Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 x>’Vr Fréttir Guðjón Ó: Gaf Mæðra- styrksnefnd góða gjöf Prentsmiðjan Guðjón Ó ætlar ekki að senda út hefðbundin jóla- kort til viðskiptavina sinna fyrir þessi jól. Þess í stað ákvað fyrirtæk- ið að láta Mæðrastyrksnefnd njóta góðs af ákveðinni upphæð sem ör- ugglega kemur í góðar þarfir á tíma- mótum sem þessum. Prentsmiðjumenn festu kaup á hangiketi frá Kaupfélaginu á Hvammstanga og færðu forsvars- mönnum Mæðrastyrksnefndar í lið- inni viku. Stjórnendur Guðjóns Ó segja þetta hafi verið tilvalið tækifæri til aö fagna tíu ára starfsafmæli, sem er um þessar mundir, með því að létta undir með þeim sem þurfa á því að halda. Þriðja hvert lamb fer á kjotfjallið næsta vor - sala á nautgripakjöti hefur gengið vel að undanförnu Framleiðendur á nautakjöti telja ekki að vandi skapist með sölu á nautgripakjöti fyrr en annað haust. Þá muni endanlega skýrast hvaða verð sauöfjárbændur fá fyrir afurðir sínar. En miðað við sölutölur á lambakjöti í dag er allt útlit fyrir að þriðja hvert lamb sem fæðist næsta vor verði umframframleiðsla. Fari svo, sem allt útlit sé fyrir, þá séu mestar líkur á því að verðfall verði á lambakjöti sem mun vissulega hafa veruleg áhrif á verð á naut- gripakjöti og sölu þess. Ljóst er jafn- framt að framleiðsla á hvíta kjötinu hefur veruleg áhrif á þróun þessara mála en í dag er talið að flestir fram- leiðendur þessa kjöts séu að borga með framleiðslunni til neytenda. Mikið framboð á svina-, lamba- og alifuglakjöti hefur skilað lágu verði á kjöti tÚ neytenda. Sem dæmi um þetta má nefna að vísitala kjöts hef- ur lækkað um nærri 5% sl. 6 mán- uði. Offramboðið hefur leitt til þess að kjötmarkaðurinn er í miklu upp- námi og hefur lágt verð og mikil sala á alifugla- og svinakjöti bitnað Húsbréf Fertugastí og níundi útdráttur í 1. flokki húsbréfa 1989 InnLausnardagur 15. febrúar 2002 500.000 kr. bréf 89110069 89110466 89111043 89111717 89111966 89112135 89112534 89112956 89113525 89110113 89110680 89111236 89111734 89111970 89112181 89112566 89113140 89113549 89110214 89110686 89111387 89111821 89111985 89112208 89112824 89113248 89110229 89110865 89111655 89111919 89112016 89112254 89112857 89113402 50.000 kr. bréf 89140149 89140360 89140663 89141721 89141998 89142529 89142841 89142990 89143615 89140229 89140493 89141034 89141722 89142371 89142540 89142877 89143300 89143702 89140256 89140567 89141473 89141949 89142381 89142680 89142895 89143355 89143725 89140358 89140614 89141679 89141985 89142436 89142819 89142928 89143383 89143741 5.000 kr. bréf 89143937 89170269 89170520 89170966 89171674 89170385 89170667 89171064 89171692 89170466 89170777 89171401 89171761 89170486 89170880 89171554 89171853 89171856 89172302 89172613 89172026 89172328 89172679 89172375 89172088 89172109 89172719 89172505 89172911 89173022 89173631 89174025 89173430 89173811 89174155 89173463 89173867 89174167 89173576 . 89174004 Yfirlit yfir óinnleyst húsbréf: 5.000 kr. (9. útdráttur, 15/02 1993) Innlausnarverð 7.265,- 89171118 50.000 kr. 5.000 kr. (11. útdráttur. 15/08 1993) Innlausnarverð 75.721,- 89140248 89142408 8S Innlausnarverð 7.572,- 89170871 89171954 5.000 kr. (12. útdráttur, 15/11 1993) Innlausnarverð 7.771,- 89172374 5.000 kr. (16. útdráttur, 15/11 1994) Innlausnarverð 8.295,- 89170036 50.000 kr. (19. útdráttur, 15/08 1995) Innlausnarverð 87.368,- 89140025 5.000 kr. (23. útdráttur, 15/08 1996) Innlausnarverð 9.459,- 89171586 500.000 kr. 5.000 kr. (29. útdráttur, 15/02 1998) Innlausnarv. 1.060.400,- 89111565 Innlausnarverð 10.604,- 89172063 (30. útdráttur, 15/05 1998) E5J222I22I Innlausnarv. 107.951,- 89143689 I Innlausnarverð 10.795,- 89171030 50.000 kr. (33. útdráttur, 15/02 1999) Innlausnarv. 113.632,- 89141560 5.000 kr. (36. útdráttur, 15/11 1999) Innlausnarverð 12.395,- 89171609 89171892 5.000 kr. (37. útdráttur, 15/02 2000) Innlausnarv. 12.711,- 89171891 500.000 kr. 5.000 kr. (38. útdráttur, 15/05 2000) Innlausnarv. 1.303.061,- 89111561 Innlausnarverð 13.031,- 89171584 5.000 kr. (41. útdráttur, 15/02 2001) innlausnarverð 13.916,- 89172061 50.000 kr. 5.000 kr. (44. útdráttur, 15/11 2001) Innlausnarverð 156.086,- 89142511 Innlausnarverð 15.609,- 89170892 5.000 kr. (46. útdráttur, 15/05 2002) Innlausnarverð 16.361,- 89170503 89171005 89171588 5.000 kr. (47. útdráttur, 15/08 2002) fnnlausnarverð 16.675,- 89174251 50.000 kr. (48. útdráttur, 15/11 2002) Innlausrtarverð 169.939,- Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né veróbætur frá innlausnardegi. Þvi er áriðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í öllum bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 [ 105 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800 Salan hefur gengið vel Nautgripaframleiöendur sega sölu á nautgripakjöti hafa gengiö vel á seinni hluta þessa árs. svo til eingöngu á sölu á lambakjöti. Þrátt fyrir þennan mikla slag á markaðinum segja kúabændur að sala á nautgripakjöti hafi gengið framar vonum. Þeir segja að seinni hluta þessa árs hafi sala á nautgripakjöti gengið vel. Nautgripakjöt sé í eðli sínu dýrasta kjötið sem framleitt er hér- lendis, enda eldistími langur og kostnaður vegna vinnu og húsnæð- is mikill. Verð til nautgripabænda hafi um langa hrið verið langt und- ir framleiðslukostnaði, sem skýrir að hluta til hvers vegna sala á nautakjöti hefur verið svo til óbreytt undanfarna mánuði miðað við sömu mánuði árið 2001, á meðan miklar breytingar hafa orðið á sölu á t.d. lambakjöti. Kúabændur segja ljóst að fram undan sé mikil samkeppni um neyt- endur og samkvæmt upplýsingum frá kjúklingabændum sé enn von á framleiðsluaukningu. Útlit er því fyrir að framan af árinu 2003 verði áfram offramboð á kjöti hérlendis. -NH Hraðfara aukning atvinnuleysis: Gæti verið 4% í lok ársins Félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, kynnti í gær á rík- isstjórnarfundi atvinnuástand- ið eins og það var í lok nóvem- bermánaðar. í þeim mánuði voru skráðir 85.584 atvinnu- leysisdagar á landinu öllu sem jafhgilda því að 4.077 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 2,8% af mannafla á vinnumarkaðnum. Meöalfjöldi atvinnulausra var um 15,7% meiri í nóvember en i október en hefur hefur tæplega tvöfaldast frá því í nóvember 2001. Síðustu 10 ár hefur atvinnuleysið aukist um 11,4% frá október til nóvember svo árstíöarsveiflan nú er 38% meiri en meðaltalssveiflan síðustu 10 ár svo atvinnuleysi í nóvember hefur verið komið í 3,4%. Atvinnuástandið versnar iðulega Páll Pétursson. í desember miðað við nóvember og hefur at- vinnuleysið aukist að meðaltali rnn 23,4% frá nóvember til desember. Þannig gæti atvinnuleys- ið í lok jólamánaðarins verið komið í 4%. Atvinnuleysi eykst um 35% á landsbyggðinni milli mánaða, er nú 2,5% af mannafla en var 1,5% á sama tíma í fyrra. Hlutfallsleg aukning at- vinnuleysis er mest á Austurlandi en á Norðurlandi vestra er það svip- að milli ára, eða 1,2%, en mest er at- vinnuleysið á Suðurnesjum, 3,8%. 160 störf voru laus hjá vinnumiðlun- um í lok nóvember sl, voru 178 í lok október. 32% þessara starfa eru á höfuðborgarsvæðinu, hefur fækkað um 28 milli mánaða en fjölgað um 10 á landsbyggðinni. -GG Bæjarstjórn Siglufjarðar um jarðgangagerð: Hagkvæmni sam- legðaráhrifa helst Bæjaryfirvöld á Siglufirði fagna því heils hugar að nú liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjómarinn- ar og samgönguráðuneytis um útboð jarðganga um Héðinsfjörð, milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, í febrú- ar 2003 og í framhaldi af því fram- kvæmdir við verkið. í ályktun bæjarstjórnar segir m.a.: „Er mikilsvert að með þeirri tilhög- un sem ákveðin hefur verið helst sú hagkvæmni af samlegðaráhrifum beggja verkefnanna sem gert var ráð fyrir með sameiginlegu útboði. Það hlýtur alltaf að vera fagnaðarefni þegar skynsamlegar ákvarðanir eru teknar í samgöngumálum þjóðarinn- ar en áætluð þjóðhagsleg arðsemi af byggingu jarðganga um Héðinsfjörö er 14,5% samkvæmt skýrslu Vega- gerðarinnar um umhverfismat fram- kvæmda." -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 289. tölublað (16.12.2002)
https://timarit.is/issue/201338

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

289. tölublað (16.12.2002)

Aðgerðir: