Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 Fréttir J3V Sitjandi þingmenn í fimm efstu sætunum eftir flokksval Samfylkingar í Reykjavík: Það var hart að þingmönnum sótt - segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem hafnaði í 4. sæti Það var langt liðið á aðfaranótt sunnudags þegar tölur lágu fyrir í flokksvali Samfylkingar í Reykjavík um skipan framboðslista flokksins fyr- ir kosningarnar í vor. Svo sem búast mátti við fékk össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, flest atkvæði i fyrsta sæti, sem hann sóttist einn eftir. Stuðningur við formanninn var þó ekki nema ríflega 55%; hann fékk 1.989 atkvæði í fyrsta sæti en alls greiddu 3.605 atkvæði. í öðru sæti varð Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem heita má sigurvegari próf- kjörsins, en hún hafði Bryndísi Hlöðversdóttur undir 1 baráttunni um forystusæti í öðru Reykjavíkurkjör- Norðvesturkjördæmi: Ók 30 þúsund km til að kynnast kjósendum Kristján L. Möller, alþingis- maður frá Siglu- firöi, er búinn að aka 30 þúsund kílómetra síð- ustu fimm mán- uði - það stafar af því að hann hefur heimsótt allt hið víðlenda Kristján L. Möller. Norðvesturkjördæmi og átt fundi og spjall með þúsundum manna á þeim tíma. „Ég var að sækja inn í tvö ný kjördæmi og vildi kynnast fólkinu í þeim og lífsbaráttu þess. Margt kom mér á óvart á þessum ferðalögum," sagði Kristján í gær, en hann var kjörinn til forystu á lista Samfylkingarinnar í þessu nýja kjördæmi. Hinn frambjóðand- inn er Einar Már Sigurðarson, al- þingismaður frá Neskaupstað sem fékk 723 atkvæði í annað sætið. „Við Einar Már höfum átt einstak- lega gott samstarf á þingi og ég er ánægður að það samstarf mun halda áfram á næstu árum," sagði Kristján i gærkvöld. „Ég sé að Samfylkingin er á réttri leið og mun fá gott brautar- gengi næsta vor." Kosningin var póstkosning, kjós- endum var gefin vika til að koma kjörseðli áfram til kjörstjórnar. Þetta gaf góða raun að sögn Jóns Inga Cesarssonar kosningastjóra því að um 70% kusu. -JBP dæmanna með um 700 atkvæða mun að eigin sögn. (Upplýsingar um skiptingu atkvæða i sæti hafa ekki fengist hjá kjörstjórn en fengust staðfestar annars staðar.) Bryndís hafnaði í þriðja sæti, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í því fjórða og Guðrún Ögmundsdóttir í fimmta sæti. Utan þingflokksins náði Mörður Árnason bestum árangri eða sjötta sæti. Helgi Hjörvar hafnaði í sjöunda sæti, Ágúst Ólafur Águstsson í áttunda og Einar Karl Haraldsson í níunda. Jakob Frímann Magnússon, sem setti markið á annað til þriðja sæti, hafnaði í tíunda sæti. Fyllilega sátt viö útkomuna „Ég er fyllilega sátt við útkomuna en gerði mér alltaf grein fyrir að þetta gæti farið á hvorn veginn sem væri. Ég setti markið hátt og átti í baráttunni um annað sæti við öflugan keppinauta að etja sem var Jóhanna Sigurðardótt- ir," sagði Bryndís Hlöðversdóttir í sam- tali við DV í gær. Ekki hefur verið ákveðið að öðru leyti, segir Bryndís, hvernig framboðslistar Samfylkingar í Reykjavik nákvæmlega verða. Þau Öss- ur og Jóhanna, sem náðu tveimur efstu sætunum, munu fara fyrir listum flokks síns hvort í sínu Reykjavíkur- kjördæminu. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir náði 4. sætinu í fiokksvalinu og kveðst ánægð með útkomuna. „Ég setti mér það markmið að ná öðru sætinu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu og það DV-MYND HH Elnn af slgurvegurum dagsins Jóhanna Siguröardóttir vann yfirburöasigur í keppni um annað sæti í prófkjörinu, sem er um leið forystusæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. gekk eftir. Það var hart sótt að þing- mönnum flokksins af öðrum frambjóð- endum en Reykvíkingar treysta greini- lega mér og öðrum þingmönnum flokksins í borginni til áframhaldandi starfa í sína þágu. En annars var mjög óljóst hver úrslitin yröu því að þetta var mjög hörð barátta." Ná góðum árangri „Með þessum úrslitum tel ég að kjós- endur séu að lýsa yfir trausti sínu á þingmönnum flokksins í Reykjavík. Fyrir svo utan að góðum árangri ná öfl- ugir menn eins og Helgi Hjörvar og Mörður Árnason og svo nýliðinn Ágúst Ólafur Ágústsson," sagði Bryndís Hlöðversdóttir. Helgi Hjörvar, sem hafnaði í 7. sæti, segist vera ánægður með úrslitin og ár- angur sinn. „í síðustu kosningnum náðum við á þing 6,35 þingmönnum miðað við nýja kjördæmaskipan og auðvitað stefnum við að því að auka við fylgi okkar núna. 7. sætið hlýtur því að vera baráttusæti," sagði Helgi. Spurður um hvort þörf hefði verið á endurnýjun á þingliði flokksins í borg- inni svarar Helgi því til, að úrslitin sýni að þátttakendur í flokksvalinu hafi verið á annarri skoðun. -sbs/ÓTG Erum í meðbyr - segir Guðmundur Árni Stefánsson, kominn í leiðtogasaetið í „kraganum' Guðmundur Árni Stefánsson er kominn í hlutverk leiðtoga Samfylk- ingar í nýju kjördæmi, „kraganum", en svo hefur Suðvesturkjördæmi landsins verið nefnt. Það spannar byggðarlög tugþúsunda íbúa allt um- hverfis hófuðborgina. Guðmundur Árni var ánægður með gang mála í gær og bjartsýnn á framtíðina. Sú var tíð að hann gekk í gegnum meiri hremmingar á stjórnmálaferlinum en títt er og sagði af sér ráðherraemb- ætti. „Ég held glaður út í þennan kosn- ingavetur sem án efa verður heitur. Amerískur hvíldarstóll Ótrúlega þœgilegur! Það er mikill hugur í okkur samfylkingar- fólki, ekki síst hér í þessu kjör- dæmi. Það er ekki spurning að við munum sækja 4 þing- menn enda finn- um við greini- lega fyrir mikl- um meðbyr," sagði Guðmund- ur Árni Stefáns- son sem fékk 1.094 atkvæði í fyrsta sæti eða tæp 58%. DV-MYND HARI (Þú veisi ektó fyrr en þú hefur pröfoöí; Síðumúlo 24 siml 568 0606 fcoc 568 0604 wwwJcosyJs Þrjár konur í kjölfar Guð- mundar Árna komu fjórar kon- ur sem hann segir öflugar. í öðru sæti er Rannveig Guðmundsdóttir, sem keppti við Guðmund Árna um for- ystusætið og hlaut tæp 30% atkvæða, og Þórunn Sveinbjarnardóttir í þriðja. í fjórða sæti er Katrín Júlíusdóttir, 27 ára. Hún hlaut ekki bindandi kosn- ingu í fjórða sætið en svo litlu munaði að engar líkur eru á að við því verði hróflað. Guðmundur sagði að róið yrði að því öllum árum að Katrín næði kjöri á næsta vori og þangað kæmi hún með ferska vinda, nýjar og góðar hugmyndir. Ásgeir Friðgeirsson ritstjóri varð fimmti, hlaut 1.002 atkvæði í 1.-5. sæti, og Valdimar Leó Friðriksson 718 atkvæði í 1.-6. sæti. „Flott forystusveit" Rannveig Guðmundsdóttir tók nið- urstöðunni vel. „Við Guðmundur höf- A toppnum Guömundur Árni og Inga Dóra kona hans ánægð eftir prófkjörið. um háð hildi saman áður, ég hef tví- vegis unnið. Ég vissi að í þessu flokksvali ætti ég undir högg að sækja og að leikurinn yrði ójafnari en áður. En það get ég sagt á þessari stundu að ég mun standa þétt við hliðina á Guð- mundi Árna eins og ævinlega. Þetta er flott forystusveit, góð blanda af konum og körlum og ung og efnileg kona í baráttusætinu. Þetta er fram- boðslisti sem nær miklum árangri á vori komanda," sagði Rannveig. „Það er greinilegt að samfylkingar- fólk vill ungt fólk til starfa. Ég hef mörg málefni sem ég vildi vinna að á þingi ef til þess kæmi; húsnæðismál ungs fólks, menntamálin og svo vil ég skoða aðild að Evrópusambandinu. Málefnin eru fjölmörg," sagði Katrín sem var afar ánægð með niðurstöðu prófkjörsins. -JBP/ÓTG Stuttar fréttir Verklag gagnrýnt Lögfræðingur Alþjóðahúss hefur gert alvarlegar athugasemdir við verklag Útlendingaeftirlitsins. Mál- ið snýst um kæru til dómsmálaráðu- neytis en ráðuneytið hefur í tvígang á árinu hnekkt úrskurði Útlend- ingaeftirlitsins og veitt útlending- um dvalarleyfi af mánnúðarástæð- um. RÚV sagði frá. Geta krafíst greiðslna Hæstiréttur dæmdi í liðinni viku konu í vil þegar hún stefhdi rikinu vegna launa í barnsburðarleyfi. Gisli Tryggvason, lögmaður og framkvæmdastjóri BHM, segir í samtali við mbl.is að kröfur kvenna í vinnu hjá ríkinu um að fá um- samda óunna yfirvinnu viður- kennda sem hluta af dagvinnulaun- um í fæðingarorlofi hafi lengi verið baráttumál samtakanna. Ölvaður í bílastæði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karl- mann á sextugsaldri til greiðslu 100 þús- und króna sektar og svipti hann ökuleyfi í eitt ár fyrir ölvun- arakstur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bíl af stað úr bílastæði við Fríkirkjuveg í Reykjavik, stuttan spöl út á götuna og síðan aftur í stæðið. Fjórir skipta vinningi Fjórir voru með allar tölur réttar í lottóinu um helgina og deila með sér fyrsta vinningi sem var tæpar 50 milljónir króna. Alls koma 11,9 milljónir í hlut hvers þeirra. Vinn- ingstölurnar voru 2, 8, 13, 15 og 36 og bónustalan var 7. Borgarkarlar kvarta Karlar á fimmtugsaldri, búsettir í höfuðborginni, kvarta öðrum frem- ur tO umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í nýútkominni árs- skýrslu umboösmanns Alþingis. Alls kvörtuðu 188 karlar og 57 kon- ur til umboðsmanns. Flest málin fjalla um tafir á afgreiðslu mála hjá stjórnvöldum og einnig málsmeð- ferð stjórnvalda. EFTA-rikin borga mest Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins gerir kröfu um að EFTA- ríkin leggi margfalt meira fé í þró- unarsjóð fyrir fátækari ríki en þau gera nú. Þetta kemur fram í drógum að samningsumboði sem fram- kvæmdastjórnin hefur sent EFTA- ríkjunum. RÚV greindi frá. Vindasamt í Öræfum Vindur var hvass í Öræfum og fór í hátt i 40 metra á sekúndu i mestu hviðunum um helgina. Færð er víðast hvar góð á landinu. Búslóðin brann Kennarabústaður við Reykja- skóla í Hrútafirði brann til grunna á laugardagskvöld. Húsiö var mann- laust þegar eldurinn kom upp og missti kennari sem þar bjó búslóð sína. Unnu hönnunarkeppni Hjallaskóli og Klébergsskóli sigr- uðu í hönnunarkeppni verkfræði- deildar HÍ og Barnasmiðjunnar sem haldin var í dag. Þar kepptu nemend- ur tólf grunnskóla í Reykjavík í hönn- un farartækja úr Legokubbum. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.