Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Qupperneq 15
15
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002
X>V____________________________________________________________________________________________Menning
Malerísk málefni
Fimmta Carnegie-málverkasýn-
ingin var opnuð í Hafnarhúsinu
um daginn og er þetta í fyrsta sinn
sem hún hefur göngu sina á ís-
landi. Af því tilefni hefur hún hlot-
ið rækilegri kynningu hér en á
fyrri árum, m.a. hafa verðbréfa-
miðlarar hlaupið undir bagga og
auglýst sænsku Carnegie-fjárfest-
ingarsjóðina. Sem minnir okkur á
að fyrir utan ótvírætt - og lofsvert
- menningarlegt hlutverk sitt er
sýningunni auðvitað ætlað að
halda á lofti merki umsvifamikils
fjármálafyrirtækis.
Þegar litið er yfir þær fimm
Carnegie-sýningar sem haldnar
hafa verið til þessa kemur i ljós að
á sérhverri þeirra hefur verið sýnt
að meðaltali 51 verk eftir 24 nor-
ræna listamenn. Þótt yflrlýst mark-
mið Camegie-manna sé að velja
verk til sýningarinnar með hliðsjón
af gæðum er ekki úr vegi að gaum-
gæfa „kvótaskiptinguna" eftir lönd-
um. Á sýningimum hafa samtals 28
sænskir listamenn komið við sögu,
23 finnskir, 18 danskir, 18 norskir
en íslendingar reka lestina með 10
þátttakendur. Þessa statistík og ým-
islegt fleira er að finna aftast í
vandaðri bók sem gefin er út i til-
efni af sýningunni.
Smám saman hafa hljóðnað radd-
ir þeirra sem líkt hafa sýningunni
við tímaskekkju, á þeim forsendum
að málverkið hafi fyrir löngu farið
halloka fyrir öðrum sjónmiðlum.
Bent hefur verið á að aðrir sjón-
miðlar séu þegar fyrirferðarmiklir á
Ef marka má aðfaraorð sýning-
arstjórans, Ulriku Levén, í áður-
nefndri bók, virðist dómnefndin
aftur hafa tekið frumkvæðið, án
þess þó að skerpa á vinnureglum
sínum svo nokkru nemi. Nú mun
tekið tillit til þess hvort tilnefnd
verk snúist almennt um „maler-
ísk málefni“ (painterly issues),
hvort sem þau eru máluð eður ei.
Þá er vandséð hvaða verk, tvívíð
eða þrívið, snúast ekki með ein-
um eða öðrum hætti um þau mál-
efni. Enn sé ég ekkert því til fyr-
irstöðu að nota það sem ég vil
nefna „efnislega nánd“ við val á
verkum á þessa sýningu - hið
fræga Drawing Center í New
York hefur þann háttinn á - en
þá er ætlast til þess að verkin séu
að einhverju eða öllu leyti hand-
gerð og innihaldi „fýsískan" og
áþreifanlegan lit í merkjanlegum
mæli. Þar er líka til siðs að sýna
ævinlega fleiri en eitt verk eftir
hvem listamann, svo að áhorf-
endur geti áttað sig betur á
markmiðum hans, en það mætti
Carnegie-dómnefndin einnig
taka sér til fyrirmyndar. Stakar
myndir á nýju sýningunni eftir
þá NUs Erik Gjerdevik eða Vikt-
or Kopp megna tæpast að veita
áhorfandanum innsýn í hugar-
heim þeirra.
Georg Guðni: Málverk án titils # 41
Hann er einn þriggja íslendinga á sýningunni.
Lena Cronqvist: Pietá
Verk hennar eru innihaldsrík, sársaukafull og ágeng.
helstu tvíæringum og
þríæringum heimsins;
hví skyldi ekki einkafyr-
irtæki mega hampa mál-
verkinu sérstaklega hér
á norðurslóðum?
Gagnsæjar
vinnureglur
Um leið hefur aukist
gagnrýni á tregðu dóm-
nefndar að setja sér
gegnsæjar vinnureglur
við val á verkum til sýn-
ingarinnar. Mig minnir
að það hafi verið í
tengslum við sýninguna
2000, þegar bæði þrykki-
myndir og ljósmyndir
höfðu ítrekað hlotið náð
fyrir augum dómnefnd-
ar, að nefndin lét þau
boð út ganga að lista-
maðurinn ætti sjálfur að
skilgreina hvort verk
hans teldust til „mál-
verka“. Sem ýmsum, þ. á
m. þeim sem þetta ritar,
þótti jaðra við afsal á
ábyrgð.
age
iifa
og áþreifanleikinn
Hvað sem því líður er hand-
bragðið og áþreifanleikinn 1
rauninni uppistaðan í Camegie-
sýningunni í ár. Og verðlauna-
hafamir allir í hópi valinkunnra listmálara.
Um verðleika þeirra má þó alltaf deila. Annað
árið í röð þykir mér dómnefndinni hafa
skjöplast við útdeilingu á fyrstu verðlaunum.
Næstum 40 árum eftir að Jasper Johns tók að
mála á bakhlið striga og hafa þannig umskipti
á viðteknum umgengnisvenjum málarans við
myndflötinn er verið að afhenda danska lista-
manninum Troels Wörsel 5 milljónir ísl.
króna fyrir sams konar takta.
Hins vegar er fagnaðarefni að Lena
Cronqvist skuli hljóta verðlaun, ekki sist
vegna þess að hún er einn af örfáum lista-
mönnum á sýningunni sem ekki er á kafi í
sjálfhverfum pælingum um ytri og innri „for-
sendur málverksins". Verk hennar eru inni-
haldsrík, sársaukafull og ágeng. Fyrir utan
hana eru það eiginlega bara Lars Arrhenius,
Max Book, Henrik Plenge Jakobsen og Tiril
Schröder sem hreyfa beinlínis við tilvistarleg-
um vanda vorum á því herrans ári 2002. Hvort
sem það er áfellisdómur yfir norrænu mál-
verki yfirleitt eða bara Camegie-sýningunni.
Aðalsteinn Ingólfsson
Carnegie-sýningin stendur til 10. nóv. Hafnarhúsiö er
opiö daglega kl. 11-18 en til kl. 19 á fimmtudögum.
Leiösögn er um sýninguna fim., laug. og sun. kl. 16.
Aðgangur er ókeypis.
Ef bernskúsaga Guðrúnar Friðgeirs-
dóttur, Norðanstúlka, hefði komið út á
undan Atómstöð Halldórs Laxness
hefði ekki þurft að spyrja að fyrirmynd
hans. í lokahluta sögunnar segir Guð-
rún frá því þegar hún kemur til
Reykjavíkur í fyrsta sinn, fimmtán ára
gömul, og á að verða stofustúlka á
heimili forstjóra Eimskips. Föður for-
stjórans þekktu Guðrún og móðir
hennar mjög vel þvi þær höfðu leigt
litla íbúð í húsi
hans á Húsa-
vík.
Lýsing Guð-
rúnar á komu
sinni til borg-
arinnar og
dvölinni í
þessu glæsi-
lega húsi er
nöturleg. Tii
dæmis má
nefna að þegar
hún kemur í
húsið eftir langa og stranga rútuferð
að norðan heldur frúin í húsinu lang-
an lestur yfir henni um skyldur henn-
ar í vistinni en gefur henni hvorki vott
né þurrt. Tryggvi Emilsson fékk þó
drafla þegar hann kom að Draflastöð-
um! En tilgerðin í frúnni er þannig að
manni verður fyrst fyrir að hlæja að
henni. Sá sem helst sýnir Guðrúnu
vinsemd á heimilinu er elsti sonur
hjónanna sem er ónefndur í bókinni en
þar fer að líkindum Thor nokkur Vil-
hjálmsson ...
Hálfur frídagur
í viku
Starfið hefði frekar átt að kenna við
hreingerningar en stofur, segir Guð-
rún, sem hafði í sínum verkahring að
halda sjö stofum hreinum auk baðher-
bergja, snyrtinga, ganga og stiga. Fyrir
hádegi átti hún að lofta út, þurrka af,
ryksuga, þvo og bóna gólf í öllu þessu
húsrými. Einnig annaðist hún upp-
þvott móti annarri stúlku, fægði silfur-
borðbúnað, þvoði þvotta af fjölskyld-
unni, straujaði og þjónaði í veislum.
Hálfan dag á viku fær hún frí - að
loknum morgunhreingerningunum.
„Þarna kynntist ég í raun fyrst stétta-
skiptingunni sem sumt fólk heldur í
einfeldni sinni og reynsluleysi að sé
ekki til á íslandi," segir Guðrún (145).
Reyndar gætu Ugla og Guðrún verið
skyldar. Guðrún kom til Reykjavíkur
1945, Atómstöðin kom út 1948. Kannski
Halldór hafi kynnst þessari ungu konu
eða heyrt sögu hennar hjá öðrum. Þó
þarf það ekki að vera, þau voru fleiri
en eitt Árlands/Vilhjálmssonar-heimil-
in á Islandi ekki síður þá en nú, og þær
margar stúlkurnar sem þurftu að þola
„særandi og niðurlægjandi" talsmáta
frá húsbændunum.
Guðrún Friðgeirsdóttir gefur sjálf út
sögu sína og henni er vel ljós hin bók-
menntalega hliðstæða eins og sést á
titlinum. En Guðrún segir líka frá upp-
vexti sínum norðanlands fyrir Reykja-
vikurforina og eru þar margar lær-
dómsríkar frásagnir. Háskólaútgáfan
dreifir bókinni.
Norðanstúlka
Gott á bilathing.is
Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is
BÍLAÞING HEKLU
Númer eitt I notuðum bílum!