Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 Fréttir Bankarnir juku rekstrartekjurnar um 36% milli ára: Útlánatöp hafa aukist verulega og áhætta í bankakerfinu vaxiö DV-MYND GVA Úr afgreiöslusal Landsbanka íslands Rekstrarniðurstaða Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins er nokkuð undir væntingum en afkoma Búnaðarbanka að sama skapi aðeins umfram væntingar. Að mati Kaupþings er Landsbankinn hagstæöasti kosturinn í dag, metinn á 24,9 milljarða króna. Ekki er hægt að mæla með kaupum á íslandsbanka, sem metinn er á 46,3 milljarða krðna. Hagnaður íslandsbanka, Lands- banka, Búnaðarbanka og Kaupþings banka nam 7,7 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins til samanburðar við 3 milljarða á sama tímabili í fyrra. ís- landsbanki skilaði mestum hagnaði eða 2.359 milljónum króna, Kaupþing 2,1 milijarði króna, Búnaðarbankinn 1,6 milljarði króna og Landsbankinn 1,5 milljarði króna. Hreinar vaxtatekj- ur námu alls 17,7 milljörðum og dróg- ust saman um rétt 100 milljónir króna á milli ára. Mestur samdráttur varð hjá Landsbanka eða um 12% og rúmlega 2% samdráttur varð hjá Islandsbanka. Aukin útlánatöp Bankamir lögðu samtals um 5,5 milljarða á afskriftareikning útlána en á sama tímabili í fyrra nam það 4,1 milljarði króna, eða 36% aukning. Sé litið á framlagið í hlutfalli af heildarút- lánum bankanna er það um 0,8% til samanburðar við 0,65% í fyrra. Heild- arafskriftareikningar samtals standa nú í tæpum 17 milljörðum sem er um 2,5% af heildarútlánum bankanna. Til samanburðar má nefha að samtals stóðu afskriftarreikningar í 2,3% í árs- lok 2001 og 1,9% í árslok 2000. Stærstur hluti framlagsins síðustu misseri hefur verið í sértækan afskriftareikning. Út frá þessari þróun má ætla að útlánatöp hafi aukist og að áhætta í bankakerfinu hafi farið vaxandi. Afkoma fyrírtækja ÞrlOJI hlutl Heildareignir bankanna nema um 973 milljörðum í lok tímabils. Er það rúmlega 70 milljarða aukning frá fyrra ári þegar þær námu um 901 milljarði króna. Útlánaaukningin varð mest hjá Búnaöarbanka, eða um 18%, og tæp 8% hjá Landsbanka. Breyting markaðs- verðbréfa og eignarhluta í öðrum félög- um er langmest hjá Búnaðarbanka, eða um 75%. Bankastjórar íslandsbanka, Valur Valsson og Bjami Ámannsson, segja arðsemi bankans vera 17% sem sé í samræmi við langtímamarkmið bank- ans. Reiknað sé með að hagnaður árs- ins verði minni en í fyrra sem reyndist sérlega hagstætt. Hröð lækkun verð- bólgu hafi dregið úr vaxtatekjum til skamms tíma en ljóst sé að aukinn stöðugleiki og hagvöxtur í efhahagslíf- inu muni gefa íslandsbanka ný sóknar- færi þegar til lengri tíma er litið. Þrjú alþjóðleg fagtímarit um bankamál og fjármálamarkaði, Euromoney, The Banker og Global Finance, útnefna hvert um sig banka ársins víða um heim og hafa í ár öll valið Islandsbanka besta bankann á íslandi árið 2002. Viðunandi afkoma Uppgjör bankanna verða í heildina litið að teljast vel viðunandi. Rekstrar- niðurstaða Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins var þó nokkuð undir væntingum en afkoma Búnaðarbanka var að sama skapi aðeins umfram væntingar. Afkoma Islandsbanka reyndist í takt við áætlaða afkomu. Sveiflur í rekstri hafa verið minnstar hjá íslandsbanka síðustu misserin, af- koman hefur verið að jafnaði góð og tölur úr rekstri gefa til kynna hag- kvæman rekstur. Hins vegar virðist enn vera nokkurt svigrúm til hagræð- ingar í hinum viðskiptabönkunum tveimur, Búnaðarbanka og Lands- banka. Mikill hagnaður hjá Kaupþingi Hagnaður Kaupþings banka á fyrstu níu mánuðum ársins var 2.166 milljón- ir króna eftir skatta, samanborið við 83 milljóna króna hagnað á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaður Kaupþings banka á þriðja ársfjórðungi var 1.464 milljónir króna en 238 milljóna króna tap var á sama ársfjórðungi síðasta árs. Hreinar rekstrartekjur fyrstu níu mán- uði ársins 2002 voru 7.109 milljónir króna sem er 117% aukning miðað við sama tímabil síðasta árs. Heildareignir bankans námu 141 milljarði króna í lok tímabilsins og hafa þær aukist um 20% frá síðustu áramótum. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaup- þings banka, segir að Kaupþing banki hafi sýnt stöðuga afkomu á fyrstu níu mánuðum ársins þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði á flestum verðbréfa- mörkuðum. Rekstrarkostnaður kjama- starfsemi Kaupþings samstæðunnar lækkaði á þriöja ársfjóðungi en á móti kemur að talsverður kostnaður féll til í tengslum við söluna á Aragon og yfir- tökutilboð á JP Nordiska. Kaupþing banki sýni afkomu i samræmi við arð- semismarkmið bankans, auk þess sem við bætist söluhagnaður upp á um 1500 milljónir króna vegna sölu á Fijálsa fiárfestingarbankannum. Þetta geri það að verkum að hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2002 sé sá mesti í sögu Kaupþings banka. Alls hafa 81,5% hluthafa JP Nordiska sam- þykkt yfirtökutilboðið. Tilboðiö er enn bundið því skilyrði að Fjármálaeftirlit- ið í Svíþjóð samþykki umsókn Kaup- þings banka en gangi það eftir verður Kaupþing banki mun háðari en áður mörkuðum utan íslands, s.s. þeim sænska. Hagstæðasta verðlagningin Kennitölusamanburður á viðskipta- bönkunum þremur leiðir í Ijós að hag- stæðasta verðlagningin er tvímæla- laust á Landsbanka um þessar mund- ir. CAD hlutfall bankanna er nokkuð svipað, Búnaðarbanki er með 10,9%, Landsbanki með 10,5% og íslands- banki með 10,1%. Q hlutfall Lands- bankans er um 1,5 til samanburðar við 1,7 hjá Búnaðarbanka og 2,2 hjá ís- landsbanka. V/H hlutfall Landsbanka er i dag um 6,4 miðað við hagnað síð- ustu 12 mánaða. V/H Búnaðarbanka er 8,7 og íslandsbanka 11,1. Vænt V/H hlutfall miðað við afkomuspá Grein- ingardeildar er lægst hjá Búnaðar- banka eða 10,5,12,5 hjá Landsbanka og 14,1 hjá íslandsbanka. Búnaðar- bankinn virðist vera á nokkuð sann- gjömu verði, eða 25,1 milljarður króna, en hafa þarf í huga meiri áhættu í rekstri hans en hirrna bank- anna. Út frá kennitölusamanburði er hins vegar vart unnt að mæla með kaupum á íslandsbanka sem er met- inn á 45,3 milljarða króna. Landsbank- inn er því hagstæðasti kosturinn í dag, metinn á 24,9 milljarða króna og er því mælt með kaupum á bréfum bankans. Kaupþing er metið á 23,7 milljarða króna. Hvað er V/H og Q hlutfall? V/H hlutfallið er hlutfall markaðs- verðs bréfa og hagnaðar. V/H hiutfalhð segir til um hversu mikið markaðurinn er tilbúinn til að greiða fyrir framtíðar- tekjur fýrirtækisins. Ef hlutfallið er hátt getur það þýtt að verð hlutabréf- anna sé hátt eða að hagnaður fyrirtæk- isins hafi verið lítill. Lágt hlutfall getur að sama skapi þýtt að verð sé lágt eða að hagnaður sé hár. Hátt V/H hlutfall bendir til þess að gert sé ráð fyrir að hagnaður aukist í framtíðinni og lágt V/H hlutfall sýnir að búist er við að hagnaður minnki. Dæmi: Hagnaður fyrirtækisins X hf. er 60 milljónir króna en markaðsverð hlutabréfa í félaginu er 750 milljónir króna. V/H hlutfallið er því 12,5 (750/60 = 12,5) sem þýðir aö markaðurinn er tilbúinn að greiða sem nemur hagnaði rúmlega tólf ára fyrir hlutabréf í felag- inu. Q-hlutfall er hlutfall sölugengis og innra virðis. Það getur verið hærra en 1 til langs tíma litið og er það vegna þátta eins og viðskiptavildar fyrirtækis og leiðtogahæfileika stjómenda sem koma ekki fram í efnahagsreikningi. -GG Beit mann í lærið Fjórar líkamsárásir voru kærðar til lögreglu um helgina voru jafn- margir fluttir á slysadeild Landspít- alans. Meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg - en í einu tilvikinu, sem átti sér stað á veitingahúsi, beit maður annan í lærið. Sá fékk óblið- ar móttökur og var barinn itrekað í andlitið af hinum bitna. Þá þurftu lögreglumenn að kalla eftir aðstoð kranabils aðfaranótt laugardagsins. Ástæðan var sú að maður nokkur hafði lagst til svefns á þaki veitingahúss. Maðurinn var mjög ölvaður og mun hafa gefið þær skýringar á háttemi sínu að hann hefði þurft að leita vars á þakinu - þar sem menn væm á eftir honum sem hefðu í hyggju að skaða hann. Tölvu prests stolið Fartölvu prests og samskotabauk var stolið úr kirkju í Reykjavík um helgina. Alls var tilkynnt um 22 inn- brot til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Auk þess var tilkynnt um 13 þjófnaði, niu skemmdarverk og átta bílum var stolið. Nikkan þanln Hermann í Lambanesi þandi nikk- una að vanda og lék undir fjölda- söng sem kom í staðinn fyrir hefð- bundna umræðu um vandamálin. Fengu verðlaun fyrir að fjölga fé Þau Klara Helgadóttir og Atli Traustason í Syðri-Hofdölum fengu bjartsýnisverðlaun á árlegri skemmtun skagflrskra sauðfiár- bænda fyrir að hafa sýnt það áræði að fiölga fé á undanförnum árum og síðan keypt verulegt greiðslumark í sauðfiárframleiðslu í haust. Mæðgumar Hrefna Gunnsteindóttir og Halldóra Bjömsdóttir fengu þrautseigjuverðlaun, en þær reka myndarlegt sauðfiárbú á Ketu á Skaga. Þá fékk Sigmjón Sigurbergs- son, bóndi í Hamrahlíð, viðurkenn- ingu fyrir störf að félagsmálum en hann var formaður félags sauðfiár- bænda í Skagafirði í sex ár. Hin árlega skemmtun skagfirskra sauðfiárbænda, sem þeir kalla upp- skeruhátíð, var haldin í félagsheim- ilinu Ketilási í Fljótum á dögunum í fiórða skipti. -ÖÞ Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik! Sendu SMS-skeytið JOL og svo jóla t.d. JOL10, ef 10 dagar eru til jóla. Þú færð strax tilbaka SMS sem segir til um hvort þú hafir unnið og þá hvað. Það eru 100 glæsilegir vinningar í pottinum og því oftar sem þú tekur þátt því meiri möguleika áttu á vinningi. Allir vinningar ganga út. 100 vinningar í pottinum, ekki missa afþessu! 1 x flugferð fyrir2 til Evrópu frá Flugleiðum 1 x 28" sjónvarpstæki frá BT 2 x gjafabréf fráBTað upphæð kr. 15.000 I 2 x Gamecube tölvur frá BT j 2 x ferðageislaspilarar frá BT 12 xDVD diskar frá BT 12 x geisladiskar frá BT 3x3 mán. áskrift að Stöð 2 3x3 mán. áskrift að Sýn 4 x gjafabréf frá Oasis öxmatarkörfurfrá 10-11 2 x Nokia farsímar og inneign hjá TAL 5 x áskriftir að Séð & heyrt lOxjólatré 5 x áskriftir að DV 31 x konfektkassar frá Góu ■ Lindu Á aðfangadag er dregin út ferð fyrir tvo til Evrópu að eigin valimeð Flugleiðum og 28" sjónvarps-tæki frá BT, ásamtfleiru. Vinningar dreifast af handahófi á dagana nema 24. des. Vinninga skal vitja hjá Smart auglýsingum, Höfðabakka 9,110 RVK, miðvikudaga milli kl. 12 og 16. Vinninga skal sækja fyrir 8.1.2003 Sendu skeytin á '1415 (Tal), 1848 (Síminn) eða Glugginn>Nýtt> Jóladagatal (íslandsími,BTGSM) IMOKIA | CONNECTTNC PtOÞLE cuds

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.