Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 20
40 Ferðir MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 DV •á > Snóker- og Poolstofan Lágmúla 5, kynnir í samvinnu við BT. 5P5H >7* Mótið verður haldið dagana 17. — 22. des. > 1 Glæsileg verðlaun - 2.000 kr. þátttökugjald - engin borðagjöld. & ■. 14 ára aldurstakmark. Meistaraflokksmenn Billiardsambands íslands ekki gjaldgengir. - \ Skráning á staðnum til kl. 24.00 í dag Ferðaþjónustan að Minni-Mástungu: Hannyrðir og jólaskraut setja svip á húsin VAGNHÖFÐA 23 • SÍMI 590 2000 • WWW.BENNI.IS Húsin Rósakot og Brekkubær að Minni-Mástungu í Gnúpverjahreppi eru komin í jólaskrúðann, en þau hafa hamskipti eftir árstiðum. Hannyrðir og jólaskraut af öllu tagi minna á hátíðina sem i vændum er, auk þess sem öll þægindi eru til staðar í húsunum, svo sem uppbúin rúm, sjónvarp, hljómflutningstæki og vel búið eldhús. Utan við eru svo heitu pottamir, að ógleymdum gönguleiðum allt í kring. „Helgarn- ar hafa verið fullbókaðar að undan- förnu og húsin eru pöntuð um jól og áramót. Enda er ég ein á markaðin- um með svona hús,“ segir Olga Andreasen húsfreyja. Hún og mað- ur hennar, Finnbogi Jóhannsson, bóndi og kennari, hafa rekið húsin í fimm ár og hyggja á frekari upp- byggingu á staðnum. Sykurinn flæðir Olga er mikil hannyrðakona og heldur oft námskeið í hvers kyns handavinnu. Nú er hún nýkomin frá Ameríku með bútasaumsvin- konum sínum á Selfossi og að sjálf- sögðu freistaðist hún til að kaupa eitt og annað fallegt. „Ég stóðst ekki mátið þegar ég sá alls konar gamal- dags jólaskraut og tók með mér eitt og annað til að setja í húsin Nú er Olga komin á fullt í jóla- baksturinn fyrir heimilið og kveðst halda þeirri venju að baka margar sortir. „Hjá mér flæðir sykurinn,“ segir hún og lýsir frati á allt heOsu- kjaftæði um hátíðar. „Sumir for- dæma þennan gamla og góða sið að bera fram smákökur um jólin en úöa svo í sig súkkulaðikexi allan ársins hring.“ Einkabrenna Um síðustu jól var Olga með er- lent par í öðru húsinu sínu. Það var sonur gítarleikara Rolling Stones, ásamt unnustu sinni sem er þekkt fyrirsæta. „Þau keyptu allt til jól- anna í kaupfélaginu á Selfossi og voru hæstánægð með allt héma. Höfðu vonast eftir snjó og hann kom einmitt síðustu nóttina sem þau voru. Þeim fannst það meiri háttar," segir Olga. Hún segir hefð fyrir brennu í Minni-Mástungu á gamlárskvöld. „Við söfnum í hana á gamlársdag og gestimir taka þátt i því ef þeir vilja. Um kvöldið er svo dregið í happdrætti heimilisins. Nöfn þeirra gesta sem hafa gengið sérstaklega vel um húsin okkar fara í pott og þeir heppnu fá ókeypis helgardvöl, ásamt ýmsu óvæntu, á nýju ári.“ segir Olga. Við forðumst að tefja frúna lengur að sinni enda mega kökumar ekki brenna í ofnin- um. -Gun. Jólalegt Húsin í Minrii-Mástungu eru skreytt eftir árstíðum. Þegar jóiatímabiiinu lýkur tekur rómantíska tímabilið viö, fram aö páskum. MYNDIR PÁLL PÉTURSSON Húsfreyjan Olga er mikiö jólabarn og telur ekki handtökin viö skreyt- ingarnar. Á ferð og flugi: Opnið pakkann og borðið hneturnar um og farþegar á fyrsta farrými hjá félaginu drekka rúma tuttugu þús- und flöskur af áfengi á mánuði. Cathay Pacific státar af besta kín- verska matnum í háloftunum. Um borð í vélunum er hægt að velja á milli sextíu rétta sem byggðir eru á matseðli frægra matsölustaða í Hong Kong. Þegar flug 747-400 hjá KLM tekur á loft frá Amsterdam til Sydn- ey í Ástralíu eru í vélinni rúmlega tonn af matvælum og tæpir fjórtán hundruð lítrar af drykkjarvörum: vatni, gosi, léttvíni og viskíi. Ef marka má leiðbeiningar á litlum hnetupökkum sem farþegar fá í flug- vélum hafa flugfélögin ekki mikið álit á farþegum því á umbúðunum stendur: Opnið pakkann og borðið hneturnar. Fyrsta flugfélagið var stofnað 16. október 1909 og flutti það farþega milli borga í Þýskalandi með Zeppel- in-loftfari. KLM er elsta flugfélag i heimi, stofnað árið 1919. -Kip Þeir sem ferðast hafa með lang- flugi kannast við matinn sem boðið er upp á um borð í flugvélum. Sum- um finnst hann góður, aðrir snerta ekki við honum en flestir borða hann til að láta tímann líða. Fyrirtækið LSG Sky Chefs i Bandaríkjunum sér 260 flugfélögum fyrir mat handa farþegum. Árið 2001 framleiddi það 427 milljónir matar- bakka. Flugfélagið Jetblue Airways býður farþegum sínum eingöngu upp á bláar kartöflur og á tímabili fengu allir farþegar gefms bol með mynd af hænu og áletruninni: Þeim var aldrei ætlað að fljúga. Singapore Airlines er annar stærsti kaupandi Dom Perignon kampavins í heimin- Leigan í þínu hverfí V Dadge Rabbi öchrysler AUKAHLIITA- OC VARAHLUTAVERSLUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 289. tölublað (16.12.2002)
https://timarit.is/issue/201338

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

289. tölublað (16.12.2002)

Aðgerðir: