Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 Skoðun X>V Notarðu Netið mikið? Maður undir manns hönd Merkingar í Heiðmörk Bjarki Jónsson nemi: Nei, frekar lítiö, aöallega fyrir póstinn minn. Ingibjörg Ásmundsdóttlr nemi: Já, þó aöallega fyrir skólann og svo póstinn minn. Birgítta Ben. nemi: Þaö er ekki tölva á mínu heimili, ég er „Amish“-stúlka. Voöalega lítiö, aöallega í tölvutíma í skólanum. Ingibjörg Gestsdóttlr neml: Já, aöallega til aö tékka á heima- síöunni minni. Ragnar Sverrisson nemi: Já, frekar, skoöa íþróttavefi og annaö. Peningar og aftur peningar; vandamál íslands númer eitt. Svissneski frankinn, sterkasti gjaldmiöill Evrópu. Náist ekki samningar um framlög (menn taki eftir: ekki eitt framlag, heldur framlög um ókom- in ár) íslands í þróunarsjóð Evr- ópusambandsins getur það grafið undan Evrópu- samningnum. Þetta eru þau skilaboð sem fylgismenn aukinnar Evrópusamvinnu flagga í opinberri umræðu. Og svo er ákafmn mikill, að fullyrt er að Islendingar geti einfaid- lega ekki neitað að borga kostnað sambandsins við að „afla stærra markaðssvæðis" mnan fátækra þró- unarríkja Austur-Evrópu! Auðvitað er þetta fráleit krafa Evr- ópusambandsins og kemur okkur ís- lendingum því lítið sem ekkert við. EES-samningur eða ekki EES-samn- ingur? Það má einu gilda fyrir íslend- inga hvort viö verðum þar lengur eða skemur. Sá samningur er ekki mikils virði þegar Evrópusambandið hefur náð tangarhaldi á fjármagnsflæði þeirra fáu þjóða sem vilja halda í samninginn. Nú er það þó helst í bígerð af hálfu Islands að senda embættismenn til allra aðildarríkja ESB til að „tala máli íslands". Maður mun ganga undir manns hönd þeirra erinda að mót- mæla áformum framkvæmdastjórnar ESB, að EES-löndin, Noregur, ísland og Liechtenstein leggi fram fjármagn í uppbyggingarsjóði ESB. - Nú jæja, við mótmælum þó. Auðvitað eru mótmæli sjálfsögð, en þeim þarf ekki að fylgja eftir með sér- stökum, beinum viðræðum við öll að- ildarríki ESB. Nóg er að senda mót- mæli héðan eða frá sendifulltrúum okkar í Evrópuríkjunum. Það þarf enga sérstaka auðmýkt að sýna þess- ari ríkjasamsteypu sem þegar er á fallanda fæti vegna mikils kostnaðar „Það þarf enga sérstaka auðmýkt að sýna þessari ríkjasamsteypu sem þegar er á fallanda fæti vegna mikils kostnaðar við sam- eininguna og óánœgju með evruna. Og Þýskaland, sjálfur burðarásinn í sam- einingarferli ESB, ber nú vart af sér í fœðingarhríð- unum.“ við sameininguna og óánægju með evruna. Og Þýskaland, sjálfur burðar- ásinn i sameiningarferli ESB, ber nú vart af sér í fæðingarhríðunum. Heppilegasta leið íslendinga til lausnar þessu Evrópudæmi - úr því þeir hafa þvælt sér inn í kraðakið - er að endurreisa EFTA-samstarfið með ríkjunum sem þar eru: Noregi, Licehtenstein, íslandi og Sviss. Sam- hliða ættu ríkin að taka upp sameig- inlega mynt, svissneska frankann, sterkasta gjaldmiðil Evrópu. Þá þyrfti ekki að breyta „krónum í tíkalla" til aö „leiðrétta gengið upp á við“eins og Kaupþing varð að gera vegna við- skiptagengis bréfa sinna á markaði í Svíþjóð. - Sem að öðrum kosti hefði orðið að telja Seðlabankann á að taka núll aftan af krónunni. Að öðru leyti skal hér vísað á skil- merkilega kjalfaragrein Friðriks Dan- íelssonar í DV í dag, „Nú er lag að rifta EES-samningnum“. Geir R. Andersen blaöamaöur skrifar: Fréttastjórastaða Sjónvarps Heigi Sigurðsson skrifar: Enn hefur engin tilkynning borist út um ráðningu fréttastjóra Sjón- varpsins. Talsvert er um liðið síöan Bogi Ágústsson var ráðinn tO ann- arra starfa þar á bæ. Elín Hirst að- stoðarfréttastjóri og Páll Benedikts- son fréttamaður eru þau sem til álita koma. Orðrómur gengur um aö deilt sé um innan Sjónvarpsins hvort þeirra verði ráðiö. Kemur þar pólitík enn og aftur við sögu og berj- ist sjálfstæðismenn og framsóknar- menn um bitann. Vitað er að Útvarpsráð hefur haldið fund og þar hefur málið ver- ið rætt en engin frétt verið send út vegna málsins. Útvarpsstjóri er svo „Furðuleg er afstaða ann- arra fjölmiðla gagnvart hinni óráðnu stöðu á Sjón- varpinu. Enginn þeirra hef- ur haft forgöngu um að veita lesendum/hlustendum sínum vitneskju um þetta hitamál innan Sjónvarps- sá sem endanlega ákvörðun tekur og getur sniðgengið ályktun út- varpsráös, sýnist honum svo. Málið er þó sagt vera það að framsóknar- menn vilji tryggja „sínum“ manni stöðu fréttastjóra, og sjálfstæðis- menn „sínum“ manni. Furðuleg er afstaða annarra fjöl- miðla gagnvart hinni óráðnu stöðu á Sjónvarpinu. Enginn þeirra hefur haft forgöngu um að veita lesend- um/hlustendum sínum vitneskju um þetta hitamál innan Sjónvarps- ins. Einhvem tíma hefðu þeir hringt til einhvers innan útvarpsráðs og krafið hann sagna enda er skylt að veita upplýsingar þegar ráðið er innt svara. Sjónvarpið er ekki einkarekin stofnun - því miður - og því er ekki seinna vænna að fréttir berist af gangi mála um ráðningu í stöðu fréttastjóra. - Og þær sannar. Garri Barnaleg tillaga Páll Magnússon hefur stigið fram á sjónarsvið- ið í pólitíkinni, ekki aðeins með því að verða varamaður á þingi, heldur með því að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem hvatt er til þess að það verði athugað hvort ekki megi af- nema virðisaukaskatt af bamafótum. Penara er varla hægt að orða það enda ekki ástæða til að styggja sér eldri og reyndari menn í pólitíkinni. Tillaga Páls er gerð meö það fyrir augum að færa barnafólki umtalsverðar kjarabætur og frá- leitt að halda því fram aö hún sé til þess gerð að afla honum vinsælda á kosningavetri. Of flókiö fyrir mig ... Þó sumum þyki tillagan góð er tillagan vond að því leyti að hún flækir skattheimtuna og hún kveikir í svindlaranum hjá þeim sem versla með bamafot. Skattheimtan er nógu flókin eins og hún er með þremur skattþrepum. Með því að af- nema virðisaukaskattinn af einu dettur hann ósjálfrátt af öðru því menn munu ekki geta kom- ið sér saman um hvað eru bamafot og hvað ekki, hvað eru bamaskór og hvað ekki og hvað eru bamarúm og hvaö ekki. Það sér hver maður. Og þá svindla menn hver um annan þveran. Eins og starfsmenn skattstjóra hafi ekki nóg annað að gera en þrátta um keisarans skegg. Þá er nú betra að hafa skattinn einfaldan og nógu háan til aö sem mest aflist í ríkissjóð. Það er betra að hafa þetta eins og er. Meiri, meiri skatt... Garri er á því að viiji menn breyta væri best að hækka skattinn því þá hættir fólk einfaldlega aö eignast börn vegna þess að það hefur ekki efni á því. Þá verður enginn kostnaðarauki vegna barneigna og vesens sem þeim fylgir. Þá getur fólk á besta aldri eytt tímanum í sjálft sig í staö þess að eyða allri orku í bameignir og barnauppeldi með tilheyrandi kostnaði og fyrir- höfn. Þá getur fólk sem nennir að vinna hætt að ergja sig á að fá ekki barnabætur því þá verður nóg til af peningum sem fólk getur eytt í sjálft sig. Og hamingjan mun blómstra. Tillaga Páls er hættuleg okkur sem erum að komast á besta ald- ur. Því hún hvetur til bameigna í stórum stíl sem gleypa alla peninga og auka kostnað ríkisins sem leiðir til þess að við sem bíðum eftir að kemba hærurnar verðum skattpínd sem aldrei fyrr. Skilurðu það ekki, Páll? Fri6a skrifar: Ég fór upp í Heiðmörk um dag- inn sem ekki er í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að ég ramm- villtist þar - og það á bíl. Ég hef oft far- ið upp í Heiðmörk í Helðmörk. áður, en þá frá Mikiö flæmi - lít- Hafiiarfirði, en að iö um merkingar. þessu sinni fór ég .......... frá Rauðhólum. Og þama hringsólaði ég um á bílnum i einn og hálfan tíma, án þess að vita nokkuð hvert ég væri að fara. Þama eru malarvegir úti um allt, en engar merkingar sem segja til um hvort maður sé eitthvað að nálgast byggð eður ei. Þetta er það stórt flæmi, að þeir sem ekki þekkja til geta auð- veldlega villst þama eins og ég gerði. Úr þessu þarf nauðsynlega að bæta. Bílatryggingar Ámi Sverrisson skrifar: Ég vissi ekki fyrr en nýlega að nú er aftur hægt að fá FÍB-tryggingu fyrir bíl- inn, og þess má þá geta í leiðinni að hún er töluvert ódýrari en hjá öðrum tryggingafélögum. Ég var nýlega rukk- aður um ábyrgðartryggingu af trygg- ingafélági mínu og var upphæðin 65.841 kr. Þar sem ég hef verið félagi í FÍB til margra ára þá mundi ég skyndi- lega eftir því að það var aftur farið að bjóða tryggingar, eftir nokkurt hlé. Ég kannaði verðið þar og það reyndist vera 56.225 kr. fyrir sama tímabil. Það er 15% lægra iðgjald, og mann munar um minna. Óánægðar konur hjá Sirrý Kristín BjamadóUr skrifar. Óskaplega finnst mér þáttur- inn hennar Sirrýj- ar á Skjá einum og sem var - og er vís- ast enn - bærilega vinsæll, vera far- inn að láta á sjá. Nú er hún (Sirrý) farin að drífa inn til sín alls konar vandamálafólk sem hefur það helst áhugamál að tjá óánægju sína með lífið. Ekki vegna veikinda eða sannanlegrar örbirgðar, heldur bara, að því er virðist, tilbúinn- ar vanlíðanar. Sem sé, allt of mikið af „kvenna, kvenna" flippi. En sama er, þetta er að verða dapurlegt. Og nú hef- ur þátturinn verið dreginn niður í klámiðnaðinn, með neðan-mittis kynóra. Kannski tískufyrirbæri sem Sirrý verður að sinna svo að þátturinn teljist gjaldgengur? Fullnægingarkrem, Viagra og annað til að örva öfgakindur kynlífsins, allt er þetta orðið óskaplega klúrt, þótt það eigi að heita klárt, „kúl“ og krassandi. En aðlaðandi er það ekki. Nablus-telpan, Thorlacius Þórarinn Guömundsson hringdi: Fréttastofa Rikisútvarpsins var með viðtal í hádegisfréttum sl. miðvikudag, við konu eina íslenska, Hallfriði Thor- lacius, sem dvelur þessa dagana í bæn- um Nablus í Palestínu. Er sögð vera þar til að vemda stríðshrjáða sem ísra- elar hafa heijað á. Fréttakona RÚV gat ekki varist hlátri þegar Nablus-telpan sagði, um leið og hún sagðist ekki furða sig á að menn „sprengdu sig“, að krakkamir í nágrenninu væm famir að kasta grjóti. En eru nú „fréttir" af þessum íslensku konum í hugsjóna- vímunni á vegum Íslensk-palestínska ekki famar að missa marks? DVl Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíft 24, 105 ReyKiavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. I þætti Sirrýjar. - Þátturinn að drabbast niöur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.