Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 Skoðun ___________________________________________ÐV Trúirðu á ást við fyrstu sýn? Magnea Slf Agnarsdóttir klippari: Nei, alls ekki, ég held að fólk geti unniö sig veruiega upp og niður. Gunnhildur Bárðardóttir kiippari: Já, auövitaö, en hversu lengi sú ást endist er svo auövitaö misjafnt. Jóhanna Maggý Hauksdóttir: Já, pottþétt, ég er nýtrúlofuö kaerastanum mínum og þaö var ást viö fyrstu sýn. Birna Ósk Sigurjónsdóttir nemi: Nei, ég hef ekki kynnst svoleiöis. Kormákur Gelrharösson vert: Já, ég hef oröiö fyrir henni. Árnl Hjörvar Árnason garösláttudrengur: Já, auövitaö, annaö vaeri ómannlegt. Meö illu skal illt út reka Helstu fréttir hér aö undanfórnu hafa snúist um annars vegar dóma yfir misindismönnum af öllum gerðum og hins vegar um tölvuleiki sem tald- ir eru hættulegir ís- lenskum börnum og unglingum. Er hugsanlegt að verið sé að „búa til“ frétt- ir um ekkert - og út af engu? Lítum aðeins á þetta. Skemmdarverk skipta tugum hér í Reykjavík á einni helgi. Aðallega eru það rúðubrot, fullum sorptunn- um er velt um, bílar eyðilagðir og rifrnn upp gróður þar sem hann sést. í flestum tilvikum er ekki dæmt fyrir svona atgang og menn ganga lausir og halda uppteknum hætti. Erlendur hljómlistarmaður reyn- ir að verjast hvað hann má eftir að æstur krakkaskari ræðst að honum með snjóboltakasti og skemmir bíl hans. Fómarlambið grípur til vam- ar og slær til eins þeirra sem næst í og leiðir það til nefbrots. Maðurinn er dæmdur til að greiða hinum nef- brotna skaðabætur. Óargadýr í mannsmynd ræðst að konu að næturlagi. Hún beitir, sér til vamar, úðabrúsa sem hún geym- ir í handtösku sinni. Hún er sektuð fyrir að beita árásarmann ofbeldi! Og fleiri em dæmin. Eitt frá fyrri áratugum: Eldri kona ók bíl sínum í hálku að vetrarlagi. Hún tók eftir því að krakkar héngu í bílnum og létu hann draga sig eftir hálli göt- unni. Konan stöðvar bílinn, hastar á krakkana og nær til eins þeirra og hristir hann til - varla hefur séð mikiö á kauða. En hún fékk áminn- ingarbréf frá lögreglu fyrir vikið! Og nú er að koma spenningur í þjóðfélagið svo um munar: í mynd- Geir R. Andersen biaöamaöur skrífar: Nýlr og nýir tölvuleikir Reglugeröarflóran gagnar ekki. „Einfalt ráð til að sporna við auknum vandalisma á íslandi er að dœma sér- hvem ofbeldis- og skemmd- arverkamann til þungrar refsingar en hlífa þeim sem ráðist er á. “ bandaleigur eru komnir tölvuleikir sem unglingamir sækjast mjög eft- ir. Þetta eru mest dráp og limlest- ingar ásamt með „verðlaunum" sem felast í nauðgun og meiri limlesting- um. Menntamálaráðuneytið bregst við með því aö íhuga reglugerð um eftirlit með tölvuleikjum. Á aö koma í veg fyrir að unglingar nái i hina ofbeldisfullu tölvuleiki? Hvílík- ur misskilningur. Svona leiki má koma með til landsins í hvaða tösku sem er og varla verður farið að skoða spólur í farangri flugfarþega við komu til landsins! Einfalt ráð til að spoma við aukn- um vandalisma á íslandi er að dæma sérhvern ofbeldis- og skemmdarverkamann til þungrar refsingar en hlífa þeim sem ráðist er á. Það á ekki að eyða fjármunum í að reyna að „uppræta“ það sem ekki er hægt að uppræta. Tölvuleik- ir hvers konar verða ekki bannaðir af hinu opinbera. Foreldrar og um- sjónarmenn unglinga geta og eiga að hafa eftirlitshlutverkið með höndum. - Með því einu móti verð- ur barist gegn drápsfýsninni og þegnamir varðir. Vaxtavextir í verðbólguhjöðnun Jón Helgason skrifar:_____________________________ Krónan styrkist og Seðlabankinn lækkar stýrivexti og sú aðgerö hans byggist á því að verðbólga hefur far- ið lækkandi. Seðlabankastjóri segir svonefnda raunstýrivexti komna nið- ur í 3,2% sem sé nærri því marki sem gæti orðið eins konar jafnaðar- vextir til lengdar. Og Samtök at- vinnulífsins fagna hverju slíku skrefi Seðlabankans í vaxtalækkun. En hvaö gerist hjá viðskiptabönkun- um? Nærri því ekki neitt! Þeir ýmist segjast munu athuga lækkun vaxta eða þeir gera ekkert sem kemur að notum fyrir hinn almenna launa- mann, hvað þá heldur þá sem eru hart keyrðir vegna vaxtaokurs og verðbótaþátta á almennum markaði, „Ef bankarnir hrœðast aukna eftirspurn lána er það þeirra að lána ekki fé með öðrum hætti en þeim að tryggt sé að lánin hafi trygg forgangsveð. Bank- amir hafa því miður sýnt alltof mikla óvarkárni í þeim efnum og ábyrgðar- leysi eins og dœmin sanna. “ þ.m.t. í húsbréfakerfinu. í sérhverju landi, annars staðar en á íslandi, myndu stjórnvöld sjálfkrafa beina þeim tilmælum til lánastofnana að lækka vexti og verðbótaþætti af lang- tímalánum. Það er engin þörf fyrir hávaxta- stefnu og það er engin þensla komin í þjóðfélagið vegna virkjanafram- kvæmda eða álversbyggingcir. Það er fremur niðursveifla í þjóðlífinu. Á meðan svo er hlýtur bankakerfið að fylgja Seðlabankanum í kjölfar lækk- unar stýrivaxta. Þetta er algild regla í öðrum löndum. Hví ekki hér líka? Ef bankarnir hræðast aukna eftir- spurn lána er það þeirra að lána ekki fé með öðrum hætti en þeim að tryggt sé að lánin hafi trygg for- gangsveð. Bankarnir hafa þvi miður sýnt alltof mikla óvarkárni í þeim efnum og ábyrgðarleysi eins og dæmin sanna. Lúxusvandamál Nú berast sífellt fréttir af löngum biðröðum við húsnæði Mæðrastyrksnefndar þar sem fólk vonast til að fá úthlutað ávísunum á matarinn- kaup og annað sem getur komið sér vel yfir há- tíðarnar. Kunnugir segja að aldrei áður hafi jafn- margir leitað sér aðstoðar fyrir jólin. Misjafnt er hvemig menn túlka þessar Mæðrastyrksnefndar- biðraðir enda hafa menn hent gaman að þvi að sumir kófreyki í biðröðinni og tali án afláts i farsíma. Neyðin sé nú ekki meiri. Jólabónus Hugtökin fátækt og neyð hafa breyst í tímans rás. Öll viömið hafa færst til þannig að í dag telst það fátækt og jaðra við örbirgð sem flestir hefðu sætt sig bærilega við áður fyrr. Fátæktar- basl nútímans hefði talist til velmegunar á árum áður. Þetta gerir að verkum að stórtjölgað hefur í hópi fátækra og þeirra sem virðast þurfa á að- stoð Mæðrastyrksnefndar að halda. Garri ætlar ekki að efast um sára neyð margra skjólstæðinga nefndarinnar en leyfir sér hins vegar að efast um að neyðin sé alls staðar jafnmikil. í sumum tilfellum er verið að hjálpa fólki sem getur hæg- lega hjálpað sér sjálft en hefur ekki til þess nennu og er jafnvel svo útsmogið að það sækir sér jólabónus hvar sem hægt er aö fá eitthvað án endurgjalds. Gildir einu þó verið sé að taka af kökunni sem ætluð er þeim sem virkilega þurfa á aðstoð samfélagsins að halda. ÖU þessi fátækt- arumræða leiðir hugann nokkur ár aftur í tím- ann þegar Garri dvaldist meðal stúdenta i út- löndum. Á skrifstofu stúdentagarðanna bárust reglulega erindi frá fátækum stúdentum sem báðu um greiðslufrest eða aðra ívilnan svo endar næðu saman. Eins og verða vill voru erindin af ýmsu tagi en áttu það sameiginlegt að verið var að leysa úr sárri neyð. Það skal því engan undra að forráðamenn stúdentagarðsins hafi orðið for- viða þegar íslendingur mætti þar einn haustdag og fór í fullri alvöru fram á að innréttingamar í íbúðinni yrðu endurskoðaðar svo hann kæmi nýja sófasettinu sínu almennilega fyrir. Upp frá því urðu landar hans að þola ýmsar háðsglósur af hálfu heimamanna sem sögðu þá ekki eiga við önnur vandamál aö etja en lúxusvandamál. Hver er fátækur? Og til að undirstrika hversu afstætt fátæktar- hugtakið er má rifja upp orð Simonar Spies, lit- ríks og vellauðugs ferðamálafrömuðar sem löngu er kominn undir græna torfu í Danmörku. Á opnum fundi þar sem ríkidæmi bar á góma sagði Símon eitthvað á þá leið að maður sem hefði milljón á mánuði gæti í sjálfu sér verið sárafá- tækur og átt í mesta basli. Kurr fór um salinn en fundargestir gátu engan veginn skilið hvert karlinn var að fara. Jú, þetta er ofur einfalt. Ef hann eyðir alltaf 1200 þúsund á mánuði. Þetta þekkja íslendingar auðvitað ekki og tómt mál um að tala á þessum vettvangi. C,0kffl Canada 3000 hætti Veröur reynt aftur? Flugið til Kanada Sigurbergur skrifar: Ég er einn þeirra sem fagna hugsan- legum flugsamgöngum við Kanada. Finnst þó að þar ættu viðkomandi kanadísk flugfélög ásamt umboðs- manni hér á landi að kanna hvort ekki sé heppilegra að höfð verði viðkoma í borgum nær austurströndinni, t.d. Montreal, Toronto eða Ottawa sem er höfuðborg Kanada. Annað stingur í augu i fréttum um þetta flug, að ekki skuli kanadískt flugfélag mega taka farþega héðan til Bretlands. Ég hélt að algjört flugfrelsi gilti nú i Evrópuríkj- unum! Og enn er ekki ljóst um leyfi til að flytja íslenska farþega milli íslands og Kanada! Er eitthvað að í kerfi kerf- anna á íslandi? Sirrý í auglýsingum Jón Gíslason hringdi: Hef haft ánægju af þættinum Með Sirrý, á Skjá einum. Sl. miðvikudag brá þó svo við að þátturinn endur- speglaði auglýsingagleði landans helst til mikið. Mér fannst efni þáttarins ganga út á að auglýsa eitt og annað og hafði þar með lítið sem ekkert gildi sem þátturinn gjaman hefur. Auðvit- að getur maður ekkert sagt, hvað þá kvartað því að Skjár einn er ókeypis með öllu og hefur veitt manni margar ánægjustundir. Það er því ergilegra ef þessi þáttur og aðrir svipaðir detta niður á það plan að vera meira og minna auglýsingar í sjálfum þáttun- um, auk auglýsinganna í innskotun- um. - Ég sendi þetta til blaðsins ein- ungis til að láta vita um a.m.k. einn sem ekki vill láta þáttinn Með Sirrý falla um sjálfan sig. Allar línur uppteknar Hajldór Björnsson skrifar: Það er orðið dular- fullt þegar næstum hvert fyrirtæki - og þó einkum þau stærri - svara þeim er hringja inn með orðunum: Allar línur uppteknar, munum svara strax og hægt er - en enginn svarar svo fyrr en eftir dúk og disk. Og þó aðal- lega „disk“. Já, þetta með símsvörun hjá stærri fyrirtækjum fer í mann og sérstaklega þegar maður fmnur að það er eitthvaö annað að en bara það að margir séu að „bögga“ fyrirtækið með innhringingum. Er nú helst tiltækt fyrir fyrirtækin að ráða fleiri stúlkur til að svara, stækka símakerfið eða bjóða viðskiptavinum að i þá verði hringt ef þeir skilji eftir símanúmer. Illa hirt vefsvæði Brynjar skrifar: Fjárhagslegir örðugleikar afsaka ekki skortinn á uppfærslu á strik.is vefsvæðinu. Til margra mánaða núna hefur siða Silfurs Egils ekki verið upp- færð og eru pistlar um HM í fótbolta frá þvi snemma í sumar í aðalhlut- verki þar!! Hvemig væri nú ef að- standendur striksins sýndu veflesend- um þá kurteisi að kippa vefsvæði Eg- ils út af strik-vefnum ef ekki er von á uppfærslu. Þetta er vanræksla í sinni sorglegustu mynd. Ásgeir Friðgeirs- son, fyrrum ritstjóri, og Egill Helgason eru kannski ekki ábyrgir persónulega en þetta kemur sér illa fyrir þá. „Sá yðar sem býr í glerhúsi..." - þið vitið hvemig þetta endar. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Síminn er haldreipiö Er víöa til trafala líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 289. tölublað (16.12.2002)
https://timarit.is/issue/201338

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

289. tölublað (16.12.2002)

Aðgerðir: