Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 17
17 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 DV_______________________________________________________________________________________ Menning Ævintýrinu snúið við Évgení Schwarz er ekki ókunnug- ur íslenskum leikhúsgestum. Fyrir nokkrum árum sviðsetti Þjóðleik- húsið t.d. ævintýri hans um Snæ- drottninguna og Rauðhetta, sem Schwarz byggir á samnefndu ævin- týri H.C. Andersens, hefur einnig verið sýnd hérlendis. Uppsetning Leikfélags Akureyrar á Hversdags- legu kraftaverki er hins vegar fyrsta sýning þess verks utan Rússlands og kann skýringin að vera sú að leikrit- ið er ævintýri fyrir fullorðna en ekki börn. Þó sagan sé sett fram í hefðbundnum ævintýrastíl er fram- vindan það hæg að mjög reynir á þolinmæði yngstu kynslóðarinnar. Innihaldið á líka meira erindi við þá sem komnir eru til vits og ára því hið „hversdagslega kraftaverk" er að þora að elska aðra manneskju skilyrðislaust. Hér er ævintýrinu um prinsess- una og froskinn snúiö við því prinsessan hittir ungan og fallegan mann sem hún verður ástfangin af en sá galli er á gjöf Njarðar að hann er bjarndýr í álögum. Galdrakarlinn sem breytti birninum í mann sér til skemmtunar lét jafnframt svo um mælt að væri hann kysstur af prinsessu myndi hann breytast aftur í björn. Ungi maðurinn/björninn er fullkomlega sáttur viö þetta hlut- skipti sitt þar til ástin kemur til skjalanna og eins og vera ber geng- ur atburðarásin út á að leysa flækj- una sem ástin veldur. Það er heilmikið lagt í þessa sýn- ingu og eru búningar Hrafnhildar Arnardóttur, sem hér þreytir frumraun sína í íslensku atvinnu- leikhúsi, sérlega glæsOegir. Ljósi viðurinn, sem er uppistaðan í leik- mynd Þórarins Blöndals, gefur bjart og stílhreint yfirbragð og hugvit- samleg notkun kvikmyndatækninn- ar sannar að galdur leikhússins felst oftar en ekki í hinu smáa og ein- falda. Leikstjórinn, Vladimir Bouchler, sem er frá Uzbekistan, sagði í blaða- viðtali að hann teldi Hversdagslegt kraftaverk besta leikrit Schwarz. Ég er ekki nógu kunnug verkum hans til að geta tekið afstöðu til þess en er hins vegar ekki í vafa um að leikrit- MYNDRÚN/RÞB Astin veldur torleystum flækjum ívar Örn Sverrisson og Kolbrún Anna Björnsdóttir í hlutverkum elskendanna. ið hefði þolað talsverðan nið- urskurö. Sýningin fer afar hægt af stað og það er ekki fyrr en eftir fyrra hlé að leik- urinn hefur sig til flugs. Alls taka 15 leikarar þátt i þessari uppfærslu og gera flestir ágætlega þó varla sé hægt að tala um mikil tilþrif. ívar Örn Sverrisson, sem leik- ur unga manninn/björninn, hefur mikla útgeislun og sýnir hér að gamanleikur liggur ekkert síður fyrir honum en dramatíkin. Kolbrún Anna Björnsdóttir passaði fullkom- lega í hlutverk prinsessunnar og túlkaði sálarraunir hennar af öryggi. Sigurður Karlsson var stórskemmtilegur sem hinn uppburðarlitli fyrsti ráð- herra og þeir Þráinn Karlsson og Aðalsteinn Bergdal höfðu lítið fyrir sínum karakterum. Sama má raunar segja um Jón Inga Hákonarson, Sögu Jóns- dóttur og Hildigunni Þráins- dóttur en ekki fannst mér þeim Skúla Gautasyni og Laufeyju Brá Jónsdóttur takast eins vel upp í hlutverk- um húsbóndans (galdra- mannsins) og konu hans. Hús- bóndinn er eins konar alter- egó höfundarins sem skapar söguna og hefur því framvind- una í hendi sér en kona hans reynir að hafa áhrif á eigin- manninn þegar henni blöskra raunir persónanna. Þau mynda því eins konar ramma utan um ævintýrið en af túlk- un Skúla og Laufeyjar að dæma komu örlög persónanna þeim furðu lítið við. Hversdagslegt kraftaverk er hugljúft og oft á tíðum fyndið ævintýri um ástina en upp- færslan skilur lítið eftir sig. Halldóra Friðjónsdóttir Leikfélag Akureyrar sýnir í Sam- komuhúsinu Hversdagslegt krafta- verk eftir Évgení Schwarz. Þýöing: Rebekka Þráinsdóttir. Tónlist: Arn- ór Vilbergsson. Lýslng: Ingvar Björnsson. Búningar: Hrafnhildur Arnardóttir. Leikmynd: Þórarinn Blöndai. Leikstjórn: Vladimir Bouchler. Úr deyfð í dynjandi galsa Pars Pro Toto bauð upp á góða dans- og tónlistar- skemmtun á nýja sviði Borgarleikhússins 13. og 14. desember. Á dagskrá voru fjögur dansverk, eitt eft- ir Per Jonsson og þrjú eftir Láru Stefánsdóttur. Tón- list Guðna Franzsonar og Hjálmars H. Ragnarsson- ar var frábær, lýsingin vel unnin og sérstaklega i verkinu Til Láru samtvinnaðist hún vel dansinum og varð hluti af hreýfingunum. Sviðsmyndin var í grunninn svart gólf og svartir veggir auk mynd- verka eftir Ragnhildi Stefánsdóttur sem pössuðu vel inn í þemu verkanna. Hluti af sviðsmyndinni fór þó fram hjá áhorfendum því staðsetning þeirra var slæm. Búningar voru látlausir nema í Jóa þar sem svarta skyrtan, háhæluðu skórnir og svörtu nær- buxumar voru skemmtilega ögrandi. Verk Per Jonssons, TO Láru, samið 1995, er bam síns tíma, tjáningarfullt og þrungið tilfinningum og þrám. Það varð samt ekki nægilega sterkt og sann- færandi fyrr en leið á, því Lára, sem sjálf dansaði, virtist ekki komast strax í gang. Hræringar eftir Láru eru samdar 1996 og hafa verið sýndar víða um lönd, ýmist sem sóló, dúett eða kvartett. Nú birtist verkið sem sóló í flutningi Sveinbjargar Þórhalls- dóttur. Það er mjög kvenlegt og flott að sjá fullmót- aða konu dansa það. Það býr yfir sterkum tilfmning- um og erótík sem Sveinbjörg kom ágætlega til skila. Hún hefur einstakan flæðandi stil i hreyfmgum og ótrúlegt vald yfir hverjum millímetra líkama síns. Byrjun verksins kom sérstaklega vel út þegar hreyf- ingamar voru tengdar gólfinu og líkamsmyndinni eftir Ragnhildi sem þar var. Þegar á leið varð verk- ið óljósara, bæði notkun rýmisins, tengsl við mynd- verkin og gerð hreyfmganna. Sýningin var því nokkuð dauf fyrir hlé en úr því átti eftir að rætast. í verðlaunaverkinu Jói, sem samið var fyrir al- þjóðlega sóló-danskeppni í Stuttgart 2002, sýnir Lára á sér hlið fágaðs danshöfundar. Verkið var samið fyrir Jóhann Frey Björgvinsson dansara og er skýrt og skorinort, létt og leikandi en býr samt yfir djúpri DV-MYND HARI Úr Cyrano Fékk áhorfendur til aö brosa út aö eyrum. merkingu. Jóhann Freyr dansar verkið á sinn ynd- islega hátt og koma kostir hans sem dansari sterkt í ljós. Hann er mjúkur og ljóðrænn í hreyfmgum en líka skýr og ögrandi. Seinna verkið eftir hlé fékk síðan áhorfendur til að iða í sætunum og brosa út að eyrum. Þetta var dans við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar við leik- verkið Cyrano og er hún flutt af Rússíbönunum. Stundum voru dansararnir hreyfingarlausir og hljómsveitin spilaði en stundum geystust dansar- arnir um gólfið í dúettum eða sem hópur. Þó tónlist- in væri allrar athygli verð hefði ég viljað sjá ein- hvern dans við öll lögin. Inn á milli hópsena voru dúettar, mislangir og mismunandi en margir virki- lega vel gerðir. Dúett Láru og Guðmundar Helgason- ar stóð upp úr. Hann var vel dansaður, enda þekkja þau greinilega vel inn á hvort annað sem dansarar, og fullur af fallegum hreyfingum. Hópsenurnar komu einnig mjög vel út, ekki síst kossasenan sem var sérlega vel til fundin. Meðdansarar í verkinu voru nemendur í Listdansskóla íslands auk ungs dansara, Steve Lorenz, sem ekki hefur áður sést á sviði Borgarleikhússins. Miðað við frammistöðu nemenda Listdansskólans þarf ekki að kvíða fram- tíðinni, og Steve Lorenz sýndi einnig þannig takta að vonandi fáum við að sjá hann á sviði sem fyrst aftur. Elegia var áhugaverð sýning, nokkuð þung fyrir hlé en geislandi skemmtileg eftir hlé. Hún er góður vitnisburður ura þróun og þroska Láru Stefánsdótt- ur sem danshöfundar og sönnun á hæfileikum Guðna Franzsonar sem höfundar tónlistar við dans- verk. Hvað fáum við að sjá næst, Pars pro toto? Sesselja G. Magnúsdóttir Danshöfundar: Per Jonson og Lára Stefánsdóttir. Tón- höfundar: Guöni Franzson, Riccardo Nova og Hjálmar H Ragnarsson. Myndverk: Ragnhildur Stefánsdóttir. Bún- ingar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Matthew Barney Cremaster er nafn vöövans sem stjórnar eistum karlmanna. Cremaster II Umsjónarmanni menningarsíðu var bent á það í fullri vinsemd, eftir beiðni þess efnis á síðunni fyrir tveimur vikum, að við fengj- um að sjá sköpunarverk Matt- hews Bameys, Cremaster-mynd- irnar, á íslandi, að ein þeirra hefði verið sýnd hér á landi á Listahátíð 1998. Það var Cremast- er 4 sem kraftaverkakarlinn Hannes Sigurðsson sýndi í Regn- boganum sem hluta af sýningunni Flögð og fogur skinn það góða vor. Ég man betur eftir ungfrú Orlan, konunni með ágræddu hornin ... Þetta breytir ekki því að nú eru Cremaster-myndimar orðnar fimm og þær eru til stöðugrar um- fjöllunar i heimspressunni þannig að framkvæmdasamir menningar- verkamenn ættu að athuga málið. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur verður ekki haldin fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári; væri ekki hægt að fá Cremaster meðan við bíð- um? Óþolinmóðir geta séð sýn- ingu Barneys og myndirnar fimm í París til 3. janúar, þaðan fer allt saman á Guggenheim-safnið í New York og verður þar til sýnis frá 14. febrúar til 11. maí. áp Gunnar og Slgurður Skapandi félagsskapur. Ættjarðarlög nœst Það var heilög stund í Laugar- neskirkju á sunnudaginn fyrir viku þegar Gunnar Gunnarsson organisti lék á nývígt orgel ásamt Sigurði félaga sínum Flosasyni sem blés i ýmsa meðlimi saxófón- fjölskyldunnar. Tónleikagestir nutu þess að hlusta á gamalkunna sálma lífs og jóla í prýðilegum hljómburði kirkjunnar - þar á meðal Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð vors lands og fallegasta sálm í heimi, Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Nýnæmið var að ættjarðarlög- um sem greinilega verður næsti diskur þeirra félaga. Land míns föður var alveg á heimsmæli- kvarða og ekki var Hver á sér fegra fööurland? miklu siðra. Ólaf- ur Stephensen, djassgagnrýnandi DV, spáði því hér fyrir ári að Gunnar og Sig- urður hefðu dottið ofan á gulltrygga leið til að fá fólk til að hlusta á sálma og ætla ég að spá því að ættjarðarlögin verði jafnvel enn þá vin- sælli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 289. tölublað (16.12.2002)
https://timarit.is/issue/201338

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

289. tölublað (16.12.2002)

Aðgerðir: