Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002 Skoðun E>V .. Spurning dagsins Eru kynþáttafordómar að aukast á Islandi? Halldór Pálsson: Já, ég held það, því miður. Við verö- um að virða alla menn jafnt. Rakel Siguröardóttir: Já, að vissu leyti. Þó svo unga kyn- slóðin sé opnari fyrir hlutunum finnst mér votta fyrir kynþáttafordómum. Arna Kristjánsdóttir: Já, ég hef það svona á tilfinning- unni. Rose Veendec: Já, þeir hafa aukist. Ásmundur Jóhannsson: Ég hef ekki hugmynd um þaö. Hef verið eriendis í 10 ár en ég veit aö kynþátta- fordómar eru til gagnvart hvítum. 1 Jóhanna Þorsteinsdóttir: Ég veit það ekki. Er þetta ekki bara svipað og hefur verið? Ætlar þessu aldrei að linna? Það er eins og að hlusta á „Papa loves Mambo“ - hann fer fjær, hún fer nær ... Þið munið, lagið sem hann Páll Óskar vakti upp frá dauðum. Geir R. Einmitt. Umræð- Andersen an um inngöngu blaöamaöur skrifar: 1 ESB er í ætt við „Papa loves Mambo“. Það er klifað á þessu í tíma og ótíma í flestum viðtalsþátt- um með hverjum stjórnmálamann- inum eftir öðrum. Flestir ansa þessu eins og í óráði: Ja, þetta verð- ur nú örugglega á dagskrá, kannski ekki í þessum kosningum, en þá síð- ar - við verðum að sjá hvemig Evr- ópan plumar sig. Það er margs að gæta, öll Austur-Evrópa að koma inn. - En kemur hún sterk inn eða veik? Já, er ekki annars best að biða og sjá hvemig Vestur-Evrópan kemur út úr innkomu Austur-Evrópunnar? Sjá hvort ekki hægist um í álfunni, hvort evran nær hæð Mount Ever- est eða fellur i straumþungar ámar ísar og Inn og skolar á land í einum baneitruðum zinkklumpi? - Þetta er nú útúrdúr og ekki rétt að grínast með ESB allan pistilinn. Það er verk að vinna í þessu landi. Að ná áttum án ESB. Skýr afstaða Sam- fylkingarinnar sem hefur merkt sig Evrópusambandinu eftir póstkosning- una miklu, er dæmi um hvemig á að vinna að þjóðþrifamálum. Já, nota póstinn miklu meira. Gera kröfur tU stjómmálaflokkanna að þeir noti póst- inn. Það má líka nota bæði ímeU og Sí- meU, tölvu og síma. Þetta getur áreið- anlega leyst ESB-vandann. ESB-málið er hins vegar orðið fyrir Islendinga eins konar pólitískt Viö villibráöarhlaöboröiö Hvergi glæsilegra, hvergi hærra verð! „Já, nota póstinn miklu meira. Gera kröfur til stjórnmálaflokkanna að þeir noti póstinn. Það má líka nota bœði ímeil og Sí- meil, tölvu og síma. Þetta getur áreiðanlega leyst ESB-vandann.“ hræ sem enginn hirðir um héðan af. Því þegar afstaðan er orðin eins skýr og hún getur orðið - þökk sé póstkosningu Samfylkingarinnar - þá vUjum við, þjóðarímyndin, ekki fara að óhreinka allt málið upp á nýtt með dylgjum eða upphrópun- um um að við þurfum nú að ná í eitthvað af styrkjunum sem ESB muni úthluta tU okkar. Eða eins og slagorðið hljómar út yfir íslandsála „Eitt ísland með öllu, takk“. Og hvað vantar okkur íslendinga yfirleitt? Ekki peninga, ekki verð- bréf, ekki stórmarkaði eða kauphöll og ekki matvæli eða matarvín. Senn hefst tími villibráðarhlaðborðanna. Þar er hægt að fá í svanginn fyrir svona í kringum sex þúsund kall. Þetta er ekki hægt í Evrópu. Þar myndi svona krás ekki kosta nema svo sem helminginn. Jafnvel bara einn þriðja. Er nokkur furða þótt ESB hljóti hér háð og spé? Ég segi einfaldlega, en án ábyrgöar: Því meiri vitleysu sem við látum út úr okkur, þeim mun meiri alvara verð- ur í þjóðmálunum. - Og auðvitað öf- ugt... Ekki svelta fyrir Austfirðinga Þorgeir Guðjón Jónsson skrifar frá Seyöisfiröi: Hvers vegna skyldi móðir Bjark- ar Guðmundsdóttur hafa farið í mótmælasvelti? - Jú, til þess að mótmæla virkjunarhugmyndum og álverksmiðju fyrir austan. En hvers vegna mótmælti hún ekki álbræðsl- unum báðum á suðvestursvæðinu? Og hvers vegna voru engin mót- mæli þegar virkjað var á Nesjavöll- um? Er það ekki einfaldlega vegna þess að álverksmiðjur og störf við virkjanirnar veita Austfirðingum væntanlega atvinnu, svo að þeir þurfi ekki að flytja til þéttbýlisins suðvestanlands? En við Austfírðingar höfum held- ur ekki Baug, ekki Háskóla íslands, ekki Háskólasjúkrahús, og eigum „Móðir Bjarkar og aðrir íbúar á suðvesturhomi landsins: látið Austfirðinga í friði því það er verið að huga að vinnu fyrir Aust- firðinga, meðal annars til þess að þeir þurfi ekki að neyðast til að flytja í stór- borgina Reykjavik og ná- grenni hennar.“ enga vinnustaði líkt og þið á Reykjavíkursvæðinu. Mér er ofarlega í huga að leggja eina spurningu fyrir móður Bjarkar - hvort hún væri tilbúin að flytja til Kolbeinseyjar og lifa þar á loftinu? - Nei, auðvitað ekki. Móðir Bjarkar og aðrir íbúar á suðvesturhorni landsins: látið Aust- firðinga í friði, því það er verið að huga að vinnu fyrir Austfirðinga, meðal annars til þess að þeir þurfi ekki að neyðast til að flytja í stór- borgina Reykjavík og nágrenni hennar. Gott fólk: Kárahnjúkar tilheyra Austurlandi, en ekki íbúum suð- vestursvæðis landsins. Látið okkur Austfírðinga í friði. Hugsið um ykk- ar nánasta umhverfi áður en þið farið að ólmast og jafnvel svelta ykkur til ólífis i tilefni uppbygging- ar annars staðar á landinu. Tilhlökkun Garri hlakkar til sumarsins. Hann fékk lítið út úr síðasta sumri, vann þegar sólin skein og var í fríi meðan rigndi. Dæmigerð seinheppni. En Garri er fráleitt farinn að gramsa i fataskápnum eftir stuttbuxum og litfógrum stuttermaskyrtum þótt löngun eftir sumri og sól hertaki hann ann- að veifiö. Hann veit að veturinn er nýhafmn og langt er til páska með hreti áður en nokkur leyf- ir sér að minnast á betri tíð með blóm í haga. Af gamalli fyrirhyggju leggur hann þó reglulega á minnið hvar hann geymir páskaskrautið. Bráðlæti Biskup hugsar ekki jafn langt fram í tímann og Garri. Biskup hefur gagnrýnt kaupmenn fyrir bráðlæti, að voga sér að hengja upp jólaskraut í byrjun nóvember þegar tæpir tveir mánuðir eru til jóla. Biskup er hræddur um að þreyta komi í jólahátiðina þegar stóri dagurinn nálgast þannig að inntak hennar og áhrifamáttur glatist. Álítur hann að þetta sé liður i þeim takti samtímans að taka allt út fyrir fram. Sá taktur sé andstæður lífinu og hamingjunni. Biskup gengur greinilega ekki í takt við Garra sem lítur á það sem eöli- lega lífsfyllingu að hlakka til sumarsins þegar vetrarmyrkrið umlykur mannheima. Finnst ekk- ert betra en ylja sér við ljúfar minningar um hlýjan andblæ og þyt í laufi og ærast reglulega í einskærri tilhlökkun yfír því sem koma skal. Þó meira en hálft ár sé þar til hægt verður að fara út á stuttermaskyrtunni án þess að stefna heils- unni í voða er tilhlökkunin áþreifanleg. Dreym- andi sælusvipur segir meira en mörg orð. Ekki eftir neinu að bíða Þess vegna er ekki nema eðlilegt að tilhlökkun eftir sumrinu blandist barnslegri eftirvæntingu gagnvart jólahátiðinni. Jólahátíðin linar þjáning- ar þeirra sem bíða eftir sólríkum sumardögum og ætti eðli máls samkvæmt að lengjast í báðar áttir, sérstaklega hina. Garri fær ómögulega séð að jólaskraut og jólasöngvar eyðileggi stemning- una á jólunum sjálfum. Gleðin og jólafriðurinn í sálinni er einlægur og sannur. Bráðlæti kaup- manna er vel þegið og minnir mann satt að segja óþyrmilega á að kirkjan og hennar þjónar mættu gjaman skipta um gír í starfi sínu, byrja undir- búning jólahátíðarinnar mun fyrr. Ef þeir stæðu í stykkinu kepptu þeir við kaupmennina og dældu út boðskap hamingju og friðar frá og með nóvemberbyrjun og langt fram á næsta ár. Við erum ekki að taka neitt út fyrir fram. Við viljum taka gleðina yfir lífinu og hamingjunni út núna. Það er ekki eftir neinu aö bíða, kæri biskup. Cx&rri Kennitöluhoppið Amar Guömundsson skrifar: Það var ekki vanþörf á að taka fyrir hin illræmdu kennitöluhopp ým- issa gaura, jafnvel vel þekktra ein- staklinga sem hér hafa farið fyrir fyr- irtækjum sem í raun áttu að vera komin í gjaldþrot. Fyrirtækjum sem héldu gjaman eftir opinberum vörslu- sköttum starfs- manna og hirtu allt úr fyrirtækjunum áður en yfir lauk. Jóhanna Sigurðar- dóttir alþm. á hrós skilið fyrir frurn- kvæði sitt og dirfsku að krefjast skýr- inga frá ráðherrum vegna slælegra vinnubragða hins opinbera, sem hefur oftar en ekki haldið hlífiskildi yfir slík- um fyrirtækjum. Er þar um að ræða bæði innheimtustofhanir opinberra gjalda, svo og sýslumannsembættin. Sjáifsagt er að Jóhanna fylgi málinu fast eftir, en auk þess ætti hún að biðja um tæmandi lista yfir helstu afbrotamenn og fyrirtæki í þessu alvarlega máli. Hér er um að ræða slíkt stórmál að það á ekki að liggja á upplýsingunum. Hér er nefnilega um að ræða einn þeirra þátta sem auka á skattbyrði hinna sem greiða sína skatta og skyldur með eðlilegum hætti. Eða hvaðan halda menn að fé komi í Ábyrgðasjóð launa? Varla úr um- ræddum fyrirtækjum. Búvaran í frelsið Helga Gunnarsdðttir skrifar: Samkeppnisráð hefur nú beint þeim tilmælum til ráðherra landbún- aðar að heildsölu- álagning á búvöru verði gefin frjáls. Dettur einhverjum Islendingi í hug að við það að gefa heildsöluálagningu frjálsa muni búvör- ur lækka í verði? Ég held að þótt nú- verandi kerfi sem kveður á um verð- lagningu búvara yrði lagt af- svo illvígt sem það er í garð neytenda - þá verði nýtt kerfi, frjáls álagning á búvörur, mun óhagstæðara fyrir hinn almenna neytanda. Auðvitað eru búvörur hér allt of dýrar. Það breytist ekki fyrr en leyfð- ur verður frjáls innflutningur þessara vara og þær verða flokkaðar sem hver önnur neysluvara sem seld er hér í mat- vörumörkuðum - Frjáls álagning er ekki lausnin heldur frjáls innflutningur. Veröandi þingmaöur Sigríð'ur Johannsdóttir_skrifar Þátturinn Silfur Egils hefur það fram yfir aðra viðlíka sjónvarpsþætti að umræður þar eru hressilegri og beitt- ari. I síðustu tveim- ur þáttum voru fróð- legar umræður um stjómunarstíl for- manns Sjálfstæðis- flokksins. í síðasta þætti mætti til leiks Ágúst Ólafur Ágústsson, formað- ur Ungra jafhaðar- manna. Sá kann að koma fyrir sig orði og taka dæmi máli sínu til stuðnings. Þarna tel ég vera komið fram framtíðar- leiðtogaefni Samfylkingarinnar. Hún þarf á mönnum á borð við Ágúst Ólaf að halda. Það verður án efa skemmtilegt að fylgjast með þessum verðandi þing- manni. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.ís Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24,105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Ágúst Ólafur Agústsson, form. ungra jafnaöarmanna Framtíðarleið- togaefni Sam- fylkingarinnar, að mati bréfritara. Búvörur í haftakerfi lllvígt í garö neytenda. ardóttir alþm. Krefst skýringa á kennitöluhoppi athafnamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.