Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 DV Óljósir draumar Annað sýningarkvöld Nútlmadans- hátíðarinnar var föstudaginn 15.11. Þá voru sýnd sólóverkið Rosered eftir Jó- hann Frey Björgvinsson og í draumi eftir Nadiu Katrínu Banine. Draumur um betra líf Jóhann Freyr hefur í fyrri verkum sínum sannað fæmi sina sem danshöf- undur og var því nokkur eftirvænting að sjá hvað hann hefði fram að færa á hátíðinni. Rosered er athyglisvert verk. Hreyfingamar í því voru frumlegar og sviðsmynd og búningar flott. Verkið bjó yfir sögu, ekki endilega einni ákveðinni heldur margbreytilegri eftir því hver áhorfandinn var. Til dæmis gæti verk- ið fjaliað um stúlku/konu sem dreymir um betra líf - að komcist í heim ævin- týranna. En draumurinn varð síðan ekki eins auðveldur og verða átti og í lok fyrri hlutans, á meðan dansarinn var í hvíta nútímatútúinu, vottaði fyrir vitfirringu og tiigangsleysi. Seinni hlut- inn, þegar dansarinn var kominn í rautt nútímatútú og lýsingin var orðin rauð, gaf tilfinningu fyrir martraðar- kenndri tilveru sem þó tók enda í lok verksins. Dans Lýsingin og búningamir unnu vel saman og hreyfmgarnar pössuðu vel inn í heildina. Píanótónlistin var falleg og passaði fullkomlega við dansinn en tóngæðin voru á köflum ekki upp á það besta. Raftónar inn á milli í tónlistinni og hijóðeffektar í upphafi verksins sem hljómuðu eins og rok og dropahljóð voru aftur á móti truflandi. Þar hefði Lára Stefánsdóttir í Rosered. Ur I draumi. þögnin mátt ráða ríkjum. Lára Stefánsdóttir dansaði eina hlutverkið í verk- inu. Hún hafði gott vald á hreyfmgunum og atriði eins og kjólaskiptin komu skemmtilega út. Það vant- aði samt einhvern neista í sýninguna til að hún næði þeim sterku tökum á áhorfendunum sem hún haföi alla burði til að geta gert. Aðgengilegt í draumi var hressilegt verk með mörgum spenn- andi hugmyndum. Tónlistin var falleg og grípandi en hún samanstóð af svítu fyrir selló eftir Bach sem sellóleikarinn Sigurður Haildórsson lék á sviðinu og kraftmikiili afrískri tónlist leikinni af diski. Það gaf verkinu fallegan blæ að hafa lifandi tónlist og það var með ólíkindum hvað þessar annarrs ólíku gerðir tónlistar féllu vel hvor að annarri. Myndband sem sýnt var í verk- inu var vel gert og sumar tökumar snilldarlegar eins og fókus á opna lófa á einum stað. Byrjunin á verkinu var frumleg en dansverkið byrjaði á sellóleik, svo sýn- ingu á hreyfingu á myndbandi og að síð- ustu dansi og hreyfingu dansara á svið- inu. Sellóleikarinn og myndbandið komu vel út saman og það sama mátti segja um dans aðaldansarans, Lovísu Óskar Gunn- arsdóttur, við undirleik sellósins. Það hefði þó verið gaman að sjá samspil á milli hreyfinganna á sviðinu og hreyf- inganna á myndbandinu. Kóreógrafian í hópatriðunum var einfóld og skýr og gerði verkið aögengilegt, til lengdar varð einfaldieikinn þó of mikiii og notkun rýmisins einhæf, að því leyti var nokkur byrjendabragur á verkinu. Búningarnir voru flottir, bæði sniðið og litirnir. Dans- ararnir í verkinu, fjórar ungar stúlkur, stóðu sig ágætlega og eiga vonandi eftir að fá tækifæri til að þroskast áfram sem dansarar. Litið hefur farið fyrir Nadíu í heimi dansins hér heima til þessa en það verður fróðlegt að sjá hvað hún býður upp á næst. Á laugardaginn var svo þriðja og síð- asta sýning Nútímadanshátíðarinnar en þá var sýnt verkið Bylting hinna mið- aldra sem frumsýnt var í Borgarleikhús- inu i vor og hefur síðan verið sýnt víða erlendis og mun verða sýnt bæði á ísa- firði og Akureyri á næstunni. Eins og nafhið gefur til kynna fjallar verkið um það að vera miðaldra og er ekki síst at- hyglisvert vegna þess að það tekur á efhi sem sjaldan er tekið fyrir í dansi og sýn- ir líkama sem nánast aldrei fá að fara upp á svið dansveraldarinnar. Aðstandendur þessarar fyrstu nútíma- danshátíðar geta verið stoltir af allri framkvæmd hennar og skipulagningu. Frumkvæði og framlag sem þetta er mik- ilsvert fyrir listgreinina því svona dans- hátíð er nauðsynlegur vettvangur fyrir danshöfunda og dansara til að öðlast reynslu í sínu fagi, byrjendur til að hefja feril sinn og síðast en ekki síst þá sem reyndari eru að prófa sig áfram með nýj- ar hugmyndir. Nú skiptir því máli að traustir styrktaraðilar finnist svo nútímadanslista- hátíð sem þessi geti orðið að árvissum viðburði. Sesselja G. Magnúsdóttir Nútímadanshátíö í Tjarnarbíól 15. og 16.11. Jóhann Freyr Björgvinsson: Rosered. Tónlist: Halldór A. Björns- son. Búningar: Hildur Hafstein. Nadla Katrín Banine: I draumi. Tónllst: Bach. Einleikari: Sigurður Halldórsson. Myndband: Peter Anderson. Bún- Ingar: GK Reykjavík. Lýslng f báöum verkum: Kári Gísla- son. Ólöf Ingólfsdóttir og Ismo-Pekka Helkinheimo: Bylting hinna miöaldra. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Búningar: Sonný Þorbjörnsdóttir. Lelkgervl: Ásta Hafþórsdóttir. Lýs- Ing: Jukka Huitila. Bókmenntir Katla snýr aftur Gunnhildur Hrólfsdóttir hlaut íslensku barnabókaverð- launin í fyrra fyrir söguna Sjá- umst aftur... sem fjallaði um Kötlu sem uppgötvar að hún býr yfir dulrænum hæflleikum þegar hún flyst með foreldrum sínum til Vestmannaeyja. Katla snýr nú aftur í sög- unni Allt annað líf. Hún er ný- flutt frá Vestmannaeyjum ásamt foreldrum sín- um þegar þeir eru beðnir um að fara til Bosníu til að sinna hjálparstarfi. Úr veröur að þeir fara þangað en Katla ræður sig sem bamfóstru hjá Guðbjörgu, vinkonu móður sinnar, en hún á heima í Stykkishólmi. í Hólminum lærir Katla að passa böm en hún kynnist einnig dularfullri stúlku, Höllu, sem vill greinilega komast í kynni við hana þegar hún fréttir af skyggnigáfu Kötlu. Áður en Katla veit af sogast hún inn í óvænta at- burðarás þar sem fortíðin kemur við sögu, m.a. klaustrið á Helgafelli. Eins og áður kýs Gunnhildur að blanda saman þjóðlegum og sagnfræðilegum fróðleik annars vegar og dultrú og skyggnigáfu hins vegar. Katla sér dáið fólk sem hefur átt heima á sögufrægum bóndabæjum og einnig eyðir höfundur talsverðu rúmi í aö segja frá sögufrægum húsum í Stykkis- hólmi, til dæmis Norska húsinu. Etnnig fléttast spennusaga inn í söguna (eins og í Sjáumst aftur ...) sem fjallar um amarvarp í Breiðafjarðareyj- um. Mun minna fer fyrir þessum þræði en hinum og lesandi nær því ekki að verða verulega spennt- ur yfir honum. Aðalpúðrið er fortíðarreynsla Kötlu sem oft er skemmtileg og spennandi. Stundum er Katla reyndar gerð nánast of mikill kjáni, t.d. þegar hún talar um Hvalfjarðargöng og isskápa við fólk á 15. öld. Þá em illmennin í sögunni heldur óskýrar persónur og óljóst hvaða hvatir liggja á bak við gjörðir sumra þeirra. Katla sjálf er kjarnakvendi sem ekki lætur að sér hæða, hvort sem hún er að passa börn, stela skjölum, ferðast til fortíðar eða koma upp um glaépamenn. Reyndar er það merki- legt að af þessu reynist barnapössunin einna erfið- ust, kannski er hversdagsleikinn erfiðari í raun en ævintýraheimurinn? Allt annað líf er sjálfstætt framhald Sjáumst aftur ... og víst er að þeir sem höfðu gaman af þeirri siðamefndu verða ekki sviknir af þessari. Sögumar em keimlík blanda dulrænu, spennu og þjóðlegs fróðleiks og Allt annað líf er því að mörgu leyti endurtekið efni. Hún er hins vegar spennandi og vel skrifuð saga og stendur fyrir Gunnhlldur Hrólfsdóttlr Blandar saman dulúö, spennu og þjóðlegum fróöleik. sínu, hvort sem maður hefur lesið fyrri bókina eða ekki. Katrín Jakobsdóttir Gunnhildur Hrólfsdóttir: Allt annaö líf. Vaka Helgafell 2002. Menning DV-MYND E.ÓL. Þaö sækja ýmsar áhyggjur aö Soju, tll dæmls er kærastan hennar mor- fínfíklll. Rússnesk saumastofa Mikið er gaman að Stúdentaleik- húsið skuli setja upp leikrit eftir ólíkindatólið og uppreisnarmann- inn Mikhail Bulgakov. Mesta verk hans, skáldsagan Meistarinn og Margarita, sem fjallar um atburði sem urðu þegar djöfullinn kom til Moskvu, varð eftirlætisbók heillar kynslóðar ungmenna eftir að hún kom út á íslensku (ísnilldarþýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur) árið 1981. íbúð Soju sem stúdentar frum- sýndu í Vesturporti á fostudags- kvöldið undir stjóm Bergs Þórs Ing- ólfssonar er líka óvæntur fundar- staður fólks af ýmsu tagi, en allt er það þó af þessum heimi. Sjálf er Soja framkvæmdasöm ung kona sem þekkir veikleika karlmanna fyrir kvenlegum þokka og ákveður að gera sér mat úr honum - i orðs- ins fyllstu merkingu. Hún fær leyfi kerfisins til að setja á fót sauma- stofu í íbúð sinni en ekki eru það eingöngu kjólar sem kvennaskarinn hennar sýnir karlkyns gestum síðla kvölds ... Brynja Björnsdóttir var glæsileg og röggsöm í hlutverki Soju, Hann- es Óli Ágústsson var traustur og flottur Boris Semjonovits Gæs, pen- ingamaðurinn á bak við hana, og Walter Geir Grímsson ótrúlega af- slappaður og fyndinn í hlutverki tækifærissinnans og kvennabósans Ametistovs. Eins og vænta mátti var sýningin öll þrungin leikgleði og fjöri. Erfið- asti hjallinn var tjaldið sem þau koma út undan inn á sviðið, það var ekki nógu vel hugsað. En aðdáendur Bulgakovs og almenns ungæðishátt- ar ættu að kíkja í Vesturport. Kvetch Talandi um Vesturport þá mega leikhúsáhugamenn alls ekki missa af Kvetch eftir snilling og vand- ræðabarn bresks leikhúss um ára- tugi, Steven Berkoff. Það er óvið- jafnanlegt að horfa á svipbrigði Eddu Heiðrúnar sem gæðir hina hrjáðu Donnu einstakri dýpt um leið og við hlæjum okkur hás að henni. Og félagar hennar, Steinn Ármann, Margrét Ákadóttir, Felix Bergsson og Ólafur Darri fylgja henni vel eftir. Narfi Enn þá meira um óvenjulegt leik- hús því i kvöld kl. 20.30 verður ryk- ið dustað af elsta íslenska leikrit- inu, Narfa eftir Sigurð Pétursson, i Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð. Leikritið er sem kunn- ugt er frá því snemma á 19. öld og gerir grimmt gys að dönskum ís- lendingum, en leikstjóri sýningar- innar, Árni Kristjánsson sem er nemandi við skólann, hefur fært það til okkar tíma. Nú gerir það gys að þeim íslendingum sem neyðast til að bregða fyrir sig enskuslettum í öðru hverju orði af því það er ein- hvem veginn ekkert að marka mann ef maður talar bara á því ást- kæra ylhýra ... Þetta verður eina sýningin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.