Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Síða 11
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002
DV
11
Útlönd
Myndun nýrrar harðlínustjórnar langt komin:
Netanyahu í sæti
utanríkisráðherra?
BÍLAMÁLUN
JONASAR K. HARÐARSONAR
, z:~ - ffaxf&tœh <mb
Binyamin Netanyahu, fyrrum for-
sætisráöherra fsraels og helsti keppi-
nautur Ariels Sharons, núverandi for-
sætisráðherra landsins, um völdin í
Likud-bandalaginu, samþykkti í gær
að taka sæti utanríkisráðherra í nýrri
ríkisstjórn Sharons með því skilyrði
að kosningum í landinu yrði flýtt.
Þetta kom fram eftir fund þeirra
Sharons og Netanyahu í gær en þar
munu þeir hafa rætt skilyrði þess síð-
arnefnda fyrir þátttöku í nýrri harð-
línustjóm Sharons, sem áður hafði
fengið harðlínumanninn og fyrrum
formann ísraelska herráðsins til að
taka sæti vamarmálaráðherra.
„Ég er tilbúinn ef Sharon gengur að
þessari kröfu minni,“ sagði Net-
anyahu í viðtali í gær og bætti við að
Sharon væri að íhuga málið.
Hann hafði reyndar áður geflð það
Samsæri um aö
ræna kryddpíunni
Victoríu Beckham
Breska lögreglan handtók um helg-
ina níu manns, sjö karlmenn og tvær
konur, eftir að upp komst um sam-
særi glæpagengis um að ræna Victor-
íu Beckham, eiginkonu knattspyrnu-
kappans Davids Beckhams, leik-
manns Manchester United og enska
landsliðsins, og krefjast fimm millj-
óna punda eða um sjö hundruð millj-
óna íslenskra króna í lausnargjald.
Hin grunuðu voru handtekin í
aðskildum aðgerðum sérsveita lög-
reglunnar á laugardag og snemma
sunnudags eftir að vísbendingar bár-
ust frá breska fréttablaðinu News of
the World en að minnsta kosti fimm
þeirra munu af austur-evrópskum
uppruna, frá Rúmeníu eða Albaníu.
Að sögn fjölmiðla mun það hafa
verið ætlun hópsins að nota svæfinga-
gas við ránið á Victoríu og hafa hana
i haldi í húsi í Brixton.
Sjálf segist Victoría vera mjög mið-
ur sín vegna atburðanna og það verði
fyrsta verk fjölskyldunnar að tryggja
öryggi hennar með öllum ráðum.
Binyamln Netanyahu
Netanyahu, fyrrum forsætisráðherra
Israels, segist tilbúinn að taka sæti ut-
anríkisráðherra í nýrri harðlínustjórn
verði Sharon við kröfu hans um að flýta
þingkosningum í landinu.
til kynna að hann hygðist keppa við
Sharon um leiðtogasætið í Likud-
bandalaginu fyrir næstu kosningar,
en hann þykir hafa færst nokkuð til
hægri og harðnað í afstöðu sinni til
Palestínumanna síðan hann tapaði
forsætisráðherrastólnum árið 1999.
Sharon fundaði einnig með leiðtog-
um ýmissa harðlínu- og trúarlegra
öfgaflokka á þinginu i gær og virðist
sem honum sé að takast ætlunarverk-
ið um myndun nýrrar harðlínustjórn-
ar, eftir að ráðherrar Verkamanna-
flokksins sögðu skilið við fyrri stjórn
hans í síðustu viku vegna andstöðu
við aukna styrki til landtökubyggða á
heimastjórnarsvæðum Palestínu-
manna. Útganga þeirra varð til þess
að sfjórnin missti meirihutann í þing-
inu og hafði þar með aðeins tryggan
stuðning 55 þingmanna af 120.
Börnin borin til grafar
Útför 29 manns sem fórust í jarðskjálftanum í ítalska bænum San Giuliano
di Puglia í síöustu viku fór fram í gær. Meðal hinna látnu voru 26 skólabörn
og einn kennari sem grófust undir rústum barnaskólans i bænum og fór
athöfnin fram i stóru tjaldi við leikfimisal skólans þar sem bæjarkirkjan hafði
orðið fyrir miklum skemmdum. ítölsk stjórnvöld hafa fyrirskipað opinbera
rannsókn á því afhverju skólinn var eina byggingin sem hrundi i skjálftanum.
'Vmdub
viwm'iiidb
KAPLAHRAUNI 14 HAFNARFIRÐI
- SÍMI: 555-1540 --------
r 17, 1UB HeyhJavOí
sfmj: 533 1334 Fax: 5EB 0433
Mælinnamenn
hjá okkur fáið þið.. *
EH
HEKLA
Gott á
Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 •
bilathing.is
www.bilathing.is • bilathing@hekla.is
BÍLAÞINGHEKLU
Númer eitt í notuðum bílum!