Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 DV Salrnan Raduyev. Raduyev lést í fangelsi Salman Raduyev, eini uppreisn- arforingi Tsjetsjena sem hefur verið fangelsaður af Rússum, lést um helgina í fangelsi, 35 ára að aldri. Dánarorsök hans er sögð vera inn- vortis blæðingar en yfirvöld neita alfarið að honum hafi verið ráðinn bani. Raduyev er einna þekktastur fyr- ir að leiða innrás í Dagestan í suð- urhluta Rússlands árið 1996 þar sem hann tók um 2000 manns gíslingu á spítala. Alls létust þar 78 manns. Rússneski herinn handtók hann svo í mars árið 2000 og var hann leidd- ur fyrir rétt í Dagestan og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þó svo að Raduyev hafi ekki spil- að neitt hlutverk í núverandi átök- um Rússa og Tsjetsjena stjórnaði hann einum af öflugustu uppreisn- arhópum Tsjetsjena í stríðinu við Rússa árin 1994-96. Flutningaskip sökk á Ermarsundi Norskt flutningaskip sökk á Ermarsundi á laugardagsmorgun eft- ir árekstur við annað slíkt sem sigldi undir merkjum Bahamaeyja. Fyrra skipið, sem metið er á 3,3 milljarða, var með tæplega 4 milljarða króna farm. Um er að ræða lúxusbifreiðir á borð við BMW, Saab og Volvo sem verið var að flytja til Southampton í Englandi frá Antwerpen í Belgiu. Áreksturinn varð rétt undan suð- austurodda Englands. Enginn hlaut skaða af í árekstrin- um og þykir það lán að ekkert af olíunni í skipinu skuli hafa fara í sjóinn. Yasser Arafat sendir al-Qaeda tóninn: „Bin Laden misnotar málstað Palestínu" Leiðtogi Palestínu, Yasser Arafat, sagðist í viðtali við Sunday Times í gær vera mjög svo ósáttur við fram- göngu Osama bin Ladens og al- Qaeda-samtaka hans og sagði hann nota baráttu Palestínumanna fyrir stofnun sjálfstæðs rikis til eigin hagsbóta. Sem dæmi nefndi hann sprengjutilræði á hótel í Keníu sem var í eigu ísraelsmanna en al-Qaeda tilkynnti að árásin væri liður í því að færa Palestínumönnum aftur svæði sem hafa verið hernumin af ísraelsmönnum. Fyrr í mánuðinum sakaði Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, Palestínumenn um að starfa með al- Qaeda en Arafat gaf lítið fyrir þær ásakanir og sagði að Sharon vissi vel að engin tengsl væri þar að finna. „Sharon vill breiða yfir árás- REUTERS Yasser Arafat Arafat á ríkisstjórnarfundi í Ram- allah á Vesturbakkanum í gær. ir sínar á Palestínumenn með nýju andliti," sagði Arafat. „Ég er að segja honmn (bin Laden) beint út að fela sig ekki á bak við málstað okk- ar,“ bætti hann við. Um svipað leyti og viðtalið birtist sagði ísraelsstjórn að hún hygðist ekki veita Arafat leyfi til að ferðast til Betlehem til að taka þátt í jóla- fögnuði, annað árið í röð. Ríkis- stjómin bætti því við að ísraelsher yrði í Betlehem um jólin en herinn hertók borgina á nýjan leik fyrir þremur vikum. Þá héldu ísraelskir hermenn 5 palestínskum myndatökumönnum og ljósmyndara fongnum í 5 klukku- stundir fyrir að brjóta útgöngubann í Nablus á Vesturbakkanum. Þeir vinna fyrir Reuters-, AP- og AFP- fréttastofurnar. REUTERS Oþrjótandi olía Sjálfboöaliöar vinna höröum höndum aö því aö hreinsa strendur Cieseyja viö Norövestur-Spán en olía lekur úr olíu- flutningskipinu Prestige sem sökk fyrir skömmu. Talið er að olía muni leka úr braki skipsins allt til ársins 2006 og aö þaö geti haft áhrif á dýralíf undan ströndum Portúgals, Sþánar og Frakklands. Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði arkitekta og tæknifræðinga og ALVÍB Stjórnir Lífeyrissjóðs arkitekta ogtæknifræðinga og ALVÍB boða til framhaldsfunda fyrir sjóðfélaga þarsem ræddarverða breytingatillögur á samþykktum ogsameiningsjóðanna. Framhaldsaukaársfundur UVT Þriðjudaginn 17. desember kl. 17.30. Fundarstaður: Gullteigur, Grand Hótel Rvk. Dagskrá: 1. Framhald umræðna um breytingatillögu á samþykktum og sameiningu LAT og ALVÍB. 2. Önnur mál. Nánari upplýsingar: www.lat.is Tillögur fyrir fundina er hægt að fá afhentar hjá Eignastýringu íslandsbanka, Kirkjusandi. Sjóðfélag- ar geta einnig sótt þær á heimasiður sjóðanna eða á slóðinni www.almenni.is. Einnig er hægt að fá þær sendar með því að hringja í sfma 440 4900. Framhaldssjóðfélagafundur ALVÍB Þriðjudaginn 17. desember kl. 16.15. Fundarstaður: Gullteigur, Grand Hótel Rvk. Dagskrá: 1. Framhald umræðna um breytingatiIlögu á samþykktum ogsameiningu LAT ogALVÍB. 2. Önnur mál. Nánari upplýsingar: www.alvib.is ALMENNUR LÍFEYRISSJÓÐUR fSLANDSBANKA UFEYRIS- SJOÐUR arkrtekta og ALVIB Miller hvetur Pól- verja til að segja „já“ við ESB Pólski forsætisráðherrann Leszek Milier hvatti í gær landa sína til að segja ,já“ viö inngöngu í ESB í þjóð- aratkvæðagreiðslu þegar að því kæmi en gengið var frá samningum 10 verðandi aðildarríkja í ESB í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Nærri fór að skugga væri varpað á athöfnina en Pólverjar þráuðust við langt fram á kvöld og gáfu ekki eftir fyrr en þeim var lofað frekari styrkjum frá ESB. Nú tekur við hjá þessum 10 ríkj- um að sannfæra þjóðir sínar um ágæti inngöngu þeirra í ESB, sem áætluð er 1. mars árið 2004. Þjóðar- atkvæðagreiðslu þarf i öllum lönd- unum svo af verði, auk þess sem þing 15 aðildarríkjanna í ESB þurfa einnig að samþykkja nýju aðildar- ríkin. 8 af 10 ríkjunum eru fyrrverandi kommúnistariki úr austurhluta Evrópu og segjast sérfræðingar margan íbúann þar óttast að glata aftur frelsi sínu með því að sameinast annarri risablokk. Eftir að samningar voru í höfn á fóstudagskvöld var fagnað mjög í Kaupmannahöfn enda viðræðurnar strembnar. Með þessum sögulega fundi er talið að endanlega hafi öll ummerki kalda stríðsins og skipting Evrópu í austur og vestur verið af- máð í eitt skipti fyrir öll. mmamí Gore ekki frambjóðandi Fram kom á CNN-sjónvarpsstöð- inni seint í gær að A1 Gore, fyrrum varaforseti Banda- ríkjanna, myndi ekki sækjast eftir tiinefningu Demó- krataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2004. Hann beið lægri hlut fyrir George W. Bush í umdeildum kosningum árið 2000. Pyntingar bannaðar í íran Iranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp sem kveður á um að allar pyntingar i írönskum fangels- um séu bannaðar. Er þetta talinn mikill sigur mannréttindasinna í landinu. Þrýst mjög á Lott Mikið hefur verið rætt um það innan bandaríska Repúblikana- flokksins að formaður öldungadeild- arinnar, Trent Lott, ætti að segja af sér, og það sem fyrst. Lott hefur ver- ið sakaður um að vera hlynntur að- skilnaði kynþátta í landinu og að segja að betur væri komið fyrir Bandaríkjunum nú ef aðskilnaðar- sinninn Strom Thurmond hefði ver- ið kjörinn forseti áriö 1948. BJP fagnar í Gujarat Stuðningsmenn hindúþj óðarflokks Indlands, Bharatiya Janata Party, fógn- uðu stórsigri í hér- aðsþingskosningum í Gujarat um helg- ina. Forsætisráð- herra landsins, Atal Behari Vajpayee, sagði að þetta gæfi til kynna það sem koma skyldi en hann er í forsæti fyrir flokkinn. Alls vann BJP 125 þingsæti af 182 í hér- aðinu. Plavsic iðrast fyrir rétti Fyrrum forseti Bosníu-Serba, Biljana Plavsic, mun í dag reyna að sannfæra dómara í Alþjóða stríðs- glæpadómstólnum í Haag um að hún sé full iðrunar varðandi glæpi sína gagnvart mannkyni í Balkan- skagastríðinu. Hún er hæst setti einstaklingurinn sem hefur játað sakir sínum fyrir réttinum. írakar þinga í London Um 330 fulltrúar 6 stjórnarand- stöðuflokka í Irak lögðu til hliðar ágreiningsefni sín til að þinga í London um helgina og velja hugsanlega ríkisstjórn ef Saddam Hussein yrði komið frá. Fundargest- ir reyndu í gær að berja saman yfir- lýsingu um pólitíska framtíð lands- ins eftir tíð Saddams. 3 handteknir í Pakistan Yfirvöld í Pakistan handtóku í gær þrjár íslamska skæruliða og lögðu hald á bíl sem í var sprengju- efni. Talið er að nota ætti bílinn í sjálfsmorðsárás á bandaríska emb- ættismenn i Karachi. Sýrlandsforseti í Bretlandi Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti kom í gær til Bret- lands og hóf fjög- urra daga opinbera heimsókn sína sem mun vera sú fyrsta sem jafn háttsettur embættismaður frá Sýrlandi fer í til Bretlands. Líklegt er að ástandið í írak verði efst á um- ræðulistanum þegar hann hittir for- sætisráðherrann, Tony Blair, en al- Assad hefur sagt að líklega sé stríð óumflýjanlegt í landinu en að afleið- ingar þess í Miðausturlöndum yrðu skelfllegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 289. tölublað (16.12.2002)
https://timarit.is/issue/201338

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

289. tölublað (16.12.2002)

Aðgerðir: