Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 16
+ 16 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 41 Útgáfufólag: Útgáfufélagiö OV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóii: Óli Björn Kárason Hitstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aö&toöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlib 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrl: Kaupvangsstræti 1, slmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugero og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. . DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Risið gegn óttanum Barátta Guðmundar Sesars Magnússonar gegn svokölluöum handrukkurum hefur vakið þjóð- arathygli. Einn hóf hann baráttu gegn óttanum sem þjakar for- eldra og forráðamenn ungmenna sem ánetjast hafa fíkniefnum, varð tákmynd foreldra sem standa frammi fyrir hótunum þrjóta sem einskis svífast, beita kúgunum jafnt sem meiðingum og hika ekki við líf- látshótanir. Fjórtán ára dóttir Guðmundar var farin að neyta fíkni- efna. Hann hefur nú komið henni í felur eftir líflátshótan- ir handrukkara úr fíkniefnaheiminum. Þessum mönnum hefur Guðmundur sagt stríð á hendur. Hann neitar að láta óttann við þá kúga sig til afskiptaleysis. í Helgarblaði DV sagði Guðmundur þessa sögu. Þar kom fram að í kjölfar af- skipta hans af fikniefnasölumönnunum fylgdu líflátshótan- ir í garð Guðmundar og fjölskyldu hans. Annaðhvort þeg- ir þú og skiptir þér ekki af þessu eða þú verður látinn hverfa, sagði sendiboði fikniefnaheimsins. Guðmundur lét ekki bugast og kærði til lögreglu í þeirri fullvissu að hann væri að gera rétt, kom síðan fram opinberlega og talaði um þær hótanir sem hann og fjölskyldan stóðu frammi fyrir. Þetta snýst um ótta, segir Guðmundur og bætir því við að það sé fíkniefnasölum hagkvæmt að sögur gangi um hörku í þessum viðskiptum. Þótt þær séu ekki allar sann- ar sé ástæða til að taka hótanir alvarlega. Innheimtumenn- irnir spila á ótta fólks, því er hótað líkamsmeiðingum og dauða sem og börnum þess. Hræðsla foreldra og annarra sem fyrir verða er skiljanleg. Margir sjá því ekki önnur ráð en að borga innheimtuþrjótum fíkniefnasalanna það sem upp er sett. Guðmundur segir málið komið út í vit- leysu og óttast ástandið. Hér verði framin morð vegna þessa fljótlega, ef ekki glæpamennirnir þá foreldrarnir. Enginn láti drepa barnið sitt án þess að gera eitthvað í því. Ef samfélagið getur ekki verndað mig þá fer ég sjálfur út í frumskóginn, segir Guðmundur. Með aðgerðum sínum beinir Guðmundur Sesar Magnús- son umræðunni um þetta alvarlega þjóðfélagsmein á nýjar brautir. Hann er öðrum fordæmi vegna þess kjarks sem hann sýnir. Hann lætur ekki undan hótunum. Ef fleiri rísa upp og sætta sig ekki við kúgunina verður baráttan gegn ofbeldismönnunum auðveldari. í leiðurum DV hefur fólk sem orðið hefur fyrir hótunum handrukkara verið hvatt til þess að kæra til lögreglu. Það er sú leið sem er almenningi fær. Hins vegar ber að vara alvarlega við því að fólk taki lögin í eigin hendur. Það endar aðeins með ósköpum. Ábyrgð lögreglu og dómsyfirvalda er því mikil. Fólk í þess- um vanda verður að finna, og geta jafnframt treyst því, að það hafi stuðning þeirra og vernd gegn föntunum. Það er örþrifaráð föður að fela fjórtán ára dóttur fyrir misindismönnum og taka jafnframt þá áhættu að ganga fram fyrir skjöldu í baráttu gegn þeim. Faðirinn kallar því eftir stuðningi og aðgerðum. Hann bendir á að auðveldara sé að fást við fíkniefnasölumenn og fanta á þeirra vegum hér á landi en annars staðar vegna smæðar samfélagsins. Stærð eiturlyfjaheimsins sé orðum aukin og því tækifæri til að grípa í taumana. Öðrum í sömu stöðu og Guðmundur ætti að vera það hvatning til að kæra, og sætta sig hvorki við hótanir né of- beldi, að hann hefur ekki fengið frekari hótanir eftir að hann ákvað að kæra sjálfur og vekja um leið athygli á ástandi'sem er ólíðandi. Hann reis gegn óttanum, ákvað að styðja barn sitt en kallar jafnframt eftir hjálp yfirvalda. Þessi faðir og aðrir í sömu stöðu eiga rétt á þeirri hjálp. Jónas Haraldsson I>V Skoðun Ringlaöir fúskarar Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Kjallari Hurðinni á skrifstofunni var hrundið upp. í gættinni stóð maður og honum var mikið niðri fyrir. „Stjórn- málamenn okkar eru í besta falli ringlaðir fúskar- ar," sagði hann. Ég leit upp úr burðarþolsreikning- um og sagði rólega: „Ertu nú ekki að taka nokkuð djúpt í árinni?" „Nei," sagði hann. „Ég var að lesa það eftir veðurstofustjórann að útfærsla kvótakerfisins væri mesta ógæfu- framkvæmd sem dunið hefði yfir ís- lendinga á síðustu áratugum. Pró- fessor við háskólann sagði í útvarps- viðtali að milljarðar hefðu streymt út úr þjóðfélaginu skattfrjálst til út- landa undir öruggri vernd stjórn- valda. Eignatilfærslan á sér ekki hliðstæðu nema þá á tímum svarta- dauða. Og forsætisráðherra er farinn að tala um Schengen! Schengen Því hefur verið haldið fram að þátttaka okkar í Schengen hafi kost- að okkur milljarða i stofnkostnað. Þurft hafi að ráða 50-70 toll- og lög- regluverði til þess að annast eftirlit og afgreiðslu þessa landamærahliðs okkar að Evrópu. Rekstrarkostnaður er þannig mörg hundruð milljónir á ári og ávinningurinn er enginn, lík- lega neikvæður. Við þurfum eftir sem áður að taka vegabréfið með til útlanda. Hingað streymir fólk eftir- „Því hefur verið haldið fram að þátttaka okkar í Schengen hafi kostað okkur milljarða í stofnkostnað. Þurft hafi að ráða 50-70 toll- og lögregluverði til þess að annast eftirlit og afgreiðslu þessa landamœrahliðs okkar að Evrópu." litslítið frá Schengensvæðinu og við höfum misst aðstöðu til að skrá ferðamenn. Getur verið að utanríkis- þjónustan hafi þanist svo út, að hún kosti nú um 5000 milljónir króna á ári? Meira að segja Bretar töldu sig ekki hafa efni á að taka að sér svona landamæravörslu fyrir Evrópu- bandalagið." Breytt þjóðfélag Ég reyndi að sveigja samtalið í aðra átt en án árangurs. Þulan hélt áfram. „Hvað með náttúruverndar- málin?" sagði hann. Ég sagði að við sem munum kreppu og erfiðleika eft- irstríðsáranna vissum að afla þyrfti tekna til þess að standa undir vel- ferðinni. Við getum ekki bara sífellt talað um ast og frið. Dekurbörn vel- ferðarinnar skilja ekki að peningarn- ir vaxa ekki á trjánum. En ég varð Qjótlega undir í þessari umræðu. Rökin voru þau að við sem tryðum á tækniframfarir og stöðugt aukinn hagvöxt værum á villigótum. Við byggðum upp einvltt þjóðfélag tækni og velferðar og skynsemishyggju. Maðurinn gleymdist og þjóðfélag stóriðju væri ekki það þjóðfélag sem við ættum að búa börnum okkar. Fegurð náttúrunnar ætti að auðga andann og veita lífinu dýprá gildi en ekki að verða tæki nothyggjunnar til auðsöfnunar. Álver kringum landið og ál mun standa undir 60-70% af tekjum okkar af raforkusölu. Einu sinni var sagt, sterkur stáliðnaður þýðir sterkur efnahagur, nú er það aldeilis breytt. Getur álið ekki farið eins og stálið? Er áhættan rétt met- in? Síðan leit maðurinn heimspeki- lega á mig og sagði: „Ég tek undir með Markúsi Möller hagfræðingi, þegar hann sagði um þá menn sem bera ábyrgð á þessu kvótarugli: „Það stendur í helgri bók að við eigum að fyrirgefa þeim, sem vita ekki hvað þeir gjöra. En það stendur hvergi að við eigum að kjósa þá.""- Síðan vatt hann sér út og ég sat eftir með marg- ar spurningar. Ég velti fyrir mér hvort þetta hafi verið þessi marg- rómaða þjóðarsál sem birtist í dyra- gættinni hjá mér. Öryggi og réttlœtí Soffía Kristín Þórðardóttir íprófkjöri i s -\ Sjálfstæðisflokksins^ Með reglulegu millibili berast okkur fréttir um kynferðisafbrotamenn sem hljóta væga dóma fyrir afbrot sín. í kjölfar þessara frétta verður iöu- lega mikil umræða í sam- félaginu um hvort ekki sé kominn tími til að „gera eitthvað" í þessum málum, enda er óréttlæt- ið gagnvart þolendum kynferðisafbrota hróp- andi. Það hlýtur að vera markmið allra þeirra sem gefa sig að stjórnmálastarfi að berjast fyrir réttlátu samfélagi - þótt skilgreiningin á réttlæti sé misjöfh eft- ir því hvaða lífs- og stjórnmálaskoðanir fólk aðhyllist. Hins vegar held ég að flestir hljóti að vera sammála um að þegar það kemur að því að ákveða hvaða glæpir séu alvarlegir - og hverj- ir ekki eins alvarlegir - þá hljóta þeir glæpir þar sem freklega er brotið á öðr- um einstaklingi með ofbeldi að teljast meðal þeirra verstu. Víöur refsirammi Þótt það sé auðvitað hlutverk dóm- stóla að ákvarða þyngd refsingar við lögbrotum, en ekki Alþingis, þá má ekki gleymast, að eitt mikilvægasta hlutverk löggjafans er að skilgreina reglur samfélagsins og gefa skilaboð um það hvers kyns hegðun sé óásættan- leg. Þegar refsingar við kynferðisbrot- um eru svo vægar sem raun ber vitni er ljóst að eitthvað er mjög bogið við þau skilaboð sem löggjafinn er að senda út í samfélagið. í núgildandi hegningarlögum er heimilt að fangelsa menn í allt að sext- án ár fyrir nauðgun en lágmarksrefsing við slíku broti er eins ár fangelsi - ým- ist bundið skilorði eða ekki. Hér er því um mjög víðan refsiramma að ræða en þótt dómstólum sé heimilt að dæma brotamenn í 16 ára fangelsi þá er raun- in sú að dómarnir eru ákaflega sjaldan nema litið brot af þeim tíma, jafhvel þótt um sérlega ógeðfelld brot sé að ræða. Ástæða þessa er sú að ákveðin réttarhefð hefur skapast sem gerir dóm- stólum ókleift að refsa harðar fyrir slík brot. Með því að skilgreina hámarks- og lágmarksrefsingu fyrir tiltekna tegund glæpa hefur Alþingi möguleika á að senda skýr skilaboð til dómstóla um hvers konar glæpir séu alvarlegri en aðrir. Þannig gefa skilaboð löggjafans til dómstóla, sem gera ráð fyrir 16 ára hámarksrefsingu fyrir nauðgun, tilefni til að álykta sem svo að löggjafarsam- koman telji nauðgun vera mjög alvar- legan glæp. Því geta allir verið sam- mála. I ljósi þessa er hins vegar furðu- legt að sá sem er dæmdur fyrir ára- langa kynferðismisnotkun á barni get- ur að hámarki dæmst til 12 ára fangels- „Það er að mínu mati rangt gagnvart þolendum sifjaspélls, að lögin geri sérstakan greinarmun á nauðgun og sifjaspelli, og telji að sifjaspell sé á ein- hvern hátt ekki eins al- varlegur glœpur. Tíma- skekkja er ekki nægilega sterkt orð til þess að lýsa fáránleika þessara reglna." isvistar - og það sem meira er - mis- notkun á barni telst skv. lögunum minna alvarleg ef um ættingja er að ræða. Hámarksrefsing fyrir ættingja í sliku tilfelli er aðeins 10 ára fangelsis- vist. Fáránlegar reglur Það er að minu mati rangt gagnvart þolendum sifjaspells að lögin geri sér- stakan greinarmun á nauðgun og sifja- spelli og telji að sifjaspell sé á einhvern hátt ekki eins alvarlegur glæpur. Tíma- skekkja er ekki nægilega sterkt orð til þess að lýsa fáránleika þessara reglna. Það er mjög brýnt að 22. og 23. kafli almennra hegningarlaga, þar sem fjall- að er um kynferðis- og ofbeldisbrot, verði teknir til gagngerrar endurskoð- unar. Með því að skrifa þessa kafla aft- ur er hægt að leysa dómstólana okkar úr viðjum áralangs dómafordæmis sem veldur þvi að kynferðisglæpamenn hljóta gjarnan svo væga dóma sem raun ber vitni. Eins og sagt er hér að ofan þá hlýtur það að vera markmið allra sem láta sig stjórnmálin varða að stuðla að réttlát- ara og betra samfélagi. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur á undanfórnum árum farið fyrir afar farsælum rikisstjórnum sem hafa staðið fyrir miklum og jákvæðum breytingum á íslensku samfélagi. Ógrynni framfaramála hafa náð fram að ganga. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík þann 22. og 23. nóvember nk. til þess að bjóða fram krafta mina til að þessi upp- bygging megi halda áfram og að frekari umbætur á íslensku samfélagi, m.a. réttarkerfinu, nái fram að ganga. Sandkorn Litliogstóri Gísli Hjartarson, krati og Skutulsrit- stjóri á ísafirði til margra ára, hefur sent frá sér 5. bindi af bókinni „Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga". Þar kennir margra grasa og þar á meðal er eftirfar- andi saga: Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrum sýslumaður ísfirðinga um langa hrið, er með allra minnstu mönnum vexti eíns og alþjóð mun kunnugt. Hann tók við sýslumannsembætti Selfyssinga í byrjun þessa árs. Því emb- ætti hafði áður gegnt sómamaðurinn Andrés Valdimarsson sem lengi var sýslumaður Strandamanna og hvers manns hugljúfi. Andrés er gríðarstór maður, um tveir metrar á hæð, og eftir því gildvaxinn og stórskorinn allur. Skömmu fyrir síðustu jól kvaddi fréttamaðurinn Finnbogi Hermannsson á Svæðisútvarpi Vestfjarða Ólaf Helga sýslu- mann í langt og ítarlegt útvarpsviðtal í tilefhi þess að hann var að yfirgefa ísafjörð og fiytjast á Selfoss. Fóru þeir félagar á kostum og bar sýslumaður Vestfirðingum. vel söguna og sagðist yfirgefa ísafjörð með söknuði. í lok viðtalsins spurði fréttamaður sýslumann hvort hann Umtnælí ... og brosi gegnum tárin „Alls ekki. Ég þekki ekki þá tilfinningu." Jakob Frímann Magnússon frambjóöandi, spuröur á Stöö 2 hvort hann værí bitur í kjölfar prófkjörs Samfylkingarínnar í Reykjavík þar sem hann hafnaöi í 10. sæti. Stöðumat stallsystranna „Ef saman yrði dregið hvað upp úr stendur í niður- stöðum prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík þá yrði það sennilega eitthvað á þá leið að flokkurinn og forysta hans hafi tapað og sá eini.sem geti komist ná- lægt því að bera höfuðið hátt sé Jóhanna Sigurðardótt- ir sem stóð af sér enn eina atlögu þeirra sem telja sjálfa sig nútímalega en hana steingerða. Það var Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sem stóð á bak við framboð Bryndísar Hlöðversdóttur gegn Jóhönnu. Sú atlaga þeirra mistókst herfilega og virðist stöðumat þeirra stallsystra ekki alveg í samræmi við það sem stuðn- ingsmenn þeirra gefa tíðum í skyn." Vefþjóöviljinn á Andríki.is sandkorn@dv.is hefði nokkuð skroppið suður á Selfoss, svona rétt til að máta nýja stólinn sinn á sýsluskrifstofunni þar. Ólafur Helgi svaraði: Ég get alveg sagt þér það, Finnbogi, ef þú lætur ekki hafa það eftir þér, að það hef ég gert. Stóllinn er ákaflega vel við vöxt. SvartfuUur afsveskjugraut í Morgunblaðinu í gær var skondin frétt á baksíðu um mál manns sem endaði fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur hafði áður sýknað manninn sem handtekinn hafði verið vegna gruns um ölvunarakstur en Hæstiréttur ómerkti þann dóm. Sagðist maðurinn ekki hafa verið ölvaður við aksturinn heldur hefði hann drukkið úr fernu með áfengisblönduðum sveskjugraut eftir að lögreglan handtók hann. Einn góðkunningi Sandkorns úr hópi hagyrðinga samdi af þessu tilefni: Lítið hann lögin braut, samt lyktaöi hann, þvœldi og hraut. Enginn vill úr því skera, enda sagðist hann vera svartfullur af sveskjugraut. -K Semur við stýrið „Annars er ég í dag að mestu hættur að setjast niður og semja lög. Ég leyfi þeim bara að koma og þau birtast til dæmis þegar ég er að keyra eða að setja í uppþvottavélina." Valgeir Guöjónsson tónlistarmaöur í vibtali í Sunnudagsblaöi MorgunblaOsins Ósáttur við Orðabókina „Að safna saman öllum orðum sem löndum okkar kann um munn að líða er sjálfsagt mál. En að sulla því öllu saman er óhæfa, jafnvel þótt ómálið sé merkt með aðvörun. Slíkt safn á heima í sérstöku sorp-riti. Sorp er eitt algengasta fyrirbrigðið á heimilum manna, en engum dytti þó í hug að stifla því upp á borð með matföngum, þótt sérmerkt væri." Sverrir Hermannsson alþingismaöur í grein í Morgunblaöinu Hárlokkandi Friörik Rafnsson bókmenntafræöingur ogþýöandi Sem ég lauk upp svefn- drukknum augunum morgun einn nýverið og kveikti á útvarpinu á náttborðinu mínu heyrði ég stórfrétt: „í dag verð- ur haldið uppboð á ýms- um munum úr eigu Elvis- ar Presleys, en meðal þess sem selt verður á uppboðinu er lokkur úr hári goðsins. Áætlað söluverð er tíu þúsund dollarar." Tiu þúsund dollarar, það eru tæpar níu hundruð þúsund íslenskar krónur. Ég kleip mig í handlegginn, en þetta virtust ekki vera neinar leifar af draumórum næturinnar heldur ískald- ur raunveruleiki. Helgi eöa hindurvitni? Merkileg sú hlutadýrkun sem felst í því sem kallað er relíkur, eða helgigrip- ir á islensku. Hugmyndin að baki þeim er sú að þeir séu hluti af einhverju heilögu, æðra manninum og að með þvi að snerta þá eða tilbiðja komist fólk í beinna og nánara samband við almætt- ið. Þetta fyrirbæri fyrirfinnst eflaust í margskonar trúarbrögðum, en skýrasta dæmið er hin kaþólska grein kristairm- ar, og raunar sú grísk-kaþólska líka. Ég man hvað ég fylltist undarlegri tilfmningu þegar ég stóð í fyrsta sinn frammi fyrir dýrlega gullskreyttu skrini í glæsilegri gotaeskri kirkju I Frakklandi eða á ítalíu og rýndi í gegn- um lítið gler á visinn fingur sem sagð- ur var af heilögum eitthvað. Þessi dýrkun var sem kunnugt er eit- ur í beinum Lúthers gamla á sínum tíma og honum ofbauð skiljanlega verslun og allskyns gróðabrask með meinta helgigripi sem síðan reyndust aukinheldur oft vera hreinasta prett og svik. Þrátt fyrir þetta er dýrkun á helg- um gripum (hárlokki, fmgri, líkklæð- um) enn við lýði, trúin flytur þessi fjöll milli ára og alda. Það er í sjálfu sér merkur leyndardómur. Guölaus hlutadýrkun Maður var nefndur Vivant Denon. Hann var aðalsmaður á síðari hluta 18. aldarinnar í Frakklandi, grúskari, spek- ingur og hvers manns (en einkum þó hverrar konu) hugljúfl. Nafn hans er einkum þekkt í sögunni fyrir þrennt. í fyrsta lagi kom hann af stað gríðarleg- um Egyptalandsáhuga í upphafi 19. ald- arinnar þegar hann fór með Napóleóni þangað sem „hirðljósmyndari", hann koparstakk og teiknaði upp menn og mannvirki þar í landi og gaf síðar út í mikilli bók „Egyptalandsferðin", sem varð biblía Egyptalandsáhugafólks um langt skeið. „Hjákátlegustu birtingarmyndir persónudýrkunarinn- ar eru síðan fræga fólkið í samtímanum, poppgoð, sjón- varps- og kvikmyndastjörnur í útlöndum eða undan- rennuútgáfa sömu hugsunar sem birtist í íslenskum glanstímaritum, Mannlífi, Séð og heyrt og því öllu saman." í öðru lagi fól Napóleon honum að setja saman safh til að sýna afrakstur herferðanna, en það safn varð síðan grunnurinn að því stóra og merka safhi í París sem margir þekkja, Louvre, en ein álman í því safni ber nafn Denons nú. í þriðja lagi skrifaði hann stutta, frábæra ástarsögu sem nefhist Point de lendemain (Dagur ei meir, 1777) sem undanfarið hefur komist aftur í umferð víða um heim, ekki sist eftir að höfð- ingjar eins og Milan Kundera og Phil- ippe Sollers lofuðu hann í hiástert í ný- legum bókum sínum. Það forvitnilega við Denon í sam- hengi þessarar greinar um hluta- og persónudýrkun er að hann var trúlaus, en safnaði samt ýmsu forvitnilegu: hann átti lokk úr hári heimspekingsins Voltaires, tönn úr leikskáldinu Moliere og fleira sem hafði tilheyrt þeim mikil- mennum sem hann mat einna mest. Hann safhaði semsagt ekki hefðbund- unum helgigripum, heldur gripum sem höfðu yfir sér veraldlega helgi, ef svo má segja. Augu Einsteins Til er fræg saga af nemanda þess merka eðlisfræðings, Alberts Einsteins, sem var vist svo miður sin þegar meist- arinn lést að hann lagði mikið á sig til að stinga augun úr líkinu, setti þau síð- an í formalín í krukku og hafði krukk- una uppi á á hillu hjá sér á tilraunastof- unni, þannig að meistarinn gæti haft auga (augu) með öllum þeim tilraunum sem hann var að gera... Þetta er auðvitað nokkuð öfgafullt dæmi, en á þó glettilega margt sam- merkt með margskonar dýrkun á per- sónum, til dæmis persónum lista- manna. Áhangendur Elvisar geta farið til Graceland, hægt er að skoða safn um John Lennon í Tókýó og þau eru ófá rit- höfunda- og skáldahúsin sem fólk heim- sækir víða um heim, oft án þess að hafa nokkurn tímann lesið stafkrók eftir viðkomandi höfund. Enda er auðvitað mesti munur að þurfa ekki að lesa allt torfið sem viðkomandi skrifaði, láta sér bara nægja að skoða pípu, gleraugu, penna, göngustaf og hús... Hjákátlegustu birtingarmyndir per- sónudýrkunarinnar eru síðan fræga fólkið í samtímanum, poppgoð, sjón- varps- og kvikmyndasrjörnur í útlönd- um eða undanrennuútgáfa sömu hugs- unar sem birtist í íslenskum glanstíma- ritum, Mannlífi, Séð og heyrt og því öllu saman. Hættulegast er þó þegar þessi sami þankagangur, andi hárlokksins, hár- lokkandinn, færist yfir á stjórnmálin, þegar dýrkun kemur í stað hugsunar, tilbeiðsla í stað rökhyggju, máttlaus að- dáun í stað uppbyggilegrar gagnrýni, einræði í stað lýðræðis. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.