Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 33 DV Formaður Fræðsluráðs Reykja- víkur í grunnskólana: Vildi sjá skól- ana með augum barnsins - segir Stefán Jón Hafstein Formaöurinn á meöal ungling- anna. „Viö eig- um gríöarlega vel búna skóla víöa um bæinn, sumir nánast lúxusskólar, þótt aörir eigi iengra í land. En ég held aö sveigjanlegir kennsluhættir séu mesta bylt- ingin,“ segir Stefán Jón Haf- stein. Magasín-mynd GVA „Ef ég á að vera heiðarlegur þá hélt ég að það væri meiri órói og læti í tímum - mas og þref við krakkana, en þau voru greinilega í góðu námsformi þennan dag sem ég sat í tímum hjá þeim,“ segir Stefán Jón Hafstein. Hann er formaður Fræðsluráðs Reykjavikur og reyndi í sl. viku á eigin skinni hvemig starf í venjulegum grunnskóla er. Hann heimsótti Engjaskóla í Grafar- vogi en þar stunda um 440 krakkar nám í l. til 10. bekk. „Ég vildi sjá skólann með augum barnsins," seg- ir Stefán Jón. Sveigjanleiki er lykilorðið Stefán Jón segist hafa næsta lítil kynni haft af grunnskólunum frá því hann var í þrísetnum barna- skóla fyrir miUi þrjátíu og fjörutíu árum síðan. „Helsta breytingin er þessi góða aðstaða og sá sveigjan- leiki sem er kominn í skólastarf. Við eigum gríðarlega vel búna skóla viða um bæinn, sumir nánast lúxus- skólar, þótt aðrir eigi lengra i land. En ég held að sveigjanlegir kennslu- hættir séu mesta byltingin. Þessi hugsun, að mæta nemandanum á hans eigin stað, ekki mala bara yfir einhverjum vísitölunemanda sem hvergi er til og hefur aldrei verið. „ í heimsókn sinni leit Stefán inn í kennslustundir hjá nemendum á öll- um aldri. „Svo fór ég á milli stofa þar sem búið var að getuskipta heÚum ár- gangi í stærðfræði. Kennaramir telja árangurinn af því mjög góðan, bæöi fyrir þau sem hraðast fara yfir og svo eins hin sem þurfa meiri tíma í dæmin. Lykilorðið í skóla nú- tímans er sveigjanleiki og þarna sannaðist sú kenning í verki,“ segir hann. Framfaraspor í fátæktinni Aðspurður hvort eitthvað hafi sérstaklega vakið athygli hans á þann veg að aðgerða megi vænta í framhaldinu nefhir Stefán sérstak- lega skólamáltíðir. „Þær eru nú komnar í marga skóla og verða í þeim öllum innan fárra missera. Þótt við niðurgreið- um stofnkostnað og laun til aö halda kostnaði þeirra í lágmarki er samt sem áður hætta á að ekki geti öll börn nýtt sér þennan góða kost og mikla framfaraspor. Ástæðan er einfold. Fátækt í samfélaginu er staðreynd. Hér sjáum við enn og aft- ur misskiptinguna í samfélaginu og það í frekar hryggilegri mynd þegar svona góð og ódýr þjónusta gagnast ef til vUl þeim síst er mest þurfa á að halda. Ég er mjög hugsi yflr þess- ari stöðu mála, ekki bara vegna þessarar heimsóknar heldur vegna þess sem ég heyri víða að.“ -sbs íslenska AEG urmarhm AEG þvottavél með íslensku stjómborði Lavamat 74639 ÍSLAND íslenskt stjórnborð • Taumagn:5 kg • Vinduhraði:1400/1200/900/700/400 snúningar á mín.« Ljós sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu • "ÖKO-System" sparar allt að 20% sápu • Þvottahæfni: A • Þeytivinduafköst:B • Orkuflokkur: A • Mjög hljóðlát • Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu • Sérstakt vindingarkerfi fyrir viðkvæman þvott og uir• 24 þvottakerfi ásamt sparnaðarkerfi • Ullarkerfi •"Bio-kerfi"» Hægt er að stilla gangsetningu fram í tímann. AEG barkalaus þurrkarí með íslensku stjórnborði Lavatherm 57520 ÍSLAND íslenskt stjórnborð • Taumagn:5 kg • Tvö hitastig • Mjög lágvær • Hægt er að stilla fram í tímann 3, 6 eða 9 klst. • Klukkurofi:20 eða 40 mínútur • Níu mismunandi þurrkstig • Rakaskynjari sýnir þurrkstigið í tauinu • Krumpuvörn Veltir tromlu af og til í 30 mín. eftir þurrkun • Ljós í tromlu • Minnir á að þurrkun sé lokið • Hurðarop 36 sm Notendahandbók á íslensku með þvottavél og þurrkara Verð kr. 80.000.- Verð kr. 83.763.- r__________ 1LÉTTGREIÐSLUR1 1 ÍÞRJÁ MÁNUÐII HJÁ ORMSSON j rVlri RdDION/ SORMSSQN UMBOÐSMENN UM LAND ALLT ! FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI 462 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.