Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Side 16
16
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002
41
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson
A&alritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðsto&arritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíb 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Daprar staðreyndir
Hvergi innan OECD eru neysluskatt-
ar hærri en á íslandi og í Danmörku. Aö
meðaltali eru neysluskattar 5,6% af
landsframleiðslu í tuttugu og átta ríkj-
um OECD. Á íslandi er þetta hlutfall
9,7% eða 74% hærra en meðaltal OECD.
Svo undrast menn hátt verðlag.
Þrátt fyrir að virðisaukaskattur af
matvælum - matarskatturinn - hafi ver-
ið lækkaður í 14% árið 1994 er skatturinn sá fimmti hæsti í löndum
OECD. Svo undrast menn að matvæli séu dýrari hér á landi en á meg-
inlandi Evrópu.
Skattakerfið á íslandi er óheilbrigt, óskynsamlegt og óréttlátt. Skipt-
ir engu hvort litið er á neysluskatta eða beina skatta. Tekjuskatturinn
er refsiskattur sem hvorki jafnar efnahagslega afkomu manna eða
hvetur einstaklinga til efnahagslegra framkvæmda. Eignaskatturinn er
ranglátur skattur sem leggst þungt á eldra fólk. Erfðaskatturinn er að-
eins leið ríkisins til að skattleggja eignir enn einu sinni - út yfir gröf
og dauða.
Hvernig sem litið er á málin er skattkerfið úr sér gengið. Eitt mik-
ilvægasta verkefni komandi missera er að henda gildandi kerfi og
koma á gegnsærri skattheimtu sem hefur hófsemd að leiðarljósi og inn-
byggðan hvata til efnahagslegra verka, hvetur einstaklinga og fyrir-
tæki en skapar hinu opinbera jafnffamt tekjur til að standa undir þeim
verkefnum sem því hefur og verður falið í framtíðinni.
Skynsamlegar tillögur
Hægt en örugglega holar dropinn steininn. Aukinn skilningur meöal
almennings á því að nauðsynlegt sé að gera róttækar breytingar á heil-
brigðiskerfinu vekur upp vonir um að augu stjómmálamanna fyrir
vandanum opnist og augljósar leiðir úr honum verði famar.
Margoft hefur verið bent á það í leiðurum og fréttaskýringum hér í
DV að íslenskt heilbrigðiskerfi sé á viUigötum - hafi ratað í ógöngur sem
verði að bijótast út úr. Vandi kerfisins er ekki fjárskortur og því er
lausnin ekki fólgin í auknum fjármunum eins og er háttur sumra stjórn-
málamanna sem telja hægt að leysa öll vandamál með auknu fjáraustri.
Vandinn er kerfislægur.
í þjóðfélagsádeilu sinni hefur DV lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að
gera skýran greinarmun á því hver greiði fyrir heilbrigðisþjónustuna og
hver eða hverjir veiti hana. Markmiðið er skýrt: Tryggja á öllum lands-
mönnum, óháð efnahag eða búsetu, góða og ömgga heilbrigðisþjónustu.
Leiðin að markmiðinu liggur hins vegar ekki í gegnum samkeppnislaust
ríkisrekið heilbrigðiskerfi sem smátt og smátt hefur rotnað að innan.
Forystumenn Alþýðusambands íslands hafa að nokkru tekið af skar-
ið í þessum efnum. í ályktun ársþings ASÍ um velferðarmál kemur fram
rödd skynseminnar: „Til þess að tryggja nýsköpim og endurnýjun vel-
ferðarkerfisins og aukið kostnaðaraðhald þarf að skapa betri forsendur
og möguleika á að þróa þjónustutifboð frá einkaaðilum. Þau uppfýlli það
grundvallarskilyrði að tryggja jafhan aðgang, óháð efnahag og búsetu, en
leiði ekki til aukinnar félagslegrar misskiptingar... Nýta má kosti tilboða
frá einkaaðilum við framkvæmd þjónustu til þess að draga úr kostnaði
en ábyrgð á þjónustustigi og gæðum verði hjá opinberum aðilum."
Aukin samkeppni
Álit samkeppnisráðs um verðlagn-
ingu mjólkurvöru er merkilegt innlegg í
umræðuna um verðlag hér á landi. Ráð-
ið kemst að þeirri niðurstöðu að verð-
lagning verðlagsnefndar búvara á mjólk
og mjólkurafurðum fari gegn markmið-
um samkeppnislaga. Bent er á að virkri
samkeppni stafi verulega hætta af sam-
ráði afurðastöðva í mjólkuriðnaði - setji
beinar hömlur á samkeppni.
Samkeppnisráð beinir þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að
hann beiti sér fyrir því að heildsöluverðlagning á búvöru verði gefin
frjáls svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en um mitt ár 2004.
Landbúnaðarráðherra á að grípa álit samkeppnisráðs á lofti og
tryggja aukna samkeppni í verðlagningu búvara á komandi mánuðum.
Neytendur og dugmiklir bændur munu uppskera vel.
Óli Björn Kárason
DV
Skoðun
Nýrrar utanríkisstefnu er þörf
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
alþingiskona
Kjaliari
Utanríkisstefna ríkisstjórn-
ar Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks er skilgetið
afkvæmi kalda stríðsins
og sem slík úrelt tæki á
viðfangsefni íslands á al-
þjóðlegum vettvangi.
Fall Berlínarmúrsins og hrun Sov-
étríkjanna fyrir rúmum áratug gjör-
breytti stöðu íslands í Evrópu með
tilliti til öryggis- og varnarmála.
Hnattvæðing á sviði upplýsinga-
tækni og viðskipta hefur einnig bylt
hugmyndum okkar um mannleg
samskipti og fjarlægðir. í upplýs-
ingasamfélaginu er og getur ísland
verið nafli alheimsins. Það er í okk-
ar höndum.
Frá átakahefðinni...
Eitt af þeim mikdvægu verkefnum
sem vinna þarf á þessu sviði er út-
tekt á öryggismálum landsins og
starfsemi alþjóðaflugvallarins í
Keflavík í ljósi þeirra breytinga sem
orðið hafa í heimsmálunum. í kjölfar
hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin
11. september 2001 hafa margir
stjórnmálamenn lýst því yfir að
heimurinn hafi breyst við þá skelfi-
legu atburöi. Minna hefur farið fyrir
umræðu um það hvað nákvæmlega
hafi breyst og hvernig íslendingar
eigi að aðlaga sig nýjum aðstæðum.
Ég tel mikla þörf fyrir að úttekt
fari fram á öryggismálum landsins
og er einnig þeirrar skoðunar að það
sé sameiginlegt verkefni stjórnar og
stjómarandstöðu að vinna það verk.
Með slíkri samvinnu væri stigið
,Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem vinna þarf á þessu sviði er úttekt á örygg-
ismálum landsins og starfsemi alþjóðaflugvallarins í Keflavík í Ijósi þeirra breyt-
inga sem orðið hafa í heimsmálunum. “
sögulegt skref í átt frá átakahefð ís-
lenskra stjómmála á sviði utanríkis-
mála.
... til heildarsýnar
Við þurfum aö skdgreina ógnir og
tækifæri íslands í hnattvæddum
heimi. Hverjar eru raunverulegar
hemaðarlegar ógnir við ísland? Get-
ur verið að umhverfisslys í Norður-
Atlantshafi sé mesta ógnunin við ör-
yggi lands og þjóðar? Þetta þarf að
skoða ofan í kjölinn. Það er ekki nóg
að einblína á öryggi í hinum hefð-
bundna hemaðarlega skdningi. Okk-
ur ber skylda td þess að skoða þessi
mál I víðu samhengi.
Allt of mikið ber á þvi aö utanrik-
isstefna stjómvalda sé handahófs-
kennd og stefnumótun vanti. Mikið
hefur verið gert úr þátttöku Islend-
inga í friðargæslu á erlendum vett-
vangi. Auðvitað er mikdvægt að við
leggjum friðargæslu og neyðaraðstoð
lið en slík liðveisla þarf að fada und-
ir heddarmarkmið utanríkisstefn-
unnar. Hið sama má segja um verk-
efni nýrra sendiráða í fjarlægum
heimsálfum. Hver eiga þau helst að
vera? Eða er það viðunandi staða að
það sé undir framtakssemi sendi-
herranna komið hvernig helstu verk-
efni utanríkisþjónustunnar mótast?
ísland sækist eftir sæti í Öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna við lok
þessa áratugar. Vonandi tekst okkur
að vinna fylgi og stuðning annarra
ríkja td þess að af því megi verða. En
veganesti islensks fudtrúa inn í Ör-
yggisráðið verður að vera skýrt mót-
uð utanríkisstefna sem ekki byggist
á valdastrúktúr kalda stríðsins, held-
ur á þeim viðfangsefnum sem mest
ríður á að fást við 1 upphafi nýrrar
aldar.
Samvinna norðurs og suðurs
Góð samvinna á midi ríkja á norð-
ur- og suðurhveli jarðar er lykdat-
riði ef takast á að finna lausnir á
brýnustu vandamálum samtímans;
kúgun kvenna, fátækt, sjúkdómum
og misskiptingu tekna og auðlinda.
Afnám fátæktar er án nokkurs efa
mikdvægasta verkefnið á sviði al-
þjóðastjórnmálanna. Það verkefni
verður ekki leyst nema með öflugri
þróunarsamvinnu sem setur réttindi
kvenna og umhverfisvernd i for-
grunn. Verkefnið er bæði erfitt og
ögrandi en það er um leið lífsnauð-
synlegt og hedlandi.
Utanríkisstefna Islands á að hafa
það að meginmarkmiði að stuðla að
virðingu fyrir mannréttindum, raun-
verulegu kvenfrelsi, og minnka mis-
skiptingu auðs og valds í heiminum.
Verðugra verkefni er vandfundið í
stjórnmálum samtimans.
Það sem fólkið vill?
Siguröur A.
Magnússon
rithöfundur
Fjölmiðlaheimurinn hefur
tekiö umtalsverðum
breytingum undanfarinn
áratug, orðið einhæfari,
þumbaldalegri og sjálf-
hverfari, og það sem
ískyggilegt hlýtur að telj-
ast: æ algengara verður
að móðurmálinu sé mis-
þyrmt með vitlausum
beygingum, hortittum og
fáránlegu samkrulli gam-
alla orðtaka. í því efni er
vissulega þörf á róttækri
bragarbót. Er kannski
orðið tímabært að skylda
fjölmiðlunga til að ganga
undir íslenskupróf áðuren
þeir eru ráðnir til starfa?
Fátítt er í siðmenntuðum vest-
rænum ríkjum að flokksbundið fólk
sé fastráðið hjá fjölmiðlum, hvort
heldur er td fréttamennsku eða
þáttageröar. Hérlendis er það átölu-
laust tiðkaö, með þeim afleiðingum
meðal margs annars að ýmsir fjöl-
miðlungar hafa notað fjölmiðla sem
stökkbretti td pólitísks frama. Hitt
er samt snöggtum ísjárverðara að
flokkspólitíska slagsíðan gerir þjóð-
málaumfjöllun fjölmiðla ótrúverð-
uga og yfirgengdega leiðigjama.
í sjónvarpi virðist vitræn um-
ræða um menningarmál vera bann-
helg. Þar eru kvikmyndir og popp,
mestmegnis af erlendum toga, nán-
207
»11
230
ast einu þættir menningarlífsins
sem fá einhverja umfjödun. Tvö dag-
blaðanna sinna tónlist, myndlist og
leiklist innanum gróusögur af
stjórnmálamönnum og erlendum
‘stjörnum’, en gloppótt bók-
menntaumræðan er að mestu bund-
in við aðventuna.
Því virðist semsé slegið fóstu, að
fólk holt og bolt hafi ekki umtals-
verðan áhuga á öðru en poppi og
slúðursögum; glens, grín og kjaft-
háttur séu krydd tdverunnar!
Ábyrgð fjölmiðla
Skýringuna á þessum öfugugga-
hætti virðist mega rekja td þess, að
verðmætamat fjölmiðla byggist í
vaxandi mæli á því hver sé fadegast-
ur, smartastur, sterkastur, sprett-
harðastur, ósvifnastur í viðskiptum
eða kjaftagleiðastur um ómerkdeg
dægurmál. Og ef einhver er á öðru
máli, má umsvifalaust afgreiða
hann sem forpokaðan, þröngsýnan,
kúltúrsnobbaðan, gamaldags, mið-
aldra (skelfdegt skammaryrði í sam-
félagi sem dýrkar æskuna og hatast
við krankleik og öldrun), og gott ef
sá hinn sami er ekki með út-
litskomplexa eða fituvandamál!
Ábyrgð fjölmiðla á skoðanamótun
í landinu er óvefengjanleg og veit
ekki bara að dægurmálum. Menn-
ingarstarfsemi er svo gddur þáttur í
þjóðlifinu, að skammarlegt hlýtur
að teljast hversu götótt umfjödunin
um þau efni er. Á sama tíma er
dagsdaglega fjadað um íþróttir jafnt
„Hversvegna er fólk í öll-
um landshornum að setja
upp leiksýningar, syngja í
kórum, reka tónlistar-
skóla, fá skáld og aðra
listamenn til að kynna
verk sín og halda nám-
skeið? Fráleitt er það
ábatavonin sem knýr
þetta ágæta fólk til fram-
taksins!“
í fréttum sem sérstökum þáttum
ljósvakamiðlanna (sem oftlega ryðja
burt fostum dagskrárliðum!), og dag-
blöðin birta daglega hedu síðumar
um sama efni að viðbættum vikuleg-
um kálfum uppá 12-16 síður. Þó
menningarmál fengju ekki nema
þriöjung þess ljósvakatíma og
spaltarýmis sem spanderað er á
íþróttir, mætti vel við una, en þá
þyrfti vísast að ráða að ödum fjöl-
miðlum fólk sem hefði fleira midi
eymanna en þurrar talnaromsur.
Ég er gamall íþróttamaður og hef í
sjáifu sér ekki annað við íþrótta-
þættina að athuga en það, að þeir
eru óendanlega andlausir og stagl-
samir og hrikalega rúmfrekir.
„Þaö sem fólkiö vill“
„Þetta er það sem fólkið vid“,
segja sjálfumglaðir fjölmiðlungar.
Hvaðan kemur þeim sú vitneskja?
Hafa þeir kynnt sér hvort sú sé
raunin? Setjum svo að það mat sé
rétt, að áhugi á líkamsmennt sé al-
mennari en áhuginn á andlegu
spektinni, hver er þá ábyrgð fjöl-
miðla? Ætla þeir gagnrýnislaust að
ganga td liðs við þá sem æpa: Fólk-
ið vdl? Hvað vill fólk og hvers-
vegna? Fæðist það með einhverja td-
tekna skoðun á hvað það vid? Ætli
þaö sem „fólkið vid“ sé ekki birting-
armynd þess sem það hefur átt kost
á að kynnast? Er ekki hætt við að
það, sem fær mest rúm í fjölmiðlum,
ráði stefnunni og smekknum?
Eitt af meginhlutverkum fjöl-
miðla er að koma td móts við neyt-
endur og sinna því sem landsmenn
hafa helst hug á að fá vitneskju eða
upplýsingar um. Fásinna er að
halda því fram að ekki sé áhugi á
bókmenntum og öðrum listum í
landinu. Um það vitna beinharðar
tölur um bókakaup, bókaútlán, að-
sókn að leiksýningum, danssýning-
um, óperum, tónleikum og myndlist-
arsýningum. Sömuleiðis má benda á
líflega menningarstarfsemi um land
adt. Hversvegna er fólk í ödum
landshornum að setja upp leiksýn-
ingar, syngja í kórum, reka tónlist-
arskóla, fá skáld og aðra listamenn
td að kynna verk sín og halda nám-
skeið? Fráleitt er það ábatavonin
sem knýr þetta ágæta fólk td fram-
taksins! Hvaða þörf er verið að fud-
nægja? Hversvegna sýna fjölmiðlar
þessu stórmerka fyrirbæri svo
dræman áhuga?
Sandkom
sandkorn@dv.is
Davíð bakvið tjöldin
Sandkomi hefur borist merkdegur bragur frá Þórami
Eldjám sem spyr hvort ekki sé fólgin í því dálítd lítdsvirð-
ing við þá fjölmörgu sem búið hafa við raunverulega ógn-
arstjóm víða um heim að halda þvi fram að á íslandi 2002
sé fólk meira og minna heltekið af ótta og hvort skáldum
sé sæmandi að taka þátt í slíkri gjaldfedingu orðanna. Þór-
arinn hefur af þessu tdefni uppfært hið kunna ljóð sitt um
Guðjón bakvið tjöldin.
Jón Ólafs skuldar Búnaöar- í banka
aö borga af lánum gengur ekki vel.
Fráleitt þarf hann fjárkröfum aö jánka
íframtalinu lepur dauöa úr skel.
Hvers vegna œtti hann aö greióa gjöldin?
Gjaldkerinn er Davíó bakviö tjöldin.
Ekki síöur var þaö leikur Ijótur
aö láta veslings Þorfinn taka frí
í bókhaldiö þó skorti nokkrar nótur
Ummæli
Treyst á mistök
„Þetta vinarþel [frændþjóða okkar á Norðurlöndun-
um] kom einmitt ágætlega í ljós á dögunum þegar Svi-
þjóð studdi aðdd íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu.
Ýmsir undruðust þennan óvænta stuðning, en svo kom
auðvitað í ljós að hann var tómur misskdningur og
mistök sem Svíþjóð vid helst leiðrétta. Það verður at-
hyglisvert að sjá - ef aðddarsinnum tekst að koma ís-
landi inn í Evrópusambandiö - hvemig landinu mun
reiða af innan Bandaríkja Evrópu með því að treysta á
mistök góðra frænda okkar Svía.“
Haraldur Johannessen í Viöhorfsgréin í Morgunblaðinu
Bush og ESB
„Formaður Samfylkingarinnar lét ekki stela frá sér
glæpnum og gaf óðara þá yfirlýsingu í íslenskum fjöl-
miðlum að ríkisstjóm Framsóknardokks og Samfylk-
ingar gæti verið „innan sedingar". Slík stjórn myndi
„hraða Evrópuþróuninni" hvað sem það nú annars
þýöir á mannamáli. ... Össur Skarphéðinsson sýndi
hví nenntu Villi og Tommi aö hamra á því?
Sko, þaö eru ekki þeir sem hafa völdin.
Það er sjálfur Davíö bakviö tjöldin.
Bónusfeðgar feröast nú í rútu
í fátœkt sinni geta hvergi eirt
menn sem áöur áttu þjóöarskútu
eins og lesa mátti í Séö og heyrt.
Snerust gegn þeim í - og afturhöldin
og alstaöar var Davíð bakviö tjöldin.
Er kominn í hann ennþá meiri þótti
eftir aö hann komfrá Víetnam?
Lamar Steingrím, Sollu og Össur ótti
Ögmund, Hallgrím, Gunnar Smára og SAM.
Ekkert þeirra þorir út á kvöldin
þar er líka Davíö bakviö tjöldin.
Þórarinn Eldjárn
flokksfélögum sínum þarna hvemig hann hefur hugsað
sér að nota niðurstöður úr póstkosningu þriöjungs
Samfylkingarinnar „sparlega". Enda má ekki gleyma
að um 25% félagsmanna greiddu stefnu flokksforyst-
unnar atkvæði sem er svipaö hlutfad og það sem réð
kjöri núverandi Bandaríkjaforseta og íslenskir jafnað-
armenn gerðu náttúrulega ekkert svo lítið úr kosningu
Bush í hittifyrra.“ Steinþór Heiöarsson á Múrnum.is
Ofbeldi handrukkara
„Það er ekkert leyndarmál að við heyrum mikið af
svona sögusögnum. Við teljum alveg fulla ástæðu td að
taka þær alvarlega og við höfum okkar ástæöur fyrir
því að halda að þetta sé aö gerast hér eins og annars
staðar á landinu.“
Guömundur Baldursson fíkniefnalögreglumaöur hjá Lögregl-
unni í Keflavík, um sögur af hrottafengnu ofbeldi handrukk-
ara í viötali viö Víkurfréttir
Af sementi og samkeppni
Árni Steinar Jóhannsson
og Jón Bjarnason
þingmenn Vinstri
hreyfingarinnar - græns framboös
Kjallari
W
Að undanförnu hefur tölu-
vert verið fjallað um tvær
þingsályktunartillögur
okkar sem varða Sem-
entsverksmiðjuna hf. á
Akranesi á síðum DV.
1 blaðinu fimmtudaginn 24. októ-
ber var því slegið upp í stríðsfrétta-
stil að önnur tidaga okkar miðaði að
stórfeddri spidiefnaeyðingu í mið-
bæ Akraness, þar sem tugum þús-
unda tonna yrði brennt í verksmiðj-
unni. Föstudaginn 25. október skrif-
aði svo Bjarni Ó. Haddórsson, fram-
kvæmdastjóri Álborg Portland ís-
land hf., um óvönduð vinnubrögð
okkar í tidögudutningnum á Al-
þingi. Vegna þess hvemig höfð hafa
verið endaskipti á hlutunum í frá-
sögnum af þessum tidögum okkar
sjáum við okkur knúna td að stinga
niður penna og koma nokkrum leið-
réttingum á framfæri.
Miklir möguleikar
Báðar tidögurnar eru þess eðlis
að beðið er um stjórnvaldsúttekt á
ákveðnum hugmyndum sem annars
vegar snerta samkeppnisstöðu verk-
smiðjunnar og hins vegar mögulegt
hlutverk hennar við að farga orku-
rikum úrgangsefnum. í síðarnefnda
tilfedinu erum við ekki að leggja
annað td en vandaða athugun á
þeim möguleikum sem séu í stöð-
unni. Sementsverksmiðjan hf. notar
að mestu leyti kol sem orkugjafa en
notar nú að auki um 5000 tonn af úr-
gangsolíu sem td fedur í landinu.
Það er okkur íslendingum mikds
virði að geta nýtt þann úrgang sem
td fedur í landinu td áframhaldandi
vinnslu. Miklir möguleikar eru fyr-
ir verksmiðjuna að auka þátttöku
sína í þessari förgun án þess að frá
henni verði aukin mengun og út á
það gengur tidöguflutningurinn.
Við vitum að það er mögidegt að
farga ýmsum brennanlegum úr-
gangi í verksmiðjunni í stað þess að
grafa hann eða flytja td útlanda.
Margs konar úrgangur gæti komið
að einhverju leyti í staðinn fyrir kol
sem flutt eru til landsins.
Og það sem skiptir ekki síst máli
er að sú lausn myndi leiða td
hreinni bruna og minni mengunar
en þegar notast er viö kolabrennslu.
Þessu hafa fljótfærir skribentar snú-
ið upp í tal um eiturefnaeyðingu
sem er vitanlega adt annar hlutur -
það vid einfaldlega þannig td að ým-
iss konar orkuríkur úrgangur fedur
undir spidiefni samkvæmt lögum af
þeirri einföldu ástæðu að hann spid-
ir umhverfinu sé honum ekki fargað
á viðeigandi hátt. Er td of mikds
mælst að við leggjum vinnu í að
skoða þessa möguleika td hagsbóta
fyrir landið adt?
Við skdjum hins vegar gagnrýni
Bjarna Ó. Halldórssonar, fram-
kvæmdastjóra Álborg Portíands ís-
Samkeppni á sementsmarkaði
Á Alþlngi hefur veri& lög&
fram tlllaga tll þlngs-
ályktunar þ.e. þskj. 32
sem útbýtt var ð Alþingl
4.10. 2002. Flutnlngs-
menn tillögunnar eru Jön
Bjamason og Ámi Stein-
ar Jöhannsson.
MugsályktuiuirtUlagan er
ívohljúðandi
„Alþlngi ályktar að feia i&utðftr-
ráðherra að láta gera öttekt t verft-
myndim á umfluttu sementi og
gripa til aðgurfta ef I Ijóí kemur aö
um undirboö er aö raöa.“
Ómcövitaftlr Nngmotut?
I greinargerð nu>ð tillðgunru er
stiklað & stóru um sögu og tllurð
Sementsverksmíöjunnar hf. sem er t
eigu rtkmns. Fáum oröum er Örið
um þaö að Samkeppnisstoftiun, þ.e.
Samkeppnhráö og Afirýjunarncftid
samkeppnismála swn staría á
„Ekki hefur verid lagt í meiri vinnu viö heimildaöftun
þótt hceg hafi verið heimatökin, t.d. að spyrja sjálfan
hœstráðanda Sementsverksmiðjunnar sem er við-
skipta- og iðnaðarráðherra, eða einn af stjámarmönn-
um verksmiðjunnar sem jafnframt er alþingismaður
gamb fréttagrcín. Nt‘ina kajmskí að
þcir Jón og Ámi haíi aö einhverju
leyti getaö nýtt sér þær upplýsingar
sem þcir notuöu víö aö setþi saman
na?stu þingsúlyktuiuuiillögu þ.c.
þskj. VSi síhu ötbýtt var 4 Alþingi
K.10. 'ðXXi, cn su tiliaga er svohljóð-
andi:
..Alþingi ftlyktar aö feia iftnaíor-
ráðhcrni aö láta gvra úttekt á fmm-
Uðartdutverki Sementsverksmiöj-
unnar hl ó Akmmsi við forgun
spíUiefna setu til fxUla i landlnu
ílsamt óðruro iðníifrjrörgangi".
1 grcinargerð mcö þtuKSíílyktun-
artUlðguninni segir mji.:
„Komtö heftir fram t viðUUum við
forráðamaim verksmlöjunnar að
htm getl ha’giega tekiö að sér fórgtm
ítukins hluia splUiefna sem til falia
hér á bindi".
Hér hefur ekki stóöiö & þíng-
mönmmtun að afla sér nákvæmra
upplýsinga. en scm fyrr segir þá eru
siflágmnar lagöar fruin 4. okt sl. ag
a okt si.
Stöar i greinargcrö segin
„Veröi niðursUuVi úttcktarinnar
jákvasð telja flutningsmenn mjóg
mtkflvægt uð Scmcmsverksmiöjíi
rikisins á Akranesi fái þoð hlutverk
að vera þáttlakandi t spiltlefnaforg-
un hmdsmanna og mcö þvl móti getl
frmntiöaireksunrgrundvóllui’ vcrk-
smíðjunnar styrksí wruicga.*'
Fómarkostnaftur fóiksins
Þnrna virðist undirrituöum som
þlngmennirnir hafi t einni og sömu
FonUKHÍ n*A wW I nau>ilw>n „FkIiiIA
mér á óvart þótt
mörgum sem td
þekkja sé nóg boð-
ið við svo dæma-
lausar fullyrðing-
ar. Finnst fólki lík-
legt að við mynd-
um standa að td-
lögum sem leiddu
af sér spjöd á um-
hverfi og náttúru
Islands?
Vinstrihreyfing-
in - grænt fram-
boð hefur alltaf
haft það á stefnu-
skrá sinni að
standa vörð um og
efla þann iðnað
sem fyrir er í land-
inu og eftir því
sem við best vitum
hafa flestar þjóðir
það á stefnuskrá
sinni að vera sjálf-
um sér nógar og
lifa í sátt við nátt-
úruna.
Grein Bjarna Ó. Halldórssonar framkvœmdastjóra í DV sl. mánudag horfast í
Greinarhöfundar skírskota til hennar.
lands hf., mætavel. Hver gerir það
ekki? Hann er að reyna að koma fyr-
irtæki sínu fyrir á markaðnum hér
og notar td þess þau viðskiptalegu
meðul sem fyrir hendi eru. Við höf-
um hins vegar aldrei kadað Bjama
ómeðvitaðan forstjóra og því síður
að hann beiti slælegum vinnubrögð-
um. Það er engri umræðu td fram-
dráttar að færa hana niður á slíkt
plan og óskandi væri að Bjami gæti
forðast það.
Því miður gengur Bjami lengra í
sömu átt og heldur því fram að fengi
Sementsverksmiðjan á Akranesi
aukið hlutverk í að brenna orkurík-
an úrgang myndi það leiða af sér
megnan óþef á Vesturlandi. Mál-
flutningur af þessu tagi dæmir sig
mestmegnis sjálfur og ekki kæmi
í augu við
þá staðreynd að
við búum í neyslu-
þjóðfélagi og verð-
um að koma úrgangsefnum okkar
fyrir á viðunandi hátt. Þegar viö
blasa möguleikar á að gera adt í
senn - að vemda umhverfi fólks og
náttúru landsins, draga úr magni
úrgangs sem þarf að grafa í jörð og
efla innlendan iðnað, þá sjáum við
ekki ástæðu td að láta tækifærið
ónotað af tdlitssemi við erlenda
samkeppni. Svo einfalt er það.