Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Kosið aftur í Borgarbyggð 7. desember: A síður von á að valdahlutföll breytist -segir Þorvaldur T. Jónsson, oddviti framsóknarmanna Bæjarstjórn Borgarbyggöar sam- þykkti í gærkvöld einróma tillögu bæjarráðs um að kosning til sveitar- stjórnar verði endurtekin 7. desem- ber í kjölfar Hæstaréttardóms sem gekk fyrir helgi, þar sem kosningin í vor var ógilt. Þorvaldur T. Jónsson, oddviti framsóknarmanna í Borgarbyggð, gerir síður ráð fyrir að nýjar kosn- ingar breyti miklu um skipan bæjar- stjórnar. „Ég á síður von á að valda- hlutföll breytist. En við getum unnið með hverjum sem er og það eru eng- in sérstök leiðindi á milli manna vegna þessa máls.“ Tvísýn kosning Kosningin í vor var mjög tvísýn; B- listi Framsóknarflokks hlaut 522 at- kvæði og 3 fulltrúa, D-listi Sjálfstæðis- flokks 546 atkvæði og 4 fulitrúa, og L- listi óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfmgarinnar - græns fram- boðs 261 atkvæði og 2 fuiltrúa. Varpa þurfti hlutkesti á miili 4. fulltrúa B- lista og 2. fulltrúa L-lista. L-listi hafði betur í hlutkestinu og stofnaði í kjöl- farið til meirihlutasamstarfs með D- lista. Þorvaldur segir að vissulega verði háð kosningabarátta. „En hún verður auðvitað stutt og ég held að aðalverk- efnið verði að minna fólk á að koma og kjósa og tryggja að kjörsókn verði góð,“ segir Þorváldur. Óbreytt framboð Samkvæmt lögum geta ekki komið fram ný framboð fyrir þessar kosning- ar og ekki má hrófla við framboðslist- unum frá því i vor. Það eina sem breyt- ist er að gerð verður ný kjörskrá sem miðast við sl. laugardag, 16. nóvember. Það voru framsóknarmenn sem kærðu kosninguna í vor til félagsmála- ráðuneytisins vegna ágreinings um meðferð utankjörfundaratkvæða og úr- skurði um gild og ógild atkvæði. Fé- lagsmálaráðuneytið úrskurðaði kosn- ingamar ógildar en formaður ftdltrúa- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Mýrasýslu kærði úrskurðinn til héraðsdóms, sem ógilti hann. Hæstiréttur sneri hins vegar dómi héraðsdóms við sem fyrr segir. -ÓTG Slys á Sæbrautinni - einn í öndunarvél Fjórir voru fluttir á slysadeild eft- ir umferðaróhapp á Sæbrautinni á miðnætti aðfaranótt sunnudags. Óhappið vildi þannig til að bíl var ekið vestur Sæbrautina á mikilli ferð þegar ökumaður missti stjóm á bílnum og lenti hann utan vegar. Þar lenti bíilinn á malarbing og fór nokkrar veltur. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði þremur tekist að koma sér út úr bílnum en öku- maðurinn og hinir þrír farþegar hans vom fluttir á sjúkrahús og þurftu tveir þeirra aö gangast undir aðgerð. Annar er á batavegi en hinn er alvarlega slasaður og er í öndunarvél. Að sögn lögreglunnar er ekki vit- að hvort fólkiö var í beltum en öku- maðurinn er grunaður um ölvun. Sæbrautinni var lokað í klukku- stund vegna slyssins. -snæ Frá slysstað við Sæbraut í fyrrinótt Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir aö bíllinn þeyttist út af veginum og valt. Aökoman var Ijót en taliö er aö bifreiöin hafi veriö á mikilli ferö er ökumaöur missti stjórn á henni. Breytingar á bensínverði: Öll félögin lækka Olíufélögin þrjú hafa öll ákveðið að lækka verö á bensíni frá og með deginum í dag eftir að heimsmarkaðs- verð hefur lækkað undan- farnar vikur. Olíufélagið, ESSO, reið á vaðið í gærdag og tilkynnti að félagið myndi lækka verð um þrjár krónur á lítra af gasolíu en aðrar tegundir, bensín, flotaoliu og svartolíu, um eina krónu. Eftir breytingu kostar litrinn af 95 oktana bensíni 98 krón- ur hjá ESSO. Olís fylgdi í kjölfarið í gær og tilkynnti um sömu lækkun. Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs, sagði í samtali við DV í gærkvöld að fyrirtæki sitt yrði enginn eftirbátur í þessum efnum og tilkynnt verði um lækk- un í dag. í tilkynningu ESSO kemur fram að heimsmarkaösverð hafi á liönum vikum lækkað að stærstum hluta vegna minnkandi spennu á heims- markaði og aukinnar olíufram- leiöslu en styrking krónunnar hafi einnig nokkur áhrif á lækkunina. -hdm Amerískur hvíldarsfóll Ótrúlega þœgilegur! Tll elnskls? Á sjöunda tug félagsmanna í fulltrúaráöum Sjálfstæöisflokksins í Húnavatns- og Skagafjaröarsýslum funduöu á Blönduósi í gær og samþykktu ályktun þar sem óskaö er eftir því aö miöstjórn flokksins kveöi upp úr um hvaöa áhrif annmarkar á prófkjörinu um síöustu helgi hafi á lögmæti þess. Allt eins er líklegt aö miöstjórnin vísi erindinu frá. Firamboðslistar á forræði kjördæmisráða: Ovíst að miðstjórn fjalli um prófkjörið Samkvæmt skipulagsreglum Sjálf- stæðisflokksins er skipan framboðs- lista vegna alþingiskosninga nær al- farið í höndum kjördæmisráðs við- komandi kjördæmis. Úrslit í próf- kjöri eru tfl dæmis aldrei bindandi - nema varðandi þá tillögu sem kjör- nefhd gerir til kjördæmisráðs um skipan framboðslistans. Kjördæmis- ráð getur samþykkt eða fellt tillögu kjömefndar, alveg óháð úrslitum prófkjörs. Miðstjóm flokksins skipt- ir sér ekki af framboðslistanum að öðru leyti en því, að hún þarf að staðfesta hann áður en hann er form- lega borinn fram í nafni flokksins. í prófkjörsreglunum er hvergi minnst á að aðrir en stjóm kjör- dæmisráðs geti vísað ágreiningi um prófkjör til miðstjórnar flokksins. Ekki var tekin ákvörðun um slíkt á fundi stjómar Kjördæmisráðsins i Hrútafirði í liðinni viku og formað- ur ráösins segist sannfærður um að prófkjörið sé lögmætt. Það virðist því allt eins líklegt að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins vísi frá erindinu, sem fundur sjálfstæö- ismanna í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum samþykkti á fundi í gær að beina til hennar, án þess að fjalla frekar um málið. Um þetta atriði segir Vilhjálmur að það verði ekki vandamál að fá til þess bæra aðila að vísa málinu til miðstjórnar verði erindi fundarins í gær visað frá á þessum forsendum. -ÓTG jemhbmkm Innbrot í Mývatnssveit Brotist var inn í fyrirtækið Sniðil í Mývatnssveit um helgina. Hurð á bílaverkstæði var brotin í spað en svo virðist sem engu hafi verið stolið að sögn lögreglunnar á Húsa- vík. Skemmtistað lokaö í Keflavík Lögreglan í Keflavík varð að loka einum skemmtistað þar í bæ á föstudagskvöld vegna þess að dyra- verðir voru ekki samþykktir en lög- reglan var með sérstakt eftirlit með skemmtistöðunum þessa helgi. Vinnuslys við Kröflu Starfsmaður við Kröfluvirkjun fót- brotnaði við vinnu sína um helgina. Maðurixm stóð í stiga þegar hann féll og ökklabrotnaði hann við það. Afskipti af rjúpnaskyttum Lögreglan í Búöardal var við rjúpanaskyttueftirlit um helgina og þurfti hún að hafa afskipti af nokkrum skyttum sem ekki voru með tilskilin leyfi né veiðikort með- ferðis. Ein skytta var svo tekin á fjórhjóli. MR áfram í Morfís MR vann Kvennó á fóstudags- kyöldið í undanúrslitakeppni MOR- FÍS, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Umræðuefni kvöldsins var töffarar. Ræðumaður kvöldsins var Jóhann Alfreð Krist- insson, MR, og hann var 60 stigum á undan næsta ræðumanni. Munur- inn á milli liðanna var 120 stig. Það er því ljóst að MR er kominn áfram í 8 liða úrslit. Þessi keppni fór vel fram og voru ræður ræðumanna skemmtilegar. Framkvæmd keppn- innar var til fyrirmyndar. Halldór í Prag og á Möltu Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra, mun sækja leiðtogafund Atlan- rshafsbandalagsins sem haldinn verður í Prag dagana 21.- 22. nóvember næst- komandi. Utanrík- isráðherra mun eiga fund með Jos- ef Bonnici, viöskiptaráðherra Möltu i dag og einnig heimsækja nýtt fyr- irtæki í eigu Lánstrausts hf. sem opnað hefur verið á eyjunni. Miðasala hefst í dag Miðasala á tónleika stórhljóm- sveitanna Coldplay og Ash í Laugar- dalshöll þann 19. desember hefst í verslunum Skífunnar í dag. Miða- verð er 4.400 krónur og miði í stúku kostar 5.400 krónur. Sala á miöum fer fram í verslunum Skífunnar í Kringlunni, Smáralind og á Lauga- vegi sem eru opnaðar klukkan 10 í dag. Báðar þessar sveitir hafa verið á tónleikaferðalögum í Bandaríkj- unum undanfama mánuði, Cold- play til að kynna breiðskífuna A Rush of Blood to the Head en Ash til að kynna smáskífusafnið Interga- lactic Sonic 7’s. Coldplay lék hér á landi í fyrrasumar fyrir næstum fullri Laugardalshöll en Ash spilaði hér 1996 þegar ferillinn var rétt að byrja. Má búast við mikilli ásókn í miða á tónleikana. -snæ/hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.