Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Page 4
4 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002 Fréttir DV Ófögur mynd af Kára og deCODE dregin upp í The Guardian: Félagslegt klám - segir Páll Magnússon hjá íslenskri erfðagreiningu Lá við stórslysi í Ólafsvík: Ók í loftköstum á verslun og olli bruna Þurrkuð epli Möndlur Blandaðir ÞURRKAÐIR ÁVESTIR ... allt sem þaifí baksturinn! Dekkjahótel vib geymum dekkin fyrir þig gegn vægu gjaldi sómmuG (pnlinenídl Kópavogi - Njar&vík - Selfoss „Hér er á ferðinni ákveöin tegund af blaðamennsku sem enskumæl- andi menn kalla social pornography eða nokkurs konar félagslegt klám. Rætt er við mann sem sér fram á gjaldþrot og annan sem lent hefur í röð áfalla. Sá lenti í alvarlegu slysi, átti í erfiðleikum með að fá trygg- ingabætur, sem reyndust síðan afar litlar, setti funmtung bótanna í hlutabréf í deCODE og varð síðan að selja þau á mun lægra verði en kaupverðið sem þýddi umtalsvert íjárhagslegt tap fyrir manninn. Þetta er í sjálfu sér afar sorglegt mál en látið er að þvi liggja að þessar hremmingar séu allar íslenskri erfðagreiningu að kenna. Ábyrgð vegna hlutabréfakaupa hlýtur fyrst og fremst aö liggja hjá kaupandan- um sjálfum og síðan ráðgjöfum hans. Fyrirtækið ber auðvitað ábyrgð á eigin tilvist og hlutabréf i því eru föl en lengra getur ábyrgð þess ekki náð. í því sambandi und- irstrika ég að fyrirtækið sjálft hefur aldrei selt bréf á hærra gengi en 18 dollara á hlut. Það voru aðrir sem seldu á 50-60 dollara eins og sagt er í greininni," sagði Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs íslenskrar erfða- greiningar, við DV vegna greinar sem birtist í breska dagblaðinu The Guardian í vikunni. í gein The Guardian er fjallað um fyrirtækið deCODE, hlutabréfakaup íslendinga í fyrirtækinu, fjárhags- leg skakkafóll vegna þeirra og Kára Stefánsson forstjóra. Birtist greinin hann, lenti siðan um 12 m neðar á malbikuðu plani við verslunina og rann þaðan á húsiö. Við áreksturinn kviknaði i bílnum og eldur læsti sig þegar í húsið. Ökumaðurinn náðist út slasaður örskömmu síðar og var hlynnt að honum. Haft var samband við Neyðarlínuna og lögregla og slökkvilið Snæfellsbæjar kom á vett- vang skömmu síðar og var ökumanni ekið til læknis. Hann reyndist tvíbrot- inn á hægri fæti og var fluttur í sjúkrahús í Reykjavík. Einn liðsmanna slökkviliðsins, Svanur Tómasson, ók fram hjá slys- staðnum í útkallið. Hann sýndi mikið snarræði og sótti tæki á Slökkvistöð- •ina til að slökkva eldinn sem orðinn var verulegur. Hann gat haldið eldin- um í skefjum þangað til aðalliðið kom stuttu síðar og lauk við að slökkva eldinn og reykræsti húsið. Talsvert tjón er á húsnæði verslunarinnar og söluvöru hennar af völdum eldsins. Bifreiðin er gjörónýt. Ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur. -JBP undir fyrirsögn- inni „DeCODE was meant to save lives ... now it’s destroying them“ sem út- leggst á þann veg aö deCODE hefði verið ætlað að bjarga tilveru manna en væri nú að eyöileggja Páll Magnússon. hana james Meek blaðamað- ur ræðir þar við fólk sem fór hall- oka á kaupum hlutabréfa í fyrirtæk- inu. Er fyrirsögnin sótt í ummæli ónafngreinds viðmælanda sem horf- ir fram á gjaldþrot vegna kaupanna. Hefur blaðamaður eftir Kára Stef- ánssyni, forstjóra íslenskrar erfða- greiningar, að hann og fyrirtæki hans beri enga ábyrgð á hlutabréfa- kaupum íslendinga eða hlutabréfa- markaði yflrleitt. Þrýstingur hafi verið frá stjómmálamönnum, ekki síst þeim á vinstri vængnum, að fólk fengi aö kaupa hlutabréf í félag- inu og fá hlutdeild í mögulegum gróða. Hann hafi aldrei hvatt til kaupanna og lagt á það áherslu að ef menn gerðu þaö ættu þeir að hafa fjárhagslegt svigrúm tU að mæta skakkafollum. Upplýsingar um fyr- irtækið hafi alltaf legið fyrir en margir sem keyptu bréf í fyrirtæk- inu hafi ekki kynnt sér þær. Kára er annars lýst sem ákafamanni sem eigi erfitt með að hemja skap sitt. Þá er rætt er við nokkra íslendinga um fyrirtækið, gagnagrunninn, einkaleyfið og ríkisábyrgðina. Páll er ósáttur við það hvernig blaðamaður spyrðir saman áfalla- sögur einstaklinga og fellir dóm um fyrirtækiö áður en komið er að Kára þætti Stefánssonar. Lýsing hans á Kára sem skapofsamanni gefi sterklega í skyn að Kári og fyr- irtækið yfirleitt eigi mesta sök á óförum þeirra sem töpuðu á við- skiptum með bréf í deCÖDE. „Gengi margra íslenskra fyrirtækja hefur hríðlækkað síðustu misseri og ár en ég sé ekki að forstjórar þeirra séu dregnir til persónulegrar ábyrgðar fyrir fjárhagslegt tap þeirra einstak- linga sem keyptu hlutabréf í þess- um fyrirtækjum." í lokin spyr blaðamaður The Gu- ardian Kára hvort ekki heföi verið hyggilegra að fara í þetta risaverk- efni í samvinnu við stjórnvöld og ríkið. Hann segir að Kári fyrirlíti starfsbræður sína við Háskóla ís- lands og hefur eftir honum að sam- starf við stjómvöld, og þá sérstak- lega hinn hræðilega lélega (leat- hally bad) Háskóla íslands, heföi haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Háskólinn byggi við alls kyns kvaðir sem heföu orðið mönnum fjötur um fót, m.a. þá að geta ekki rekið prófessora sem væri afleitt. Páll segir blaðamanninn hafa átt tvö samtöl viö Kára og fengið urmul upplýsinga og ítarleg svör við ýms- um spumingum. „í greininni má hins vegar lesa að tilgangurinn með viðtölunum var ekki sá að birta efn- isleg svör við spurningum heldur að freista þess að mála upp mynd af vondum manni sem ætti persónu- lega sök á hremmingum fólks vegna hlutabréfakaupa. Þetta er að sjálf- sögðu fjarri öllu lagi,“ segir Páll Magnússon. -hlh DV-MYND PSJ Gerónýtur eftir slysið Bílllinn sem ekið var á ofsahraöa og lenti á verslunarhúsi í Ólafsvík ergjörónýtur eins og myndin ber meö sér. Eldur kviknaöi viö áreksturinn en snarræöi slökkviliösmanns, sem átti leiö um, kom í veg fyrir stórslys. Ökumaöurinn er grunaöur um ölvun. Bifreið var ekið á framhlið Versl- uninnar Hrundar í Ólafsvík um hálf- þrjúleytið aðfaranótt sunnudags. Að sögn sjónarvotta var bílnum ekið á miklum hraða niður Grundarbraut og missti ökumaður stjóm á honum. Bíll- inn fór upp á steyptan vegg og yfir MILK CHOCOLATE Þróar lyf fyrir Bandankjamarkað Delta hf„ dótturfélag Pharmaco hf. hefur gert samstarfssamning við lyfja- fyrirtækið Purepac Pharmaceutical Co„ dótturfélag Alpharma Inc. í Bandaríkjunum, um þróun samheita- lyfja fyrir Bandarikjamarkað. Samn- ingurinn felur í sér að Delta þróar lyf en samstarfsaðilinn vestra framleiðir og setur á markað. Delta hf. og Purepac skipta með sér hagnaði af sölu lyfsins eftir að það kemur á markað. Frumlyfið er meðal sölu- hæstu lyfja í heiminum í dag. Gert er ráð fyrir að samningurinn fari að skila tekjum árið 2005. Bandaríkja- markaður er sá stærsti í heiminum í dag og er áætluð velta samheitalyfia- markaðarins árið 2005 um 21,6 millj- arðar bandaríkjadala eða sem sam- svarar um 1.912 milljörðum íslenskra króna. -hlh Ók lögreglubíl á brunahana Lögreglubíll skemmdist töluvert þegar ölvaður maður, sem haföi verið settur inn i bílinn, settist undir stýri og bakkaði. Ók hann bílnum á grind- verk og brunahana. Þurfti kranabill að draga lögreglubílinn af vettvangi. Lögreglan hafði verið kölluð til til að stilla til friðar utan við hús í Set- bergslandi um fimmleytið í fyrrinótt. Höfðu slagsmál brotist þar út og barst leikurinn út á götu. Maður um tvítugt haföiSiafnaboltakylfu í hönd og ógn- aði með henni fólki á vettvangi. Fólk- iðsasitt óvænnaogflúði inn í bíl við götuna. Lamdi maðurinn þá bílinn með kylfunni þannig að hann dældað- ist og rúður brotnuðu. Þegar lögregl- an kom á staðinn var kylfan tekin af pilti og fékk hann að setjast inn í lög- reglubílinn til að forða sér undan átökum. Þurftu lögreglumennimir að yfirgefa bílinn um stund til að stilla til friðar og notaði piltur þá tækifær- iö til að setjast undir stýri með fyrr- greindum afleiðingum. Piltur, sem var mjög ölvaður, var þá settur í jám og gisti fangageymslur. Aflið opnar skrifstofu Systursamtök Stígamóta á Norð- urlandi, með aðsetur á Akureyri, sem stofnuð voru 18. aprfl sl. hafa fengið nafnið Aflið. Búið er að opna símatíma á miðvikudögum í síma 461 5959 frá kl. 17 til 19. í starfsem- inni rnunu felast einkaviðtöl og sjálfshjálparhópar. Einnig er hægt að hafa samband með töivupósti í aflid@akmennt. -GG Dýrbítur í Vopnafirði Tófa drap tvö lömb í Sáuöafelli inn af Vopnafirði fyrir skömmu og við nánari eftirgrennslan fundust fjórar kindur sem tófa hafði drepið. Anton Gunnarsson frá Deildarfelli var þarna á ferð i eftirleit og fann hann alls 10 kindur á lífi inni á Eg- isstaðaafrétti. Fjórir menn fóru á tveimur vélsleðum og fluttu kind- urnar að bænum Háteigi í Vopna- firöi sl. föstudag. -GG Össur Skarphéðlnsson. Össur leiðir í könnun Á heimasíðu Helga Hjörvar, varaborgarfull- trúa Reykjavík- urlista og fram- bjóðanda til próf- kjörs Samfylk- ingarinnar í Reykjavík um næstu helgi, gefst fólki tæki- færi til þess að taka þátt í eins konar skoðanakjönnun. Síðdegis í gær var formaður Samfylkingarinn- ar, Össur Skarphéðinsson, í forystu. Síðan koma Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhanna Siguröardóttir og Helgi Hjörvar en væntanlega nýtur hann einhvers fylgis þar sem um hans heimasíðu, www.helgi.is, er að ræða. Röð frambjóðenda er síðan Jakob Frímann Magnússon, Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, Ágúst Ólaf- ur Ágústsson, Mörður Árnason og Guðrún Ögmundsdóttir. Enn enn eru nokkrar dagar til stefnu svo þessi röð kann eðlilega að breytast. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.