Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Page 16
16
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002
Skoðun DV
Spurning dagsins
Hvað langar þig í jólagjöf?
Eysteinn Sigurðarson, 12 ára:
Mig langar í sokka.
Pétur Karl Hemmingsen, 12 ára:
Trivial Pursuit.
Guðmundur Sverrisson, 12 ára:
Einhverja góöa bók.
Sæþór Kristjánsson, 12 ára:
Nýja tölvu.
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, 12 ára:
Playstation 2.
Kolbrún María Guðmundsdóttir, 12 ára:
Náttföt.
Fjárlögin og sala Landsbankans
Landsbankinn og KMPG
Tengjast áreiöanleikaböndum meö ólíkum formerkjum.
Ragnar
skrifar:
Áreiðanleikamat er eitt þeirra hug-
taka nútímans sem getur sett allt upp
í loft þegar kauphallarundrin eru í
þann veginn að sjá dagsins ljós. Nú er
lokið við að gera áreiðanleikamat
(sumir nefna þetta „könnun", sem er
mun óljósara hugtak - aðeins rann-
sókn) vegna sölu ríkisins á um 46%
hlut í Landsbanka íslands. Þar kemur
í ljós að mat KPMG-endurskoðunar er
ekki í samræmi við mat bankans á
eigin verðmæti sem lagt var til grund-
vallar í samningaviðræðum einkavæð-
ingamefndar og Samsona ehf.
Þegar þetta er skrifað (sl. föstudag)
hefur væntanlegur kaupandi ekki
fengið mat KPMG afhent og ekki hefur
heldur náðst í formann einkavæðing-
amefndar til að fá skoðun hans á mál-
inu. Eini aðilinn sem hefur tjáð sig um
málið er bankastjóri Landsbankans,
og hann þvær sínar hendur og segir
bankastjóm banka síns ekki eiga
neina beina aöild að þeim viðræðum
sem fram fóru. Engin gagnrýni hafi
komið fram á reikningsskil Lands-
banka íslands hf. - Málið er því líklega
að verða „heitasta" málið í fréttum
þessa dagana, ef frá er talið upphlaup
borgarstjórans í Reykjavík.
Fyrir marga er Ingibjörg Sólrún
borgarstjóri og staðfest löngun hennar
til landsmála hrein himnasending þeg-
ar sala Landsbankans er sett í sam-
hengi við fjárlögin sem nýbúið er að
samþykkja á Alþingi - ekki síst ef
krafa kaupenda um tveggja milljarða
króna afslátt verður sett sem skilyrði
og stendur óhagganleg. Þar með yrðu
fjárlögin í uppnámi. En eins og kunn-
ugt er var óeigingimi alþingismanna í
„Fyrir marga er Ingibjörg
Sólrún borgarstjóri og stað-
fest löngun hennar til
landsmála hrein himna-
sending þegar sala Lands-
bankans er sett í samhengi
við fjárlögin sem nýbúið er
að samþykkja á Alþingi. “
fyrirrúmi þegar þeir útbýttu fé til ým-
issa ríkisframkvæmda. í fjáraukalög-
um - allt vegna þess að treyst var á ör-
læti þeirra Samsona ehf.
Verði hins vegar mismunur KPMG-
matsins og reikningsskila Landsbank-
ans mestmegnis rakinn til óreiðu-
skulda við bankann, sem aftur má
rekja til ábyrgðarleysis fyrrverandi
bankastjóra Landsbankans, er ekki
ólíklegt að málið færist á topp tíu lista
innlendra frétta. Enda varðar það
þjóðarheill og efnahagsmál okkar í
nánustu framtíð - og raunar miklu
fremur en það hvort Ingibjörg Sólrún
verður innan eða utan Ráðhúss
Reykjavíkur.
En nú hækka líka laun ráðamanna
um 7%. Það er bót í máli fyrir alla: mig,
þig og alla sem búa við sýndarveru-
leika í fréttamati íslenskra fjölmiðla.
Viktoríanskur hugsunarháttur
Öm Blævarr Magnússon
skrifar:
Fyrir tólf mánuðum ákváöu tveir
ungir menn að gefa út blað er tileink-
að yröi framhaldsskólanemum. Blað
þetta átti að fjármagna með auglýs-
ingasölu en dreifa frítt til nema. Af-
urðin leit dagsins ljós núna tólfta
desember. Eintak var borið út til
allra er keyptu auglýsingu í títt-
nefndu blaði (Filter).
Og þá byrjaði fjörið. Hringt var til
ritstjórnar Filters frá versluninni
Top Shop er var með baksíðuauglýs-
ingu í blaðinu. Sá sem hringdi var
framkvæmdastjóri og tilkynnti, að ef
blaðið færi í dreifingu færi Top Shop
í mál. Ástæðan? Jú, þetta væri sóða-
rit og skaðaði ímynd fyrirtækisins.
Nú er ég sjálfur liölega fimmtugur og
alveg þokkalega þröngsýnn. Ég er bú-
inn að sjá þetta blað. Það er ekkert í
þessu blaði sem hægt er að kalla
klám. Reyndar er þama grein um
hjálpartæki kynlífsins.
Fyrir nokkru síðan kveikti ég á
morgunsjónvarpinu og viti menn -
fjörlegur kynlífsfræðingur að tíunda
Ég veit ekki til þess að
nokkur maður hafi kvartað
undan þessum þætti.
hina ýmsu möguleika í notkun því-
líkra tóla. Ég veit ekki til þess að
nokkur maöur hafi kvartað undan
þessum þætti. Enda hefur almennt
verið talið að viktoríanskur hugsun-
arháttur hafi liðið undir lok fyrir
löngu. Sé það hins vegar rétt að það
sé forsíðumyndin sem fer svo fýrir
brjóstið á framkvæmdastjóranum að
hann getur réttlætt það fyrir sjálfum
sér að ekki bara láta banna blaðið á
sínum forsendum heldur hafa einnig
samband viö alla aðra sem auglýstu
og fá þá lið með sér í þessari kross-
ferð gegn klámi, þá er illa komið.
Og í hverju er svo þetta klám fólg-
ið? Jú, á forsíðunni er mynd af ber-
um karlmanni og hefur hann falið
stubbinn sinn á milli læranna þannig
að mögulegt er með ofurmannlegu
imyndunarafli að telja sér trú um að
þarna sé mjög loðinn og afburða
kraftalega vaxinn flatbrjósta kven-
maður. Og undir þessari mynd stend-
ur „karlremba er sjálfsvöm".
Ég verð að viðurkenna, að í allri
minni þröngsýni fannst mér þetta
myndaspil bara þrælskondið. Mest
undrandi varð ég þegar eitt stærsta
tölvufyrirtæki landsins tók undir
með þessari manneskju. Nú var þetta
blað ætlað framhaldsskólanemum á
aldrinum sextán til tuttugu og fimm
ára til skoðanaskipta og sem vett-
vangur hugmynda þessa aldurs-
flokks. Þar sem markaðsstjórinn leyf-
ir sér að nota þau vinnubrögð að
hringja í aðra auglýsendur og hvetja
þá til að standa með sér í að fá dreif-
ingu Filter bannaða gæti ég á sömu
forsendum hvatt fyrrgreindan ald-
urshóp til að versla ekki við Top
Shop. En ég geri það ekki. Ég vona að
fólk eigi viðskipti þar eftir sem áður
þó setja megi stórt „?“ við hugmynda-
fræði eins stjómanda verslunarinn-
ar. - Ég tek fram, að ég skrifa þetta
án vitundar þessara drengja sem að
blaðinu standa.
Að rugga sér í lendunum
Þessa dagana er Garri í góðmennskukasti.
Enda þótt oftast sé hann rótarlegur og hálf-
gerð ótukt er sá gállinn ekki á honum þessa
dagana. Nú kappkostar hann að láta hvkr-
vetna gott af sér leiða. Enda að koma jól. Af
örlæti sínu gaf Garri vænar flísar af feitum
sauð til Mæðrastyrksnefndar þannig að soltnir
mættu mettast. Leikföng gaf hann til bama
foreldra sem eiga ekki fyrir jólagjöfum. Með
tárin í augunum gekk Garri niður Laugaveg-
inn þar sem hann mætti pöplinum að kaupa
inn til jólanna. Hann fann sárt til með þeim
mörgu sem ekki geta gert sér dagamun á heil-
agri hátlð.
Engar kartöflur
Þeir sem við aumasta hlutskiptið hafa búið
eru væntanlega forystumenn þjóðarinnar. En
nú hefur þeirra hagur vænkast.
Jólasveinar kjaranefndar mættu til byggða í
vikunni og gáfu þeim i skóinn og rökstuddu
örlæti sitt og sögðu að ófært væri að þessir
menn drægjust aftur úr öðrum í kjörum. Eða
með öðrum orðum að ófært væri að gefa þeim
kartöflur í skóinn. Meðal þeirra sem fengu
þennan búhnykk var forsetinn sem fyrir helg-
ina mætti til mæðrastyrksnefndar og tók þar
tali hina umkomulausu. Garri efar ekki að
hann eigi þjáningabróður í forsetanum en sá
var lengi í stjómmálaflokki sem baröist fyrir
bættum kjörum öreiga allra landa.
Biskupinn var líka meðal þeirra sem fengu
launahækkun. Sá vill öllum gefa kærleik í
jólagjöf. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fengu
líka launabætur og þeir gefa auðvitað góðæri
og árgæsku til lands og sjávar í alla jólapakka.
Enda er slíkt á færi þeirra, þessa góða fólks
sem hefur bæði vald tíða og þjóðar.
Kátína yfir kjarabótum
Á jólunum eiga allir að vera góðir hver við
annan. Því ætlar Garri að láta hina mildu tóna
í sálarlífi sínu lita óma í þessu jólaguðspjalli
sinu. Hann minnir á að í dag er glatt í döprum
hjörtum hinnar snauðu alþýöu sem nú getur í
sinni sínu fundið bæði frið og fögnuð. í dag er
líka glatt í döprum hjörtum alls efsta lags
stjórnkerfisins: kátína yfir kjarabótum. Og
brátt fara haltir að ganga, daufir að heyra og
blindir fá sýn.
Við lifum á ótrúlegum timum. Dásemd í des-
ember.
Með þeim orðum óskar Garri lesendum sín-
um gleðilegra jóla um leið og hann fer að
dæmi Adams sem átti syni sjö; stappar niður
fótunum, ruggar sér í lendunum og snýr sér
svo í hring.
CyOvTfl
Össur sagði satt
Hildur GuSjðnsdóttir hringdi:
Ég verð að segja
að hann Össur
Skarphéðinsson
naut samúðar minn-
ar eftir sjónvarps-
viðtalið 18. des. sl.
Ég hélt að hann
væri að fara með
rangt mál þegar
hann sagði að Ingi-
björg Sólrún gæfi
kost á sér til þings,
þar sem hún hafði
fyllilega gefið í skyn að svo væri ekki,
hún ætlaði bara að hugsa málið. Allt í
einu snerist frúin í hring og viður-
kenndi að hún gæfi kost á sér en svar-
aði því aldrei hvort hún hefði rætt við
formenn VG eða Framsóknar. Það var
nú lóðið! Ekki er ráðahagurinn burð-
ugur. Samfylkingin mun svo þurrka
út Framsóknarflokkinn í Reykjavík
en þangað sótti Kvennalistinn mjög
fylgi sitt. Hvað gera Vinstri-grænir
nú? Og hvað skyldi ffúnni finnast ef
samstarfsflokkamir söðluðu nú um í
borgarstjóm og styddu íhaldið? Þar
með hefði allur R-listinn sagt „Allt í
plati!" Það þyngist því verulega undir
fæti hjá borgarstjóra, fylgið minnkaði
í síðustu kosningum og nú þarf að
berjast við sterkan stjórnmálamann í
forystu minnihlutans.
Þetta er ekki ham-
borgarahryggur
Halldðr (heimavinnandi) skrifar:
Ég get ekki látið kyrrt liggja am-
böguna þrálátu sem fram kemur hjá
langflestum þeim sem tala um
jólasteikina og segjast ætla að elda
„hamborgarahrygg"! Þetta er ekki
nokkur matur, svona „hryggur" því
hann er ekki til. Nema ef hakkað kjöt
væri uppistaða í einhverjum dýra-
hrygg, sem ég hygg að sé ekki af þess-
um heimi. En svo er til gæðamatur, á
jólum og við önnur tækifæri, og það
er „hamborgarhryggur" - þessi sem
við sjóðum fyrst og er síðan gijáður í
ofhi, í svo sem 15 mínútur á 180 gráð-
um (360 í amerískum ofni), með Dijon-
sinnepi og púðursykri.
Horft til allra átta
Allt án skuldbindingar.
Össur Skarp-
héöinsson
formaöur
Samfylkingar
Sannsögulli
en svilkonan?
Ég hef sagt það áður
Skúli Jðnsson skrifar:
Það er upplausnarástand í borgar-
stjóm Reykjavíkur. Borgarstjórinn,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, virðist
hafa orðið friðlaus þegar að því var
ýjað að hún myndi sóma sér vel í for-
ystusveit Samfylkingarinnar í næstu
kosningum. Nú hefur hún játað því að
verða í framboði, allt án þess að
svíkja sína kjósendur, eða eins og hún
segir oft sjálf: „Ég hef sagt það áður...“
Auðvitað sæktist Ingibjörg Sólrún eft-
ir ráðherrastóli, yrði hann í boði eftir
kosningar. Þar með rýma möguleikar
hinna sem lentu ofarlega á lista Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík því varla
yrðu allir ráðherramir úr Reykjavík.
Hér er komin upp ný staða fyrir Sam-
fylkinguna og alls ekki góð. Með þátt-
töku Ingibjargar Sólrúnar á þinglista
er rekinn fieygur í forystu Samfylk-
ingarinnar á þeim vettvangi. En ekki
síður í borgarstjómarmeirihlutann
sem í raun riðar nú tU faUs eftir
margháttuð svik og hringlandahátt í
stjórn borgarinnar, sbr. lokun þjón-
ustumiðstöðva eldri borgara (sem R-
listinn varð svo að draga tU baka,
sumarlanga leikskólalokun og íjár-
málaóstjórn.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.ls
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíö 24, 105 Reykiavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.