Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 32
 LOFTNETSEFNI * AVOC 1660 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (íli) - Loforð er loforð Sími: 533 5040 - www.allianz.is Hafið fékk átta Eddur Hafið hlaut átta verðlaun á glæsi- legri Edduhátíð i gærkvöld - besta kvikmyndin, sem þar með verður framlag íslands til Óskarsverðlauna. Framleiðandinn, Baltasar Kormákur, fékk einnig verðlaun fyrir bestu leik- stjómina, og besta handritið ásamt Ólafi Hauki Simonarsyni. Gunnar Eyj- ólfsson var valinn besti karlinn í aðal- hlutverki. Hann er staddur með ís- lenska ólympíulandsliðinu i skák í Sló- veníu og fékk tilkynningu um valið gegnum farsíma Baltasars en leikstjór- inn náði að láta guðfóður sinn ávarpa þjóðleikhússgesti og landsmenn í beinni útsendingu með aðstoð hand- frjáls búnaðar. ! Elva Ósk Ólafsdóttir var valin besta leikkonan í aðalhlutverki í Hafinu en þau Herdís Þorvaldsdóttfr og Sigurður Skúlason fengu verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni. Valdís Óskarsdóttfr fékk Edduna íyrir bestu klippinguna í Hafmu. Áhorfendur risu úr sætum og hylltu Magnús Magnússon þegar hann tók við heiðursverðlaunum Islensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar úr hendi Tómasar Inga Olrichs menntamálaráð- herra. Áramótaskaupið fékk Edduverð- launin fyrir besta sjónvarpsverkið en < *cÁmi Snævarr, á Stöð 2, fékk verðlaunin fyrir að vera besti fréttamaðurinn, Jón Ólafsson fékk Edduna fyrir þáttinn Af flngrum fram og Sverrir Sverrisson, Sveppi á Popp Tíví, var kosinn besti sjón- varpsmaðurinn á mbl.is. -Ótt Fimmti sigurinn hjá skákliðinu íslenska karlalandsliðið vann sinn fimmta sigur í röð í 14. og síð- ustu umferð Ólympíuskákmótins þegar sterkt lið Indlands var lagt að velli, 2,5-1,5. Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson unnu en Helgi Ólafsson gerði jafntefli. Helgi ^ Áss fékk 4,5 v. í síðustu 5 skákunum "* en Þröstur 4 vinninga. Kvennaliöið tapaði fyrir Eistlandi 0,5-2,5. Rússar urðu ólympíumeistarar í karla- flokki en Kínverjar í kvennaflokki. ísland varð efst Norðurlanda með 32 vinninga og er árangurinn liðsins sá langbesti síðan 1996. -HK SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is VAR HANN EKKI A HVOLFI? » DV-MYND HARl Hafið kom, sá og sigraði Baltasar Kormákur sópaöi til sín verölaunum á Edduhátíöinni í gærkvöld. Hér er Battasar ásamt eiginkonu sinni, Lilju Pálmadóttur, sem jafnframt var einn af framleiöendum myndarinnar, Siguröi Skúlasyni og Herdísi Þorvaldsdóttur, en þau hlutu bæöi Eddu fyrir leik í aukahlutverki. Össur Skarphéðinsson ánægður með útkomu flokksvalsins: Ný leiðtogaefni hafa komið fram Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingar, segist ánægður með úrslitin í flokksvalskjörum þeim sem efnt var til í nokkrum kjördæmum um helgina. Bæði nái þar reyndir þingmenn góðum ár- angri, en ekki síður ungt fólk sem klárlega sé efhiviður i forystusveit flokksins í næstu framtíð. Segir formaðurinn að eftir þessum úr- slitum verði farið við frágang og endanlega skipan framboðslista. í einhverjum kjördæmum ættu þeir raunar að geta orðið klárir í kring- um næstu mánaðamót. Nefnir Össur í þessu sambandi meðal annars þá traustu kosningu sem þeir Kristján L. Möller og Ein- ar Már Sigurðarson fengu i 1. og 2. sætið í Norðausturkjördæmi ... en báðir eru þeir sterkir lands- byggðarþingmenn", eins og hann orðar það. Beöið eftir úrslitum Einar Karl Haraldsson og Ágúst Ólafur Ágústsson. Traustyfirlýsing „Það hafa komið fram ný leið- togaefni með flokksvalsaðferðinni. Þama nefni ég Björgvin Sigurðs- son sem náði þriðja sætinu í Suð- urkjördæmi. Fjórða sætið á listan- um í Suðvesturkjördæmi, sem Katrín Júliusdóttir náði, verður þingsæti á góðum degi. Ekki síður hafa þeir Helgi Hjörvar og Ágúst Ólafur Ágústsson náð baráttusæt- um í Reykjavik," segir Össur Skarphéðinsson. Hann segist jafnframt líta svo á að hinn góði árangur sem allflest- ir þingmenn flokksins náðu sé traustsyfirlýsing .. til okkar í þingflokki Samfylkingarinnar sem höfum verið atkvæðamesti þing- flokkurinn það sem af er þessum vetri", eins og Össur kemst að orði. Hugmyndir í vopnabúrið Sumir sem stefndu hátt í próf- kjöri Samfylkingar náðu ekki þeim árangri sem þeir stefndu að, svo sem Jakob Frímann Magnús- son sem ætlaði sér 2. sætið í Reykjavík en endaði í þvi 10. „Jak- ob setti markið hátt en eins og hann hafði raunar allan rétt á. En þann lagði í baráttu gegn fólki sem er burðarásar í okkar þingliði og það styggði ýmsa flokksfélaga frá. Hins vegar komu bæði hann og Einar Karl Haraldsson fram með ýmsar nýjar hugmyndir inn í stjómmálin - og þær mun Sam- fylkingin tvímælalaust draga í sitt vopnabúr á þeim þingvetri sem nú fer í hönd.“ -sbs Örlögin tóku í taumana við Ljósavatn: Ok ölvaður og endaði á hvolfi Miðaldra maður var handtekinn á móts við Ljósavatn í samnefndu skarði um hábjartan dag siðdegis á laugardag - maðurinn er grunaður um að hafa verið vægast sagt ölvað- ur. Málavextir eru þeir aö þegar öku- maður fólksbils ók sem leið lá aust- ur Ljósavatnsskarð, áleiðis til Húsa- víkur, tók hann eftir bfl mannsins sem var á sömu leið. Aksturslagið virtist grunsamlegt en þegar bílnum var ekið út úr beygju rásaði hann til, fór út i hægri vegkantinn en síð- an yfir til vinstri og út af þeim meg- in, endastakkst og valt út á hlið. Bíllinn endaði á hvolfi. Þegar farið var að huga að bílstjóranum reynd- ist hann hafa sloppið ómeiddur. Ljóst var hins vegar á öllu að hann var mjög ölvaöur og óökuhæfur. Vegfarandinn sem kom að hringdi á lögreglu. Hann ákvað að „geyma hinn grunaða" á meðan lög- reglumenn kæmu frá Húsavík á staðinn en þaðan eru um 46 kíló- metrar. Þegar lögreglumenn komu urðu þeir þess áskynja að maðurinn var ekki alveg í lagi - létu hann blása og mældist alkóhól greinilega mjög langt yfir mörkum. Maðurinn var síðan handtekinn og skýrsla tekin af honum og honum tekið blóð hjá lækni. Maðurinn kvaðst hafa verið að aka frá Akureyri austur í Þingeyjarsýslur. Hann hafði því lagt um 42 kílómetra að baki þegar örlögin tóku völdin af honum en þó er ljóst að hann ætlaði sér að fara mun lengra. Gera má ráð fyrir að maðurinn missi ökuréttindin í a.m.k. í eitt ár og sektin verður ekki minni en 100 þús- und krónur. -Ótt Norðlingaölduveita: Forsenda stækk- unar álvers „Norðlingaöldulónið er forsenda fyrir stækkun álversins i Hvalfirði ef það á að byggjast á þeim tíma sem fyr- irhugað er,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, í DV-yfir- heyrslu í dag. Enginn annar kostur sé í stöðunni á | þessari stundu miðað við þann tíma og byggingarhraða sem um er rætt varð- , andi álverið. Friðrik telur að rök þeirra sem hafa lýst yfir andstöðu við ' gerð miðlunarlóns við Norðlingaöldu vera verulega lituð af tilfmningum. í ljósi fuglavemdarsjónarmiða telur hann að hættan fyrir heiðagæsina sé miklu minni en hingað til hefúr verið talið. Aðeins veröi hróflað við mjög litlu broti af því svæði sem heiöagæsin notar til varps í Þjórsárvemm. -HKr. Sjá yfirheyrslu bls. 6. Pétur vill ráðherrastól Pétur H. Blöndal alþingismaður set- ur stefnuna á ráð- herrastól í vor. „Ef I Kjósendur vilja veita mér 3. sætið í prófkjöri og Sjálf- stæðisflokkurinn verður í stjóm eftir næstu þingkosningar, þá mun ég gefa kost á mér sem ráðherra," sagði dr. Pétur í gær. Hann segist þess umkom- inn að stjóma ráðuneyti heilbrigðis- mála eða fjármála. Pétur hefur senn setið i 8 ár sem þingmaður. Hann segir að barátta sín sé fyrir hugsjónum og gegn sérhags- munum. -JBP / I Brother PT-2450 merkivélin Mögnuö vél sem, meí> þlnni hjálp, hefur hlutina f röð og reglu. Snjöll og góð lausn á óreglunni. Rafport Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.