Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Page 12
12 Fréttir MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 DV Snjókeöjur fyrir ícirartæki-^ Aðeins vara frá viðurkendustu framleiðendum Tellefsdal - Gunnebó ELLUR.coo Trygg - OFA bo -Weed num grffiium o gur 8 - Kóp s Slrhi: 577 6400 I Smáauglýsingar atvinna 550 5000 MR.J0IUES MB.SMITH MEIM IN BLACK U Él . a y fTði Leigan í þínu hverfi Nýherji kærir útboð Ríkiskaupa Nýherji hf. hefur kært útboð Ríkis- kaupa sem bar heitið „Ný fjárhags- kerfi“ fyrir ríkissjóð og stofnanir hans. Hinn 8. janúar 2001 buðu Ríkiskaup út ný íjárhagskerfi fýrir ríkissjóð og stofii- anir hans. Verkkaupi var fjármála- ráðuneytið en umsjónaraðili með verk- efninu fyrir hönd verkkaupa var Ríkis- bókhald. Samkvæmt útboðsgögnum var út- boðið opið. Við lok tilboðsfrests höfðu borist átta tilboð frá sex aðilum. Á end- anum urðu tveir aðilar, Nýherji og Skýrr, valdir til að taka þátt í frekari greiningu á tilboðum þeirra og seinna var ákveðið að Skýrr hlyti samninginn. Nýherji taldi að Rikiskaup hefðu ekki metið- tilboð bjóðenda með réttum hætti í samræmi við útboðsskilmála. Var bent á að samkvæmt skilmálum skyldu gæði lausnar ráða mestu um val tilboða. Verð skyldi koma þar á eft- ir, þá hæfni bjóðenda, þjónusta og loks gæði aukakerfa. Samkvæmt heimild- um Nýherja höfðu gæði lausnar hans verið meiri en lausnar Skýrr hf. Ný- herji krafðist þess að ákvörðun Ríkis- kaupa frá 17. júlí 2001, um að ganga að tilboði Skýrr hf., á grundvelli framan- greinds útboðs yrði úrskurðað ólög- mætt og að viðurkennt yrði skaðabóta- skylda Ríkiskaupa gagnvart Nýheija. Þá var krafist kostnaðar úr hendi Rík- iskaupa við að hafa kæruna uppi. Kærunefnd komst að þeirri niður- stöðu að mat á tilboðum í útboðinu hefði, að því er varðar mat á gæðum lausna, þ.m.t. tilboða í kennslu, verið ábótavant og í ósamræmi við það sem útboðsskilmálar og önnur gögn gáfu til kynna. Þá telur nefndin að framkvæmd útboðsins hafl verið svo áfátt að veru- legur efi sé á að hagstæðasta tilboði hafi verið tekið og telur nefiidin að Ný- herji eigi rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins. Úrskurður kærunefndar er þó ekki bindandi og hefur ríkið stefnt Ný- heija til baka til ógildingar á úrskurði kærunefndar. Málið verður tekið fyrir 25. mars og má búast við dómi í aprfl á næsta ári. -ss fm 1^-1 m * i ® wi r Zá* L t'U Hringskonur láta gott af sér leiða Bókasafni Hafnarfjarðar barst góö gjöf fyrir helgina þegar Kvenfélagið Hringurinn kom færandi hendi. Hringurinn færði safninu úrval hljóðbóka sem geta nýst sjónskertum og blindum en tilefni gjafarinnar er m.a. 80 ára afmæli safnsins. UN-kortið er nýtt þjónustu- og hlunnindakort: Handhafi fær andvirði kortsins þrefalt til baka - nýti hann ávísanir á vörur og þjónustu sem í boði er Komið er á markað nýtt hlunninda- og þjónustukort, UN-kortið, sem veitir handhafa þess aðgang að vörum og þjónustu fyrir verulegar upphæðir. UN-kortið er til í þremur mismunandi útgáfum, gull, sflfiir og brons. ' GulI-Un-kort kostar 19.900 krónur en handhafi þess fær í hendur kortið og ávísanir upp á vörur og þjónustu ým- issa aðfla að verðmæti 73.050 krónur. Silfur-UN-kort kostar 14.900 krónur en handhafi þess fær í hendur kortið og ávísanir upp á vörur og þjónustu ýmissa aðila að verðmæti 49.900 krón- ur. Brons-UN-kort kostar 9.900 krónur en handhafi þess fær í hendur kortið og ávísanir upp á vörur og þjónustu ýmissa aðila að verðmæti 29.450 krón- ur. Sammerkt með öllum kortunum er að handhafi þeirra er alltaf að græða, svo fremi að hann kaupi þær vörur eða þá þjónustu sem í boði er. Skipta má greiðslum fyrir kortin með raðgreiðsl- um Visa. Óskar Axel, stofnandi UN og einn af frumkvöðlum X-18, segir UN-kortið vera jafn öflugt og raun ber vitni iyrir tilstuðlan fiölda styrktarfyrirtækja, þar á meðal UN á íslandi. Ef tekið er dæmi af gull-UN-korti sem kostar 19.900 krón- ur fást vörur og þjónusta fyrir allt að 73.050 krónur. Þar á meðal er 20.000 króna ávísun á innkaup í verslun UN í Mörkinni, 2000 króna úttekt á Hverfis- bamum virka daga, 3000 króna úttekt í verslunum Retro, 3000 króna úttekt í gokart hjá Reisbílum, 6.800 króna út- tekt/mánaðarkort í Baðhúsinu, 2.250 króna úttekt í lasertag hjá Mekka Sport, 3000 króna hreinsun hjá Fönn, 3000 krónur upp í 10 tíma kort hjá Gullsól, 2000 króna þjónusta hjá Bflkó, hjólbarðaverkstæði, 5000 króna úttekt hjá Mountain Taxi, sem er með jeppa- Öírafár með UN-kort Hljómsveitin írafár tók lagið í verslun UN í Mörkinni á föstudagskvöld og fékk hver hljómsveitarmaður UN-kort afhent við það tækifæri. ferðir, 4000 króna úttekt í gistingu hjá Grand Hótel, 3000 króna matarúttekt hjá A. Hansen og síðast en ekki síst 5000 króna úttekt í smáauglýsingum hjá DV. UN-kortin má nálgast með því að senda baksiðu bæklings sem dieift hef- ur verið á flest heimili eða með því að heimsækja UN-búðina í Mörkinni. Að- eins er hægt að kaupa eitt kort fyrir hverja kennitölu. Afslættir og Götusmiðjan Kortinu fylgja ávísanir upp á ná- kvæmlega þessar upphæðir. Auk ávísananna veitir framvísun UN-korts afslátt hjá verslunum UN, Smart i Vestmannaeyjum, Hárex í Mörkinni, Gullsól og JPV-útgáfunni. Afslátturinn er 20% fyrir handhafa UN- gullkorts, 15% fyrir handhafa silfur- korts og 10% fyrir handhafa bronskorts. JPV Forlag veitir þó 25% afslátt, óháð tegund UN-korts. Loks má geta þess að 5% af sölu UN- kortsins munu renna til Götusmiðj- unnar sem hjálpar ungu fólki sem lent hefur á refilstigu í lífinu að fóta sig á ný. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.