Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 1
 ! JENNIFER LOPEZ ER ALLS STAÐAR. BLS. 23 — DAGBLAÐIÐ VISIR 293. TBL. - 92. ARG. - FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002_ Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík: VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Halldór úti en Ingibjörg inni Linurnar munu skerpast - Halldór Ásgrímsson segir Samfylkinguna hafa skaðað samstarf innan R-listans Framsóknarflokkurinn fengi engan mann kjörinn í Reykjavíkurkjördæmunum sem þýðir að HaUdór Ásgrímsson, formaður flokksins, er úti í kuldanum ef kosið væri nú. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er nánast jafn mikið sem einnig verður að teljast stórpólitísk tíðindi í höfuðborgarkjör- dæmunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, taki hún 5. sætið í Reykjavík- norður, er inni. Þessar niðurstöður skoðanakönnunar DV, sem gerð var á miðvikudag, voru bom- ar undir Halldór Ásgrímsson í morgun. Af viöbrögðum hans er ljóst að þingframboð Ingibjargar hefur ýft öldumar í R-listasam- starfinu. „Það er alveg ljóst að með þeirri ákvörð- un Samfylkingarinnar að ætla sér að draga R-listasamstarfið beint inn í kosningabaráttu Samfylkingcirinnar munu skerpast mjög línur flokkanna í Reykjavík," sagði Halldór við DV í morgim. Þegar litið er til samanlagðs fylgis úr k báðum kjördæmum og þeirra sem af- ^ stöðu tóku sögðust 5,7 prósent ætla að kjósa Framsóknarflokkinn, 38,9 prósent Sjálfstæðisflokkinn, l 1,2 prósent Fijálslynda flokk- inn, 37,6 prósent Samfylkinguna og 15,6 prósent Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði ákveðna vísbendingu felast í niðurstöðum könnunarinnar. „Samfylkingin hefur verið að eflast þótt all- ar skoðanakannanir eigi að taka með fyrir- vara. Þetta er þó ákveðin vísbending en það er ekki nokkur vafi að framboð Ingibjargar Sólrúnar og umræðan um það hefur styrkt \ Samfylkingima enn frekar í Reykjavík. Við höldum keik inn í næsta ár,“ sagði Bryndis við DV í morgun. Mikill órói og titringur hefúr verið innan R-listans frá því Ingibjörg Sólrún tilkynnti ákvörðun sína um að taka 5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi-norður. í sameiginlegri yfirlýsingu framsóknarmanna og vinstri-grænna segir að ákvörðunin samrýmist ekki samkomulagi sem R-listinn byggir á: „Með ákvörðun sinni um að taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur borgarstjóri því í raun ákveðið að hverfa úr .stóli borgarstjóra." -hlh ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2, 4,16 OG BAKSÍÐU Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og væntan- lega efsti maður á lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjör- dæmanna, segir könnun DV sýna að Framsóknarflokkurinn hafi verið lítið áberandi í Reykjavík. „Það er m.a. vegna þess að við höf- um staðið mjög ákveðið að baki R- listanum. Nú er komið að því að Framsóknarflokkurinn verði miklu meira áberandi í Reykja- vík. Við munum vinna mjög ákveðið að því á næstu vikum og mánuðum. Það er alveg ljóst að með þeirri ákvörðun Samfylking- arinnar að ætla sér að draga R- listasamstarfið beint inn í kosn- ingabaráttu Samfylkingarinnar skerpast mjög línur flokkanna í Reykjavík. Ég tel að Samfylkingin hafi skaðað samstarfið mjög nú þegar. Þó við virðum ákvarðanir borgar- stjóra þá hefur það áhrif á okkar afstöðu. Það hlýtur samfylkingar- mönnum að vera ljóst.“ - Eru þá líkur á að upp úr sam- starflnu slitni? „Það er í þeirra höndum. Þeir hljóta þó að skilja það að við get- um ekki sætt okkur við að þeir dragi samstarf R-listans beint inn í kosningabaráttu Samfylkingar- innar með þessum hætti,“ sagði Halldór Ásgrimsson. -HKr. Milljónagjafir Falleg jólasaga varð að raun- veruleika í gær þegar Hjörtur Aðal- steinsson, fasteignasali í Eigna- nausti, afhenti Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, sem er einstæð móðir þriggja barna og mikið löm- uð eftir bUslys, gjafabréf fyrir millj- ónir króna. „Ég veit ekkert hvað ég á að segja,“ sagði hún þegar henni voru afhent gjafabréfln. „Þetta er albesta jólagjöfin sem hægt var að fá, fyrir utan að bömin mín skyldu komast heU úr slysinu." -JSS NANARI UMFJÖLLUN Á BLS. 6 LEGO-HEIMSMEISTARA- MÓT í MOSFELLSBÆ: Skemmtilegir taktar hjá strákunum FOKUS I MIÐJU BLAÐSINS: Jólagjafa- innkaup popparanna Slúnuarpsmiðslöðin RAFTÆKJAUERSLUN • SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 LífevrissDarnaður Landsbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.