Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Blaðsíða 22
22
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003
Tilvera X>V
Fjölbreytt form
Hlynur Hallsson, Finnur Amar
Arnarson og Jessica Jackson
Hutchins opna sýningar í Nýlista-
safninu á morgun, 25. janúar, kl.
16.00. Hlynur sýnir ljósmynda- og
textaverk, myndband, innsetningu
eða aðstæður og viðhorfskönnun.
Finnur Arnar sýnir myndbandsinn-
setningu og Jessica ljósmyndir og
skúlptúra. Opnunin er sú fyrsta á
afmælisári Nýlistasafnsins sem hef-
ur verið starfrækt í 25 ár.
Náttúruleg náttúra
Jón Sæmundur Auðarson opnaði
í gær myndbandsinnsetningu í rými
undir stiganum í i8 á Klapparstíg.
Þó að hlutverk landslagsmyndanna
sé einkum að fegra híbýlin er meg-
inhlutverk þeirra aö fara með okk-
ur í ferðalag út í sveit, á kunnugleg-
an stað í kyrrð náttúrunnar og
minna okkur á heimahagana sem
við yfirgáfum til að freista gæfunn-
i ar í stórborginni.
I
\
i
i
I
Hugarleiftur
í Listasafni Reykjavíkur - Hafn-
arhúsi var í gær opnuð sýningin
Hugarleiftur sem er afrakstur ís-
landsferðar bandarisku myndlistar-
konunnar Diane Neumaier og
griska rithöfundarins Christos
> Chrissopoulos sumarið 2000 og sam-
anstendur af ljósmyndum af lista-
verkum á almannafæri, ljósmynd-
um af týndum hönskum og skrifuð-
um textum um takmörkuð sam-
skipti persónunnar við fólkið á göt-
unni.
Á sýning-
unni Young
Nordic
Design sem
opnuð hefur
verið í Nor-
ræna húsinu
eru verk
ungra ís-
. lenskra, norskra, danskra, sænskra
og finnskra hönnuða. Verkin varpa
skýru ljósi á hefðir norrænnar
hönnunar, einfalda formtúlkun,
notagildi, einfalda efnisnotkun og
strangar gæðakröfur. Sýningin var
opnuð í nóvember 2000 í Scandinav-
ia House í New York og hefur síðan
farið víða um heim.
Norræn hönnun
Storesarnir eru að hverfa
Margrét
Oddný Leó-
poldsdóttir
opnar sýningu
í gluggum sin-
um í Heima er
best, Vatnsstig
9, á sunnudaginn, kl. 16, og verður
opið hús af því tilefni. Sýningin er
j tileinkuö Þórami Eldjám og ber
nafniö „Storesamir eru að hverfa"
| eftir samnefndu ljóði hans. Þetta er
j innsetning - þó réttara væri að tala
' um útsetningu þar sem Margrét tek-
ur gardínumar á heimili sínu og
setur þær út fyrir gluggana.
íslensku tónlistarverðlaunin:
Margir sig-
urvegarar
- Ingibjörg Þorbergs hlaut heiðursverðlaunin
Það var enginn afgerandi sigur-
vegari á vel heppnaðri afhendingu
íslensku tónlistarverðlaunanna í
Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Eini
tvöfaldi sigurvegarinn þegar kom
að popptónlistinni var Sigur Rós,
annars var nokkurt jafnræði með
því besta í poppflórunni.
Einn verðlaunahafi hefði getað
farið heim með þrjár styttur. Það
var bassaleikarinn Skúli Sverrisson
sem vann til þrennra verðlauna, þar
af tvennra ásamt Óskari Guðjón-
syni. Skúli og Óskar starfa báðir er-
lendis og vora því ekki viðstaddir.
Það sem kom einna helst á óvart
var þegar tilkynnt var hver væri
söngkona ársins. Flestir voru búnir
að bóka Birgittu Haukdal í flokk
með Björk og Emifíönu Torrini, en
DV-MYNDIR E.ÖL
Magnús og Kóngurínn
Bubbi Morthens kom mikiö viö sögu
í gærkvöld þótt ekki ynni hann til
verðlauna. Meö honum á myndinni
er hinn kunni tónlistarmaöur og
frammámaöur í réttindum tónlistar-
manna, Magnús Kjartansson.
Höröur og menntamálaráöherrann
Höröur Torfason var tilnefndur í gærkvöld fyrir plötu sína, Söngvaskáld, en
þurfti aö sjá á eftir verölaunum í flokknum Ýmis tónlist til Óskars Guöjóns-
sonar og Skúla Sverrissonar. Hann er hér á tali viö Tómas Inga Olrích
menntamálaráöherra.
Glæsilegar söngkonur
Á myndinni eru fjórar söngkonur sem hafa gert garöinn frægan og komu viö
sögu í gærkvöld. Taliö frá vinstri: Margrét Eir Hjartardóttir, Regína Ósk Ósk-
arsdóttir, Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir.
Heiöursverölaunahafinn
Ingibjörg Þorbergs varö þess heiöurs aönjótandi aö vera kjörín heiöursverö-
launahafi ársins. Meö henni á myndinni eru Margrét Bóasdóttir, söngkona og
kórstjóri, og Magnús Kjartansson.
Norræn útgáfa af Píkusögum annað kvöld:
Skömmin er færeyskt
orð yfir sköp
- segir María Ellingsen leikkona
„Það hefur ekkert leikrit verið sýnt
jafn oft og lengi í Færeyjum og Píku-
sögur, eða Ginusögur, eins og þær
heita þar,“ segir María Ellingsen leik-
kona. Sjálf tekur hún þátt í flutningi
klukkutíma kafla úr verkinu í Borgar-
leikhúsinu annað kvöld kl. átta ásamt
Kristbjörgu Kjeld, Charlottu Böving
og færeysku leikkonunni Biritu
Mohr. Eftir hlé mun færeyska söng-
konan Eivör Pálsdóttir flytja ljúfa
tóna. Charlotta leikur á dönsku, Krist-
björg á íslensku og þær Birita og Mar-
ía á færeysku. „Ég er færeysk í aðra
ættina og dvaldi oft hjá fólkinu mínu á
sumrin. Þá lærði ég málið,“ upplýsir
María, spurð um færeyskukunnáttuna.
Þessi norræna útgáfa verksins eftir
Eve Ensler var flutt, m.a. af Maríu, á
norrænni leiklistarhátíð í Þórshöfn sl.
sumar og vakti mikla athygli. Leik-
pailur Gríma í Færeyjum fýlgdi á eft-
ir með verkið í fullri lengd og sló að-
sóknarmet. „Færeyingar eru mjög
trúaðir og það var hægara sagt en gert
að opna umræðu um þetta efhi. Þar-
lendar leikkonur voru hræddar um að
hneyksla og voru því ánægðar að fá
einhverjar utanaðkomandi til að hefja
leikinn. Mér var það hrein blessun að
fá að taka þátt í þessu ævintýri því
þótt Píkusögur séu opinskátt verk um
gleði og sorgir kvenna er það ekki
klúrt heldur hreint og tært og segir
mikinn sannleika. Enda hefur nú
myndast hreyfing kringum verkið í
Færeyjum," segir María.
María kveðst hafa áttað sig á því er
hún hafi farið að hugsa um flutning
verksins í Færeyjum að hún hefði
aldrei heyrt færeyska orðið yfir píku.
„Þegar farið var að kafa ofan í orða-
forða Færeyinga fundust þó 40 orð
yfir fyrirbærið, bæði ljót og falleg."
Maria nefnir orð eins og „skömmin"
og „i neðra“ en einnig önnur viðkunn-
anlegri eins og „ígulkerið", „trillan“
og gjógvin (gjáin). Gina er fallegt nafn
á sköpum en María segir konur á
Sandey varla þora að gefa gestum
þær einar hafa unnið þennan titil
hingað til, en óvæntur sigurvegari
var hin unga Hera Hjartardóttir
sem heillað hefur með söng sínum
síðustu mánuði. Söngvari ársins
var svo kosinn Amar Guðjónsson
úr Leaves.
Fullt var í stóra sal Borgarleik-
hússins og skemmtu viðstaddir sér
konunglega yfir góðum tónlistarat-
riðum og spennandi úrslitum. Fögn-
uðurinn var ekki sístur þegar tO-
kynnt var hver væri heiðursverð-
launahafi 2003. Hin ágæta söng-
kona, tónskáld og útvarpskona,
hinn þjóðkunna ginu-bita með kaffinu
lengur. Færeyska matmaddaman
Marentza Poulsen ætlar samt að bjóða
upp á slíkan bita í Borgarleikhúsinu
annað kvöld! -Gun.
Ingibjörg Þorbergs, hlaut verðlaun-
in að þessu sinni og kom það í hlut
forseta íslands, Ólafs Ragnars
Grímssonar, að afhenda henni verð-
launin. Þær stöllur Selma og Hansa
tóku síðan sitt lagið hvor eftir Ingi-
björgu.
Bubbi Morthens fékk margar til-
nefningar en fór heim án verðlauna.
Hann minnti þó eftirminnilega á sig
þegar hann steig á svið og rokkaði
af mikilli innlifun. Samkomunni
stjómuðu af mikilli list þau Guðrún
Gunnarsdóttir og Gísli Marteinn
Baldursson. -HK
Njósnarínn Jack Bauer
Kiefer Sutherland er aftur kominn í
fremstu röö leikara í Hollywood.
24 aftur á
skjáinn
Einhver óvæntasti og um leið besti
smellurinn í sjónvarpi var spennu-
þáttaröðin 24 sem Stöð 2 sýndi i fyrra.
Þar fylgdumst við með njósnaforingjan-
um Jack Bauer í tilraun sinni í að
koma í veg fyrir að forsetaframbjóð-
andi yrði myrtur. Strax í upphafi lenti
fjölskylda hans í miðri atburðarás og
var Bauer stundum klemmdur á milli
skyldunnar og vemdun fjölskyldunnar.
Það sem gerði þessa þætti einstaka
var að atburðarásin gerist á einum sól-
arhring og var klukkutími tekinn fyrir
í hverjum þætti. Þetta er áhætta sem
tekin var og hún borgaði sig. Þáttaröð-
in var verðlaunuð í bak og fyrir og hún
varð til þess að Kiefer Sutherland, sem
hafði verið á niðurleið, komst aftur í
röð vinsælla leikara.
Á sunnudaginn hefst leikurinn aftur
þegar önnur syrpa verður tekin til sýn-
ingar. Uppbyggingin er eins og at-
burðarásin tengist nokkrum persónum
sem voru til staðar í þáttunum í fyrra.
Þegar fyrsti þátturinn var frumsýndur
í fyrra gerðist það í fýrsta skipti í sögu
sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum
að engar auglýsingar voru settar inn í
þáttinn.
Leikkonurnar
María, Charlotta, Krístbjörg og Birita.