Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Austfirðingar skila ekki inn skýrslum um gistinætur: „Landlægur aumingjaháttur" - segir formaður Ferðamálasamtaka Austurlands Samkvæmt tölum frá Hagstofu Is- lands yfir gistinætur og gestakomur á hótelum í september fjölgaði gistinóttum alls staðar á landinu milli ára, nema kannski á Austfjörð- um. Ekki er mögulegt aö birta tölur fyrir Austurland vegna þess að stór hluti ferðaþjónustuaðiia þar hefur trassaö að skila inn gistiskýrslum að sögn Hagstofunnar, og er það ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Ásgrímur Gíslason, formaður Ferðamálasamtaka Austurlands, segist koma af fjöllum og enga skýr- ingu hafa á þessu aðra en þá að lík- lega sé um landlægan aumingjahátt að ræða. Víða sé ferðaþjónusta aukabúgrein og svo virðist sem austfirskir ferðaþjónustubændur telji að aðra varði ekkert um það hversu margir gisti hjá þeim. Skýrslugerð sé eitthvað sem ekki eigi að eyða tíma í. í september 2001 voru gistinætur á Norðurlandi 5.467 talsins en voru 7.321 í september síðastliðnum og fjölgaði gistinóttum um 34% miili ára. Erlendum ferðamönnum fjölg- aði um rúm 80% á milli ára en ís- lendingum fækkaði að sama skapi um rúm 40%. Hótelum á Norður- landi hefur fjölgað um eitt og hefur rúmum fjölgað um 105 á tímabilinu. í september fækkaði gistinóttum um tæp 11% á Suðumesjum, Vest- urlandi og Vestfjörðum. Þar voru gistinætur 5.484 í september síðast- liðnum en árið á undan vom þær 6.129. Þess má þó geta að gististöð- um í þessum landshluta fækkaði um einn og rúmum um 42. Gistin- óttum á Suðurlandi íjölgaði eins og flesta aðra mánuði ársins á Suður- landi. Þær voru 4.780 í ágúst 2001 en töldust 7.435 í september sl. en það er aukning um rúm 55%. Fjölgunin á bæði við um íslenska og erlenda hótelgesti en gistinætur vegna út- lendinga hafa nánast tvöfaldast milli ára. Geta má að á Suðurlandi fjölgar gististöðum um 4 á milli ára og rúmum um 303. Gistinætur á hót- elum á höfuðborgarsvæðinu í sept- embermánuði voru nánast jafn- margar og árið 2001. í september síðastliðnum töldust gistinætur vera 46.152 en árið 2001 voru þær 46.550. Athygli vekur þó að fjöldi ís- lenskra hótelgesta á höfuðborgar- svæðinu eykst um 47% miili ára meðan útlendingum fækkar um rúm 4% á sama tíma. Hótelum á svæðinu hefur fjölgað um eitt milli ára og rúmum um 349. -GG Eldur í sambýli fatlaðra Um klukkan hálfþrjú í gær var tilkynnt um eld í sambýli fatlaðra við Markarflöt í Garðabæ. Eldur- inn kom upp i þurrkara í þvotta- húsi og hafði hann breiðst um herbergið. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var búið að rýma húsið og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Þá kviknaði í potti á eldavél á Rauðarárstíg að- faranótt laugardags en skemmdir voru minni háttar. Aðfaranótt sunnudags var síðan slökkviliðið kallaö að íþróttasvæðinu við Há- holt í Mosfellsbæ þar sem timbur- skýli var alelda. Sömu nótt þurfti að slökkva í opnum ruslagámi viö Orkuveituna við Réttarháls. Slökkviliðið þurfti einnig tvisvar að nota vatnssugu sína þessa helgi við að hreinsa vatn úr tveimur íbúðum í borginni sem orðið höfðu fyrir vatnsleka. Einnig var bensín hreinsað upp í vesturbænum með þar til gerðu hreinsiefni, þar sem það hafði lekið úr bíl. -snæ DV-MYND HARI Regnbogaböm orðin að veruleika Stefán Karl Stefánsson leikari haföi ástæöu til aö brosa á laugardaginn þegar langþráöur draumur hans varö aö veru- leika. Samtökin Regnbogabörn voru formlega stofnuö í Þjóðleikhúsinu og mættu um 200 manns á stofnfundinn. Hlut- verk samtakanna er aö berjast gegn einelti hvers konar en Stefán hefur um nokkurra ára skeiö veriö einn ötulasti bar- áttumaöur okkargegn einelti. Á myndinni má sjá Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, sem flutti ávarp á stofnfundin- um, Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráöherra, Stefán Karl og Sigurö Kára Kristjánsson, lögmann Regnbogabarna. Björgunarsveitir kallaðar út víða um land vegna hvassviðris í gær: Trilla, skilti, þak og ýmsir lausamunir í hættu - farþegar Herjólfs tæpa tólf tíma í skipinu en komust ekki á leiðarenda Það var leiðindaveður víða um land í gærdag og voru björgunar- sveitir kallaðar út á nokkrum stööum vegna hvassviðris. Far- þegar með Herjólfi frá Vest- mannaeyjum bjuggust líklega ekki við því sem svo varö þegar skipið lagði af stað klukkan 8.15 í gærmorgun. Þegar komið var að Þorlákshöfn var ekki taliö fært að sigla inn í höfnina og beið skipið þar fyrir utan í fjóra tíma áður en ákveðið var að snúa því við. Þar með þurftu farþegar að dúsa í skipinu í tæpa tólf tíma því það var ekki komið aftur til Vestmannaeyja fyrr en rétt fyrir klukkan 19 um kvöldð. Lárus Gunnólfsson skipstjóri segir enga áhættu hafa verið tekna en ekki hafi væst um farþega og þeir hafi borið sig vel. „Þetta var akkúrat ekki neitt, bara ósköp venjuleg sjóferö," sagði Lárus hress í bragði þegar DV talaði við hann eftir heimkomuna í gærkvöld. Lárus segir ekki algengt að Herj- ólfi sé snúið við en það hafi þó komið fyrir áður. Skilti í hættu í Hafnarfirði Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út klukkan 13.30 í gær eftir að þakplötur, auglýsinga- skilti og stillansar fóru af stað í veðrinu. Að sögn björgunarsveit- armanna var auglýsingaflettiskilti við Reykjanesbraut taliö vera að liðast í sundur í versta veðrinu. Ekki var talið forsvaranlegt að senda mannskap upp í skiltið til að treysta það en skiltið hélt að lokum. Skiltið er nokkuð skemmt. Við Breiðvang var hreyfing á still- ansa og plötur farnar að fjúka, við Helluhraun fuku hlutir um og í Lækjargötu þurfti að festa auglýs- ingaskilti. Allt þetta tók rúmlega Herjóifur Vestmannaeyjaferjan gat ekki lagst aö bryggju í Þorlákshöfn í gær vegna veöurs. klukkutíma og voru björgunar- sveitarmenn svo í viðbragðsstöðu í klukkutíma þar til veður hafði lægt. Trilla losnaði frá bryggju Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út rétt fyrir hádegi í gær eftir að þak á versl- unarhúsnæði var byrjað að losna í veðrinu. Björgunarsveitarmenn komu smið til hjálpar og festu niður það sem byrjað var að losna af þakinu. Verkinu lauk um klukkan 13 en það var slæmt veð- ur í Grindavík, austsuðaustan 26-33 m/s. Þá slitnaði 15 tonna trilla frá bryggju á Rifi og rak upp í fjöru i höfninni skömmu eftir hádegið. Að sögn björgunarsveitarmanna var lítil hætta á ferðum og gátu skipverjar komið vélinni í gang og var trillan fest við bryggju skömmu síðar. Annars staðar bárust einnig fréttir af slæmu veðri og sagði lögreglan í Borgar- nesi að vindhraði hefði farið í 54 metra á sekúndu þegar mest lét. -hdm Hálka truflar ökumenn Nokkuð var um umferðaróhöpp um helgina á landinu öllu sem rekja má til hálku. Á Akureyri lenti einn á ljósastaur nálægt flug- vellinum, nokkur minni háttar óhöpp urðu í Kópavoginum vegna ísingar og þrennt var flutt á heilsugæslu eftir útafkeyrslu rétt við Laxfoss. Nálægt Selfossi var svo ekið á hross aðfaranótt sunnu- dags. Bæði ökumaður og hestur fóru undir læknishendur en bíll- inn, sem stórskemmdist, var sótt- ur af kranabíl. Hjá Vík í Mýrdal varð einnig umferðaróhapp en þar fór bíll með fimm manns út af vegi, bíllinn skemmdist töluvert og er talið að einn af farþegunum hafi fótbrotnað. Bíll á brúarhandrið Betiu- fór en á horfðist um átta- leytið á fostudagskvöld þegar sendi- ferðabíll lenti utan í brúarhandriði Borgarfjarðarbrúar. Bíllinn var að taka fram úr þegar óhappið varð en hann rann til i hálku. Sjónarvottar segja það mikla mildi að bíllinn skyldi ekki fara út af brúnni en hann rásaði á veginum og lenti utan í handriðinu báðum megin. Farmur bílsins lenti á ökumanni við óhappið en hann og farþegi hans sluppu þó með minni háttar áverka. Umfangsmikil leit Ekkert hefur spurst til rauða Isuzu Trooper-jeppans sem leitað hefur verið að frá því á föstudag. Um 50 björgunarsveitarmenn frá 14 björgunarsveitum tóku þátt í leitinni í gær á sunnan- og norðan- verðum Vestfjörðum og notuðu þeir 20 björgunarsveitarjeppa til leitar. Til ferða jeppans sást á þriðjudaginn í Hrútafirði þar sem hann var á vesturleið. Síðan þá hefur ekkert spurst til ferða hans. Samkvæmt upplýsingum frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg komu engar vísbendingar fram við leit- ina sem tilefni gefa til að henni sé haldið áfram. Frekari leit er því ekki fyrirhuguð að svo stöddu. Samkvæmt heimildum DV er það fjölskylda ökumanns bílsins sem óskaði eftir leitinni en óvenju- legt þykir að ekkert hafi heyrst frá honum síðan um síðustu helgi. Hann hafi þó áður látið nokkra daga líða án þess að láta í sér heyra sem skýrir eflaust af hverju leitin hófst ekki fyrr. Ökumaður- inn mun eiga ættir aö rekja til Vestfjarða. Þeir sem hafa orðið ferða rauða Isuzu Trooper-jeppans varir eru beðnir að hafa samband við Lög- regluna í Reykjavík. Jeppinn er árgerð 1982 með gamlar númera- plötur, U-3949. Tennur kýldar úr dyraverði Eitthvað var um áflog og stimp- ingar í Reykjavík á laugardags- kvöld. Gárungar segja að hugsan- lega sé hægt að kenna um hinni miklu umræðu um box sem verið hefur í gangi í þjóöfélaginu en lög- reglan í Reykjavík vildi nú ekki játa það þó svo mörgum virðist hafa verið laus höndin um helg- ina. Tvær tennur voru t.d. kýldar úr dyraverði á L.A Café við Lauga- veg en ofbeldismaöurinn var hand- tekinn af lögreglu og færður í fangageymslur. Þá var lögreglu- maður sem var að sinna starfi sínu sleginn í andlitiö i Breiðholt- inu, einn maður var sleginn niður á Grensásvegi og einnig voru slagsmál á Lækjartorgi og við Gauk á Stöng. Eitt innbrot var framið í bíl viö Kirkjustræti en lögreglan náði í skottið á þeim sem þar voru að verki. -snæ/hdm RÖGUM Á MDRGUN Fáðu þér miða í síma 800 6611 eða á hhl.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.