Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR l'l. NÓVEMBER'2002 51 X- jy^T Tilvera MœælitsJijarwð- Demi Moore fertug Demi Moore á stóraf- mæli i dag. Hún fæddist í Nýju-Mexikó og Var skírð Demetria Gene Guynes. Ung aö árum fór hún til Hollywood með stjörnu- blik í augum. Ekki gekk henni vel til að byrja með og var um tíma illa farin af dópneyslu. Þegar henni var boðið hlutverk dópista í St. Elmos Fire varð hún að skrifa undir samning þess efnis að hún drykki ekki áfengi og notaði ekki dóp meðan á tökum stóð. Þessi klásúla breytti lífi hennar og upp frá því fór vegur hennar vaxandi. 1990 giftist hún Bruce WiIIis og stóð hjóna- bandið í tíu ár og eiga þau þrjár dætur. Gildir fyrir þriöjudaginn 12. nóvcmbcr Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: |Þú skipuleggur ferða- 'lag með elskunni '. þinni. Bjartsýni gætir : hjá þér og alinennrar ánægju með lifið og tilveruna. Fiskarnlf (19. fBhr.-20. marsl: & Gerðu eins og þér uL^Tinnst réttast í niáli ^Ff. sem þú þarft að taka afstöðu til. Þó að vinir þínir séu boðnir og búnir til að hjálpa stoðar það lítt. Hrúturinn f?1. mars-19. april): Þú gætir orðið var við vanþakklæti í þinn garð. Það er ekki víst að það borgi sig að slita sér út fynr aðra. Alla vega skaltu ekki búast við miklu þakklæti. Nautið (20. aoríl-20. maf): Þú átt í mesta basli með Jjj^^^ að sannfæra vin þinn ^ll um að það sem þú sért ^^^/ að gera sé það rétta í stöðunni. Þú þarft kannski að kynna honum málavextina betnr. Tvíburarnir (21. maí-2i. iún»: Þú hyggur á allsherj- farbreytingar heima fyrir. Þar er í raun niikið verk að vinna. Þú færð óvænt skilaboð sem þú áttar þig ekki á. Krabblnn (22. iúni-22. m: Það eru spennandi j tíniar fram undan hjá 'þér. Þu fæst við eitt- hvað nýtt á hverjum degi og nærð taisverðum árangri. Ástin lætur á sér kræla. llðnld (23. iúlí- 22. áppst): kÞú þárft á allri þolin- ¦' mæði þiimi að halda í samskiptum við erflðan ' aðila á vinnustað. Ekki láta hann finna fyrir þvi hvað þér finnst hann vera leiðinlegur.' Meyjan (23, ágúst-22, sept); >/\*k Þú færð stöðuhækkun "\^^A í vinnunni eða ein- ^^k^Uiverja verulega viður- ^ f kenningu sem á eftir að hafa töluverð áhrif. Happatöl- ur þínar eru 5, 7 og 32. Vpgln (23. sept.-23. okt.l: Einhverjar breytingar eru fyrirsjáanlegar á högum þínum á næst- unni. Kannski er um búFerlaflutninga að ræða Vogln (23. se Ý búferlaflut Sporodreklnn (24. okt.-2i. nðv.): 'Láttu eins og ekkert sé >þó að vinur þinn fari eitthvað í taugarna á jþér. Þetta ástand líður hjá. Bogmaðurinn m. nflv.-21. des.): ^_ Þú færð endurgoldinn V^^^greiöa sem þú gerðir Ifyrir löngu og varst % búinn að gleyma. Vandamál skýtur upp kollinum í vinnunni. Stelngeltln (72. rifis-19. ian.l: 'Tf ^: Þúertfremurvið- j^ kvæmur þessa dagana •^Q og tekur gagnrýni illa. ^f*^ Ástæðan gæti verið sú að streita hrjáir þig. Þá er slökun besta ráðið. Nýtt unglingaleikrit frumsýnt fyrir norðan: Draugasögur á Dalvík - rætt við Júlíus Júlíusson um leiklist, veður og fisk 6 Á miðvikudagskvöld í næstu viku frumsýnir Leikfélag Dalvíkur verkið Kverkatak, sem er nýtt drauga- og sakamálaleikrit eftir Július Júlíusson. Hann er jamframt leikstjóri verksins, en leikarar eru tuttugu talsins og á aldrinum 13 til 17 ára. Alls koma um sextíu manns að uppsetningu verksins, í flestum tilvikum ungt fólk. Margt af því fólki segir Júlíus að séu efnilegir framtíðarleikarar og tæpast þurfi leik- félagið á Dalvík að kvíða framtíðinni, en það hefur verið eitt af öflugri áhuga- leikfélögum landsins. Hvergi stoð í raunveruleikanum „Þetta eru mjög efnilegir krakkar sem taka þátt í leikritinu. Það hefur líka verið einkar skemmtilegt að vinna með þehn," sagði Júlíus þegar DV sett- ist niður ineð honum. Leikfélagið á Dalvík setur einnig upp stórt verkefni með þátttöku eldri leikara eftir nýár. Sögusviðið í leikritinu Kverkatak er lítiil hær úti á landi. Sex unglingar, þrjár stúlkur og þrír strákar, ákveða að fara í útilegu i verbúð. Á sveimi hafa verið frásagnir um vofveiflega atburði og fljótlega eftir að krakkarnir koma þangað fara hinir undarlegustu hlutir að gerast. Liggja rætur þeirra bæði í þessum heimi og annars staðar. Segir Júlíus að verkið sé allt í senn, spenn- andi, fyndið og oft á tíðum komi það áhorfendum á óvart. Júlíus segir að leiklistaráhuginn hafi fylgt sér lengi. Það eru þó ekki nema fjögur til fimm ár síðan hann blandaði sér fyrst í leikinn og fór að starfa með leikfélaginu í heimabyggð sinni. Hafi hann enn fremur sótt sér menntun á þessu sviði, svo sem í sum- arskóla þeim sem Bandalag íslenskra leikfélaga starfrækir í Svarfaðardal á sumri hverju. „Þetta er fyrsta verkið sem ég skrifa sjálfur og Kverkatak er verk sem á sér hvergi neina stoð í raunveruleikanum. Þetta er algjörlega saga sem hefur orð- ið til í kollinum á mér," sagði Július og telur liklegt að hann muni jafnvel reyna meira fyrir sér á þessu sviði í ná- inni framtíð. Alltaf fyllist í skörðin „Ég hef mikinn metnað fyrir hönd Dalvíkur, þessa byggðarlags þar sem ég er fæddur og búinn að eiga heima alla mína tíð," segir Júlíus. Hans daglega viðurværi er að annast tómstundastarf aldraðra á dvalarheimilinu Dalbæ. Er það starf raunar þekkt hjá alþjóð fyrir tilstilli Veðurklúbbsins en spár hans um veðráttu komandi mán- aða hafa löngum þótt næsta óbr^ðular. „Ég hef raunar átt í svolitlum vand- ræðum með klúbbstarfið að undan- förnu, svo margir úr hópnum hafa lát- ist á síðustu misserum. En alltaf fyllist í skörðin, en það tekur bara sinn tíma," segir Júlíus. Bætir við að það aldraða sómafólk sem starfað hafi í klúbbnum hafi flest hvað um sína daga starfað við sjávarútveg og landbúnað, margt af því fyrir þann tíma áður en veðurspár nútímans komu til og voru orðnar jafn góðar og nú. Þannig hafi fólk fyrri tíma orðið að fylgjast grannt með tunglkomum, sjávarföllum og táknum í náttúrunni - til þess að fá einhverja fyrirboða um veður komandi mánaða. Þetta sé mikilvæg þekking sem mikilvægt sé að haldist við. „Eins og spáin er núna þá virðist margt benda til þess að við séum núna að sigla inn í harðan vetur. En við sjáum hvað setur," segir Júlíus. Að trúa á eigin hugmyndir Öll þekkjum við hversu mikilvægt það er ætlum við að ná árangri í lifinu að trúa á okkar eigin hugmyndir og keyra þær áfram af sannfæringarkraft- inum. „Ég var strax fullviss um að hug- myndin um Fiskidaginn mikla hér á Dalvík gæti gengið upp og sú hefur orð- ið raunin. Úrtölumennirnir voru þó vissulega til staðar þegar við fórum af stað í Leikhópurinn Unglingarnir sem taka þátt í leiksýningunni á Kverkataki eru á aldrinum 13-18 ára. fyrra. Þá mættu um sex þúsund gestir en voru tæplega fjórtán þúsund þegar dagurinn var haldinn í sumar; aðra helgina í ágúst. Það sýnir best hversu rækilega hugmyndin hefur slegið í gegn," segir Júlíus. Meginstef Fiskidagsins mikla var fiskur og sjávarfang sem boðið var upp á í fjölbreytilegum útgáfum. Skemmti- atriöi voru mörg hver tengd sjónum - sem er vel við hæfi í sjávarplássi eins og Dalvik er. Segir Júlíus menn vera harðákveðna í að halda áfram, enda sýni góð mæting í fyrrasumar að ekki sé ástasða til að slá neitt af. Undirbún- ingur að Fiskidegi næsta árs sé raunar þegar hafinn. „Það skiptir öllu máli að hafa trú á eigin hugmyndum og finna að maður *" sé á réttri leið. Þá kemst maður langt, enda þótt úrtölumennirnir mæti manni gjarnan. Það höfðu ekki allir trú á Fiskideginum mikla í upphafi, hvað þá heldur Veðurklúbbnum. Sjáífsagt flnnst mörgum fjarstæða að virkja fimmtíu krakka til samstarfs við að setja upp leiksýningu. En þau standa sig með prýði - og ég er stoltur af þeim," sagði Július Júlíusson að síð- ustu. -sbs BILAMALUN JONASAR K. HARÐARSONAR - jfOááteÍ VClb Hvað gamall nemur, ungur temur Hér er málshættinum góöa snúiö við - Júlíus starfar á Dalbæ og veitir þar forstööu Veöurklúbbnum landsþekkta. KAPLAHRAUNI 1 4 HAFNARFIRÐI --------SÍMI: 555-1540 *-—^~~ BFGoodrích - veldu aðeins þaö besta Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna • Reykjavík Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Nesdekk • Seltjamarnesi Dekkogsmur • Stykkishólmi Léttitækni • Blönduósi Höldur • Akureyri Bílaþjónustan • Húsavík SmurogDekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.