Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Side 16
16
DV
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagíö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugeró og prentun: Árvakur hf.
DV áskílur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Sumarlokun leikskóla
Almenn sumarlokun leikskóla í
Reykjavík stendur fyrir dyrum. í
starfs- og fjárhagsáætlun Leikskóla
Reykjavíkur er gert ráð fyrir að
allir leikskólar borgarinnar verði
lokaðir í einn mánuð í sumar.
Borgarráð hefur samþykkt áætlun
þessa efnis en endanleg ákvörðun
verður tekin i borgarstjórn á fimmtudaginn. Bergur Felix-
son, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, sagði í DV í
gær að starfsáætlun yrði þá tekin fyrir og inni í henni væri
fjárhagsáætlun. Við fáum skammtað ákveðið af fjármunum,
sagði Bergur, og sjáum okkur ekki kleift að láta enda ná sam-
an nema með þessum hætti.
Það kom og fram í fréttum í gær að Bergur sagðist ekki
vita nákvæmlega hvað sumarlokanir leikskólanna spöruðu
mikið en augljóslega kostaði það talsvert að halda leikskólun-
um opnum yfir sumartímann. Haft var eftir Guðlaugi Þór
Þórðarsyni, borgarfulltrúa og fulltrúa í leikskólaráði, í gær
að sparnaður vegna fyrirhugaðra lokana næmi 12 milljónum
króna eða 0,3% af um það bil fjögurra milljarða veltu Leik-
skóla Reykjavíkur.
Vafasamt er að þessi sparnaður réttlæti þá miklu röskun
sem fyrirhuguð er og snertir bæði foreldra og atvinnufyrir-
tæki. Bergur Felixson segist hafa skilning á því að þetta geti
skapað vandræði fyrir foreldra en nú verði kannað á hverj-
um leikskóla fyrir sig hvenær henti best að loka. Raunar hef-
ur hann svarað því sjálfur. Um sé að ræða júlí og hugsanlega
aðeins fram i ágúst.
Það er ekki ofmælt að þessi ákvörðun, verði hún samþykkt
af borgarstjórn, muni skapa vandræði. Með henni er nánast
verið að skikka alla foreldra barna i Reykjavik, að sex ára
aldri, í sumarfrí á sama tíma. Fjöldi fólks hefur ekki tök á
þessu. Erfitt getur reynst að samræma tíma foreldra sem
vinna sitt á hvorum staðnum auk þess augljósa vanda sem
fyrirtæki standa frammi fyrir ef foreldrar þessara barna
þurfa allir frí á sama tíma. Mörgum fyrirtækjum reynist
erfitt að koma sumarfríum starfsmanna heim og saman á
þriggja mánaða sumartíma, hvað þá ef stórum hluta er stefnt
inn á sömu fjórar vikur sumarsins. Þá getur það skapað
úlfúð meðal samstarfsmanna ef barnafólk er neytt í forgang
á eftirsóttasta sumarleyfatímanum.
Framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavikur hefur bent á, til
réttlætingar ákvörðun um sumarlokun leikskóla, að grunn-
skólar loki í mun lengri tima yfir sumarmánuðina en fyrir-
hugað er að leikskólarnir geri. Sá samanburður á ekki við
nema um yngstu grunnskólabömin. Eldri börnin þurfa ekki
sömu gæslu.
Þetta er mjög miður, segir Guðlaugur Þór Þórðarson borg-
arfulltrúi, og ekki hluti af þeirri þjónustu sem við ættum að
bjóða. Hann segir fyrirhugaða breytingu koma sér mjög illa
fyrir foreldra sem til þessa hafa getað valið hvenær þeir taka
böm sín af leikskólum og miðað það við sín frí. Þarna er fólk
sett upp við vegg, segir hann, og það sér hver maður hversu
mikil óþægindi þetta hefur í för með sér.
Rétt er hjá borgarfulltrúanum að sumarlokun leikskól-
anna í Reykjavík, verði hún samþykkt í borgarstjórn, mun
fylgja mikil óþægindi fyrir marga og lakari þjónusta. Foreldr-
ar sem ekki komast í frí á þessum tíma verða að koma börn-
um sínum fyrir annars staðar. Borgin kemst vart hjá því að
bjóða aðrar lausnir á þessum tíma auk gæsluleikvalla sem
bent hefur verið á sem úrræði til bjargar.
Um það er ekki deilt að æskilegt er að foreldrar séu með
börnum sínum í sumarfríinu en hætt er við að niðurnjörvað
sumarleyfi reynist mörgum foreldrum erfitt, fyrir utan þann
vanda sem það skapar i þeim fyrirtækjum sem þeir vinna
hjá.
Jónas Haraldsson
Burt með vísitöluna
Það er augljóst á síöasta
vísitöluhneykslinu að
venjulegt launafólk á sér
enga málsvara á þingi.
Flestir á lista Sjáifstæðisflokks-
ins eru lögfræðingar - það er að
segja rukkarar og lifa þar með á
skuldum annarra - og í nýlegu
prófkjöri Samfylkingar fengu þeir
einkum brautargengi sem telja sig
málsvara bótaþega. Vinstri grænir
eru staddir einhvers staðar í miðri
ræðu eftir Einar Olgeirsson en
framsóknarmenn eru - tja - um-
fram allt framsóknarmenn. Enginn
af þessum flokkum virðist hirða
um þaö að höfða til hinnar þraut-
píndu millistéttar, venjulegra
skattgreiðenda sem þurfa að
standa undir öllu saman. Og kjósa
þessa fugla í ofanálag ...
Hvi ekki kókaín?
Fimm manna fjölskylda, reglu-
söm, reyklaus og ráðvönd, þarf að
greiða sérstaklega fyrir það þegar
Smimof-flaskan hækkar eins og
Smimof vodka sé á einhvem hátt
þessari fjölskyldu að kenna eða
tengist henni á einhvem máta.
Þetta er hlálegt og ósiðlegt - ög
samt er eins og öllum ráðamönn-
um finnist þetta eðlilegt.
Það er að sönnu góðra gjalda
vert að hækka upp úr öllu valdi
verð á óþverra á borð við spíra
með kúmeni útí og tóbak; þeir sem
á annað borð lenda í að neyta þess-
ara ríkisreknu fíkniefna geta hæg-
lega greitt fyrir það dýru verði til
,Það nær hins vegar ekki nokkurri átt, að sterkt áfeng
og tóbak sé lagt til grundvallar því þegar vísitala er
ákvörðuð - hvers vegna ekki kókaín lika?“
Sandkora
Matröð á Bessastöðum
Senn líður að því að tilkynnt
verði hvaða bækur eru tilnefndar
til íslensku bókmenntaverðlaun-
anna. Óvíða mun vera beðið eftir
þeim fréttum með meiri eftirvænt-
ingu en á Bessastöðum. Forseti ís-
lands afhendir sem kunnugt er
verðlaunin og hefur ávallt við það
tækifæri lýst ánægju sinni með
niðurstöðuna. Vandinn að þessu
sinni er að ekki era beinlínis
miklir kærleikar með forsetanum
og tveimur þeirra sem til greina
gætu komið. Annars vegar er það vitanlega Davíð Odds-
son forsætisráðherra, sem fengið hefur ágætar viðtökur
við smásagnasafni sínu, og hins vegar Jón Baldvin
Hannibalsson, sem segir m.a. í bók sinni að Ólafur
Ragnar hafi verið „atvinnumaður í pólitískum áróðurs-
brögðum og hikaði aldrei við að snúa staðreyndum á
haus, ef það mátti verða til framdráttar röngum mál-
stað.“ Það er sömuleiðis stirt á milli þeirra Jóns Bald-
vins og Davíðs þannig að viðbúið er að ræður þeirra
Ummæli
Dálaglegt
„Það er ekki gott til afspumar
ef rétt er.“
Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra
og fyrrverandi utanríkisráöherra, í
Silfri Egils á Skjá einum. Um þau um-
mæli Hallgrims Helgasonar rithöfund-
ar aö Samfylkingin væri „klónaö Al-
þýðubandalag".
Þvert um hug sér
„Ólafur Ragnar hafði ekki þessa sannfæringu.
Hann var ekki á móti EES. Hann var í því hlut-
verki að þykjast vera það.“
Jón Baldvin Hannibalsson í Silfri Egils á Skjá einum.
Gísli skemmtilegri
„Mér fannst nú skemmtilegra í viðtali hjá Gísla
sandkorn@dv.is
þremenninga verði afar athyglisverðar, komi þeir allir
við sögu...
Konur og konur
Mörgum virðist sem umræðan um líklegan hlut
kvenna á Alþingi eftir komandi kosningar hafi verið
nokkuð á einn veg - og ekki endilega í samræmi við
staðreyndir. Hvaða flokkur skyldi til dæmis hafa
„misst“ flestar konur af framboðslistum í aðdraganda
kosninganna? Það er sjálf Samfylkingin, sem horflr á
eftir þeim Svanfríði Jónasdóttur og Sigríði Jóhannes-
dóttur. Fjölmargir þingmenn sem settust á þing fyrir
Sjálfstæðisflokkinn eftir síðustu kosningar verða öragg-
lega eða næstum því örugglega ekki á þingi eftir kosn-
ingar - era annaðhvort hættir á þingi, hefur verið hafn-
að í prófkjöri eða af uppstillingamefndum, eða eiga litla
möguleika á þingsæti. Samtals eru þeir sex, en af þeim
sex er ein kona og fimm karlmenn. Það virðist því mun
„hættulegra" að vera karl í þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins en kona. Kannski það sé vegna þess að formaður
þingflokksins, sem er kona, er svo harður í hom að taka
it
Marteini heldur en hjá ykkur.“
Guöni Ágústsson landbúnaöarráö-
herra í viötali viö Tímarit stjórnmála-
fræöinema. Punkturinn yfir i-iö I
löngu og flóknu svari Guöna við
spurningunni: „Finnst þér landbúnaö-
arstefna ESB hafa þróast á ásættan-
legan veg meö McSharry-endurbótun-
um og endurskoöuninni áriö 1999?"
Til forystu í vinstristjórn
„En fyrst og fremst þá er Framsóknarflokkurinn
annað aflið í þessari ríkisstjóm og hann þarf aö fá
styrk til að vera annað aflið i næstu ríkisstjóm, eða
forystuaflið."
Guöni Ágústsson i viötali viö Tímarit stjórnmálafræöinema.
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002
17
Kjallari
Gísli
Sigurösson
íslenskufræöingur
Skoðun
Hugmyndabylting í pólitík
Meira í vasann
samneyslunnar í landinu - sem
manni virðist að vísu að fari ekki
sist í það að borga læknum eitt-
hvert hæsta kaup í heimi.
Það nær hins vegar ekki nokk-
urri átt, að sterkt áfengi og tóbak
sé lagt tif grundvallar því þegar
vísitala er ákvörðuð - hvers vegna
ekki kókaín líka? Hækkun á verði
á slíkri eindreginni munaðarvöru
verður til þess að almenningur í
landinu sem er að borga af hús-
næðislánum og öðru þarf að greiða
miklu meira en ella - og voru okur-
vextimir ærnir fyrir. Og við þetta
búum við eins og eitthvert náttúru-
lögmál sem ekki nokkrum stjórn-
málamanni dettur í hug að hrófla
þurfi við. Erfitt er að sjá önnur rök
fyrir þessu vísitölumöndli en að
gæta hagsmuna lánardrottna. Þvi
verður manni það á að spyrja
svona rétt fyrir kosningar: Eru lán-
ardrottarnir þeir aðilar sem helst
þurfa aðstoðar við nú á tímum?
Hér er ekki óðaveröbólga
Það er löngu orðið tímabært að
einhverjir stjórnmálamenn fari að
gefa gaum þeirri ósvinnu sem
verðtrygging er hér á landi. í sið-
uðum löndum tíðkast ekki við-
skipti þar sem einungis annar aðil-
inn tryggir sig í bak og fyrir.
Hvergi í nágrannalöndum okkar -
og sennilega hvergi í heiminum -
tíðkast vísitölur á borð við þá sem
neyðir venjulegt fólk hér á landi til
að taka á sig fáránlegar hækkanir
af engu tilefni og sæta þessum ei-
lífu og auðmýkjandi afarkostum.
Við búum við fyrirkomulag sem
miðast við að hér sé óðaverðbólga.
En kæru þingmenn: hér er ekki
óðaverðbólga. Hækkun á tiltekinni
vöru á ekki að hafa keðjuverkandi
áhrif um allt samfélag heldur ein-
vörðungu að hafa áhrif á neyslu
þeirrar tilteknu vöru. Og ríki hér
tveggja prósenta verðbólga - þá er
bara að búa viö afleiðingar þess.
Að minnsta kosti virðist reynsl-
an sýna það að auðveldara er að
breyta veðrinu í desember en að
hnika við vísitölunni.
stjórnarinnar verið sú að
lækka beri skatta á fyrirtæki
fremur en einstaklinga; það
skili sér í kröftugra atvinnulífl
og þannig að lokum í vasa
launþega. Það verður því
spennandi að fylgjast með því
hvemig skattalækkunarum-
ræðan mun þróast innan Sjálf-
stæðisflokksins á næstu mán-
uðum.
Skattalækkun komin á
dagskrá
En fleiri en sjálfstæðismenn
eru famir að vekja máls á
skattalækkunum. Er skemmst
að minnast framgöngu Jó-
hönnu Sigurðardóttur sem hef-
ur farið mikinn í umræðu um
skattamál undanfarið. Skatta-
lækkanir virðast tvímælalaust
vera komnar á dagskrá í ís-
lenskri pólitik. Áherslurnar
eru þó ólíkar i þeim efnum.
Vinstrimenn leggja áherslu á
hækkun persónuafsláttar og
skattleysismarka. Slíkar að-
gerðir myndu skila sér best til
láglaunafólks. Hægrimenn
vilja hins vegar koma á flötum
tekjuskatti og afnema persónu-
afsláttinn. Slikt fyrirkomulag
myndi skila mestu til hátekju-
fólks.
En hvað með meðal »Tram til þessa hefur stefna Geirs H. Haarde og ríkisstjómarinn
tekjumanninn? " ar verið sú að lækka beri skatta á fyrirtæki fremur en einstak-
Sá hópur sem skattkerflð hef- linga, það skili sér í kröftugra atvinnulífi og þannig að lokum í
ur hvað harðast leikið er fólk launbeea “
með meðaltekjur. Þetta á sér- uiunpegu.
staklega við um ungt fólk
sem hefur nýlokið námi og
er að koma sér upp fjöl-
skyldu og þaki yflr höfuðið.
Reynsla þessa hóps er sú að
hærri upphæð á launaseðl-
inum skilar sér sjaldnast í
vasann þar sem tekjuteng-
ing vaxta- og bamabóta og
raunar tekjutengingar í vel-
ferðarkerflnu í heild éta upp
alla hækkun launatekna. Oft
verður tómahljóðið í budd-
unni ærandi þegar búið er
að borga alla greiðsluseðla
mánaðarins.
Réttlátt skattkerfi
Það ber því að fagna auk-
inni umræðu um skatta-
lækkanir. Skattalækkanir
eiga hins vegar ekki að vera
markmið í sjálfu sér heldur
eiga þær að vera liður í að
gera skattkerflð réttlátara
og skilvirkara. Krafa skatt-
greiðanda í þeim efnum er
einföld: meira í vasann!
Sú skattalækkun sem
væri réttlátust og skynsam-
legust er einfaldlega sú sem
fæli það í sér að skattborg-
urunum væri ekki lengur
refsað fyrir að fá smáræðis
launahækkunarlús heldur
skilaði meiru í vasa þeirra
skattgreiðanda sem eru með
meðaltekjur og hafa ótæpi-
lega orðið fyrir jaðaráhrifum
skattkerfisins.
Þetta stefnumál fékk góðan
hljómgrunn á meðal þeirra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík sem
tóku þátt í prófkjöri flokksins, þar
sem þrír imgir menn imnu glæsta
sigra. Sjálfstæðismenn í Reykjavík
virðast kalla eftir skattalækkun-
um, a.m.k. ef árangur ungu mann-
anna þriggja er einhver mæli-
kvarði á fylgi við skoðanir þeirra.
Stuðningur við skatta-
lækkanir - eða hvað?
Eigi að síður var sá frambjóð-
andi sem fékk flest atkvæði í próf-
kjörinu einmitt sá maður sem ber
mesta ábyrgð á núverandi stefnu i
skattamálum, sjálfur fjármálaráð-
herrann. Fram til þessa hefur
stefna Geirs H. Haarde og rikis-
ógnað af kerfinu. Mestalla 20. öld
snerust deilumar lika um margt af
þvi sem viö teljum nú sjálfsögð vel-
ferðarmál. í þeim deilum töluðu
vinstrimenn í stjórnmálum og
verkalýðshreyfingu fyrir öllum
framfórum sem síðar urðu. Það er
hins vegar rétt hjá Morgunblaðinu
að ekkert af þeim hugmyndum
komst til framkvæmda fyrr en þær
höfðu hlotið svo almennan stuðning
að Sjálfstæðisflokkurinn studdi þær
líka. Þar með var hinn endanlegi
lögformlegi geraingur að sjálfsögðu
oftast í höndum þess flokks sem fór
með völd í landinu lengst af öldinni.
Erum við öll orðin sammála?
Sú hugarfarsbylting sem orðið
hefur á Morgunblaðinu og í Sjálf-
stæðisflokknum endurspeglar breytt
siðferðisviðmið í þjóðfélaginu öllu.
Það sem einu sinni var talið bylting-
arkenndur kommúnismi og ógn við
borgaralegar dyggðir er nú óum-
deilt. Og þessi hljóða bylting hefur
orðið með svipuðum hætti og hug-
myndabyltingar í vísindum: Fyrst
„Hið réttláta þjóðfélag
sem átti að byggja gat
hvergi orðið til nema í
landinu Útópíu. Sannar-
lega var það ekki í Sovét-
ríkjunum, Kína, Kúbu,
Norður-Kóreu eða neinu
þeirra rikja sem menn
eltu í leit að Draumaland-
inu. “
reyna hinir gömlu (eða ungu) og
íhaldssömu vísindamenn að þegja
nýjar hugmyndir í hel eða berjast
gegn þeim með kjafti og klóm.
En um það bil sem það rennur
upp fyrir þeim, að þeir ættu að játa
ósigur sinn snúa þeir við blaðinu og
segja: „Þetta er einmitt það sem við
höfum alltaf sagt.“ í hinni hug-
myndafræðilegu baráttu um velferð-
arþjóðfélagið erum við komin að
þessum punkti. Nú reynast velferð-
armálin alltaf hafa veriðmiál Morg-
unblaðsins og Sjálfstæðisflokksins.
Það liggur við að vinstri menn geti
bara haldið áfram að horfa á sjón-
varpið og treyst Davíð. Hann er
málsvari frelsis og félagslegs jöfnuð-
ar, talar fyrir réttlæti og hófsemi,
stöðugleika og framförum. Rökfast-
ur og skemmtilegur. Og enn í sókn.
En svo er eins og maður vakni
upp af fögrum draumi þegar „unga“
tríóið sigrar í prófkjöri í Reykjavík.
Af auglýsingum að dæma hafa
drengirnir þrír mestar mætur á
slagorðum um báknið burt, lægri
skatta og meira frelsi Hannesar
Hólmsteins. Þeir virðast með öðrum
orðum eiga langt í land með að
verða málsvarar þess velferðarkerf-
is sem hinir eldri flokksmenn vilja
nú eigna sér. í svefmofunum er gott
til þess að vita að við skulum ekki
hafa lagt niður vinstriflokka og
verkalýðshreyflngu í þeirri sælu trú
að öllu væri örugglega fyrir komið í
Sjálfstæðisflokknum, þar sem rétt-
lætið ríkir ofar öðru og stéttimar
eiga samleið í Flokknum eina. í
landinu Útópíu.
Fínnur Þór
Birgisson
lögfræöingur
Steingrími J. Sigfússyni varð á að
telja vinstri menn hafa komið þar
einhvers staðar nærri en Morgun-
blaðið hefur kveðið slíkar grillur
niður: Það var Sjálfstæðisflokkur-
inn, með hjálp frá Alþýðuflokki, sem
vildi alla 20. öld auka jöfnuð í sam-
félaginu, koma á almennri heilbrigð-
isþjónustu, opna aðgang allra að
menntun og tryggja þá sem minnst
báru úr býtum. Það voru atvinnu-
rekendur sem vildu stytta vinnuvik-
una og hækka kaupið en kommún-
istar sem stóðu í veginum með sína
Moskvu- og ríkistrú. Skilst manni.
Fortíðardraugar
Það efast enginn stjórnmálaflokk-
ur lengur um mátt auðmagnsins og
möguleika kapítalismans til að
draga samfélagsvagninn áfram og
laga sig að nýjum aðstæðum. Það
talar enginn máli þeirrar hagfræði
marxista sem byggðist á ímyndaðri
skynsemi manna, réttlæti ríkisins
og vinnusemi allra, óháð efnahags-
legum ávinningi. Hið réttláta þjóðfé-
lag sem átti að byggja gat hvergi
orðið til nema í landinu Útópíu.
Sannarlega var það ekki í Sovétríkj-
unum, Kína, Kúbu, Norður-Kóreu
eða neinu þeirra ríkja sem menn
eltu í leit að Draumalandinu. Við
getum þakkað fyrir að Sovét-ísland-
ið kom aldrei. Það er öllum ljóst.
Núna.
Deilur um samfélagsgerð snúast
nú um það hvaða böndum sé hægt
að koma á frelsi einstaklinganna til
þess að sem flest fái notið ávaxtanna
af atorku þeirra án þess að einstak-
lingunum flnnist athafnaþrá sinni
Það vakti athygli mína að
allir ungu frambjóðend-
urnir í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík
lögðu ríka áherslu á
skattalækkanir.
Deilt er um höfundarrétt
á velferðarþjóðfélaginu.