Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Blaðsíða 27
51
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
DV Tilvera*
Owen Wilson 35 ára
Owen Wilson heíur átt
mikilli velgengni að fagna.
Flestir eru á því að hann
eigi það skilið. Hann er
sagður mjög hæfíleikarík-
ur, ekki bara sem leikari,
heldur einnig handritshöf-
undur, en hann skrifaði handritið að hin-
um rómuðu gamanmyndum, Rushmore
og The Royal Tennenbaums. Wilson
fæddist og ólst upp í Texas, einn þriggja
bræðra, og er yngsti bróðir hans, Luke
Wilson, einnig kvikmyndaleikari. Owen
segir sjálfur að hann hafi verið hinn
versti unglingur og var rekinn úr skóla í
tíunda bekk. Hann tók sig á og nam bók-
menntir við háskólann í Austin.
Gildir fyrir þriöjudaginn 19. nóvember
Vatnsberinn (20. ian,-i8. febr.):
I Það er mikið að gera
^hjá þér í dag og þú
I verður að vera fýótur
_ að meta
aðstæður svo að þú getir tekið
réttar ákvarðanir.
Rskarnir (19. febr.-20. marsl:
Vinir þínir eru þér of-
larlega í huga í dag og
þú nærð góðu sam-
bandi við
fólkið í kringum þig. Happatölur
þinar eru 6, 29 og 32.
Hrúturinn (21. mars-19. april):
l Heppnin er með þér f
Idag og þér bjóðast
tækifæri sem þú hefur
_ beðið eftir
lengi. Kvöldið gæti þó valdið smá-
vægilegum vonbrigðum.
Nautið (20. aoríl-20. maíl:
Núna er góður tfmi til
r að sýna öðrum hvað
þú raunverulega getur,
__ sérstaklega í vinnunni.
Hennilislífið verður gott í dag.
Tviburarmr (2:
Tvíburarnir (21. maí-21. iúni):
Einhver sem þú þekkir
'’vel hefúr mjög mikið
að gera og veitti ekki
af aðstoð
frá þér. Þú fengir hjálpsemina
launaða ríkulega seinna.
Krabbinn (22. iúní-22. iúlD:
Ástarmálin eru í ein-
i hveijum ólestri en
' vandinn er smærri en
____ þig grunar og
það leysist úr honum fljótiega.
Happatölur þínar eru 3, 7 og 17.
Liónlð (23. ii'ilí- 22. ágúst):
. Ekki taka þátt í sam-
1 ræðum um einkamál
annarra þar sem eru
felldir dómar
yfir fólki sem ekki er viðstatt.
Happatölur þinar eru 2, 14 og 33.
Mevian (23. áeúst-22. sept.):
Dagurinn verður róleg-
ur og það er gott and-
^^^trúmsloft í kringum
^ F þig. Hópvinna
gehgur vel og þú kannt vel við þig
í stórum hópi.
Vogin f?3. sent.-PS. okt.l:
Reyndu að taka það
rólega í dag, einkum
fyrri hluta dagsins. Þú
færð óvænt
skíiaboð í kvöld. Farðu gætiiega í
fjármálum.
Sporðdreklnn (24. okt.-2l. nóv.):
Það kemur upp vanda-
mál í vinnunni en þér
jtekst að leysa greið-
lega úr þvi.
Varastu allt kæruleysi.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l:
LFjármáUn standa vel
‘og þér gengur vel í við-
skiptum. Gættu þess
þó að rasa
ekki um ráð fram.
Steingeitin (22. des.-19. ian.l:
^ Þú átt skemmtiiegan
dag í vændum. Félags-
lifið er með besta móti
en þú skalt
fara varlega í fjármálum.
vogin (23. gg
Nokkrir mánuðir orðnir -
að tuttugu árum
Björg Gunnarsdóttir, ráðskona 1 Búlandstindi:
DV-MYND Jl
Ráðskonan
„Mér fannst allt í lagi aö fara hingaö nokkra mánuöi en þessir nokkrir
mánuöir veröa orönir aö tuttugu árum í vor, “ segir Björg.
Síldarvertíðin hefur aUtaf mikU
áhrif á líflð í sjávarplássum þar
sem sUdarvinnsla er. Aðkomufólk
kemur á staðina tU að vinna tíma-
bundið og hjá mörgum reynist
þetta „tímabundið" mjög teygjan-
legt. Björg Gunnarsdóttir, ráðs-
kona í mötuneyti Búlandstinds á
Djúpavogi, hefur sannprófað það.
Hún ætlaði bara að vera skamman
tíma á Djúpavogi þar sem mann-
inum hennar, Sigurði Arnórssyni,
hafði boðist verkstjórastaða. Björg
er Hafnfirðingur og Sigurður frá
Fáskrúðsfirði. Bæði störfuðu þau
hjá ísbirninum í Reykjavík og
voru búin að ljúka námi i Fisk-
vinnsluskólanum þegar þau tóku
þá ákvörðun að drífa sig austur.
„Mér fannst allt í lagi að fara
hingað nokkra mánuði en þessir
nokkrir mánuðir verða orðnir að
tuttugu árum í vor og ég er ekkert
á forum,“ segir Björg og brosir.
Fólk frá þrettán
þjóölöndum
„Maðurinn minn var hér kom-
inn nálægt sínum heimaslóðum
og ég var jákvæð fyrir að prófa
þetta,“ heldur Björg áfram.
„Reyndar fannst mér fjarstæða að
ætla að fara að vera hér til fram-
búðar þótt ég vissi ýmislegt um
Djúpavog og hefði komið hingað
nokkrum sinnum til ættingja
minna en þetta fór nú á annan
veg. Hér erum við og líkar mjög
vel. Hér er allt sem maður þarf,
svo ekki sé minnst á hvað gott er
að ala bömin upp á svona stað.
Það eru um níu ár síðan ég fór að
vinna hjá Búlandstindi. Fyrstu
árin var verið með kaffi handa
fólkinu en þegar útgerðin Vísir
tók við rekstri Búlandstinds kom
mötuneyti og aðkomufólki fjölg-
aði,“ segir hún. Það er nóg að gera
þegar síldarvertíðin er og ef unn-
ið er allan sólarhringinn fær
Björg aðstoðarkonu til að leysa sig
af frá kl. 18 til 6 á morgnana. Á
matar- og kaffitímum heyrast
mörg tungumál í matsalnum og 1 ~
segir Björg að fólk frá þrettán
þjóðlöndum víðs vegar i heimin-
um hafi verið þar samtímis.
„Þetta er indælisfólk og margt af
því er hér ár eftir ár. Það fer heim
í sumarfríinu og mætir aftur á
haustin,“ segir hún.
í Hafnarfjörð að lokum
Björgu finnst ágætt að fá tarnir
i síldinni en ekki of langar í einu.
„Helst vildi ég að vertiðinni lyki í
lok nóvember svo meiri tími væri
fyrir jólaundirbúning með börn-
unum. Svo væri allt í lagi að byrja
aftur í janúar," segir hún. En lífið
er ekki bara saltfiskur og síld.
Helsta tómstundaiðja Bjargar er
að drífa sig í íþróttahúsið. „Við
erum hér nokkrar konur sem höf-
um stundað leikfimi og badmint-
on i mörg ár. Þess utan fer minn
tími í að hugsa um fjölskylduna
og heimilið enda á ég þrjú böm,“
segir hún. En þótt Björg sé ánægð
á Djúpavogi er hún staðráðin í að
enda annars staðar. „Ég á íbúð í
Hafnarflrði og ég ætla að vera í
kirkjugarðinum þar en ekki hér
þegar að því kemur," segir hún
ákveðin og bætir við: „En þetta er
ekkert á döfinni." JI
Foreldr-
ar og
börn í
heilsu-
eflingu
„Fjölskyldan saman, gaman,“ er
heiti á heilsuræktarverkefni sem
nokkrir nemendur í fjarnámi við
Kennaraháskóla íslands hafa
hrundið af stað og stendur yfir í
fjóra laugardaga. Sérstaklega er
höfðað til bama á skólaaldri og
foreldra þeirra en að sjálfsögðu
eru allir velkomnir til þátttöku.
Boðið er upp á ýmiss konar hreyf-
ingu, fræðslu og uppákomur fyrir
fjölskylduna í heild þar sem lögð
er áhersla á samveru fjölskyldunn-
ar.
Að þessu verkefni standa fimm
íþróttakennarar á þrem stöðum á
landinu, þrír Akureyringar, Hom-
firðingur og Hafnfírðingur sem allir
stunda fjarnám við Kennaraháskóla
íslands og er verkefnið hluti af
námi þeirra. Homflrðingar tóku
þátt í fyrsta hluta verkefnisins og
mættu þá foreldrar og börn í
íþróttahúsið í fótbolta og blak.
Hulda Laxdal íþróttakennari er
umsjónarmaður verkefnisins á
Homafirði og segir hún að mæting
hafi verið mjög góö, rúmlega
hundrað og fjörutíu foreldrar og
böm hafi mætt til leiks og þetta hafi
tekist eins og best varð á kosið og
foreldrar hefðu talað um að þetta
þyrfti að vera einu sinni í mánuði.
Hulda sagðist vilja hvetja alla sem
tök hefðu á að taka þátt í þessu
skemmtilega verkefni sem vonandi
væri byrjun á sameiginlegri heilsu-
eflingu fjölskyidunnar og meiri þátt-
töku í alls konar íþróttaiðkun og
hreyfmgu. -JI
DV-MYND JÚLÍA IMSLAND
Bæjarstjóri og börnin
Albert Eymundsson, bæjarstjóri og fótboltaþjálfari frá unga aldri, naut sín vel við aö leiöbeina þeim yngstu.
RÍ-VERSLUN ' versiun á jarð.hæðihm
Fami stálinnréttingar - hillur
Ferm verkfæri
Raaco plastvörur
AElsecurity öryggiskerfi
Cibes og Cama lyftur
Elgadphon tölvulagnavörur
Nabco hurðaopnarar
Crimp Ijósleiðaravörur
Tl Raflagnavörur
Dimplex handklæðaofnar og arnar
RAFLAGNIR ÍSLANDS
Þiónustudeild
Endurnýjun á eldri
raflögnum
Uppsetning á síma
og tölvukerfum
Uppsetning á bruna
og öryggiskerfum
m
VERSLUN - HEILDSALA - ÞJONUSTA
Heímasíða: www.ri-verslun.is
Hamarshöfða 1-110 Reykjavík - Sími 511 1122 - Fax 511 1123