Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 15 I>V Menning írland getur ekki verið alvont Breska leikskáldið Martin McDonagh skaust upp á stjörnu- himininn með leikritinu Fegurðar- drottningin frá Línakri sem var frumsýnt á írlandi í ársbyrjun 1996. Það sópaði til sín verðlaunum og hefur verið sýnt víða um heim. Trúlega er sýning Borgarleikhúss- ins á umræddu verki þeim sem sáu enn i fersku minni enda stórfín uppfærsla á vel skrifuðu verki. Nú gefst kostur á að endumýja kynnin af þessu írskættaða leikskáldi því Þjóðleikhúsið frumsýndi sl. föstu- dagskvöld Halta Billa, fyrsta leikrit í þríleik sem gerist á Araneyjum undan vesturströnd írlands. Leiklist Halti Billi á ýmislegt sameigin- legt með hinu bráðvinsæla verki Marie Jones, Með fulla vasa af grjóti, því bæði gerast í litlum ein- öngruðum samfélögum sem koma kvikmyndatökuliðs hefur mikil áhrif á. Gráglettinn húmor er líka aðalsmerki beggja verka þótt sög- urnar sem þar séu sagðar lýsi harðri og erfiðri lífsbaráttu. Verk McDonaghs á sér stoð í raunveru- leikanum því upp úr 1930 gerði Ro- bert Flaherty fræga heimildamynd um lífið á Araneyjum og er vel til fundið að nýta brot úr myndinni 1 sýningu Þjóðleikhússins. Leikritið Halti Billi er hefðbund- ið að byggingu og formi og felst styrkur þess fyrst og fremst í per- sónusköpuninni. Þótt persónurnar sem við sögu koma séu einungis níu og allar sérstæðar á sinn hátt eru þær um leið dæmigerðar fyrir samfélagið sem McDonagh er að lýsa. Titilpersónan er fatlaður ung- lingspiltur sem missti foreldra sína ungur og hefur verið alinn upp h)á systrunum Trínu og Ellý, sem reka þorpsverslunina. Billi hefur alla tíð verið skotspónn vegna fötlunar sinnar en á sér draum um betra lif og ákveður að reyna fyrir sér í kvikmyndabransanum. Hann stingur af án þess að kveðja kóng eða prest og kemst alla leið til Ameriku í prufu- töku en kemst fljótt að raun um að grasið er þvl miður ekkert grænna þeim megin á hnettinum. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir Halta Billa og óhætt að fullyrða að þar sé valinn maður í hverju hlutverki. Kristbjörg Kjeld og Margrét Guð- mundsdóttir eiga báðar stjörnuleik 1 hlutverkum Trínu og Ellýjar og samleikur þeirra þannig að unun var á að horfa. Brynhildur Guðjónsdóttir DV-MYND TEITUR Irtand getur ekki veriö alvont úr því að sæt stúlka vlngast viö fatlaöan pllt Brynhildur Guðjónsdóttlr og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum Lenu og Bllla. var sömuleiðis frábær í hlutverki hinnar stjórn- sömu Lenu, sem á barnsaldri verður fyrir óhugn- anlegri reynslu sem mótar hana fyrir lífstíð. Baddi bróðir hennar, sem hugsar um fátt annað en sjónauka og amerískt sælgæti, varð ljóslifandi í túlkun Atla Rafns Sigurðarsonar. Pálmi Gests- son skapar bráðskemmtilegan karakter úr frétta- snápnum Jonnapittamikka en aðrir leikarar í sýningunni eru Edda Arnljótsdóttir, Valdimar Örn Flygenring og Hjalti Rögnvaldsson sem öllum tekst að gera sér mikinn mat úr persónum sínum. Þá er ógetið Björg- vins Franz Gíslason- ar sem þreytir frumraun sína í Þjóð- leikhúsinu i hlut- verki Billa og stenst þá raun með prýði. Hvort sú staðreynd að maður vorkennir Billa fremur en að finna til samlíðunar með honum skrifast á reikning höfundar eða lögnina á persón- unni kemur út á eitt, en víst er að karakt- erinn er dálítið flatur og fellur því í skugga annarra persóna í verkinu. Allt sem lýtur að umgjörð sýningar- innar er óaðfinnan- legt og Gretar Reyn- isson nýtir mögu- leika stóra sviðsins afar skemmtilega Með litlum tilfærsl- um breytist verslun- in, sem er aðalsögu- sviðið, t.d. í fjöru fyr- ir opnu hafi og þar kemur breiður skermur eftir endi- löngu baksviðinu að góðum notum. Upp- setning Þórhalls Sig- urðssonar á þessu dapurlega en bráð- fyndna verki er vel og fagmannlega unn- in og þar sem McDonagh er af- bragðs sögumaður ætti sýningin á Halta Billa að falla vel í kramið hjá sagna- þjóðinni. Halldóra Friðjónsdóttir Þjóöleikhúsiö sýnir á stóra sviðinu: Halta Billa eftir Mart- in McDonagh í þýöingu Hallmars SigurBssonar og Karls Guðmundssonar. Tónlist: Vilhjáimur Guöjónsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guömundsson. Búnlngar: Þórunn Elísa- bet Sveinsdóttir. Leikmynd: Gretar Reynisson. Lelk- stjörl: Þórhallur Sigurðsson. Bókmenntir s Olik hlutverk Hundabókin eftir Þorstein Guðmundsson er mikil fram- för frá Klóri, fyrsta smásagna- safni hans. Bestu sögurnar í Hundabókinni eru vel skrifað- ar mannlífsmyndir þar sem tekst að vekja persónur til lífs- ins og sýna þær frá mörgum hliðum í stuttum texta. Allar sögurnar eru skrifaðar í fyrstu persónu nema ein þar sem sögumannsrödd lýsir sömu atburðum jafnhliða fyrstu persónu frásögn- inni. Þetta er ein slakasta sagan i bókinni Á kápu Hundabókarinnar eru gefnar tvenns konar lýsingar á öllum sögunum i bókinni. Önn- ur sagan getur þannig bæði heitið „Prestur miss- ir vitið" eins og stendur framan á kápu, eða „Prestur frelsast" eins og stendur aftan á kápu. Þessi kynning á sögunum er snjöll aðferð við að benda á tvísæið sem einkennir þær allar. Persón- urnar sem hafa orðið að afhjúpa sjálfar sig fyrir lesandanum, en missa þó aldrei alveg samúð les- andans og verða ofureinfaldaðar skrípamyndir eins og vildi brenna við í Klóri. Ein besta sagan í safninu heitir Rabbi og er á kápu lýst með heitunum „Þjónn með skoðanir" og „Skoðanir á þjóni". Hér mætti auðveldlega halda áfram og bæta við „skoðun á þjóni" í þeirri merkingu að persónan sem um ræðir, þjónninn Þorsteinn Guömundsson Tilbúinn ímeiri átök. Rabbi, er skoðaður ofan í kjölinn með því að láta hann sjálfan lýsa skoðunum sínum á lifinu og til- verunni. Sagan af Rabba er löng einræða þjóns- ins, fyrirsætunnar og kyntröllsins Rabba og gæti vel gert sig á sviði sem einleikur. Raunar er auð- velt að sjá hliðstæðu með þessum sögum og list leikarans; hver um sig er mótuð eins og hlutverk eða einræða þar sem Þorsteinn bregður sér í hlut- verk einnar persónu. Persónur eins og Rabbi, dvergvaxni laumuhomminn Lárus og Eyjólfur, sem lendir í ástarþrihyrningi með konu og hundi, eru alveg á mörkum hins fáránlega, en um leið eru þær stoltar og svolítið brjóstumkennan- legar. Sögurnar í Hundabókinni eru skemmtilegar af- lestrar, þær lýsa fólki sem er mismikið á skjön við umhverfi sitt, án þess að gera lítið úr því. Þorsteinn á greinilega létt með að skrifa, búa til sannfærandi persónur sem lýsa sjálfum sér og af- hjúpa sig með eigin orðfæri og sérkennum. Sög- urnar eru þó nokkuð misjafnar, sumar nálgast það að vera einfaldar stílæfingar meðan aðrar eru meira á dýptina. Án þess að verið sé að gera lítið úr smásögunum sem hér birtast eða smásög- um yfirleitt vekja sögurnar í Hundabókinni væntingar um meiri átök og stærri form. Hunda- bókin sýnir að Þorsteinn er tilbúinn í þau. Jón Yngvi Jóhannsson Þorsteinn Guðmundsson: Hundabókin. Mál og menning 2002. Potta er hin klónaða María vonda, það sést á svipnum. Sú ekta er aldrei svona tvíræð á svip. Metrópólis Hin makalausa kvikmynd Metrópólis eftir Fritz Lang frá 1927 var sýnd á kvikmyndatónleikum Sinfóníuhljómsveitar tslands á fimmtudagskvöldið var fyrir fullu húsi. Sjaldan hefur áheyrendahópur Sinfóníunnar verið eins blandaður, því þarna mættust tveir hópar sem líklega skarast ekki mikið: áhuga- menn um sinfóníska tónlist og áhugamenn um gamlar kvikmynd- ir. Það fór vel um alla, en líklega hefur síðarnefnda hópnum liðið bet- ur því myndin er gríðarlega löng og hæggeng og ekki fyrir þá sem vilja nútímalegri hraða. Einhver sæti losnuðu í hléi, en þeir sem gáfust upp geta séð eftir því, myndin var mun fjörugri og háskalegri eftir hlé. Tónlistin var fyrst og fremst áhrifstónlist, verulega vel hugsuð og gegndi hlutverki sínu með slíkri prýði að oft hrökk maður í kút við annarleg og nístandi ýskur og baul. Stjórnandi var Frank Strobel sem einnig stýrði sinfóníuhljómsveit- inni i Berlin þegar þessi endurgerð myndarinnar var frumflutt í fyrra. Strobel var einstaklega líflegur og sjarmerandi á sviðinu Klónun Myndin á að gerast árið 2000 og Fritz Lang lætur gamm hugmynda- fiugsins geisa. Borgarmyndirnar, ofan og neðan jarðar, eru mikilfenglegar. Sú efri er Ijós og fógur, full af lífi. Þar ekur urmull bila um götur og eftir flóknum bílabrúm, lestir aka eftir löngum lestarbrúm og flugvélar sveima um eins og risastór fiðrildi. Hún á sér að hluta hliðstæður í stór- borgum núna, þó er helsti langt milli jarðfastra stólpa undir lestarteinum, og ekki fljúgum við enn á þyrilvængj- um milli húsa. Borg þrælanna er reist neðanjarðar og jarðvatni haldið frá með þykkum veggjum og flóknum vélabúnaði. Þegar hann gefur sig er voðinn vís. Sú borg er myrk og þung- búin; um hana fer fólk fótgangandi. Klónun hefur Lang séð fyrir þegar vélmenni tekur á sig svip hinnar eng- ilfögru Maríu sem Brigitte Helm leik- ur. Það atriði var stælt i frægri Frankenstein-mynd James Whale 1931. Hin vélræna María (einnig leik- in af Helm) er handbendi hins illa og sjálf vond, það sér maður undir eins á því hvernig hún dregur augað í pung og er sífellt að toga niður hálsmálið á kjólnum hennar Maríu! Tölvur Á einum stað 1 myndinni renna tölur og tákn niður skjái og maður hugsar: Tölvur! En það einkenni- lega er að það er engin ritvél í myndinni, fólk handskrifar bókhald og slíkt; þó voru ritvélar til á þess- um tíma. Lang hefur sjálfsagt fund- ist þær of ófullkomnar til að hann sæi nokkra framtíð í þeim. En eitt hefur ekki breyst: Karl- mannafatatískan. Iðnjöfurinn Joh' Fredersen (leikinn af Alfred Abel) er klæddur h'ósum buxum og dökk- um jakka, í skyrtu með bindi, alveg eins og iðnjöfrar á okkar tímum. Er ekki gott að eitthvað skuli vera óumbreytanlegt? Það sem Fritz Lang sá einkum fyrir i þessari mynd var nasisminn með sinni djúpstæðu mannfyrirlitn- ingu, og mann langar til að vita hvað það var nákvæmlega sem Hitler hreifst svona af við Metrópól- is. Lausnin sem Lang sá á öllum vanda virðist einna helst vera kristilegur sósíalismi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.