Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Side 18
18 Menning Listin skráð og afskráð eða tilfinningavæmni. Nokkur smáleg og naum verk virka lika ósköp þreytt. Óþarfi er að nefna nokkur nöfn í því sambandi. Áhorfandinn veltir einnig vöngum yfir því hvort sýningarstjórar setji með einhverjum hætti samasemmerki milli mikilvægis ákveð- inna listamanna og fermetranna sem lagðir eru undir verk þeirra á sýningunni. Tíminn, þ.e. næstu fimm ár, mun án efa leiða í ljós hvort þar er um of- eða vanmat að ræða. Myndlist Sýningu listasafhsins fylgir bæklingur með skilmerkilegum texta eftir Hörpu Þórsdóttur, þar sem sagt er frá þróun myndlistarinnar á landinu á því tímabili sem hér um ræðir með viðkomu í helstu listastraumum og viðhorf- um. Þótt ekki sé nauðsynlegt að vera sam- mála öllu sem Harpa segir - sjálfur hef ég efa- semdir um félagslega skírskotun í verkum Söru Björnsdóttur og Margrétar H. Blöndal - hefði það óefað styrkt sýninguna og aukið á Þorvaldur Þorsteinsson: Söngskemmtun. 1998. Endrum og sinnum tala forráðamenn op- inberu safnanna um það hve ábyrgð þeirra sé mikil þar sem í þeirra hlut komi að „skrá listasöguna" með innkaupum á listaverkum. Fyrir það fyrsta er mein- loka að tala um ein- hverja eina og afger- andi listasögu; hver kynslóð túlkar söguna með sínum hætti. Sannleikurinn er einnig sá að enginn einn leggur „mest“ til þessarar sögu, ekki einu sinni höfuðsafn myndlistarinnar. Margir aðilar koma að skrásetningu henn- ar, sem einna helst má likja við annálarit- un; listamennirnir sjálflr, söfn, safnarar, gallerí, ráðamenn, gagnrýnendur, blaðamenn og listfræðingar. Síðan verður listasagan ekki að áþreifanleg- um veruleika fyrr en fræðimenn hafa gaum- gæft allar hliðar hennar í góðu tómi og lært að greina á milli aðal- og aukaatriða. Þá er eins vist að „skráning“ opinberu listasafn- anna fái falleinkunn, eins og henti Listasafn íslands þegar farið var að grennslast fyrir um listaverkakaup þess frá sjöunda og áttunda áratugnum. í framhaldi af þeirri eftirgrennsl- an var stofnað til Nýlistasafnsins sem tók að sér að „leiðrétta" hina opinberu skráningu listasögunnar með skipulegri söfnun „for- srnáðra" verka. Minni afföll Engin leið er að geta sér til um viðbrögð komandi kynslóða við myndlist síðustu ára, eins og hún birtist okkur á sýningu Lista- safns tslands, íslensk myndlist 1980-2000. Þó kæmi mér á óvart ef afföllin yrðu eins mikú og við endurskoðun listaverkaeignar safnsins frá 7. og 8. áratugnum. Kemur þar til að und- anfarna tvo áratugi hafa innkaupanefndir safnsins verið öllu áhugasamari um myndlist yngri listamanna en forverar þeirra - áður voru komnir á fertugsald- ur þegar listasafnið lét svo lítið að „skrá“ þá - og um leið næm- ari á helstu strauma í listinni. Á tímabili heyrðist meira að segja sú gagnrýni að ungdómsdýrkun safnsins gengi út í öfgar; væri farin að bitna á listamönnum sem ekki höfðu unn- ið sér annað til sakar en að hafa elst. Vafa- laust tekur þessi gagnrýni sig upp á nýjan leik við þetta yfirlit, þar sem einungis eru dregin saman verk eftir listamenn sem fæddir eru um og eftir 1950. En það er til marks um hinar skjótu við- horfsbreytingar í myndlistarheiminum að mörg þessara nýlegu verka hafa elst illa, virka beinlínis léttvæg á nýju árþúsundi. Ým- islegt af frásagnarlegum toga í þeim hefur í dag á sér yfirbragð útspekúleraðrar bernsku íslensk myndlist 1980-2000 stendur til 15. janúar. Lista- safn Islands er opið kl. 11-17 alla daga nema mán. Anna Líndal: Helmilisfriður. 1996. upplýsingagildi hennar ef reynt hefði verið að stilla verkunum saman með hliðsjón af því sem hún hefur um þau að segja. Þess í stað er notuð gamla aðferðin, að láta sýningarrýmið ákvarða útlit sýningarinnar. Aðalsteinn Ingólfsson Tónlist Handan við dauðlega veröld Síðustu 15:15 tónleikar ársins á laugardag- inn var voru ekki haldnir klukkan 15:15 eins og venjulega heldur klukkan tíu um kvöldið. Tónleikarnir voru á Nýja sviði Borgarleik- hússins og var þar á ferðinni Slagverkshóp- urinn Benda ásamt gestum, Zbigniew Dubik fiðluleikara og Sigurði Halldórssyni sellóleik- ara. Fyrst á efnisskránni var Rain Tree fyrir þrjá slagverksleikara eftir Toru Takemitsu. Verkinu fylgir eftirfarandi tilvitnun úr skáld- sögunni Atama no ii, Ame no Ki eftir Kenza- buro Oé: „Því hefur verið gefið nafnið „Regn- tréð“; þar sem þéttvaxin laufkrónan rignir óslitið dropum úrhellisins frá því kvöldinu áður, langt fram yfir hádegi. Fingrum lík safna hundruð þúsunda lítilla laufa þess í sig raka, á meðan önnur tré skrælna samstund- is. Greindarlegt tré, ekki satt?“ Greindarleg tónlist verður maður líka að segja, og vel það. Hún hófst á undurblíðum og tærum bjöllu- hljómum sem sköpuðu mikla stemningu; síð- an óx verkið upp í náttúrulega hápunkta er komu ávallt á óvart, enda tónmálið óvenju- legt og frumlegt. Þeir Eggert Páls- son, Steef van Oosterhout og Pétur Grétarsson settu sig inn í veröld regntrésins af stakri innlifun og opinberuðu áheyrendum ævintýra- heim sem var í senn ljóðrænn og spennandi, enda tæknileg atriði sam- spilsins að öllu leyti á hreinu. Næst á dagskrá var Litany fyrir pi- anó eftir sama tónskáld sem Snorri Sigfús Birgisson lék á gamla flygilinn úr Austurbæjarbíói, og hafði lokið á honum verið fjarlægt. Ef til vill var það ástæðan fyrir því hve hljóðfærið hljómaði fallega; ég man alltént ekki eftir öðru eins þama í Borgarleikhúsinu. Leikur Snorra átti líka sinn þátt í hljómi píanósins, ásláttur hans var sérlega vandað- ur og allar hendingar vel mótaðar. Túlkun hans einkenndist af innhverfri mýkt og var allt að því rómantísk, enda tónlistin lág- stemmd lengi framan af; það var eiginlega ekki fyrr en í endann sem verkið reis upp í talsverðan hamagang. Þetta var snilldarlegur flutningur, og það eina sem truflaði var garg- ið í gemsa á viðkvæmu augnabliki; hvenær ætlar fólk að andskotast til að muna eftir að slökkva á símunum sínum þegar tónleikar hefjast? Lokaatriði efnisskrárinnar var Dream Sequence (Images II) fyrir fiðlu, selló, píanó, slagverk og tvær glasa- hörpur eftir Georg Crumb. Þetta með glasahörpurnar þarfnast út- skýringar; þama voru á ferðinni nokkur kristalsglös með mismiklu vatni í, og var leikið á þau með því að strjúka blautum fingri eftir brún þeirra. Til að skapa þrívídd var önn- ur glasaharpan höfð baksviðs en þó heyrðist í henni allan tímann því verkið var ávallt á lágu nótunum. Tónlistin samanstóð af alls kyns klið, berg- máli og fjarlægum ómi, og átti greinilega að skapa draumaheim, eða öllu heldur aðstæður til að dreyma vakandi. Það var auðvelt því tónsmíðin var vægast sagt ótrúlega mögnuð, enda var flutningurinn úthugsaður og fram- úrskarandi einbeittur. Eiginlega er ekki hægt að lýsa því sem fram fór en það var svo un- aðslega fagurt að það var eins og hljóöfæra- leikararnir væru ekki lengur á Nýja sviði Borgarleikhússins heldur á astralsviðinu, handan við dauðlega veröld - og maður var kominn þangað með þeim. Er hægt að hugsa sér áhrifameiri tónlistarflutning? Jónas Sen mannsgaman Þögnin hlustendanna Snorrl Slgfús Birgisson. Þögnin hlustendanna lá yfir þéttum salnum en innan úr einu hominu barst ofboðlaust hvískur af ljóði skálds og það var kerti í púlt- inu. Þama gerðist það sem gerist í ljóðheimi; fólkið grúfði sig ofan í fingur og handleggi og liföi sig langleiðina inn í sálarháska höfundar. Augnlok aftur og höfuð rótt að öxlum, mátt- leysi í kinnum, værð á vörum. Já, tíminn sem verður ekki mældur en líður aðeins um í loftinu. Lágvær, hikandi. Auðvelt var að sjá að í austurhorninu var út- lensk kona að afgreiða alla vega drykki. Hún fór þar grönnum puttum um posavél svo að af varð afskræmdur hávaði með nokkurra mín- útna hléum. Skrýtið hvað hljóðin úr efnisheim- inum geta truflað andann óskaplega. Eins og þau vilji yfirgnæfa, eyðileggja eða rétt aðeins minna á mátt sinn og megin og burði yfir and- anum. Þama varð upplestur að andlegum háska. Annars heims hlustendur af andans flaumi og hins vegar vélin að mala gull sin og gersemi. Þetta fór ekki saman. Og fer ekki saman. Óhljóð og ljóð. Ljóð og óhljóð. Miklu fremur að ljóðið leyfi sér angurværðina, einsemdina, ein- lægnina. Ekki posahljóð. Ekki með ljóðum. Það er eins og kynlíf með hiksta. -SER. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 ________________________PV Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir silja@dv.is Hjálp að handan Svava Jónsdóttir hefur skrifað sögur sex læknamiðla og gefið út í bókinni Hjálp að handan. Læknamiðlarnir eru Bíbí Ólafsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Jón Eiriksson, Jórunn Oddsdóttir, Kristján Einarsson og Steindór Marteinsson. Þau segja frá uppvexti sínum og hvernig þessi sérstæða gáfa birtist þeim en einkum frá skyggninni og starfmu í veröld sem flestum er hulinn heimur. Einnig eru í bókinni frá- sagnir fólks sem leitað hefur til lækna- miðla og fengið-hjálp og hugsvölun. Skjaldborg gefur út. Líf með þunglyndi Mál og menning hefur gefið út bókina Allt sem þú þarft að vita um líf með þunglyndi eft- ir dr. Robert Buckman og Anne Charlish. Þar gefa þau greinargott yfirlit yfir ein- kenni þunglyndis og mismun- andi stig þess, ástæður þunglyndis og með- ferð við sjúkdómnum. Lokahluti bókarinn- ar fjallar um það hvernig lifað verður með þunglyndi, hvað er helst að varast og hvað verður til bóta.. Héðinn Unnsteinsson þýddi og staðfærði bókina auk þess sem hann ritar formála. Skip einsemd- arinnar Jóhann Ólafur Þorvaldsson hefur gefið út sína fimmtu ljóðabók, Skip einsemdarinn- ar. Þar kemur hann víða við, fer til sjós og yrkir um Sellafield, en aðal- lega horfir hann í kringum sig og kemur orði að því sem hann sér markvert. Þar er ort um verkamann á Miklatúni, ruslakall- ana að störfum, veggjakrotarann að sínum störfum í undirgöngunum undir Miklu- braut, bréfberann, sem „er með púlsinn á skuldastöðu heimilanna", fólk a kaffihúsi og ýmislegt fleira. Bókin endar á þremur örsögum og einu spakmæli sem hljóðar svona: „Ég er hræddur við sumt fólk og hræddur um sumt fólk.“ Jóhann Ólafur gefur bók sína út í 25 árit- uðum eintökum. Ævintýraheimar Hólar hafa endurút- gefið bókina Ævintýra- heimar (sem áður hét Ævintýri æskunnar) frá 1967. Rúna Gísla- dóttir íslenskaði en V. Kubasta málaði litríkar myndir. i bókinni eru 14 skemmtileg ævintýri frá sex Evrópulöndum, sum vel kunn, þar á meðal Mjallhvít og Þyrnirós, en önnur minna þekkt. Þar má nefna Brúna nautið frá Norrova, Jakob kóngsson, Kóngsdæturnar tólf og Lævirkj- ann syngjandi. Suðurnesjamenn Hólar hafa gefið út bók- ina Suðurnesjamenn eftir Gylfa Guðmundsson skólastjóra. Þar talar hann við sjö þekkta menn af Suðurnesjum, bæði heimamennina Rúnar JúL, Dagbjart Einarsson, Sigríði Jóhannesdóttur, Ellert Eiríksson, Reyni Sveinsson og Hjálmar Árnason, og gestinn Jay D. Lane, sigmann hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflug- velli, sem hefur tekið ástfóstri við ísland og vann hetjudáð á Snæfellsnesi í fyrra. Happdrætti Bókatíðinda 2002 Nú er lokið drætti í Happdrætti Bókatíð- inda 2002 og er hér tæmandi listi yfir lukk- unúmerin. Berið saman við númerið innan á aftari kápusíðu á ykkar eintaki af Bóka- tíðindum og athugið hvort þið megið velja bækur fyrir 10.000 krónur í næstu bókabúð: 1. des. 4.336, 2. des. 61.698, 3. des. 62.921, 4. des. 23.624, 5. des. 75.816, 6. des. 57.338, 7. des. 90.096, 8. des. 74.378, 9. des. 99.888, 10. des. 6.154, 11. des. 101.286, 12. des. 61.905,13. des. 80.070,14. des. 99.087, 15. des. 14.950,16. des. 89.946,17. des. 44.604, 18. des. 47.037, 19. des. 91.010, 20. des. 34.179, 21. des. 39.546, 22. des. 86.644, 23. des. 98.673 og 24. des. 77.861.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.