Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Page 19
19 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002_____________ 13 V _________________________________________________Menning Ameríkuljóð Þar sem ljóðabókum virðist fækka með hverju árinu er þess vart að vænta að mikil umsvif séu í ljóðaþýðingum því ef útgefendur eru tregir til að gefa út frumsamd- ar ijóðabækur eykst sú tregða margfalt þegar kemur að ljóðaþýðing- um. Þessa má sjá merki í Bókatíðindum 2002 því þar eru tilgreindar þrjár þýðingar, ein úr dönsku og tvær eftir bandarisk skáld. Við þetta má bæta einkaframtaki Einars Braga skálds og þýðing- um hans á ljóðum Sama. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? Því skal ég láta ósvarað þó sjálfur sé haldinn þeirri bamatrú að ljóðið rati til sinna. En athyglisvert er að bandarisku þýðing- amar era á ljóðum skálda sem talin hafa verið amerískust allra þó ólík séu, þeirra Walts Whitmans og Williams Carlos Williams. Era hér einhver tengsl við þann gífurlega áhuga sem nú virðist vera á Vesturheimi? Um Whitman skal aðeins sagt að nú endurútgefur Bjartur þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á Söngnum um sjálfan mig, en Ámi Ibsen sendir nú frá sér síðara bindi þýðinga sinna á ljóðum Carlos Williams, Myndir frá Brueghel. Fyrra bindið, Rauðu hjólbörumar og fleiri ljóð, kom út 1997. William Carlos Williams fæddist 1883 í bænum Rutherford í New Jersey og þar settist hann að og starfaði alla sína starfsævi sem heimilislæknir en var jafnframt afkastamikið ljóðskáld. Á náms- árum sínum komst hann i kynni við Ezra Pound og kenningar „imaginistanna“ sem lögðu áherslu á að myndmálið skyldi vera skýrt og tært en ekki hlaðið dulúð og táknum að hætti „symbolista". Sú afstaða einkenndi ljóð Williams alla tíð þó að þeir Pound hafi á seinni árum verið hjartanlega sammála um að vera ætíð ósammála um flesta hluti. Þeim ágreiningi gerði þýðandinn Ámi Ib- sen ágæt skil í leikriti fyrir nokkrum árum. Þeg- ar Williams tók að fara sínar eigin leiðir í skáld- skáldskapur hans lofsunginn úr mörgum áttum, jafnt af bítnikk- um sem prófessora- skáldum. Þó ljóð WUliams virð- ist næsta einfóld og auð- skilin era þau furðu erf- ið í þýðingu. Veldur þar mestu áhersla hans á hljóminn sem vart verð- ur endurtekinn á öðrum málum svo vel sé. Miðað við það eru þýðingar Áma Ibsen vel af hendi leystar. Ámi er natinn og nákvæmur þýðandi, jafnvel stundum um of, svo sem í titli bókarinn- ar sem auk þess er heiti síðustu bókar skáldsins og heiti á ljóðaflokk, þar hefði ég kunnaö betur við að segja Myndir Brueghels eða Myndir eftir Brueghel; forsetn- ingin „frá“ tekur um of mið af enskunni. Best þykir mér þýðanda taikast upp í ljóðaflokkn- um Myndir frá Brueghel og styttri ljóðunum svo sem „Hvirfilvindinum“: Tréð lagöist á bílskúrsþakið teygói úr sér og sagói: Þú átt þér himnaríki, faróu þangaö. Lengri ljóðin með þrískiptu línunni hafa reynst erfiðari viðfangs sem þó er fremur sök skáldsins en þýðandans því i þeim rambar Willi- ams tíðum einstigi milli leirburðar og skáldsnilli sem fáum gefst að feta. En þó að tina mætti til nokkur vafaatriði er mikill fengur að þessum þýðingum og megi þær verða til að fleiri fylgi á eftir, hvort sem er frá Vesturheimi eða öðrum heimshomum. Geirlaugur Magnússon William Carlos Williams: Myndir frá Brueghel. Árni Ibsen þýddi og ritaöi eftirmála. Bjartur 2002. skapnum voru þær ekki síst fólgnar í því að hann taldi landa sína, og þá einkum þá stóru spámenn Elliot og Pound, um of halla undir evrópsk menn- ingaráhrif. Markmið bandarískra skálda væri að mati Williams að skapa sérameríska ljóðlist. Þess tók líka brátt að gæta bæði í yrkisefnum sem flest fjölluðu um daglegt líf og hversdagslega við- burði á heimaslóðum skáldsins og í bragarhátt- um Bókmenntir WUliams vildi færa braginn sem næst daglegu tali og tileinkaði sér þannig á því skeiði sem þetta þýðingakver fjallar um þriggja þrepa lín- una, óreglulegan brag þar sem hendingarnar taka jafnlangan tíma í flutningi. Þessa brags gæt- ir einkum í lengri ljóðum hans en svipuðum bragreglum hafði hann komið sér upp í styttri ljóðum. Þessi sérviska hans og andóf gegn ríkj- andi tísku varð til þess að Williams allt að því gleymdist um tíma en vegur hans fór siðan vax- andi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og Ámi Ibsen Natinn og nákvæmur þýöandi. Bókmenntir :: Sálfræði alþýðunnar Greinasafnið Úr manna minnum skoðar þjóðsögur og ævintýri frá öllum hugsanlegum hliðum Út er komið hjá Heimskringlu, há- skólaforlagi Máls og menningar, greinasafnið Úr manna minnum sem Haraldur Bessason og Baldur Hafstað ritstýra. í bókinni eru 28 greinar um islenskar þjóðsögur eftir jafnmarga 'fræðimenn og auk þess skrár yfir mannanöfn og atriðisorð. Þjóðsögur hafa um aldir ver- ið ein eftirlætisafþreying fólks auk þess sem þær hafa lið- sinnt manninum í hversdags- legu amstri hans, dagdramn- um og umgengni við sam- ferðamenn og náttúru. Jafnvel hafa þær náð til samfélagsvanda sem erfitt er að ræða á venjubund- inn hátt, til dæmis heim- ilisofbeldis og haturs milli foreldra og barna. Gerir Baldur Hafstað stuttlega grein fyrir muninum á þjóðsög- um og goðsögmn f Inngangsorðum sfn- um þannig að goð- sögur „hjálpi manninum að takast á við hinstu rök og skýra hið óskýranlega" en þjóðsögur og ævintýri fjalli um hversdagslegri vanda mannsins á jörðinni. í sömu Inngangsorðum fjallar Baldur vítt og breitt um þjóðsögur, söfnunarsögu þeirra, hug- takanotkun og undirflokka. Hann ræðir þróun- ina sem ævintýrin tóku úr munnlegri geymd í bókævintýri og bendir á að víxlverkun rithefð- ar og munnlegrar hefðar hafi að líkind- um sett meiri svip á íslenskar en almennt Hann ræðir dulda merk- ingu ævin- týra og uppeldis- hlutverk þeirra, m.a. með tilvisun til verka sál- fræðingsins og geðlæknis- ins Brunos Bettelheims sem reyndi að vinna úr vanda tilflnningaheftra bama með því að styðjast við ævin- týri. í stað þess að ræða við bömin um vanda þeirra beint talaði hann um vand- ann sem persónur æv- intýranna stóðu frammi fyrir. Það gat hjálpað skjólstæðingum hans að leysa úr eigin vanda að sjá lausn á ~'J vanda söguhetjanna. í kringum þjóðsögur hefur myndast víðáttu- mikið fræðasvið sem hefur ekki síst þróast út frá rannsóknum á einstökum minnum sem birtast í þjóðsögum ólíkra menningarsvæða. Lögmál munnlegrar frásagnarlistar og samspil ritmáls og munnmennta kemur einnig mjög viö sögu rannsóknanna, ásamt flokkun þjóðsagna og skyldleika við aðrar tegundir frásagna og bókmennta. Höfundarnir í þessari bók fjalla um þjóðsögur hver með sínum hætti. Til dæm- is má nefna að Ármann Jakobsson fjallar um marbendla og aðra sæbúa undir titlinum „Hættulegur hlátur", Eysteinn Þorvaldsson fjallar um þjóðsagnaminni i samtíðarsögum, einkum smásögum Þórarins Eldjárns og Gyrð- is Elíassonar, Terry Gunnell fjallar um innrás óvætta á jólum á íslenska sveitabæi, Hannes Pétursson gluggar í „gerviþjóðsöguna" Valtý á grænni treyju, Katrín Jakobsdóttir kannar ís- lenskar útilegumannasögiu- út frá sjónarhomi sögumanna, Kristján Kristjánsson fjallar um þjóðsögumar og manneðlið, María Ánna Þor- steinsdóttir ræðir álfkonuna í þjóðsögum frá 18. öld sem fyrirmynd íslenskra nútímakvenna í greininni „Átjándu aldar jafnrétti í álfheim- um“, Ólína Þorvarðardóttir skoöar myndbirt- ingu djöfulsins í nokkrum íslenskum heimild- um og Valdimar Tr. Hafstein athugar græn- lenskar sagnir af samskiptum viö norræna menn á miðöldum. Aðrir höfundar efhis í þessari gagnmerku og nytsömu bók eru Bo Almquist, Ásdís R. Magn- úsdóttir, Bragi Guðmundsson, Michael Chesnutt, Einar G. Pétursson, Gísli Sigurðsson, Haraldur Bessason, Heimir Pálsson, Helgi Hall- grímsson, Hermann Pálsson, Kristín Unn- steinsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Matthías Viðar Sæmundsson, Páll Lýðsson, Rakel Páls- dóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Sverrir Jakobsson og Þórir Haraldsson. María með Jesúbarniö Mynd eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. Bráðum koma... Þegar lesendur sjá þetta síðasta blað áður en jólahelgin gengur i garð hefur skötuilmurinn lagst yflr borg og bý í samræmi við þá venju íslendinga að borða skemmdan mat, eins og gárung- amir segja. Sjálfúr snæddi umsjónar- maður skötu í annað sinn (og fyrsta sinn af eigin hvötum) í fyrra og þurfti svo mikla hjálp við að kyngja síðustu bitunum að stórsá á honum í beinni hjá Agli Helgasyni eftir hádegið. I ár verður samt gerð önnur tilraun. Þeir sem heima sitja í dag hlusta sjálfsagt allir á jólakveðjur á Rás 1 sem hefjast kl. 13. Lesturinn stendur fram til miðnættis en inn á milli eru leikin jólalög frá ýmsum löndum fyrir þá sem enn eru að skreyta, pakka inn og leggja síðustu hönd á jólaundirbúninginn. Þrír tenórar í dag, kl. 17.30, verður safnast saman á Hlemmi og lagt af stað kl. 18 i friðargöngu niður Laugaveg að venju. Það er alltaf hátíðlegt að finna þennan sameigin- lega friðaranda rísa upp irá mann- fjöldanum, taka undir jólasálmana og sjá bjarmann í augum barnanna í göngunni. Eftir gönguna ættu menn að hinkra í bænum því kl. 19.30 verða tenóramir þrir með glæsilega tónleika á svölum Húss málarans, eða kaffihússins Sólon, á homi Bankastrætis og Ingólfsstrætis, i boði Reykjavíkurborgar. Ef einhver er í vafa em tenóramir þrír þeir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Snorri Wium og Þorgeir Andrésson. Með þeim leikur Steinunn Bima Ragnarsdóttir á píanó. Dagskráin verður að sjáifsögðu hátíðleg og tileinkuð jólunum að hluta. Þeir sem ekki komast í bæinn geta notið undursamlegs jólasöngs á jóla- diski Mótettukórs Hallgrímskirkju sem Jóhann Friðgeir tekur undir og heitir Lýs, milda stjama. Á honum er efnis- skrá sem flutt var á rómuðum aðventu- tónleikum í Hallgrímskirkju í desember í fyrra, meðal annars vinsæl jólalög á borð við Ó, helga nótt, Nóttin var sú ágæt ein og Guðs kristni í heimi. Stoðir samfélagsins Jólaleikrit útvarpsins á Rás 1 á 2. í jólum, kl. 13, er Stoðir samfélagsins eft- ir Henrik Ibsen, hið fyrsta í röð þeirra verka Ibsens sem flokkuð eru undir samtímaleikrit skáldsins. Þar segir á listrænan hátt frá spillingu, svikum, lygum og úreltum afturhaldssömum leikreglum í litlu sjávarþorpi í Noregi. Leikstjóri er Maria Kristjánsdóttir. Eins og Ibsen sé ekki nóg er um kvöldið, kl. 19, jólaópera útvarpsins, Iffigenía í Ális, eftir Christoph Willi- bald Gluck, ný hljóðritun frá Scala-óp- erunni í Milanó. Violeta Urmana fer með titilhlutverk konungsdótturinnar sem á að fóma og Riccardo Muti stjóm- ar hijómsveit Scala-óperunnar. En þegar óperan stendur sem hæst verða gestir sestir inn í Þjóðleikhúsið og famir að horfa á léttklædda karl- menn í söngleiknum Með fúllri reisn ... Svo ólíkt hafast menn að - líka á jólum. (/feói/eyjó/!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.