Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 18
.42 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 r>v Ferðir Er offrta fötlun? Eins og kunn- ugt er hafa nokk- ur flugfelög tekið upp á því að rukka mjög feitt fólk um fullt gjald fyrir aukasæti. Hefur þetta mælst iUa fyrir hjá þessu fólki á meðan aðrir taka þessu kannski ekki fagnandi en telja það nauðsyn. Óvíst er um framhald á þess- ari ákvörðun flugfélaganna eftir dóm í Kanada. Þannig er mál með vexti að Air Canada rukkaði tvöfalt gjald af fólki sem greiniiega þurfti tvö sæti. Kanadísk kona kærði til ferðamálayf- irvalda í Kanada og krafðist þess að offita væri dæmd fótlun og félli því undir málsgrein sem segir að ekki megi mismuna fótluðu fólki. Þetta var viðurkennt og Air Canada lækkaði fullt aukagjald um helming. Verkalýðsfélög sem slökkviliðs- menn og öryggisverðir er starfa á He- athrow, Gatwick og fleiri flugvöllum á Englandi eru í eiga í hörðum samn- ingaviðræðum við vinnuveitendur sina. Hafa þessi félög nú boðað eins dags verkfóll á næstunni takist samn- ingar ekki. Talað er um sex daga í nóvember, desember og janúar. Flug- vellimir eru mjög fjölfamir og Heat- hrow einn sá fjölfarnasti í heiminum svo þetta kann að trufla flugsamgöng- ur mjög mikið þessa daga. Dagamir sem verkföllin verða, ef ekki verður búið að semja, era 28. nóvember, 2„ 10., 15. og 23. desember og 2. janúar. Japönsk viövörun Japanska rík- isstjómin hefur sent út viðvörun til ferðalanga um að Ástralía geti orðið næsta skot- mark hryðju- verkamanna. Áströlsk yfirvöld tóku þessari viðvörun mjög illa og settu sig strax í samband við Japana og reyndu að fá þá til að fella niður þessa viðvör- un enda mikiö i húfi. Nú er sumar i Ástralíu og mikill ferðamannastraum- ur. Meðal þess sem segir i tilkynning- unni frá Japan er að ferðamenn sem á annað borð era komnir til Ástralíu eigi að forðast veitingahús, nætur- klúbba, kirkjur og staði sem tengjast Bandaríkjunum. Svlpmynd af Ráöhústorglnu í Kaupmannahöfn, borginni sem stendur Islendingum nærri - og dregur til sín ófáa héðan að heiman. Khöfn er ekki í útlöndum Þótt flugfreyjan í Flugleiðavél- inni bjóði okkur velkomin heim tfl Islands eftir um þriggja stunda flug frá Kaupmannahöfn er sú spurning samt sem áður áleitin hvort maður sé í raun að koma frá útlöndum. í hinni mögnuðu borg suður við Eyrarsund er ísland hvarvetna nálægt. Söguslóðir Hafnarstúdenta og skálda sem drukknuðu í sikjum og duttu i stigum eru á hverju strái. Á götu- hornum heyrir maður íslensku talaða og kunnugleg andlit Islend- inga sem eru á flandri í þessari gömlu höfuðborg okkar blasa hvarvetna við. Þúsundir fólks frá ísaköldu landi búa í borginni og eru þar við nám og störf og sumir eru í ljúfu lífi á bísanum - ef ljúft líf má kalla. Kaldur úr krana og engin reyfarakaup Ekkert er betra í Danmörku en bjórinn. Stór bjór, kaldur úr krana, kostar 20 krónur danskar - eða eins og 200 krónur íslenskar, sem er sýnu ódýrara en nokkru sinni býöst á íslandi. Matvara er líka stórum ódýrari en verð á öðrum vamingi er hins vegar á svipuðu róli og gerist hér heima - en fatnaður, leikfong, gjafavara: maður gerir engin reyfarakaup á þessu í Köben. En horfir maður svo í aurinn í út- löndum - og er eins og nirfill? í svona ferðum lætur maður nefni- lega sitthvað eftir sér - og þröskuld- urinn gagnvart því að kaupa ekki einhvern óþarfa er ekki hár. Það sá ég best þegar ég fékk visa-reikning- inn. Það er líka déskotans pen- ingaplokk að taka bílaleigubíl eins og ég gerði í tæpan sólarhing til þess að skoða nágrannabyggðir borgarinnar. Dagurinn kostaði tæp- an tíu þúsund kall, plús tankfyfli af bensíni. En það var svo sem þess virði og í salíbununni skoðuðum við sléttumar á Sjálandi og fórum til Hróarskeldu, borgarinnar sem best er þekkt fyrir æðisgengna rokkhátíð á hverju sumri, en sjálfur fór ég og skoðaði dómkirkjuna og víkingasafnið. Stautfær á prentsmiöju- dönsku í Danmörku dvaldist ég hjá frændfólki mínu. Hafði það afskap- lega huggulegt. Lá í að lesa dönsku vikublöðin og sannreyndi þá að ég er betri í máli frænda okkar en ég sjálfur hélt i fyrstu - er stautfær á prentsmiðjudönsku, rétt eins og mér var kennd hún í skóla. Á hinn bóginn er allt annar handleggur að skilja hina töluðu tungu - og þraut- in þyngri. Kannski kemur það þó ekki að sök - enskan getur oft dug- að og eins þetta ástkæra og ylhýra því í Köben hittir maður hvarvetna íslendinga sem geta þá liðsinnt manni ef i harðbakkann slær. -sbs Ferðaþjónustan á Hveravöllum: Gestafjöldinn veltur á veðrinu Út úr öllu stressl Skálarnir á Hveravöllum hafa margan manninn hýst. Sá eldri er byggöur 1938 af Feröafélagi íslands. „Stefna okkar er að halda úti góðri almennri þjónustu við alla ferðamenn sem sækja Hveravelli ^ heim,“ segir Elín Rósa Bjamadóttir, húsfreyja að Húnsstöðum í Torfu- neshreppi, þegar forvitnast er sím- leiðis um áherslur hinna nýju eig- enda skálanna tveggja á Hveravöll- um. Eiginmaður hennar, Bjöm Þór Kristjánsson, er ásamt Bjarka Krist- jánssyni á Svinavatni og Svina- vatnshreppi, skráður fyrir fyrirtæk- inu HveraveUir ehf. sem tók við rekstri skálanna af Ferðafélagi ís- lands 1. október sl. Kristján er á sjónum þegar simtalið fer fram en Elín er öHum hnútum kunnug. Hún segir fyrstu aögerðir nýju eigend- anna hafa veriö að leiða heitt neysluvatn i skálana og bæta kalda- vatnsleiðslur tU að reyna að hindra að frjósi í þeim i vetur. Auk þess hafi gardínur verið settar fyrir glugga og hibýlin gerð heimUislegri. „Gamli skálinn þyrfti frekari and- litslyftingu en hún bíður vors,“ seg- ir hún. I náinni framtíð er hug- ^myndin að reisa nýja þjónustumið- stöð á staðnum tU að bæta aðbúnað ferðamanna enn frekar og um- hyggja nýju eigendanna beinist meðal annars að hestamönnum sem eiga leið um svæðið, að sögn Elínar. Eins og undanfarin tvö ár eru Kristín Bjömsdóttir og Hafsteinn Eiríksson veðurathugunarfólk á HveravöUum. Þau taka niður pant- anir í gistingu yfir vetrartímann. Síminn hjá þeim er 588 5052 og 854 1193, einnig er hægt að skrifa þeim á netfangið hverav@vedur.is DV hafði samband við Hafstein og innti frétta af svæðinu. Hann segir talsvert um gesti yfir veturinn eða frá tveimur tU þrjátíu á vjku. „Það veltur nokkuð á veðrinu og spánni," segir hann og bætir við að vegurinn sunnan að sé yfirleitt ófær fólksbUum frá fyrstu snjóum en sumir jeppakarlar fagni torfærum frekar en hitt. „Það er baslið og vesenið sem gefur þeirra ferðum gUdi,“ segir hann. -Gun. Ferðavefur vikunnar 3hh$ < www.vegag.is > Á vef Vegagerðarinnar, á slóðinni www.vegag.is, er að finna haldgóðar upplýsingar um veður og færð á vegum landsins. Kemur þessi vefur sér vel nú þar sem allra veðra er von og misjöfn færð á þjóö- vegum. í einu vetfangi má fá upplýsingar um færð og veð- ur, veðurstöðvar, veður og umferð, staðsetningu veöur- stöðva, vetrarþjónustu, snjó- mokstursreglur, ástand fjall- vega, opnun fjallvega og merkingar. Með því að smeUa á tengilinn Veður og færð á vegum eða kortið þar undir má nálgast veður og færð á vegum í ýmsum landshlutum. Mismunandi litir á vegakort- um segja tfl um ástand vegar- ins og færðina og tölur sýna fjölda bUa sem farið hafa veg- inn á tUteknu tímabUi. Góöur vefur þegar fara á út úr bæn- um vetur, sumar, vor og haust. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.