Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 31
51 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 PV_____________________________________________ Tilvera Liv Ullmann 63 ára Norska leikkonan og leikstjórinn Liv Ullmann á afmæli í dag. Hún fædd- ist í Tokyo í Japan. Hún hafði leikið á sviði, bæði í Stavanger og Ósló og auk þess nokkrum norskum kvikmyndum þegar Ing- mar Bergman fékk henni hlutverk í Per- sona (1966). Hún varð eftir það aðalleikkona hans og alþjóðleg frægð fylgdi i kjölfarið. Ullmann var um árabil í sambúð með hin- um virta leikstjóra Ingmar Bergman og saman eiga þau eina dóttur. í seinni tið hef- ur Ullmann snúið sér að leikstjóm með góð- um árangri. Síðast leikstýrði hún Trolösa sem hlaut góðar viðtökur. Gildir fyrir þriójudaginn 17. desember Vatnsberinn (20, ian,-i8. febr.i: I Það verður ekki auð- ' velt að sannfæra fólk um að styðja við þig í framkvæmdum þínum. Imyndunarafl þitt er virkt en hugmyndir þínar fá litla áheym. Fiskarnlr fehr.-20. marsl: Núna er góður tími til lað bæta fyrir eitthvað sem aflaga fór fyTÍr stuttu. Komdu tilfmriingamálunum í lag. Happatölur þínar eru 4, 11 og 25. Hrúturinn m. mars-19. apríl): . Þú verður að vera á Pvarðbergi gagnvart fólki sem vill hagnast á þér. Það gæti eyðilagtTinnu sem þú ert búinn að leggja á þig. Nautið (20. april-20. maí): Einhver reynir að , sverta mannorð þitt með einum eða öðrum hætti þótt þér verði þá^kki ljóst strax. Láttu ekki troða þér um tær. Tvíburarnir m mai-21. iúnp: Þú átt í vændum rskemmtilegan morgun þar sem þú tekur þátt í athyglisverðum samræðum. Vinur þinn segir þér merkilegar fréttir. Krabbinn (2?- iúni-22. iúií): Varastu að trúa j orðrómi sem þú heyrir t mn aðra. Dagurinn _____einkennist af topíréitu milli aðila sem þú mngengst mikið. Uónið (23, iúlí- 22. áeústl: , Þér standa til boða góð ' tækifæri og þú þarft kannski að neita þér _ umað hitta félagana til að koma málunum á hreint. Happatölur þínar eru 7,11 og 17. Mevian (23. ágúst-22. sept.i: Forðastu að vera ná- lægt fólki sem lætur ^^V^LaUt fara í taugamar á * J sér. Þú gætir lent í deilum við starfsfélaga. Happatölur þínar eru 12, 26 og 38. Vogin (23. sept-23. oKt.i: J Þú átt góðan dag í vændum bæði heima og Ví vinnunni. Þú lýkur r f verkefni sem þú hefur verið að vinna að lengi og er því ástæða til aö gera sér glaðan dag. Sporðdreklnn (24. okt.-2i. nóv.): Þér verður ekki tekið jafnvel og þú vonaðist jtil einhvers staðar þar ' " sem þú kemur í dag. Ekki hafa áhyggjur, þetta á eftir að breytast. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.l: .^—Vinur þinn sækist ObH J^Peftir félagsskap þínum * í dag. Ef þú ert mjög upptekinn skaltu láta hann vita af því í stað þess að láta bíða eftir þér. Steingeitln (22. des.-19. ian,): Þú átt auðvelt með samskipti í dag. Streita er ríkjandi hjá þeim sem þú umgengst mest en þú gætir fundið ráð til að bæta úr því. Biskupsstólarnir voru höfuðstaðir íslands - segir sr. Gunnar Kristjánsson, formaður ritnefndar sögu stólanna Sr. Gunnar Kristjánsson á Reyni- völlum í Kjós þjónar þremur kirkj- um, Reynivallakirkju, Brautarholts- kirkju og Saurbæjarkirkju á Kjalar- nesi, auk þess að vera prófastur I Kjalamesprófastsdæmi, einu fjöl- mennasta og víðfeðmasta prófasts- dæmi landsins. Hann er nýkominn heim af fundi með klerkum pró- fastsdæmisins þegar útsendarar DV renna í hlað. Þar höfðu línumar verið lagðar fyrir jólamessumar og flallað um túlkun jólaguðspjallsins sem þrátt fyrir aldurinn er síungt. Sr. Gunnar er ekki bara kennimað- ur heldur líka fræðimaður og er for- maður ritstjómar sögu biskupsstól- anna, Skálholts og Hóla, sem verið er að skrifa. Það er sú saga sem við- talið á að snúast um. Skálhoitsstóll með útgerð Er langt síðan áhugi þinn vakn- aði á biskupsstólunum, Gunnar? „Hugmyndin að ritun sögu þeirra kom fram á kirkjuþingi fyrir nokkrum árum. Menn voru sam- mála um að full þörf væri á að skrifa hana því stólamir em miklir sögu- og helgistaöir. Heimildir eru víða, bæði prentaöar og óprentaðar, til dæmis í okkar fomsögum, mikið er til af óútgefnum skjölum, heim- ildir er að fmna í biskupsvísitasíu- bókum og í reikningshaldi stólanna eru miklar upplýsingar - svo eitt- hvað sé nefnt. Við munum vinna úr öllu þessu eins og efni og ástæður leyfa og reyna að fá góða heildar- mynd.“ - Hverjir eru með þér? „Með mér í ritstjóm era Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu, og sr. Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup í Skálholti. Eitthvað munum viö leggja til af efhi en við réðum tvo aðalhöfunda sem hófu störf fyr- ir tæpu ári. Jón Þ. Þór sagnfræðing- ur er aðalhöfundur Hólasögu og Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræð- ingur er með Skálholtssögu. Svo verða ráðnir sérfræðingar á ýmsum sviðum til að skrifa einstaka kafla um afmörkuð efni. Biskupsstólamir voru höfuðstaðir trúarlífs og helgi- halds og ráku almennt talaö mikla menningarstarfsemi. Þeir komu að bókaútgáfu og prentsmiðjurekstri. Þeir höfðu skip í forum til útlanda lengst af. Þama verður fjallað um þátt biskupsstólanna í hagsögu þjóð- arinnar og umfangsmikilli atvinnu- starfsemi þeirra verða gerð skil. Skálholtstóll var með talsverða út- gerð, einkum á Suðurnesjum. Stól- amir áttu líka jarðir víða um land. AUt þetta stóð undir rekstri stól- anna, biskupsembættanna, skól- anna svo og fátækraframfærslu og fleiri þátta. Á biskupsstólunum var margt manna, gestagangur mikiU og oft straumur þurfamanna. Tals- verðar tekjur þurfti tU að standa undir þessu öUu.“ Aðgengileg fyrir almenning „Biskupsstólamir vora líka tengi- punktar við útlönd,“ heldur sr. Gunnar áfram. „Þeir voru í nánu sambandi við erkibiskupsstólana og páfastól í Róm og almennt talað við heim mennta og menningar, lista og bókmennta í Evrópu. AUar miðaldir gegndu þeir vissu hlutverki sem höfuðstaðir íslands, þannig var það líka eftir siðaskiptin. Svo þetta er merkUeg saga sem hefur aldrei ver- ið skrifuð í heUd, kannski vegna þess hversu hún er umfangsmikU. Nú á að bæta úr því og sagan á að verða læsUeg og aðgengUeg fyrir al- menning." - Upp á mörg bindi? „Nei, við ætlum okkur að hafa þetta í einni bók upp á svona 5-600 síður en aUt er þetta háð fjár- magni.“ - Era staðimir orðnir blankir? „Já, að minnsta kosti miðað við það sem þeir vora,“ segir sr. Gunn- ar og brosir. „En við fengum fjórar miUjónir úr Kristnihátíðarsjóði í fyrra og aðrar fjórar núna. Þetta er stærsta verkefni sem hann hefur lagt fé í, fyrir utan fomleifarannsóknir sem meðal annars fara fram í Skálholti og á Hólum. Það sýnir að menn beina sjónum að biskupsstólunum sem aftur undirstrikar að tími er kominn til að gera þeim góð skU, sagnfræðUega séð.“ - Hvenær á svo ritið að koma út? „Markmiðið er að það komi út á afmælisári beggja biskupsstólanna 2006. Þá eru 900 ár frá stofnun Hólastóls og 950 ár frá stofnun Skálholtsstóls. Við reiknum með því að ritun verksins verði lokið á árinu 2005 og erum búnir að semja við bókaútgáfu. Það er bókaútgáf- an Hólar á Akureyri." -Gun Cage skilinn við dóttur Presleys Stórleikarinn Nicolas Cage og Elvisdóttirin Lisa Marie Presley hafa áreiðanlega verið nálægt því að slá öU met í vik- unni þegar fréttist að hjóna- band þeirra væri ein rjúkandi rúst eftir aðeins þrjá mánuði. Þau sem höfðu svarið hvort öðru að ekkert nema dauðinn sjálfur myndi komast upp á miUi þeirra. Það var Nicolas sem fór fram á skUnað og bar við óbrú- anlegum ágreiningi. Lisa Marie sendi ffá sér yflrlýsingu og sagði að hjónabandið hefði verið dauðadæmt frá upphafi. „Ég talaði aldrei um hjóna- bandið og ég æUa ekki aö fara að tala um skilnaðinn," sagði Nicolas þegar hann var spurð- ur út í ástæðumar fyrir því að hjónabandið var svona skammlíft. „Ég harma að svona fór en við hefðum aldrei átt að gifta okkur,“ sagði Lisa Marie bless- unin. Nicolas og Lisa Marie gengu í hjónaband á laun í ágúst í sumar og fór vígslan fram á Hawaii. Þá höfðu þau verið sundur og saman í hálft annað ár. REUTERS-MYND Sælan úti Hjónaband þeirra Nicolas Cage og Lisu Marie Presley entist ekki nema í þrjá mán- uöi sem þykir stutt, meira að segja á mæli- kvaröa þeirra í Hollywood. Verð frá 68.500 m. grind Queen 153 x 203 (•Good Housékeeping V) ^King f Koil Skipholti 35 • Sími 588 1955

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.