Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 24
I 48 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 Tilvera I>V Steven Spielberg Leikstjórin vinsæli ætlar að heim- sækja Kúbu á næstu dógum og spjalla viö þarlenda um bíómyndir. Spielberg sýnir myndir á Kúbu Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg verður í Havana á Kúbu á næstu dögum vegna sérstakrar hátíð- ar þar sem kvikmyndir hans verða sýndar. Sjálfur verður Spielberg við- staddur frumsýningu nýjustu mynd- arinnar, Minority Report. Á meðan á dvölinni stendur mun hann hitta kúbverska starfsbræður sina og einnig ræða við nemendur í alþjóðlegum kvikmyndaskóla sem kól- umbíski rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez stofnaði. Spielberg hefur aldrei áður komið til Kúbu og fékk sérstakt leyfi frá rik- isstjórn Bush forseta til fararinnar. „Steven hefur ávallt sagt að kvik- myndin sé alþjóðlegur listrænn miðill sem nái til allra, yfir landamæri og milli menningarheima," sagði tals- maður leikstjórans í yfirlýsingu. „Hann er mjög spenntur fyrir að hitta kvikmyndagerðarmenn og kúbversk- an almenning." Höfum engu gleymt - segja sportlega vaxnir íþróttaboltar á Hvammstanga DV-MYND JÓHANN ÖRN ARNARSON Kormáksmenn Hér eru nokkrir íþróttamenn á Hvammstanga, Kor- máksmenn, ungir og aöeins eldri, menn sem hafa engu gleymt. íþróttahúsiö nýja er stór plús fyrir byggbina, á þvl leikur enginn vafi. „Við höfum engu gleymt," sögðu þungavigtarmenn íþróttanna á Hvammstanga þegar DV hitti þá að máli í nýju íþróttahöllinni þeirra. Sú bygging olli nokkru fjaðrafoki áður en farið var að reisa hana í fyrra - en eft- ir að mannvirkið er komið upp og vel nýtt af heimamönnum hafa gagnrýn- israddir hljóðnað. íþróttahús og sund- laugar eru þess eðlis að engum dettur í hug að amast út í þau mannvirki. Enda varla vafi á að hér er um heilsu- bót að ræða fyrir alla ibúa þorpsins. Kristján Björnsson annast um nýja íþróttahúsið. „Þetta lofar mjög góðu og greinilegt að þörfln fyrir húsið var mikil," sagði Kristinn. Hann segir að í húsinu fari fram skólaleikfimi fyrir hádegi, iþróttafélagið Kormákur var með íþróttanámskeið í haust. í húsinu er spilaður körfubolti og fótbolti og al- menningur nýtir húsið fyrir bad- minton, blak og fleiri innanhúss- íþróttir. Konur í þorpinu hafa komið sér upp aerobikleikflmi. Nýja íþróttahúsið fær líka gesti - i haust var unglingalandsliðið í körfuknattleik á ferðinni og var með æfmgar í húsinu. -JBP/JÖA Hljompl Ýmsir - Benedikt búálfur ••• Söngleikjasagan blandast nútímanum Geisladiskurinn Benedikt búálfur geymir lög úr samnefhdu leikriti með stuttum frásögnum til að ungir hlust- endur nái áttum hvað söguþráð varðar eða geti jafnvel rifjað upp leikritið ef svo vill. Höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjami Þorvaldsson og textahöfundur Andrea Gylfadóttir. Eftir að leikendur hafa sungið fimmtán lög eru þau spiluð án söngs svo að allir (sem nenna) geta sungið með. Gott mál að hvetja unga hlustendur til að spreyta sig. Diskurinn hefst á hressilegu kynn- ingarlagi Benedikts, Komdu inn í álf- anna heim, og fljótlega fylgir eitt besta lag disksins, Nú er illt í efni. Því miður er það líka stysta lagið. Tóti tannálfur er fremur hvimleitt lag í reggae-takti og textinn í slappara lagi. Litríki hellirinn er lagið þar á eftir, alveg prýðilegt og kannski svona dæmigert söngleikjalag. Sama má segja um Jósafat mannahrelli sem er mjög leikrænt og sver sig i ætt við kunnuglega sóngleikjahefð. Sveinn Þór Geirsson fer alveg á kostum sem Jósafat. Þvílík kvöl er ágætt með soldið geggjuðu saxófónsólói. Álfheimasöngurinn og fiestöll lögin sem á eftir fara sýna ótvíræða hæfileika Þorvaldar til að semja leikhústónlist. Það er mátulega mikið leitað til söng- leikjasögunnar eftir hugblæ og síðan blandað nútímalegri hugmyndum í ein- hverjum tilvikum. Laglínur vel ofnar og margar hverjar fallegar. Útsetningar við hæfi. Þar sem undirritaður hlýddi á sín- um tima á Ávaxtakörfuna er ljóst að músíklegur samanburður er þessum diski mjög í hag. Lagið Góða ferð fellur þó i þá gryfju að hljóma eins og hundrað önnur. Ef ég væri hugaður er með milli- kafia sem er óþægilega líkur gamla lag- inu Æ, ó, aumingja ég. Hann kemur nú bara fyrir einu sinni og að öðru leyti er lagið skemmtilegt. Textar Andreu Gylfa- dóttur eru á einfóldu máli, hreinir og beinir og eflaust þægilegir til söngs. Stundum er farið á svig við ströngustu bragfræðireglur. Stuðlar eru notaðir í fleiri tilvikum en ekki og höfuðstafir af og til, þó oftar en ekki. Þetta er svo sem í lagi en skemmtilegra hefði veriö að fara alla leið og hafa allt þetta kórrétt. Leikararnir úr leikritinu (geri ég ráð fyrir) syngja prýðilega. Hinrik Ólafsson hljómar eins og Egill Ólafsson í Stríðslaginu. Flott. Stundum veit maður vart hvaða persóna hefur upp raust sína hverju sinni þar sem maður þekkir ekki leikritið. Hver er Sölvar súri? Hver syngur það hlutverk? Hann er allavega ekki talinn upp með persónum og leik- endum. Björgvin Franz Gislason er í að- alhlutverkinu og sýnir og sannar að hann á létt með söng. Lára Sveinsdóttir sem leikur Didí hefur ágæta, bjarta rödd. Maður nennir varla að minnast á hina miklu sönghæfileika Selmu Björnsdóttur og Jóhanns Sigurðarsonar. Hljómsveitin er fín og í heild er þetta hinn ágætasti diskur. Ingvi Þór Kormáksson J^fiJAT AHANDBÓK DV REM^* Jólagjafahandbók Jólagjafahandbók DV hefur verið ómissandi við undirbúning jólanna og val jólagjafa í yfir 20 ár. Ef þú, auglýsandi gódur, vilt ná til þíns markhóps þá er þetta miðiUinn þínn. Þetta er stórt og emismikið blað þar sem lögð er áhersla á skemmtilega umfjöllun um jólin og undirbúning þeirra. Við viljum minna auglýsendur á að tekið er við pöntunum til 22. nóvember. Með jólakveðju. Auglýsingadeild DV. Sími 550 5000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.