Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 28
52 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 Tilvera I>V Moss talin með fölsk augnahár Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að aug- lýsa augnháralit. Breska ofurfyrir- sætan Kate Moss hefur svo sannar- lega fengið að finna fyrir því. Auglýsingin hefur verið kærð fyrir viðeigandi yfirvaldi í Bretlandi og hafa kærendur það helst út á auglýsinguna að setja að augnhár fyrirsætunnar, eins og þau birtast í auglýsingunni, séu allt of flott til að vera ekta, löng og þétt. Yfírvaldið hefur úrskurðað að snyrtivöruframleiðandinn hafi ekki vísvitandi reynt að blekkja almenning. Framleiðandinn hefur viðurkennt að hafa aðeins fiikkað upp á augnhár fyr- irsætunnar en meðcdkonan geti náð sama árangri. Victoria komin með samning Loksins virðist nú vera farið að birta til í lffl Vict- oriu Adams og Beckhams, fyrrum kryddpíu og nú- verandi eiginkonu Davids spark- meistara. Mitt í öll- um þrengingun- um, svo sem eins og mannránsplotti og öðrum ósóma, berast fréttir um að frú- in hafi undirritað nýjan plötusamning. Að þessu sinni við fyrirtækið Telstar. „Victoria er harðákveðin í að láta allt sem gerst hefur upp á síðkastið ekki standa í veginum fyrir sér," segir vinur söngkonunnar. Ár er nú liðið frá því plötufyrirtæk- ið Virgin sagði upp samningi sínum við Victoriu.eftir að tilraunir hennar til að standa á eigin fótum í tónlistinni fóru út um þúfur vegna dræmra undir- tekta almennings. En nú er Posh-kerl- ingin sem sé klár í slaginn á nýjan leik. O/dóflke Rakspíri Rakarstofan Klapparstig f Símí SS1 3010 I Jókertölur laugardags %4 769 75 1 N <! A AÐALTÖLUR ¦nfflffll Miovikudaglnn 6. nóv. 23)34)38) BÓNUSTÖLUR 16)35] Alltaf á miðvikudögum Jókertölur mlðvlkudags 2 6 17 2 DV-MYND HH Heppinn lelkhúsgestur Fyrir miöri mynd er Ragnheiöur Anna Georgsdóttir frá Vestmannaeyjum sem var 20.000 leikhúsgesturinn. Meö henni á myndinni eru Guöjón Pedersen leikhússtjóri og leikaramir Eggert Þorleifsson, Steinn Ármann Magnússon og Helga Braga Jónsdóttir. Með vífið í lúkunum: Tuttugu þúsund gestir Eitt vinsælasta leikrit síðari ára er farsinn Með lífið i lúkunum sem sýndur hefur verið á vegum Leikfélags Reykjavikur á þriðja ár. Yfirleitt hefur alltaf verið fullt hús og er ekkert lát á aðsókninni. Um helgina kom tuttugu þúsund- asti gesturinn á sýninguna. Það var Ragnheiður Anna Georgsdótt- ir frá Vestmannaeyjum sem var heppni leikhúsgesturinn og var hún leyst út með gjöfum. Matthías á rit- þingi Matthias Johannessen, skáld og fyrrum ritstjóri Morgunblaösins, var heiðursgestur á ritþingi i Gerðubergi á laugardaginn. Silja Aðalsteinsdóttir, menningarrit- stjóri DV, stjórnaði umræðunum en blandað var saman upplestrum Biógagnrýni Spjall á milli atriöa Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Arthúr Björgvin Bollason voru mebal fjölmargra gesta ritþingsins. Fagrir tónar Hin ástsæla söngkona, Diddú, tók lagiö á ritþinginu. ö 101 í Regnboganum - Kissing Jessica Stein ~k-k~k Að þora aö elska Helen (Juergensen) vinnur í gall- eríi í New York, gáfuð og afslöppuð kona sem er oftast með karlmönn- um en finnst gott að vera með kon- um lika. Hún setur einkamálaaug- lýsingu í blað þar sem hún auglýsir eftir nánum kynnum við konu. Jessica (Westfeld) er dagblaðspróf- arkalesari með fuilkomnunaráráttu, ekki síst þegar kemur að karlmönn- um. Hún hefur svarað óteljandi einkamálaauglýsingum og hitt jafn marga ómögulega karla. Hún svarar auglýsingu Helen, ekki af því send- andinn er kona heldur vegna þess að auglýsingin hefst á tilvitnun úr skáldskap Rilke og það stenst Jessica ekki. Síðan upphefst afar skondið sam- band þeirra tveggja, en töluverður munur er á vonum þeirra og vænt- ingum. Helen vill alvöru ástarsam- band með heitu kynlífi og djúpum samtölum en Jessica sér sambandið meira fyrir sér sem afar náið vin- konusamband með svolitlu káfi. Aðalvandræðin skapast samt af því að Jessica er engan veginn tilbúin til þess að opinbera þessa „afbrigði- legu" hegðun, hvorki fyrir fjöl- skyldu sinni (woody allenskri gyð- ingafjölskyldu), yfirmanni sínum sem einnig er fyrrverandi kærasti né óléttri vinkonu sinni sem hefur unnið að því hörðum höndum að Helen og Jesslca Jennifer Westfeld og Heather Juergensen leika aðalhlutverkin og skrífa handritið. finna handa Jessicu kærasta. Jessica er nefhilega svolitill heigull, hún þorir ekki að elska og þorir heldur ekki að mála. Undir tepru- legum prófarkalesaranum býr ástríðufullur listmálari, en óttinn við höfnun og óttinn við að vera ófullkomin er bæði ástinni og sköp- uninni yfirsterkari. Eins og hjá yfir- manni hennar og fyrrverandi kærasta sem dreymdi rithöfundar- drauma en ákvað að það væri bæði auðveldara og hættuminna að pota í texta annarra en að búa sjálfur tO texta sem aðrir gætu gagnrýnt. Þannig eru alvarlegri mál skoðuð í bland við grínið, sem er hlæ-upp- hátt-fyndið, og gerir Kissing Jessica Stein að einni af þessum örfáu perl- um í endalausu flæði af rómantísk- um gamanmyndum sem flestar eru hvorki fyndnar né rómó. Sif Gunnarsdóttir skrífar gagnrýni um kvikmyndir. Þær Juergensen og Westfeld leika kærusturnar af leikni. Báðar full- komlega trúverðugar og renna sér áreynslulaust á milli tára og hlát- urs. Scott Cohen (kunnuglegt andlit, örugglega úr sjónvarpi) er prýðileg- ur í hlutverki yfirmannsins og fyrr- verandi kærastans Josh sem fer að taka eftir gömlu kærustunni aftur þegar ástin ljær henni roða í kinnar og styttir pilsin hennar töluvert. Tovah Feldshuh er frábær í hlut- verki málgefinnar gyðingamömmu Jessicu, sem vill dóttur sinni aðeins það besta, þ.e. góðan, ríkan mann af gyðingaættum, en sættir sig við allt annaö ef það gleður barnið hennar. Jackie Hoffman er sömuleiðis litrik og skemmtileg i hlutverki starfs- systur og vinkonu Jessicu, alveg óvenjulega vel hugsuð og leikin aukapersóna í kvikmynd af þessu tagi. Kissing Jessica Stein er sæt mynd en allt of vitsmunaleg til að vera ofsykruð a la Hollywood - hún er frekar eins og blanda af Woody Allen og Sex in the city. Sjáðu hana ef þú þorir. Slf Gunnarsdóttlr Leikstjóri: Charles Herman-Wurmfeld. Handrit: Heather Juergensen & Jennifer Westfeldt. Aðallelkarar: Jennifer West- feldt, Heather Juergensen, Scott Cohen, Tovah Feldshuh og Jackie Hoffman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.