Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Síða 14
14
Menning
Salurinn biður þögull og spenntur og hrekk-
ur við þegar leikarinn kemur aftan að honum,
utan af svölum - var að fá sér að reykja, fyrir-
gefiði - færir sig svo fram fyrir og byrjar að
tala. Smám saman rennur upp fyrir okkur að
við erum öll alkóhólistar og sá sem talar er nýr
í okkar hópi og getur enn ekki sagt hina örlaga-
þrungnu setningu: „Ég er alkóhólisti." Kannski
er hann það heldur ekki í venjulegum skiln-
ingi, bara almennur „flkill“, marggiftur sam-
bandaflkill, kynlífsfíkill, spennuflkill, af því
„fíkilT er ágæt lýsing á þeim sem ofnota og
misnota lífsins gæði, þeim sem hafa litla sjálf-
stjóm, lin tök á eigin lífl og tilfinningum.
Hinn fullkomni maður eftir Mikael Torfason,
annar af tveimur einþáttungum sem Drauma-
smiðjan framsýndi á þriðju hæð Borgarleik-
hússins á fóstudagskvöldið, er enn ein nær-
mynd hans af nútímakarlmanninum. Þar flett-
ir hann af miskunnarleysi ofan af manni á
miðjum aldri sem hefur klúðrað lífi sínu og á
sér varla viðreisnar von. Konum sínum velur
hann ónefni - Grýlukertið, Kynvillingurinn og
Sambandafíkill, kynlífsfíkill, alki ...
Gunnar Gunnsteinsson - Hinn fullkomni maöur.
Miss Sækó - og þó elskaði hann þær á sinn hátt
í upphafl. Hvað fór úrskeiðis verðum við að
reikna út frá frásögnum hans og lýsingum því
hann veit það ekki sjálfur. Hann skilur aldrei
hvers vegna þau eru ekki saman í liði lengur.
Texti Mikaels er þéttur og markviss og
Gunnar Gunnsteinsson vann hlutverkið af
alúð. Smáatriðin, fas, svipbrigði, handahreyf-
ingar, sýna að hann hefur fengið prýðilega leik-
stjórn hjá Hilmi Snæ Guðnasyni. Ekki var
hann síst óþægilega sannfærandi fullur á bör-
unum. Endirinn varð þó fullteygður.
En Gunnar hefur ekki veitt Margréti Péturs-
dóttur eins góða leikstjórn í seinni ein-
þáttungnum og hann fékk sjálfur. Margrét leik-
ur konu á óræðum aldri í Herpingi Auðar Har-
alds, liklega heldur eldri en leikkonan er sjálf,
taugatrekkta og óhamingjusama konu sem á
það sameiginlegt með karli Mikaels að botna
lítið í hinu kyninu. Texti Auðar er fyndinn en
mun klisjukenndari en texti Mikaels, og þar að
auki eru leikaðstæður allar betur hugsaðar hjá
Mikael. Mestu munar þó að hér var kastað
höndum til smáatriða sem voru svo vel unnin í
fyrri þættinum. Margrét hvíldi ekki í hlutverk-
inu á sama hátt og Gunnar; til dæmis les kon-
an ekki það sem hún þykist lesa í Mogganum
og svipbrigði og viðbrögð öll voru einhæf. Vel
má vera að frumsýningarkvíði hafi valdið
nokkru um og þetta eigi eftir að breytast.
En niðurstaða kvöldsins á varla eftir að
breytast. Hún virðist vera sú að karlar séu frá
Mars og konur frá Venus - sem kemur ekki á
óvart en getur verið sársaukafullt engu að síð-
ur.
Silja Aðalsteinsdóttir
Draumasmiðjan sýnir í Borgarleikhúsinu: Hinn full-
komni maöur eftir Mikael Torfason. Tónlist: Andrea
Gylfadóttir. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason. Herp-
ingur eftir Auöi Haralds. Leikstjóri: Gunnar Gunn-
steinsson. Leikmynd og búningar: María Ólafsdóttir.
Ljós: Alfreð Sturla Böövarsson. Dramatúrg: Hrafnhild-
ur Hafberg.
Þetta er frunsa ...
Margrét Pétursdóttir í hlutverki hinnar herptu konu.
DV-MYNDIR E.ÓL.
Petta er mitt líf
Háskólatónleikar vetrarins
- fjöldi spennandi tónleika fram undan í hádeginu á miðvikudögum
/ vetur verða tíu tónleikar á vegum
Háskólans í Norrœna húsinu í hádeg-
inu á miðvikudögum, fernir fyrir jól
og sex eftir jól. Meðal tónlistarmanna
sem fram koma má nefna Tómas R.
Einarsson hassaleikara, Önnu Guð-
nýju Guðmundsdóttur píanóleikara og
Rúnar Óskarsson klarinettuleikara.
Upphaf háskólatónleika má rekja til ársins
1940-1941 þegar þeir Björa Ólafsson fiðluleikari
og Ámi Kristjánsson píanóleikari léku sónötur
Beethovens i hátíðarsal skólans. Háskólatón-
leikar í núverandi mynd hófust upp úr 1970,
líklega árið 1972. Meðal hvatamanna voru dr.
Róbert Abraham Ottósson, söngmálastjóri og
kennari í guðfræðideild, Þorkell Helgason, þá
kennari í verkfræðideild og nú forstjóri Orku-
stofnunar, og Þorsteinn Gylfason, þá og nú
kennari í heimspeki. í fyrstu voru tónleikarnir
haldnir síðdegis á laugardögum eða sunnudög-
um í Félagsstofnun stúdenta eða hátíðarsal
Tómas R. Elnarsson. Anna Guöný
Guðmundsdóttir.
skólans. Um 1980 fluttust þeir í Norræna húsið
og þá var farið halda þá í hádeginu á miðviku-
dögum eins og enn er. Háskóli íslands styrkir
tónleikana svo að aðeins kostar kr. 500 inn.
Ókeypis er fyrir stúdenta
Sex valsar um ástina
Fyrstu háskólatónleikar vetrarins verða
næstkomandi miðvikudag og hefjast kl. 12.30.
Þá flytja Tómas R. Einarsson, kontrabassi, Ey-
þór Gunnarsson, píanó, Jóel Pálsson, saxófónn
og bassaklarínett, og Matthías M.D. Hemstock,
trommur, verk eftir Tómas undir heitinu Sex
valsar um ástina. Meðal laga sem leikin verða
eru Vangadans, Ástarvísa og Maínótt sem öll
eru til á plötum, en valsamir Skrið, Hóf og Gil
hafa ekki komið á geisladiski og ekki verið
fluttir á tónleikum fyrr en nú. Það er þessum
völsum sameiginlegt að þar er teflt saman róm-
antískri tilfinningu og „órökréttri" hljóma-
hugsun og hljómaskiptum, að sögn tónskálds-
ins.
13. nóvember leikur Þórir Jóhannsson,
kontrabassi, verk eftir Óliver Kentish, David
Ellis og Karólínu Eiríksdóttur. 20. nóv. leika
Lín Wei á fiðlu og Anna Guðný Guðmundsdótt-
ir á píanó verk eftir Gabriel Fauré. 27. nóv.
leika Petrea Óskarsdóttir, flauta, og Þórarinn
Stefánsson, píanó, verk eftir Camille Saint-
Saéns, Philippe Gaubert og Gabriel Fauré.
Þá verður hlé alveg fram til 19. febrúar 2003
þegar Rúnar Óskarsson leikur á bassaklar-
ínettu verk eftir Eric Dolphy, Claudio Ambros-
ini og Wayne Siegel. Fjölbreyttir tónleikar eru
svo alveg fram að lokum, 26. mars, þegar Há-
skólakórinn syngur Háskólakantötu eftir Pál
ísólfsson við texta eftir Davíð Stefánsson; Há-
kon Leifsson stjórnar.
.. mannsgarnan
/ \\\
mMi:.
S
Lífiö sem stoll
Homstóll á heimili getur verið heill heimur.
Fagurlega skapað húsgagn úr handverki ald-
anna, já myndarlegasta mubla úr tágum og taui
undir mildu og lágu ljósi kvölds. Að setjast þar
getur verið á við helgistund þar sem allar hugs-
anir safnast saman eins og söfnuður úr dreifðri
byggð.
Fátt gefur meiri kyrrð en kvöld i svona homi
- djúpt ofan í stólnum, sjálfu hægindinu - með
opna bók á brjósti og hugsun til hálfs við ný-
lesna sögu.
Heyra ekki hljóðin úr degi og amstri. Heyra
ekki í bömum eða blaðbera. Heyra ekki bofs.
Samlagast stólnum, lifa sig inn í línur hans, liti
hans, lögun hans. Og hverfa inn í hann, verða
hluti af honum, hluti af húsgagni. Verða stóll.
Man að ég missti úr lífinu þetta febrúarbrot.
Átti að hitta konuna niðri i bæ og þaðan að
borða og loks í leikhús. Lifa með henni lífinu.
Sýna sig. Já, svona kvöld þegar lífið er næstum
betra en bók í höndunum.
Ég kom ekki. Og konan borðaði ein. Og leik-
húsið lék sér án mín.
Þetta kvöld var ég stóll. Hafði samlagast hon-
um. Það gerist. Mikil ósköp, það gerist af því
sumir stólar eru þeir sem í þeim sitja.
Og þama svaf ég. Sem stóll.
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002
__________________________DV
Umsjón: Silja Aöaísteinsdóttir silja@dv.is
Akku frá Noregi
Sjötta norræna bókasafnavikan hefst i
dag kl. 19 og stendur til 10. nóv. Að venju
hefst vikan samtímis með dagskrám í
bókasöfnum á öllum Norðurlöndunum. í
Norræna húsinu verða tónleikar með tón-
listarhópnum Akku sem hefur í sex ár
rannsakað og leikið sér með manna- og
dýrahljóð. Sem dæmi má nefna selasöng
frá Suðureyjum, bjamaröskur frá Svíþjóð,
fuglahermur (sönghefð frá Síberiu) og
sönghefð Inúítakvenna frá Norður-Kanada.
Akku eru alveg einstakir á tónleikum og
lofa spennandi skemmtun. Frítt inn.
Ljóð og djass í Iðnó
I kvöld kl. 20.30 verður
dagskráin Ljóð og djass i
Iðnó þar sem lesið verður
úr nýjum ljóðabókum og
djassútgáfa Óma kynnt.
Þorsteinn frá Hamri les úr
Meira en mynd og grunur,
Ingibjörg Haraldsdóttir úr
Hvar sem ég verð, ísak
Harðarson úr Hjörturinn
skiptir um dvalarstað, Einar Már Guð-
mundsson úr ljóðasafni sínu 1980-1995 og
Sigtryggur Magnason úr bók sinni Herjólf-
ur er hættur að elska. Að auki verður les-
ið úr Krakkakvæðum Böðvars Guðmunds-
sonar.
Tríó Bjöms Thoroddsens leikur af
disknum Jass í Reykjavík og Tómas R.
Einarsson og félagar af Kúbanska. Þá mun
Sigurður Flosason kynna efni af plötu
sinni og Péturs Grétarssonar Raddir þjóð-
ar. Frítt inn.
Frá götum
til bílastæða
Á morgun kl. 12.05 held-
ur Ágústa Kristófersdóttir
sagn- og listfræðingur fyr-
irlestur í hádegisfundaröð
Sagnfræðingafélagsins
sem nefnist „Reykjavík -
frá götum til bílastæða".
Fundurinn fer fram í Nor-
ræna húsinu og er opinn
öllu áhugafólki um sögu
og menningu.
í fyrirlestrinum verður rætt um nokkra
þætti í skipulagssögu Reykjavíkur frá
tímabilinu 1930 til 1980 og verða þeir settir
i alþjóðlegt samhengi. Fjögur hverfi borg-
arinnar verða tekin sem dæmi, Norður-
mýrin og Breiðholtin þrjú, þ.e. Neðra- og
Efra-Breiðholt ásamt Seljahverfi.
List og arkitektúr
Steingrímur Eytjörð,
myndlistarmaður og
kennari við Listaháskóla
íslands, fjallar um eigin
verk á opnum fyrirlestri í
dag kl.12.30 í LHÍ, Laugar-
nesi, stofu 024.
Á miðvikudaginn kl.
12.30 flytur Dagur Eggerts-
son arkitekt fyrirlestur er
nefnist „Staðir fyrir samræður" í LHÍ,
Skipholti 1, stofu 113. Dagur kennir við
arkitektaskólann í Ósló en er um þessar
mundir gestakennari við Hönnunardeild
Listaháskóla íslands.
Frá Opna
listaháskólanum
11. nóv. hefst námskeiðið Adobe
InDesign í tölvuveri LHÍ, stofu 301, Skip-
holti 1. Kennd verður uppsetning, meðferð
prentaðs máls og mynda í þessu umbrots-
forriti sem svipar til QuarkXpress. Kenn-
ari er Höskuldur Harri Gylfason, myndlist-
armaður og grafískur hönnuður.
7. nóv. hefst fyrirlestraröð um íslenska
hönnunarsögu 1860-1960 í fyrirlestasal
LHÍ, stofu 113 i Skipholti 1. Tímabilið hefst
með brautryðjandastarfi Sigurðar Guð-
mundssonar (1833-1874) og síðan verður
þátttaka íslendinga í heimssýningum reif-
uð, iðnsýningar á íslandi kynntar og hlut-
verk íslenskra iðnaðarmanna, myndlistar-
manna og arkitekta í hönnun 20. aldar
skoðað í samhengi við rótgrónar hefðir og
módemisma. Kennari er Arndís S. Áma-
dóttir, innanhússhönnuður og bókasafns-
fræðingur.
Námskeið í spuna hefst á morgun í hús-
næði Leiklistardeildar LHÍ, Sölvhólsgötu
13. Hinn skapandi hugur er rannsakaður
með spunaæfingum og unnið út frá mis-
munandi orkustigum. Markmiðið er að
þátttakendur fái reynslu af vinnu með
spuna og styrki með því sköpunargleði
sina og lífsleikni. Kennari er Steinunn
Knútsdóttir, leiklistarkona og kennari við
LHÍ.
-SER