Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Side 25
MMPRRr 'WBmwmaP 'llillMlWW'Htf1 25 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003_________ IDV Tilvera Nastassja Kinski 44 ára Þýska leikkonan Nastassja Kinski á afmæli í dag. Nastassja er dóttir leik- arans Klaus Kinski og lék fyrst i kvikmynd 15 ára gömul. Alþjóölega frægð hlaut hún i kvikmynd Romans Polanskis, Tess (1979). Feriil hennar hefur veriö skrykkjóttur. Hún hefur af og til leikið í úrvalsmynd- um á borð við Paris, Texas og Cat People, en slæmu myndirnar eru fleiri. í einkalif- inu hefur ýmislegt gengið á. Þótti hún baldin i æsku og sat m.a. í fangelsi í fmun daga þegar hún var 18 ára. í dag styður hún Rauða krossinn dyggilega. í nokkur ár bjó hún með tónlistarmannin- um Quincy Jones og eiga þau eina dóttur. i Tiuuiqmn u -fcí Gildir fyrir laugardaginn 25. janúar Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.): . Þú skalt gæta þín að sökkva þér ekki í of mikla vinnu. Taktu þér hlé og vinnan géiigur betur á eftir. Kvöldið verður með ánægjulegasta móti. Fiskarnir (19. febr.-70. marsk Þú gætir lent í S idii vandræðum með að fá fólk til að hjálpa þér við verkefni sem þú virinur af því að allir virðast vera uppteknir. Hrúturinn (21. mars-19. anrill: |\Þú ert of viðkvæmur JPfyrir gagmýni og ættir re>rna ta^a *lenni betur. Ferðalag gæti valdið vonbrigðum. Happatölur þínar eru 8, 26 og 27. Nautið (20. april-20. maíl: / Ef þú ert sjálfsöruggur \ . í fasi áttu auðveldar með að fá aðra til að hjálpa þér við að framkvæma hugmyndir þínar. Happatölur þinar eru 12, 29 og 30. Tvíburarnir (21. maí-2i. iúníi Fyrri helmingur dags- ' ins verður rólegur en eitthvað óvænt bíður þín í kvöld, líklega í sambándi við féiagslifið. Happatölur þínar eru 3, 4 og 15. Krabbinn (??.. ióní-??. iúiíi: k Þér gengur vel að i einbeita þér í vinnunni í dag og fá fólk á þitt band en i gengur ekki sem skyldi. Farðu varlega í viðskiptum. Liónið (23. iúlT- 22. áeústl: Leiddu hugann að 1 sjálfum þér í dag og sjáðu hvort ekki er eitthvað sem mætti betur fara. Happatölur þínar eru 8, 19 og 35. Mevian (23. ágúst-22. sept.l: a- Þér bjóðast óvenjulega mörg tækifæri í dag í vinnunni en það krefst t f þess hins vegar að þú leggir töluvert á þig og vinnir mikið. Vogin (23. seot.-23. okt.): J Varaðu þig á þeim sem sýna vinum þínum V f óvirðingu. Líklegt er r f að þú hittir fólk í dag sem kemur þannig fram. Happatölur þínar eru 2, 8 og 34. Sporðdreklnn (24. okt.-?i. nóv.i: Atburður sem gerðist fyrir nokkru gæti phaft áhrif á daginn. Þú þarft að vera viðbúmn breyttri dagskrá. Happatölur þínar eru 16, 29 og 31. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.l: EÞú verður fyrir ) einhverri truflun í dag og hiin raskar deginum aðeins. Það er aðeins tímabundið og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Steingeitln 122. des.-i9. ian.c ^ Fjármál fjölskyldunn- j JrM ar fara batnandi. Ef Iþér finnst þú þurfa á hjálp að halda skaltu ekki hika við að biðja um hana. Happatölur þinar eru 2, 19 og 26. Wlla helgina fyiyndhpnd/PVP Allir íþráttaviáburðir í beinni á risaskjám. Pool. Enður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfsmannafélng. Stórt og gott dansgólf. þriöja sinnið Skilnaður Jennifer Lopez og Chris Judd mun endanlega ganga í gegn um helgina. Þar með verður henni frjálst að giftast í þriðja sinnið strax á mánudag, en hún ku vera í tygjum við leikarann Ben Affleck, sem er víst í giftingarhug. Lopez og Judd giftust árið 2001 en sóttu um skilnað fyrir 7 mánuðum. Talið er að hann fái í sinn hlut um 15 milljónir dollara (1,2 milljarða) vegna skilnaðarins. Lopez var áður gift Ojani Noa en þau skildu árið 1997. Jennifer og Ben kynntust þegar þau unnu saman að kvikmynd á síðasta ári og hafa tilkynnt að þau vilji giftast við fyrsta tækifæri. 7. AÓ í Hvaleyrarskóla í heimsókn á DV Agnes Ósk, Alexander, Arnór Ingi, Benedikt Rafn, Björn Ingi, Davíö, Gezim, Heiörún Guöný, Mexhide, Ragnar Þór, Sandra Dís, Sandra María, Sigríöur, Guöný, Sigþór, Stefán Freyr, Steinþór, Sveinn Darri, Sveinn Snær, Tinna, Björk, Ylfur Rán, Ævar ísak. Kennari þekkjarins er Bryndís Jöna. Ozzy í Pepsi-aug- lýsingu Enn og aftur hefur gosdrykkja- framleiðandinn Pepsi ráðið til sín ógrynni frægra stjarna til að aug- lýsa drykkinn góða. Beðið er með mikiili óþreyju eftir einni slíkri sem á að frumsýna í einu auglýsinga- hléa'úrslitaleiks bandaríska ruðn- ingstímabilsins, Superbowl. Þar er Osboume-fjölskyldan í að- alhlutverki en auglýsingin byrjar á því að böm hans, Jack og Kelly, „fjarlægja“ andlit sín og reynast þau í raun vera fyrrum bamastjöm- umar Donny og Marie Osmond.. Við það vaknar Ozzy upp af vondum draumi og er honum mikið niðri fyrir af martröðinni. Hann kallar á konu sína, Sharon, á sinn einstaka hátt, þegar hann áttar sig á því að konan við hliðin á honum í rúminu er í raun Florence Henerson, sú er lék móðurina Carol í sjónvarpsþátt- unum um Brady-fjölskylduna. The Man from Elysian Fiefds ★★★ Rithöfundur í aukastarfi í The Man from Elysian Fields leikur Andy Garcia metnaðarfullan rithöfund, Byron Tiller, sem hefur ekki, haft erindi sem erfiði enn sem komið er. í upphafsatriðinu sjáum við hann í bóka- búð, þar sem útsölu- bækumar em. Að sjálfsögðu er eina skáldsaga hans á þess- um stað. Næst sjáum við hann með handrit að nýrri skáldsögu, sem fjallar um farand- verkamenn, vera hafn- að af útgefanda. Hann þorir ekki að segja eig- inkonu sinni frá þess- um móttökum og telur henni trú um að sagan verði gefin út og hún sé jafnvel á lista yfir hugsanlegar „Bækur mánaðarins". í millitíðinni hittir Tiller Luther Fox (Mick Jagger), sem rekur fylgd- arsveinaþjónustuna Elysian Fields. Hann býður honum starf sem Tiller þiggur með semingi. Fyrsta verk hans er að ferðast með glæsilegri eiginkonu rithöfundar sem Tiller dýrkar. Sá er að dauða kominn og eiginkonan skemmtir sér með hans vilja. Leiðir þetta til þess að Tiller fer að aðstoða rithöfundinn við að skrifa síðustu bókina og heldur að hann sé kominn á græna grein. Sú grein er þó meira en brothætt eins og kemur í ljós. The Man from Elysians Fields er innihaldsrík og góð kvikmynd þar sem mjó lína er á milli hins góða og hins illa. Það er helst að hún missi dampinn í lokin, þegar Tiller les væminn texta úr nýj- ustu bók sinni. Leik- arar eru finir, með Andy Garcia í broddi fylkingar. Hefur hann næma tilfinningu fyr- ir rithöfundinum, sem veit að hann á betra skilið en fellur svo auðveldlega í gildrur sem settar eru fyrir hann. Þá er leikur Mick Jagger yfirveg- aður og gaman að sjá hann í „herrafotum". The Man from Elysian Fields líður frekar hægt og stund- um er erfitt að fá tíma- skyn í atburðarásina, en þegar á heildina er litið þá er myndin áhrifamikil lýsing á fólki sem vill vel en lendir í atburðarás sem það ræður ekki við. -HK Útgefandi: Bergvík. Gefiö út á myndbandi og DVD-diski. Leikstjóri: George Hicken- looper. Kanada, 2001. Lengd: 106 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Leikarar: Andy Garcia, Mick Jagger, Julianna Margulies, James Coburn og Olivia Willi- ams. The Business of Strangers ★★★ | Einnar nætur gaman The Business of Strangers gerist á rúm- um sólarhring og eru að- alpersónumar tvær kon- ur sem hafa ekki farið vel út úr samskiptum sínum við karlmenn. Svo má allavega halda í fyrstu. Dæmið er nú samt flóknara en það, eins og áhorfendur fá að sjá þegar líður á mynd- ina. Báðar vinna þær hjá sama fyrirtæki, önnur í efsta flokki, hin mun neðar. Þegar kynning sem Julie (Stockhard Chann- ing) á að stýra mis- heppnast þá rekur hún Paulu (Julia Styles) á staðnum, þar sem hún átti að vera henni til aðstoðar en kom of seint. Julie er yfir sig stressuð þar sem hún finnur á sér að það eigi að reka hana. Hún er þanin á taugum og þegar dæm- ið snýst við og hún er ráðin aðalfor- stjóri fyrirtækisins þá nær hún sér ekki niður - getur ekki sýnt þakklæti sem hún þó vill gera. Á meðan hafði hin burtrekna Paula orðið strandagióp- ur. Þær hittast á bamum á flugvallar- hótelinu og kynnast. Julie hættir við að reka Paulu og þær detta í það. Fóm- arlamb þeirra er karlmaður á barnum sem Julie þekkir og Paula segir að sé nauðgari. Þær eru fullar og árásar- gjamar og taka til sinna ráða. Ekki er samt allt sem sýnist og áður en nóttin er úti eru spurningarnar orðnar fleiri en svörin. The Business of Strangers er sterkt sál- fræðidrama og um leið spennandi. Það er kyn- slóðabil á milli Stock- hard Channing og Julie Styles en þær ná vel saman og eru magn- aðastar þegar þær era komnar í hlutverk hefndarengla. Handritið er einstaklega vel skrif- að og þó sviðið sé þröngt þá em samtölin það krassandi að ekki er hægt annað en fylgja konunum eftir af athygli i atburðarás sem í upphafi átti að vera prakkarastrik. -HK Útgefandl: Bergvík. Gefiö út á myndbandi og DVD-diski. Leikstjóri: Patrick Stettner. Bandaríkin 2001. Lengd: 84 mín. Bönn- uö börnum innan 16 ára. Leikarar: Stockhard Channing, Julia Stiles og Frederick Weller.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.