Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Könnun á notkun upplýsingatækni: Um 64% fyrirtækja með heimasíðu Hagstofa íslands hefur gefið út skýrslu sem hefur að geyma niður- stöður rannsóknar á notkun fyrir- tækja á upplýs- ingatæknibúnaði og rafrænum viö- skiptum þeirra. Rannsóknin var framkvæmd í maí og júní sl. og tók hún til allra fyrir- tækja í ákveðnum atvinnugreinum, með 10 starfsmenn eða fleiri, alls 1.149 fyrirtækja. Rannsóknin er byggð á samræmdum spumingalista Evrópusambandsins og eru því nið- urstöður rannsóknar Hagstofu ís- lands samanburðarhæfar við niður- stöður rannsókna í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins (EES). í skýrslunni er meðal annars gerð grein fyrir tölvunotkun og inter- nettengingu fyrirtækja, hvemig fyr- irtæki nýta sér heimasíður, bæði sem notendur og veitendur þjónustu á Netinu. Rafræn viðskipti eru skoð- uð meö tilliti til hversu mörg fyrir- tæki hafa keypt eða selt vöm í gegnum pöntunar- form á heimasíðu. Eins er athugað hvað hindrar fyr- irtæki i að selja vömr sínar í gegnum Netið. Niðurstöður benda til að 98% fyrirtækja nota tölvur við starfsemi sina, 92% fyrir- tækja em með intemettengingu, 65% fyrirtækja era með ADSL eða aðra hraðvirkari tengingu við Netið, 64% fýrirtækja hafa komið sér upp heimasíðu á Netinu, 44% fyrirtækja höfðu í árslok 2001 pantað vörar og/eða þjónustu í gegnum pöntunar- form á heimasíðu annarra fyrir- tækja eða einstaklinga og 24% fyrir- tækja höfðu móttekið pantanir í gegnum pöntunarform á heimasíðu í árslok 2001. -GG 98% fyrirtækja nota tölvur Og 92% fyrirtækja eru meö inter- nettengingu. Lára Margrét áfram í 5. sæti Kynntu þér stefnumálin á www.laramargret.is eða hringdu í síma 551 3339 og 861 3298 Dlsney-fróttum 2002 er dreift fimmtudaglnn 21. nóvember á 80.000 hoimlli ð höfuðborgarsvæðinu, Keflevlk, Borgarnesi og Solfoasi. Hægt er að fð olntak af Dlsnoy-fráttum I nóvember ag desember ó eftirtöldum stöðum: Ollum útlbúum Bunaðarbanka Islands á landsbyggðlnni, MoDonald’s veitingaatöðunum, 8AM-bf6unum I Reykjavfk, Akuroyri og Keflavlk og hjé Krakkaklúbbl DV. Lakari fiskafli í október Heildaraflinn var um 8.669 tonnum minni en í sama mánuði í fyrra. Botnfiskaflinn jókst hins vegar um 200 tonn. Heildaraflinn hefur aukist um 8% milli ára: Hátt í 9.000 tonna minni afli í október Fiskaflinn í októbermánuði sl. var 89.781 tonn, samanborið við 98.450 tonn í októbermánuði árið 2001 og nemur samdrátturinn alls 8.669 tonn- um. Botnfiskafli var 38.612 tonn, samanborið við 38.415 tonn í októ- bermánuði 2001, sem er tæplega 200 tonna aukning á miili ára. Þorskafli dregst nokkuð saman á miili ára. í október í ár veiddust 16.298 tonn sem er 5.574 tonnum minni afli en í októ- bermánuði 2001 þegar aflinn varð 21.872 tonn. Það sem vegur þennan mun upp á milli ára er að ýsuafli eykst um 3.288 tonn, ufsaafli um 2.823 tonn og karfaafli um 1.312 tonn. Af úthafskarfa veiddist einungis 61 tonn í nýliðnum októbermánuði, samanborið við 2.149 tonn á sama tímabili í fyrra. Af flatfiski bárast 2.537 tonn á land en í októbermánuði i fýrra veiddust 2.295 tonn og er munurinn 242 tonn. Af veiði einstakra tegunda má nefna að 700 tonn veiddust af sandkola, aukning um 98 tonn frá fyrra ári, og 664 tonn af skarkola sem er aukning um 176 tonn frá fyrra ári. Af kolmunna veiddust tæp- lega 23.600 tonn sem er samdráttur um rúm 11.700 tonn, samanborið við októbermánuð 2001. Alls veiddust tæplega 21.300 tonn af síld, saman- boriö við rúmlega 16.400 tonna afla í októbermánuði í fyrra og er þetta aukning um tæplega 4.900 tonn. Skel- og krabbadýraafli var 3.776 tonn sem er nokkra minni afli en i október í fyrra og munar þar 2.237 tonnum. Samdráttur í rækjuafla nam 1.563 tonnum, í hörpudiski 218 tonnum, í kúskel 270 tonnum og í humri 11 tonnum. Þá var annar skelfiskafli 175 tonn í október árið 2001 en eng- inn í ár. Heildarafli landsmanna á fyrstu tíu mánuöum ársins er orðinn 1.954.566 tonn sem er rúmum 160.000 tonnum meiri afli samanborið við sama tímabil á árinu 200, eða um 8%. Heildarafli botnfisktegunda er orðinn rúmlega 385 þúsund tonn og nemur aflaaukningin 13.367 tonnum. Uppsjávarafli ársins 2002 er oröinn 1.491.492 tonn, flatfiskaflinn 30.984 tonn, og skel- og krabbadýraaflinn 46.833 tonn. Milli októbermánaðar 2001 og 2002 dregst verðmæti bráða- birgöafiskaflans saman, á fóstu verði ársins 2000, um 5,7% en fyrstu 10 mánuði ársins hefur aflaverðmætið, á fostu verði ársins 2000, hins vegar aukist um 4,1%. -GG Ráðstefna um uppeldishæfni á Hótel Sögu á föstudag: Afskipt börn, of- dekrun og einelti - meðal þess sem rætt verður á ráðstefnunni Á ráðstefnu um uppeldishæfni sem haldin verður á Hótel Sögu nk. föstudag mun dr. Jean Illsley Clarke fjalla um þarfir fullorðinna og sam- félagsins með hliðsjón af þörfum bama og afleiðingar þess að böm séu afskipt. Einnig kynnir Clarke rannsókn á ofdekran sem hún gerði ásamt David Bredehoft, starfsfélaga sínum. Auk þess mun hún á ráð- stefnunni fjalla um eineiti sem mjög hefur verið til umræðu að undan- fómu. Að ráðstefnunni stendur ÓB Ráðgjöf í samvinnu við Bamavemd- arstofu, Heimili og skóla, landssam- tök foreldra og Kennaraháskóla ís- lands. Ólafur Grétar Gunnarsson hjá ÓB Ráðgjöf segir mikla þörf á ráðstefnu sem þessari í landi þar sem stór hluti bama fæðist utan hjónabands. Rannsóknir sýni að böm sem ekki njóta skjóls og öryggis beggja for- eldra sinna og fjölskyldu séu mörg hundruö prósent líklegri til að lenda í vandræðum á lífsleiðinni heldur en böm sem getin era með- vitað í skjóli hjónabands og sam- búðar. Ólafur segir mikinn feng að Jean Blsley Clarke sem fyrirlesara. Hún hefur mikla reynslu að baki og hef- ur hlotið margvislegar viðurkenn- ingar fyrir störf sín. Clarke hefur m.a. lokið MA-prófi í mannþróun (Human Development) og hlotið heiðursdoktorsnafnbót fyrir þjón- ustu í þágu mannkyns. Hún er for- eldrakennari, kennsluþjálfari og mun m.a. kynna kennsluefni eða handbók fyrir foreldra, bamavemd- arstarfsfólk og uppeldisstéttir sem hún er meðhöfundur að. Bókin kem- ur út í íslenskri þýðingu á næstunni og heitir: „Að alast upp aftur: Ann- ast okkur sjálf, annast börnin okk- ar.“ Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni verða Ragnhildur Bjamadóttir, dós- ent við Kennaraháskóla íslands, Herdís Egilsdóttir kennari og Krist- björg Hjaltadóttir, framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla, landssam- taka foreldra. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefslóð- inni rsn.is. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.