Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Page 32
32
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003
HANDBOLTI ) H
CEDfll
Hornamaðurinn snjalli Slefan
Kretzschmar skorar hér eitt af átta
mörkum sinum gegn Grænlending-
um í gær en hann var markahæstur
í þýska liöinu. DV-mynd Hilmar Pór
Aðrir leikir á heimsmeistaramótinu í Portúgal í gær:
Danir með fullt hús
- unnu Alsír eftir vandræöi í fyrri hálíleik og eru með góða stöðu í D-riðli
Stefan Kretzschmar var marka-
hæstur í þýska liöinu með 8 mörk,
Markus Baur gerði 7 mörk og Christ-
ian Schwarzer skoraði 6 mörk fyrir
Þjóðverja. -ósk/JKS
Heiner Brand, þjálfari þýska landsliðsins, var rólegur og yfirvegaður á
bekknum í gær þegar hans menn rúlluðu yfir Grænlendinga, 34-20, f þriðju
umferð riðlakeppninnar. DV-mynd Hilmar Pór
Danir lentu í miklum vandræðum
með Alsírbúa í D-riðli í gær. Þeir
voru undir, 13-9, í hálfleik en geta
þakkað markverði sínum, Kasper
Hvidt, sigurinn, 22-19, því hann lok-
aði danska markinu í síðari háMeik
og lagði grunninn að sigri sinna
manna.
Lars Krogh Jeppesen og Lars
Christiansen voru markahæstir hjá
Dönum með fmtm mörk hvor en Tou-
ftk Saadaoui skoraði fimm mörk fyr-
ir Alsír.
„Þetta var stríð í fyrri hálfleik.
Leikmenn Alsírs nánast gengu frá
okkur en það verður að segjast eins
og er að við vorum ekki nógu harðir.
í seinni hálfleik tókum við betur á
móti þeim og lokuðum vörninni,"
sagði Torben Winther, þjáifari Dana,
eftir leikinn en Danir fengu aðeins á
sig sex mörk í síðari hálfleik og sitja
nú á toppi D-riðils með fullt hús stiga
eftir þrjá leiki.
Svíar náðu að komast yfir von-
brigði tapsins gegn Slóvenum á
þriðjudaginn með því að leggja Bras-
ilíumenn að velli, 29-21, í gær. Leik-
ur sænska liðsins var þó langt frá þvi
að vera sannfærandi, sérstaklega í
fyrri hálfleik. Magnus Wislander og
Johan Pettersson voru markahæstir
í sænska liðinu með sex mörk en
Bruno Souza skoraði mest fyrir Bras-
ilíu, átta mörk.
Frakkar eru búnir að vera mjög
sannfærandi það sem af er mótinu og
þeir rúiluðu hreinlega yflr spútniklið
Argentínumanna sem hafði unnið
Króatíu og gert jafntefli við Rússa í
tveimur fyrstu leikjunum. Lokátölur
urðu 35-18, Frökkum í vU, og eru
þeir eina taplausa liðið í C-riðli.
Cedric Burdet skoraði sex mörk fyrir
Frakka og Bertrand Giile og Anquet-
il skoruðu fimm mörk hvor.
Lítið gengur hjá Rússum en þeir
töpuðu óvænt fyrir Króötum, 28-26,
eftir að hafa gert jafntefli gegn
Argentínumönnum á þriðjudaginn.
Þjóðverjar sigruðu Grænlendinga,
34-20, í B-riðlinum á heimsmeistara-
mótinu í handknattleik í Viseu í
Portúgal í gær. Það tók þýska liðið
um 15 mínútur að hrista Grænlend-
inga af sér en í stöðunni 10-5 gerðu
Þjóðverjar flmm mörk og Grænlend-
ingar ógnuðu þeim aldrei eftir það.
Þjóðverjar leiddu í hálfleik með níu
mörkum, 20-11.
Þýska liðið lék ágætlega í fyrri
háifleik en í síðari hálfleik var spila-
mennska þeirra ekki eins heitt en
Grænlendingar léku þá góða vörn og
markvörður þeirra Niels Davidsen
varði mjög vel á köflum. Grænlend-
ingar mega eiga það að þeir leika
ágætan handbolta en breiddin i lið-
inu er alls ekki nægilega mikil. Jac-
ob Larsen og Hans Motzfeldt bera lið-
ið uppi en aðrir standa þeim töluvert
að baki. Línumaðurinn þeirra, Rasm-
us Larsen, er þó drjúgur og sterkur í
vörninni. Larsen skoraði 8 mörk fyr-
ir Grænland og Motzfeldt 7 mörk.
Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja:
Tilbúnir í baráttuna
- segist eiga von á hörkuleik gegn íslendingum á sunnudaginn
„Þetta var ekkert auðvelt og
Grænlendingar sýndu að þeir vaxa
með hverri raun.
Það er ekki létt að spila gegn
andstæðingum sem fyrir fram eru
taldir töluvert veikari. Það er gott
að leikimir við veiku þjóðimar
em að baki en nú blasa við tveir
leikir um helgina. Þar verða and-
stæðingamir sterkir og helgin á
eftir að verða mjög erfið. Við ber-
um mikla viröingu fyrir Portúgöl-
um og íslendingum og nú reynir á
styrk okkar,” sagði Heiner Brand,
landsliðsþjálfari Þýskaiands, þegar
DV tókst að króa hann af eftir leik-
inn við Grænlendinga.
Pressa á Brand
Það er nokkur pressa á Heiner
Brand í þessari kepppni en Þjóð-
verjum er af mörgum spáð heims-
meistaratitli sem þeir unnu síöast
á heimsmeistarakeppninni í Dan-
mörku 1978. Undir stjóm Brands
hefur þýska landsliðið náð að rétta
heldur betur úr kútnum og liðið
var hársbreidd frá því að vinna
Evrópumeistaratitilinn í fyrra þeg-
ar þeir lutu í lægra haldi fyrir Svi-
um í framlengdum úrslitaleik í
Stokkhólmi.
Núna finnst þeim tími kominn
tii að lið þeirra komi heim meö sig-
urverðlaun en nokkurrar bjartsýni
gætti heimafyrir áður en keppni
hófst og ekki minnkaði hún þegar
Þjóðverjar gjörsigruðu Rússa í
Dortmund í síðasta leik sínum fyr-
ir heimsmeistaramótið.
Komiö aö alvörunni
Hvernig hefur þér litist á keppn-
ina í B-riðlinum en þar eru tvö lið
áberandi lökust?
„Eins og ég sagði er gott að þess-
um leikjum við lakari andstæðinga
er lokið. Núna er komið að alvör-
unni og mínir menn eru tilbúnir í
baráttuna um heigina gegn Portú-
gölum og íslendingum. Það sem ég
er búinn að sjá finnst mér við og
íslenska liöið vera með sterkustu
liðin í riðlinum og Portúgalar
koma þar skammt á eftir. Ég man
enn vel eftir leiknum við íslend-
inga á Evrópumótinu í Svíþjóð þar
sem við urðum að játa okkur sigr-
aða gegn sterku íslensku liði. Ég
held að við séum sterkari í dag en
þá og íslendingar lika svo ég á von
á hörkuleik gegn íslendingum á
sunnudag.”
Bjartsýnn að eðlisfari
Ertu bjartsýnn á gott gengi
þýska liösins í keppninni?
„Já, ég er það. Ég hef ailtaf ver-
ið bjartsýnismaður og ætla að
halda því áfram,” sagði Heiner
Brand við blaðamann DV-Sports
og brosti í kampinn. -JKS
Eigum góða
möguleika á að
komast áfram
Sören Hilderbrand, þjálfari
Grænlendinga, sagðist eftir
leikinn hafa verið mjög ánægður
með baráttuna í liðinu og liðið
verði betra með hverjum leik.
„Við vissum fyrir fram að
þetta yrði erfiður leikur og það
gegn einu besta liði heims í
handknattleik. Ég hlakka tU
næstu tveggja leikja en við
stefnum að sigri i þeim báðum.
Mér sýnist, eftir að hafa séð
Katar og Ástrala, að við eigum
góða möguleika að komast upp
úr riölinum," sagði Sören
HUdebrand, þjálfari grænlenska
liðsins, á blaðamannafundi eftir
leikinn. -JKS
; ' '
HANDBOLT U 11/
COd 0 %
Úrslit og stöður
A-rlöill
Marokkó Kúveit .. .... 22-25
Túnis-Pólland .... .... 22-24
Spánn-Júgóslavía . .... 22-20
Spánn 3 3 0 0 79-63 6
Júgóslavía 3 2 0 1 80-56 4
Túnis 3 2 0 1 79-69 4
Pólland 3 1 0 2 69-80 2
Kúveit 3 1 0 2 59-87 2
Marokkó 3 0 0 3 64-76 0
B-riðill
Þýskaland-Grænland . .... 34-20
Katar-Ástralía . . . .... 28-23
Ísland-Portúgal . . . .... 29-28
Þýskaland 3 3 0 0 120-53 6
ísland 3 3 0 0 114-60 6
Portúgal 3 2 0 1 93-69 4
Katar 3 1 0 2 66-94 2
Grænland 3 0 0 3 56-98 0
Ástralía 3 0 0 3 54-129 0
C-riðill
Rússland-Króatía . .... 26-28
Ungverjaland-Sádi-Arabía .... 36-25
Frakkland-Argentína . .... 35-18
Frakkland 3 3 0 0 94-65 6
Króatía 3 2 0 1 82-74 4
Rússland 3 1 1 2 83-84 3
Argentína 3 1 1 0 74-90 3
Ungverjal. 3 1 0 2 90-85 2
Sádi-Arabía 3 0 0 3 66-91 0
D-riöill
Slóvenía-Egyptaland . .... 26-27
Svíþjóð Brasilía . .... 29-21
Danmörk-Alsir . . .... 22-19
Danmörk 3 3 0 0 83-67 6
Sviþjóð 3 2 0 1 83-73 4
Egyptaland 3 1 1 1 75-80 3
Alsír 3 0 2 1 66-69 2
Slóvenía 3 1 0 2 79-85 2
Brasilia 3 0 1 2 67-79 1