Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Page 17
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002
Menning
17
Pílagrímaleiðir
Einn er sá flokk-
ur bóka sem aö
mestu hefur horf-
ið undanfarin ár
en það eru ferða-
bækur. Kemur þar
tvennt til; ferða-
lögum hefur fjölg-
að mjög og mynd-
miðlar hafa tekið
við hlutverki
ferðasagnanna.
Ferðabókum mátti
í stórum dráttum
skipta í tvennt;
annars vegar sög-
ur af svaðilforum
og mannraunum
og sakaði þá ekki
þó nokkuð væri
fært í stílinn, og
hins vegar hug-
leiðingar um
menn og málefni
er ferðalangur
rakst á leið sinni.
Slíkar hugleiðing-
ar gátu oft verið
fjölbreyttar og
tengst mannfræði,
þjóðfræði, sagn-
fræði, bókmenntum og listasögu,
svo fátt eitt sé talið.
Ferðasaga Jóns Björnssonar, Á
Jakobsvegi, telst til þessa síðast-
nefnda flokks. Höfimdur segir þar
frá ferð sinni á hjóli um gamal-
kunnar pílgrímaslóðir í Frakk-
landi og Norðvestur-Spáni til
borgarinnar Santiago de
Compostela, en þar er sagt að
geymd séu bein þjóðardýrlings
Spánverja, heilags Jakobs.
í bók sem rekur pílagrímaslóðir
er að sjálfsögðu margt sagt frá
dýrlingum og helgum dómum og
er þar dreginn saman mikill fróð-
leikur. Og þó að efasemdarmönn-
um nútímans þyki þar margt ótrú-
legt og næsta skoplegt er sá fróð-
leikur tilreiddur með hæfilegri
virðingu og virðingarleysi þar
sem við á, samanber þessa
skondnu samlíkingu um starfs-
svið dýrlinga: „Dýrlingar voru um
margt ekki ólíkir þinmönnum
Jón Björnsson ásamt farkosti sínum
Hjóladi suöur og hugsaöi upphátt á leiðinni.
utan af landi sem sátu Al-
þingi í Reykjavík framan
af tuttugustu öldinni.
Kjósandi gat ætlast til að
þeir gerðu viðvik fyrir
sig, útveguðu innflutn-
ingsleyfi fyrir jeppa,
mæltu með bankaláni eða
keyptu smávarning sem
ekki fékkst í kaupfélag-
inu á staðnum."
En frá fleiru er sagt en fyrir-
greiðslupólítík í himnasölum,
þannig er til að mynda fjallað um
klausturlifnað og kirkjubygging-
ar, fuglinn Griff og fleiri furðu-
skepnur úr nárrúrufræði miðalda,
sagt frá Karlamagnúsi og köppum
hans, föður Jesúítareglunnar
Ignatíusi Loyola og rakin Spánar-
saga allt til nýaldar. Allt er þetta
efni hið forvitnilegasta auk þess
sem höfundur hefur greinilega
mikla ánægju af að miðla af þekk-
ingu sinni og gerir það án alls yf-
irlætis. Árangurinn er því alþýð-
legt fræðirit af bestu gerö sem
sjaldgæf eru orðin nú á
tímum sérhæfingarinnar.
Bók sína byggir höfund-
ur þannig upp að frásögn-
inni er skipt í sex kafla
sem hver um sig er helg-
aður ákveðinni leið en
kaflarnir síðan fleygaðir
með útúrdúrum sem höf-
undur nefnir svo. Ferða-
sagan sjálf er lipurlega
rakin án þess þó að höfundur
trani sér um of fram og stíll hans
er lipur og oft launkíminn þó að
honum hætti tU að verða marg-
orður á stundum. Bókin er síðan
hin vandaðasta að allri gerð,
prentuð á góðan pappír og ríku-
lega prýdd myndum og kortum.
AUt gerir þetta Á Jakobsvegi að
athyglisverðu og eigulegu bók-
verki.
Geirlaugur Magnússon
Jón Björnsson: Á Jakobsvegi. Hugsaö
upphátt á pílagrímaleiðinni til Santiago
de Compostela. Ormstunga 2002.
Bókmenntir
✓
Ast og grimmd
Skuggasjónaukinn er síðasta
bókin í þríleik PhUips PuUmans
þar sem segir frá ævintýrum Lýru
Silfurtungu og WiUs Parrys. Þrí-
leikurinn gerist í mörgum sam-
liggjandi heim-
um en í öðru
bindi, Lúmska
hnífnum, sagði
frá því þegar
WUl fékk hnif-
inn sem hægt
er að nota tU að
skera á mUli
heima.
f þessari bók
segir frá loka-
uppgjöri þeirr-
ar atburðarásar
sem hefur
magnast upp í
fyrri bókum.
Ásríel lávarður
hyggst ráðast
gegn Alvaldin-
um. Frú Coult-
er hefur náð
Lýru á sitt vald.
Alvaldurinn og Metatron ríkis-
stjóri hans hafa safnað miklu liði.
Og eðlisfræðingurinn Mary
Malone hefur uppgötvað að duftið
svokaUaða virðist streyma burt úr
öUum heimum. En hvað er duft?
Hvert er það að fara? Er Alvaldur-
inn guð? Eða byggist heimsmynd
mannanna á blekkingum?
Bækur PhUips Pullmans eru
ekki síður ætlaðar fuUorðnum en
bömum. f þeim spyr höfundur
grundvallarspurninga um guð-
fræðUeg og heimsfræðUeg málefni
og byggir um leið upp spennandi
heimsmynd. f.fyrri bókum hafði
verið gefíð i skyn að duft tengdist
á einhvern hátt persónum fólks og
hér er leyndardómurinn um duftið
útskýrður en
um leið settar
fram nýjar
kenningar um
sköpun heims-
ins, syndir og
dyggðir.
Lýra og WiU
era bæði tvö
orðnar mótaðar
persónur úr
fyrri bókum.
Lýra er mun
meira aðlaðandi
persóna og hún
kemur af fuUum
krafti inn í
þessa bók en
WUl fékk að
gegna aðalhlut-
verki í þeirri
síðustu. Lýra,
sem er geðþekk
en um leið breysk, er bindiefni
bókaflokksins og lesandi getur
ekki annað en látið sig örlög henn-
ar varða. WiU og hún mynda gott
par þar sem hvort vegur annað
upp. Og hlutverk þeirra fyrir
heimana aUa reynist mikUvægt á
óvæntan hátt.
Ýmsar persónur úr fyrri bókum
koma við sögu, svo sem Jórekur,
konungur brynjubjamanna, nom-
in Serafína Pekkala og auðvitað
Asriel lávarður og frú Coulter.
Aðrar persónar mótast skýrar, tU
dæmis englamir Baltamos og
Baruk en saga þeirra er ljúfsár ást-
arsaga mitt í allri hringiöunni. Þá
eru GaUívespamir Tialys og lafði
Salmakía skemmtilegar persónur
sem sinna skyldum sínum fram í
rauðan dauðann.
ÞrUeikur PuUmans snýst að
miklu leyti um ástina og birtingar-
form hennar. Ástir ólíkra tegunda
og ólíkra einstaklinga. Pullman
setur ástina í fyrsta sæti sem hina
æðstu dyggð en kirkjan í bókun-
um formælir ástinni og telur hana
til synda. En þó að ástin sé þannig
drifkraftur atburðarásarinnar er
grimmdin líka áberandi og menn
hika ekki að beita grimmd tU að
verja ástina eða ráðast gegn henni.
Þessar vangaveltur eru svo flétt-
aðar saman við hörkuspennandi
atburðarás þar sem herir Asriels
lávarðar og Metatrons mætast í
lokauppgjöri og heimurinn sér
fram á nýja dögun.
Þeir sem lásu fyrri bækurnar og
kunna að meta þær veröa auðvitað
að lesa þessa. Mörgum spurning-
um er svarað og örlög allra verða
ljós. Þetta er þó ekki bók fyrir ung
börn enda löng og efnismikU. Þá
er engri sykurfroðu vafið utan um
hlutina heldur er öUu lýst á
grimmUegan hátt. En Skuggasjón-
aukinn er verðugur endir á þess-
um epíska þrUeik PhUips PuUm-
ans.
Katrín Jakobsdóttir
Philip Pullman: Skuggasjónaukinn. Anna
Heiöa Pálsdóttir þýddi. MSI og menning
2002.
20w MlKRÓSAMSTÆÐA með RDS i
geislaspilara, segulbandi, Dynamic Bass i
Incredible Surround r"
TILBOÐ 24
PHIUPS
HP4864
1600w HÁRBLÁSARI með nýja Thermo hitastillingu
sem tryggir að blásturinn fer aldrei illa með hárið.
TILBOÐ 3.495
Verð áður kr. 3.995
otrúlegt
SCR802
FERÐATÆKI með
geislaspilara,
segulbandi og útvarpi.
Frábært tæki
fyrir börnin.
TILBOÐ 6.995
otrúlegt
<*satt
PHIUPS
Verð áður kr. 8.995
Að&Ns
r 4 F
UftvAiimj
ótrúleqt
i ensa(f
FPH500
Öflug 500w MATVINNSLUVÉL
með blandara og safapressu.
Tekur 1,5 lítra.
TILBOÐ 7.995
Melissa
Verð áður kr. 9.995
nuilin. ótrúlegt
PHILIPS e^Sdtt
HR8569 Mobilo Plus
Öflug 1600w RYKSUGA, mjög kröftug og
handhæg. Frábær parketbursti fylgir.
TILBOÐ 15.995
Verð áður kr. 19.995
l' tt I Heimilistæki I
UMBOÐSMENN UM ALLT LAND