Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 I>V Fréttir Framsóknarflokkur í Norðvesturkjördæmi: Magnús Stefánsson verður í forystusæti - Páll Pétursson félagsmálaráðherra féll út af lista DV.MYNDIR GG Magnús Stefánsson bíður í hópi Snæfellinga eftir niðurstöðu tainingar Myndin er tekin augnabliki áöur en Ijóst var aö Magnús heföi siguryfir Kristni H. Gunnarssyni um forystusæti framsóknarmanna í Norövesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fór aö Laugum í Sælingsdal á iaugardag. Alþingismaðurinn Magnús Stef- ánsson, Ólafsvík, bar sigurorð af Bol- víkingnum Kristni H. Gunnarssyni, þingflokksformanni Framsóknar, þegar kosið var milli þeirra á kjör- dæmisþingi Framsóknarflokksins sem haldið var að Laugum í Sælings- dal. Magnús leiðir því listann i þing- kosningunum 10. maí nk. Magnús hlaut 231 eða 54% at- kvæða gegn 197 atkvæðum Kristins í seinni atkvæðagreiðslunni um fyrsta sætið. Blokkamyndun Vestlendinga og Skagfirðinga tryggði Magnúsi sæt- ið. Þegar dró til tíðinda í fyrstu um- ferð kosninga um 1. sætið sem 5 frambjóðendur sóttust eftir en þá fékk Kristinn H. Gunnarsson 147 at- kvæði og 33,95% atkvæða, Magnús Stefánsson 112 atkvæði eða 25,87% at- kvæða, Ámi Gunnarsson 76 atkvæði eða 17,55%, Páil Pétursson félags- málaráðherra fékk aðeins 61 atkvæði eða 14,09% og Þorvaldur T. Jónsson 37 atkvæði eða 8,55%. Enginn fékk því meira en 50% atkvæða sem nauð- synlegt er til að hreppa sæti, og að- eins þeir Magnús og Kristinn meira en 20% atkvæða sem einnig var nauðsynlegt til þess að komast áfram í 2. umferð kosninganna. AIls greiddu 433 atkvæði. Ljóst er því að 28 ára samfelldri þingsetu Páls Pét- urssonar mun ljúka vorið 2003. Aðeins þurfti að kjósa einu sinni um 2. sætið því Kristinn H. Gunnars- son fékk 226 atkvæði eða 53% at- kvæða. Næstur kom Árni Gunnars- son með 99 atkvæði, Herdís Á. Sæ- mundardóttir með 81 atkvæði og Þorvaldur T. Jónsson með 19 at- kvæði. Fjórir börðust um 3. sætið, Árni Gunnarsson, Birkir Þór Guðmunds- son, Elín Líndal og Herdís Á. Sæ- mundardóttir úr Skagafirði. Herdís fékk flest atkvæði í 1. umferð, 45,69%, en síðan 52% í 2. umferð, m.a. vegna stuðnings Vestlendinga, og skipar því 3. sætið sem nær ör- ugglega er þingsæti. 4. sætið, sem margir þingfulltrúar töldu verða baráttusæti listans, skipar Eydís Líndal Finnbogadóttir frá Akranesi sem hlaut strax í 1. umferð 77,92% atkvæða, 5. sætið Skagfirðingurinn Ingi Björn Árnason og 6. sætið Al- bertína Elíasdóttir frá ísafirði. Kosn- ingamar stóðu í um 5 tíma og fækk- aði þingfulltrúum nokkuð er leið á daginn. Þannig kusu 433 þegar kosn- ingahrinan hófst en hafði fækkað niður í 384 þegar kom að 4. sætinu og enn frekar í 5. sætinu en sjálfkjörið var í 6. sætið þar sem Albertína var ein í kjöri, en Vestlendingurinn Ragna ívarsdóttir dró framboð sitt til baka. Þegar eftir kosningu í tvö efstu sætin var greinilegt að gæta átti þess að jafnvægi ríkti milli nú- verandi þriggja kjördæma sem skipa Norðvesturkjördæmi. Frambjóðend- ur í 1. og 4. sæti koma frá Vestur- landi, 2. og 6. sætið skipa Vestfirð- ingar og 3. og 5. sætið Norðlending- ar. Enginn úr heimasveit Páls Pét- urssonar, Húnavatnssýslu, náði kosningu en Elín Líndal féll fyrir Herdísi Á. Sæmundardóttur í barátt- unni um 3. sætið. -GG Spenna gleði og vonbrigði Þau skipa fyrstu sex sætin 1. Magnús Stefánsson, 2. Kristinn H. Gunnarsson, 3. Herdís A. Sæmundsdóttir, 4. Eydís Líndal Finnbogadóttir, 5. Ingi Björn Árnason og 6. Albertína Elíasdóttir. „Ég átti von á því að á brattann væri að sækja, fékk mótframboð heiman að frá Árna Gunnarssyni, en sá stuðningur sem hann fékk hefði væntanlega fallið í minn hlut. Það var auk þess unnið gegn mér, en alls ekki af öllum,“ sagði Páll Pétursson þegar ljóst varð eftir fyrstu atrennu prófkjörskosninga að Laugum í Sæl- ingsdal að hann nyti ekki stuðnings í fyrsta sæti listans. Alls áttu 480 manns rétt til fundar- setu en þrátt fyrir mikilvægi fundar- ins vantaði um 50 manns við upphaf hans. Kristinn ekki kátur Og aftur var troðist um þrönga ganga í kjörklefana sjö og kosið á milli Magnúsar Stefánssonar og Kristins H. Gunnarssonar i fyrsta sætið. Skagfirðingar höfnuðu Vest- Döðlur Valhnetukjarnar Apríkósur ... allt sem þarfí baksturinn! firöingnum, kusu Ólafsvíkinginn, enda hafði Stefán Guðmundsson, fyrrverandi þingmaður úr Skaga- firði, gert samkomulag við Magnús um stuðning gegn því að Vestlend- ingar styddu Herdísi í 3. sætið. Áhrif Stefáns eru greinilega mikil enn. At- kvæði Húnvetninga dreifðust, enda í engri blokkamyndun en uppskera þess í stað engan þingmann. Auðir og ógildir seðlar fimm og ekki allir sáttir. Magnús fagnar leiðtogahlutverk- inu í kjördæminu sem hann erfir af Ingibjörgu Pálmadóttur, sem sam- fagnar honum innilega. Kristinn er ekki kátur, vill ekki tala við blaða- mann og taldi sig vafalaust eiga á brattann að sækja að ná 2. sætinu. Rýnir með vonbrigði og reiði í hjarta í kosningaúrslitin og gerir sig ekki líklegan til að samfagna Magnúsi. Kannski seinna. „Ég var haldinn mikilli óvissu en gerði mér vissulega vonir. Það er ljóst að ég fékk töluvert fylgi af Norð- urlandi," sagði Magnús Stefánsson. Ánægður með annað sætið En geð Kristins hýmar þegar töl- ur um kosningu í 2. sætið eru birtar eftir spennuþrungna bið og mikið baktjaldamakk á göngum um fram- haldið. Kristinn fær 53% atkvæða en tekur fagnaðarlátum salarins með jafnaðargeði, er mjög jarðfastur. „Nei, mér fannst eftir úrslitin um fyrsta sætið að það væri einhver blokk í gangi og ég átti allt eins von á því að hún héldi áfram. En það hafa greinilega ekki allir látið draga sig í blokkir eftir búsetu heldur kosið eftir eigin sannfæringu. Ég er því mjög ánægður með að hafa náð 2. sætinu," sagði Kristinn H. Gunnarsson. Plottið gengur upp Allt plott síðustu vikna og mánaða ætlar að ganga upp. Nú hafa Vest- lendingar og Vestfirðingar fengið sinn mann, svo kosningin um 3. sæt- ið snýst um þá þrjá Norðlendinga sem eru í boði, auk „rokkbóndans". Árni, Elín og Herdís halda sig á göngunum, fá sér kaffi og bakkelsi, ræða við stuðningsmenn, en þeim er greinilega ekki rótt. Herdís fær mest, 45%, og stendur best að vígi fyrir næstu umferð þegar aðeins þau þrjú eru í boði. Standa Vestlendingar við sinn hluta af samkomulaginu og styðja Herdísi? Einhverjir fundar- manna hverfa á braut, 20 færri kjósa, sumra bíður stórafmæli, en aðrir þurfa kannski aö mjólka. Her- dís hreppir 3. sætið með 52% at- kvæða, gleði konunnar er fölskva- laus enda bíður hennar starf við Austurvöll að ári liðnu. Elin er hætt baráttunni, segist hafa viljað 3. sætiö eða ekkert, og Ámi sem hefur beðið lægri hlut þrisvar þennan dag reyn- ir að taka þessari höfnun með jafh- aðargeði, segir eðlilegt að yngra fólk en hann skipi næstu sæti listans, og í fyrsta skipti þennan dag verður honum að ósk sinni. Dagar Áma í landsmálunum era augljóslega á enda. „Ég hef reynslu úr sveitarstjórnar- málum og hef fundið hljómgrunn fyrir mínum málflutningi, ekki bara á Norðurlandi. Ég hef eignast marga nýja vini á þessum vikum. Auðvitað naut ég þess að vera kona, fólk vill sjá sem breiðastan hóp,“ sagði Her- dís Á. Sæmundardóttir. Ungir varaþingmenn Skagamaðurinn og karatemeistar- inn Eydís Líndal Finnbogadóttir nær bestu kosningunni þennan dag, eða 78% í 4. sætið og leiðin þá greið sam- kvæmt þegjandi samkomulagi að Norðlendingar fái 5. sætið og Vest- firðingar 6. sætið. Það gengur eftir, Inga Birni Árnasyni er vel fagnað af félögum sínum í Félagi ungra fram- sóknarmanna í Skagafirði, sitjandi inni í handboltamarki, og segist ánægðari með 5. sætið en Vilhjálmur Egilsson með sitt sæti! Albertína El- iasdóttir, sem er af góðum og gegn- um framsóknarættum á Isafirði, fær 6. sætið án kosninga þar sem Snæ- fellingurinn Ragna fvarsdóttir dreg- ur framboð sitt til baka, veit eftir gangaplottið að sætið er ætlað Vest- firðingi. Væntanlegir varaþingmenn eru því ungir að árum, 31 árs, 21 árs og 23 ára. Formaður kjördæmissambands- ins, Magnús Ólafsson, stórbóndi á Sveinsstöðum, biður fólk heilum vagni heim að aka en hefur tilkynnt að á kjördæmisþingi í Borgamesi 30. nóvember verði raðað í neðri sæti listans og samþykkt stjómmálaálykt- un. Fólk þyrpist í burtu á 6. tíman- um, veðurspáin er ekki góð. Gangar Lauga hljóðna. -GG Sími: 544 4656 Daivegur 16a * 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Simi: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJDKEÐJUR Fyrir fiestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða j£ íýíiyii/ÍiJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 16.20 16.23 Sólarupprás á morgun 10.08 10.06 Síódegisfló& 17.41 22.14 Árdegisfló& á morgun 05.28 10.31 Suöaustan 15-20 m/s og rigning sunnan- og vestanlands. Noröaustanlands verður víöa 13-18 og dálítil snjókoma eöa slydda og síðar rigning. Hlýnandi veður og hiti 1 til 7 stig. Víðast rigning Sunnan og suöaustan 8-13 m/s og rigning sunnan og austan til, en annars dálitlar skúrir eða él. Hiti 2 til 7 stig. Veðrið Miðvikudagur o Fimmtudagur o Föstudagur o Híti 0" Hitl 0° Hiti i* til 5° tíi 7“ til 9° Vindur: 8-13 "»/s Vindur: 10-15 "V* Vindur: 8-14 >»/> Su&austan og austan 8-13 m/s og rignlng austan tll en úrkomulítl& vestan til. Hlti 0 tll 5 stlg. Austlæg átt, 10-15 m/s, og rignlng eða slydda, en dálrtll éi nor&vestan tll. Hlýnandl ve&ur. Su&austlæg átt og vætusamt, elnkum um landiö su&austan- vert. Fremur mllt ve&ur. m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13,0-17,1 17,2-20,7 20.8- 24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 m íi jjfiilapjj í AKUREYRI skýjaö -1 BERGSSTAÐIR skýjaö 1 BOLUNGARVÍK alskýjaö 3 EGILSSTAÐIR léttskýjaö -6 KEFLAVÍK rigning 3 KIRKJUBÆJARKL. rigning 0 RAUFARHÖFN skýjaö -3 REYKJAVÍK slydda 2 STÓRHÖFÐI rigning 3 BERGEN súld 4 HELSINKI frostrigning 0 KAUPMANNAHÖFN rigning 5 ÖSLÓ skýjaö 3 STOKKHÓLMUR 3 ÞÓRSHÖFN skýjaö 1 ÞRÁNDHEIMUR snjókoma -1 ALGARVE léttskýjað 17 AMSTERDAM léttskýjaö 12 BARCELONA hálfskýjaö 18 BERLÍN rigning 9 CHICAGO skýjaö 15 DUBLIN léttskýjaö 6 HALIFAX Iskorn -0 HAMBORG rigning 7 FRANKFURT skýjaö 10 JAN MAYEN skýjaö -3 LONDON rigning 9 LÚXEMBORG þokumóöa 8 MALLORCA skýjaö 16 MONTREAL -3 NARSSARSSUAQ skýjaö 0 NEW YORK alskýjaö 4 ORLANDO rigning 10 PARÍS skýjaö 17 VÍN léttskýjaö 15 WASHINGTON þokumóöa 4 WINNIPEG alskýjað -2 Logn Andvari Kul Gola Stinnlngsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassvi&ri Stormur Rok Ofsave&ur Fárvi&ri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.