Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (& - Loforð er loforð Sími: 533 5040 - www.allianz.is Margir fyrrum landsliðsmenn í handbolta komu saman á Ölveri í gær til að fylgjast með beinni útsendingu á leik íslands og Portúgals. Spennan var á stundum óbærileg fyrir þessa gömlu harðjaxla og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína. Valdimar Grímsson situr varla kyrr í sætinu og Sigurður Sveinsson lifir sig inn í leikinn eins og honum er einum lagið. En í lok leiksins gátu menn andað léttar - eins marks sigur. Á stærri myndinni ógnar Patrekur Jóhannesson en hann skoraði tvö mörk í leiknum. Markahæstir voru hins vegar hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson með 14 mörk sem þeir skiptu bróðurlega á milli sín. Blaðamenn DV-Sports segja Einar Örn hafa verið besta mann íslenska ------------------ .jA j ■ LANDSLEIKURINN nS' DV-SPORT BLS. 32-37 ÚTRÚLEG SPENNA Uppsagnir í sveitarfélaginu Skagafirði: SAKIR UM PÓLITÍSKA AÐFÖR Sjálfstæöismenn og Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð mynda meirihluta í bæjarstjóm sveitarfé- lagsins Skagafjarðar. Á fundi bæjar- stjórnar 14. janúar sl. samþykkti meirihlutinn, m.a. í tengslum við af- greiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 og breytingar.á skipuriti, að segja upp þremur starfsmönnum í spamaðarskyni en ráða þeirra í stað aðra þrjá starfsmenn undir öðr- um starfsheitum. Þessir starfsmenn eru Guðbjörg Guðmundsdóttir ferðamálafulltrúi, Ómar Bragi Stef- ánsson, menningar- og æskulýðs- fulltrúi, og kona hans María Björk Ingvadóttir, forstöðumaður æsku- lýðshúss. Minnihlutinn brást hart við og í bókun Snorra Styrkárssonar, Skagafjarðarlista, segir m.a.: „Undirritaður mótmælir harðlega grófum vinnubrögðum meirihluta sveitarstjómar og sveitarstjóra við brottrekstur eða fyrirhugaðan brott- rekstur 3ja starfsmanna sveitarfé- lagsins, ferðamálafulltrúa, menn- ingar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanns Friðar. í stað þessara einstaklinga á að ráða a.m.k. 3 nýja starfsmenn undir öðr- um heitum." Þrír fulltrúar framsóknarmanna mótmæltu einnig harðlega Þeir töldu enga hagræðingu hljótast af þessum breytingum, frekar aukinn kostnað. Því væri hér um klára póli- tíska aðför að ræða þar sem meiri- hluti sveitarstjórnar misbeitti valdi sínu. Fulltrúi Skagafjarðarlista studdi tillögu framsóknarmanna en hún var síðan felld með 5 atkvæðum gegn 4. Bjami Maronsson, D-lista, segir að þessi ummæli dæmi sig sjálf, fram fari endurskoðun á starfsemi sveitarfélagsins vegna erfiðs rekstr- ar, m.a. mannahaldi. -GG HÖGGDEYFAR hagstæð verð G^varahlutir BÍIdshöföa 14 • Símt: 567-6744 gscarparts@centrum.ls ÚTSALA 40% afsláttur Sportvörugerðin hf. Skipholti 5, s. 562-8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.