I n V V E R S L U N Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.js 5NJÓKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða mennt í samruna á matvörumark- aði. Þegar litið er yfir lengra tímabil - janúar 1991 til janúar 2001- kem- ur í ljós að áður en Baugur var stofnaður með samruna Hagkaups og Bónuss í júní 1998 lækkaði mat- vöruverð að meðaltali um 0,5% á ári miðað við almennt verðlag, en eftir stofnun Baugs lækkaði það ríflega tvisvar sinnum meira, eða um 1,2% á ári. Og samanburður- inn verður Baugi enn hagstæðari sé miðað við síðustu tíu ár en ekki tíunda áratuginn. Amerískur hvíldarstóll Ótrúlega þœgilegur! Svipuö þróun og erlendis Næst er í skýrslunni borin sam- an þróun matvöruverðs hér á landi og flestum helstu viðskipta- löndum, umreiknað í íslenskar krónur, frá mars 1997 til febrúar 2002.1 ljós kemur að verðið þróast með svipuðum hætti og tölfræði- próf eru sögð sýna fram á að ekki sé marktækur munur á þróuninni hér og erlendis. Því sé ekki hægt að draga þá ályktun af þessum gögnum að álagning hafi hækkað kerfísbundið hér á landi. Einnig er vitnað til Peninga- mála Seðlabankans frá því i febrú- ar, þar sem sagði að matvælaverð erlendis og verð innfluttra mat- væla i erlendri mynt hefði þróast mjög svipað. „Því er ekki að sjá, ef litið er yfir tímabiliö í heild, [upp- haf árs 1997 til upphafs árs 2002] að verðlagning innfluttrar mat- vöru hafi þróast óeðlilega,“ segir Seðlabankinn. Skýrsla Samkeppnisstofnunar GJ-fiármálaráðgjöf mótmælir þeirri fullyrðingu Samkeppnis- stofnunar í áðumefndri skýrslu, að dagvöruverð hafi hækkað mun hraðar en meðaltal annarra liða í vísitölu neysluverðs frá janúar 1996 allt þar til eftir mitt árið 2000. Birt er línurit sem Samkeppnis- stofnun birti sjálf í skýrslu sinni. Þar sést aö dagvara og neysluverð án dagvöru hækkuðu jafnmikið á þessu tímabili, „ekki hraðar og því síður mun hraðar," eins og segir í skýrslu GJ-fiármálaráðgjaf- ar. Dregin er sú ályktun að Sam- keppnisstofnun hafi horft til þess að ferillinn fyrir dagvörur er fyrir ofan feril neysluverðs án dagvöru nánast allt tímabilið. Bent er á þá augljósu staðreynd að þetta þýðir ekki að efri ferillinn sé að hækka meira en neðri ferillinn, enda er það halli ferlanna sem segir til um hækkanir. Þegar halli ferlanna (hækkunin) fyrir stofnun Baugs er borinn saman við þróunina eftir stofmm Baugs kemur í ljós, að dagvöru- verð hækkaði hlutfallslega fyrir stofnun Baugs en lækkaði hlut- fallslega eftir hana. Tekið er fram að munurinn sé ekki endilega marktækur, en ljóst sé að ályktan- ir út frá þessu línuriti um að sam- runi hafi valdið hærra vöruverði eigi ekki við rök aö styðjast. Ami Pétur Jónsson. Guömundur Sigurösson. Viðbrögð Árni Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Baugs íslands, segir að ekki hafi staðið til að dreifa skýrsl- unni til fiöl- miðla en hún hafi hins vegar verið aðgengileg þeim sem óskað hafi eftir því að sjá hana. Það hafi enginn fiöl- miðill gert fyrr en núna. „Að mínu mati er megin- niðurstaðan sú, að hægt er að túlka skýrslu Samkeppnis- stofnunar á marga vegu eftir því á hvaða tímabil er horft. Vandinn hefur verið sá, hve viljugir menn úti i bæ hafa verið til að túlka hana sér í hag og fella dóma út frá henni,“ segir Árni Pétur og bendir jafnframt á að skýrslan hafi ekki fiallað um Baug sérstak- lega og Samkeppnisstofnun hafi hvorki dæmt, áminnt né sektað í kjölfar skýrslunnar eins og skilja megi á tali sumra. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, var í gær- kvöld ekki reiðubúinn að tjá sig um skýrslu GJ-fiármálaráðgjafar þar sem hann hafði hana ekki við höndina og talsvert um liðið frá þvi að stofnuninni var kynnt hún. Skýrslan var einnig kynnt Val- gerði Sverrisdóttur viðskiptaráð- herra í vor. Valgerður segist telja að skýrsla Samkeppnisstofnunar hafi verið vel unnin. „Þaö er ekki hægt að fullyrða neitt í þessum efnum, en það eru vísbendingar um að samruninn hafi haft áhrif á vöruverð. Það stendur eftir,“ segir Valgerður. -ÓTG Valgeröur Sverrisdóttir. Magnús kaupir Holt Magnús Leo- poldsson, eigandi Fasteignamiðstöðv- arinnar, eignaðist í gær Fasteignasöl- una Holt i Kópavogi en fyrrverandi eig- andi fasteignasöl- unnar hefur játað á sig fiársvik. ÚA kaupir breskt fyrirtæki Útgerðarfélag Akureyringa hefur keypt öll hlutabréf í breska útgerð- arfyrirtækinu Boyd Line Mana- gement í Hull fyrir um 950 miljónir króna. Fyrirtækið á 40% af þorsk- kvóta Breta í Bárentshafi sem út- hlutað er af Evrópusambandinu og 4.000 tonna veiðiheimildir fylgja því. Met í fasteignaviðskiptum Allt stefnir í að fasteignaviðskipti á þessu ári verði um 20% meiri en á síðasta ári og að viðskipti á þessu ári verði þau næstmestu í sögunni. Fasteignaverð hefur verið mjög stöðugt síðustu misserin. Affóll hús- bréfa hafa minnkað og eru núna um 6%. Mbl. sagði frá. Kosið um sex efstu Framsóknarflokkurinn í Suður- kjördæmi ákvað á kjördæmisþingi í dag að kosið veröi um sex efstu sæti framboðslista flokksins fyrir alþing- iskosningarnar i vor á aukakjör- dæmisþingi sem haldið verður 18. janúar. Afturendi í brautina Rúmlega 400 manns sluppu ómeidd þegar afturendi einnar Boeing 747 þotu flugfélagsins Atl- anta rakst í flugbraut i lendingu á Teesside-flugvelli í Englandi fyrir skömmu og skemmdist nokkuð, Margir óska hælis Á þessu ári hafa 108 útlendingar óskað eftir hæli hér á landi og eru það næstum tvöfalt fleiri en aflt árið í fyrra. Þá sóttu 53 um hæli og þeir voru 24 árið 2000. Ekki hækkað skatta Geir H. Haarde fiármálaráðherra sagði á Stöð 2 að ríkisstjómin hefði ekki hækkað tekju- skatta á einstak- linga undanfarin ár. Ástæðan fyrir því að heildarskatt- tekjur í hlutfalli af landsframleiðslu hefðu hækkað væri að velta í þjóð- félaginu á árunum 1999 og 2000 hefði aukist mikið. Meiri útgjöld Útgjöld Ábyrgðarsjóðs launa hafa vaxið mjög hratt á þessu ári og voru orðin 572 milljónir króna í lok októ- ber. Allt síðasta ár voru útgjöld sjóðsins 356 miljónir. Útgjöldin eru því nú þegar orðin liðlega 60% hærri en í fyrra og stefna í að verða meira en 80% hærri. Skýringin felst einkum í fleiri og stærri gjaldþrot- um nú samkvæmt upplýsingum Samtaka atvinnulifsins. RÚV greindi frá. Bestu með Björk Diskur með safni helstu laga Bjarkar Guðmundsdóttur, sem valin voru af tugum þúsunda að- dáenda hennar, kemur út um allan heim á morgun og einnig yfirlit yfir tónlistarferil hennar í boxi sem ber heitið Family Tree. Mbl. sagði frá. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.