Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Qupperneq 18
*42
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002
DV
Ferðir
Ekki gott að ferðast með
Ryanair
Nýlega var gerð skoðanakönnun á
vegum óháðra aðila um það hvaða
flugfélag veldur farþegum mestum
vandræðum. Mörg flugfélög fengu
atkvæði. Þaö var þó eitt félag sem
stóð upp úr, Ryanair. Hvorki meira
né minna en 56% þeirra sem svör-
uðu nefndu það. í öðru sæti var
gríska flugfélagið Olympic með 6%,
þannig að munurinn er mikill. Flest
vandræðin sem komu í svörum tíu
þúsund þátttakanda voru vegna far-
angurs. Skilaboðin eru sem sagt:
Varist Ryanair.
ímynd Sikileyjar
Ferðamálayfirvöld á Sikiiey eru
orðin langþreytt á ímynd þessara
fallegu og vinsælu eyjar. Það er
sama við hvem er talað, allir
tengja eyjuna við Mafíuna. Þessa
ímynd sem útlendingar hafa um
eyjuna má rekja allt til þess tíma
þegar kvikmyndin Guðfaöirin var
sýnd. Nú á aö sækja á með auglýs-
ingum um fomar minjar og sendn-
ar strendur. Það er eins gott fyrir
hvem og einn að taka mark á aug-
lýsingunum, annars ...
1 Hótelverð lækkar á Bali
Ferðamannaparadísin Bali má
muna tímanna tvenna. Eftir
hryðjuverkin þar fyrir stuttu er
komin lá-
deyða í
ferðaþjón-
ustuna og
hafa hótel-
in, sem yf-
irleitt voru
sneisafull,
orðið að
lækka verð á gistingu um allt að
70% og er nýtingin ekki nema um
5% á sumum hótelum. Á Bali em
um 800 hundruð hótel og eyjan var
langstærsta tekjulind S ferða-
-*■ mannaiðnaðinum í Indónesíu.
Sol og sæla
ar snjóaði
í Sevilla þeg-
í Reykjavík
Sevilla
Borgin er engu llk.
Suður i Sevilla á Spáni var 35
stiga hiti um síðustu helgi þegar
DV-maður varði þar fimm dögum
sem Terra Nova Sól hafði skipu-
lagt fyrir dágóðan hóp íslenskra
ferðalanga. Það var hitabylgja, tíu
stigum heitara en vant er. Á sama
tíma snjóaði í Reykjavík. Sevilla
er stórmerkileg borg. Þarna bjó og
lifði hin fagra Carmen og starfaði
i vindlaverksmiðjunni þar sem
háskóli Andalúsíu er nú. Og að
sjálfsögðu þekkja allir Rakarann
frá Sevilla.
Bein Kólumbusar
Ekki má heldur gleyma þvi að
sjálfur Kristófer Kólumbus er
grafinn í dómkirkjunni í borginni
- eða það er hald manna. Deilur
hafa verið um bein Kristófers eins
og Jónasar Hallgrímssonar forð-
um. Sumir telja að hann liggi graf-
inn vestur i Ameríku sem hann
fann fyrir 510 árum. Nú hafa vís-
indin skorist í leikinn og gert
DNA-samanburð á líkamsleifum
sonar Kólumbusar og þeim leifum
sem eru í kirkjunni. Eftir nokkra
daga á að skera úr um þetta.
Sevilla er stórglæsileg borg og
þar er gott að vera. Hrund Guð-
jónsdóttir gullsmíðanemi, af-
bragðs fararstjóri, sýndi helstu
byggingar og stórmerki Sevilla og
var það skemmtileg leiðsögn. Hóp-
urinn settist að á Hótel Don Pacho
sem er í hinum líflega miðbæ.
Hótelið skartar þrem stjörnum en
er hreinlegt og huggulegt á allan
hátt. Á morgnana er þar morgun-
verðarveisla af besta tagi. VOji
menn gera Sevillaferð að sólar-
landaferö þá biður pálmagarður
uppi á þaki hótelsins en freistandi
verslanir á næstu grösum.
Siglt á bæjarlæknum
Túristar eru sérkennUegur lýð-
ur og öðruvlsi en aðrir vegfarend-
ur. Fyrir túrista eru sett á fót sjó
sem heimamenn mundu ekki líta
við. Ég leyfði mér þó að fara á sjó
þar sem boðið var upp á afar góð-
an margréttaðan mat - og
flamenco og spænska tónlist, m.a.
úr Carmen eftir Bizet. Þetta var
hátt í þriggja tíma törn og eftir-
minnileg skemmtun því þarna
fóru sannir listamenn.
Ferðalög á báti um bæjar“læk-
inn“ Guadalquivir (framborið
Gaðalkívír), sem bugðast um borg-
ina, meðal annars fram hjá heims-
sýningarsvæði Expo 1992, er al-
gjör nauðsyn. Og einnig að fara
um götumar á gömlum tveggja
hæða enskum strætisvögnum með
opna efri hæð.
Götulífið í SevUla er einstaklega
fjörugt, allt frá þvi snemma morg-
uns, þegar fólk fyUir verslanir,
þar til síðla kvölds þegar veitinga-
húsin fyllast. Verð á matvælum á
Spáni er lágt miðað við það sem
við þekkjum. Kvöldverður á veit-
ingahúsi með góðu víni kostar
varla meira en 1.500 krónur en
komast má af með snöggtum
minna.
Hópurinn hafði nóg við að vera
þessa fimm daga. Sumir fóru á fót-
boltavöUinn og hafa ætlað að sjá
landa sinn, Jóhannes Guðjónsson.
Aörir fóru á golfvelli og áttu þar
góðar stundir á grænum flostepp-
um Suðurlanda. Ég borgaði tæp 60
þúsund fyrir ferðina og finnst ég
hafa gert góð kaup. -JBP
Heimilislegt hótel á Þórshöfn á Langanesi:
Gestirnir kalla mig mömmu
- segir Guöbjörg hótelstjóri
„Hér eru aUir eins og heima hjá
sér og Ameríkanamir sem dvelja
hjá mér núna kaUa mig mömmu,“
segir Guðbjörg Guðmannsdóttir
hlæjandi. Guðbjörg rekur Hótel Jór-
vík á Þórshöfn í einbýlishúsi sem
hún keypti árið 1970. „Ég var hér á
— ferðalagi með manninum mínum og
við fréttum að þetta hús væri tU
sölu. Morguninn eftir ákvað ég að
kaupa það en við fluttum samt ekki
hingað fyrr en 1980,“ rifjar hún upp.
Hún hefur verið ekkja síðan 1986 en
unir sér vel á Þórshöfn og segir feg-
urð óvíða meiri. „Útsýnið út um
stofugluggann yfir Þistilfjörðinn og
fjöllin er stórkostlegt," segir hún
sannfærandi. En hefur hún opið aUt
árið? „Já, það má heita. Þó ég bregði
mér suður er aUtaf einhver sem sér
um húsið fyrir mig. Ég læt ekki fólk
standa úti,“ 'segir hún og tekur þó
^ fram að kringum jólahátíðina sé
ekkert að gera og þá loki hún með
góðri samvisku. Guðbjörg leigir út
6-7 herbergi, þar af eitt stórt sem
hún segir vinsælt fyrir bamafiöl-
skyldur. Hún býður líka upp á
hvers konar fæði. „Ég þykist vera
besti kokkur í heimi og er fljót að
framreiða mat, tU dæmis úr fiskin-
♦um sem er veiddur hér úti á firði.
Guðbjörg hefur
rekiö Hótel Jór-
vík á Þórshöfn í
einbýlishúsi sem
hún keypti árið
1970.
Meðan ég er að
elda geta gestir rölt
í sundlaugina á
staðnum sem er
búin nuddpottum
og hvers kyns þæg-
indum,“ segir hún
ráðagóð. Þegar
haft er orð á að
símaskráin bendi
tU þess að hún sé-
tölvuvædd segir
hún. „Já, gestum
þykir gaman aö
nota tölvuna en
sjálf vU ég heldur
fara í eldhúsið og
baka brauð!"
-Gun.
Ferðavefur vikunnar
&
-( www.netcafeguide.com
Ferðavefur vikunnar er yfir-
gripsmikUl listi yfir netkafíi-
hús í heiminum. Það þekkja
vafalaust margir hversu þægi-
legt getur verið að komast að-
eins í tölvupóstinn eöa jafnvel
senda línu heim þegar fólk er
fjarri heimkynnum. Þeir sem
eru ekki búnir fartölvu geta
auðveldlega átt tölvusamskipti
á flölmörgum netkafííhúsum
heimsins.
Á þessari heimasíðu sem er
norsk að uppruna er að fmna
nöfn á 4500 netkaffíhúsum í 170
löndum. Auk öflugrar leitarvél-
ar á síðunni þar sem hægt er
að slá inn land eða borg er að
finna margvíslegar aðrar upp-
lýsingar um Netið - svo sem
um tæknileg atriði sem geta
komið upp misjöfhum tölvu-
búnaði.
Þá geta áhugamenn um net-
kaffíhús viðrað skoðanir sínar
á spjallþráðum síðunnar. Það
er þess virði að kíkja á þessa
síðu áður en ferðalagið hefst.