Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
Fréttir DV
íbúi í Grafarholti kærir lögreglumann fyrir meinta líkamsárás:
„Kýldur af alefli
beint í hjartastað"
- harmleikur í kiölfar deilna um lvfiaeiöf barns í skóla
DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL
Gunnar Þór Magnússon á heimlll sínu í Grafarholti.
Hann hefur lagt fram kæru á hendur lögregluþjóni vegna meintrar líkamsárásar eftir aö hann haföi óskaö eftir aöstoö lög-
reglu viö aö sækja barn sitt í skóla.
Gunnar Þór Magnússon, íbúi í Graf-
arholti, hefur kært lögregluþjón, sem
hann kallaði sér til aðstoðar á mið-
vikudagsmorgun, fyrir líkamsárás.
Segist Gunnar ætla að krefjast skaða-
bóta, bæði vegna eigna- og miskatjóns
sem hann varð fyrir í meintri árás sem
átti sér stað miðvikudaginn 22. janúar.
Þá hafi árásin valdið bömum hans og
konu, sem horfðu á aðfarimar, miklu
hugarangri og sambýliskona hans leit-
aði til læknis í gær vegna ótta um fóst-
urmissi í kjölfar atburðanna.
Deilur við skólayfirvöld
Forsaga málsins er sú að Gunnar
Þór og sambýliskona hans, Helga ís-
fold Magnúsdóttir, eru foreldrar of-
virks sjö ára drengs í Ingunnarskóla í
Grafarholti. Áttu þau í deilum við skól-
ann, m.a. vegna lyfjagjafar sonarins
sem hefur þurft að vera á rítalíni, og
hefur félagsráðgjafi ásamt fleiri haft af-
skipti af málinu. Spunnust af þessu
deilur sem enduðu með því að á mið-
vikudag var lögregla kölluð að skólan-
um klukkan 8.44. Samkvæmt dagbók
lögreglu komu tveir bílar og fjórir lög-
reglumenn á vettvang. Var faðirinn
leiddur út úr skólanum í lögreglufylgd.
í framhaldinu kallaði faðirinn á aðstoð
lögreglu til að hjálpa sér við að sækja
níu ára dóttur sína í skólann sem hann
segir að sér hafi verið meinað að taka
með sér. Sú aðstoð endaði með ósköp-
um og varð tilefni fyrmeíhdrar kæru.
Aftur í skólann á mánudag
Taka skal fram að fyrir hádegi á
fóstudag átti Gunnar um tveggja tíma
fund með skólayfirvöldum og læknum
vegna málsins og að hans sögn voru öll
mál er sneru að skólanum þar leyst á
farsælan hátt og öll klögumál dregin til
baka. Hefur skólastjóri staðfest það í
samtali við DV. Bömin fóm á nýjan
leik í skólann á mánudag. Þá var
drengurinn settur á ný lyf í stað ríta-
líns sem getur haft skaðlegar auka-
verkanir sé það ekki rétt notað sam-
kvæmt ströngustu fyrirmælum lækna.
Kallaði eftir aðstoð
Eftir að hafa verið vísað úr skólan-
um án þess að fá tækifæri, að eigin
sögn, tO að taka dóttur sína með gekk
Gunnar áleiðis að heimili sínu sem er
skammt frá skólanum. Gunnar lýsir
þvi sem á eftir fór svo:
„Þá var konan mín komin út í bíl
með eins árs bam okkar og annað
tveggja ára og síðan strákinn sem er
sjö ára. Ég hringdi þá í lögreglu og
óskaði eftir aðstoð til að sækja dóttur
mina í skólann. Eftir 3 hringingar og
45 mínútur kom loks lögreglubíll. í
honum var lögreglukona, mjög kurteis
og almennileg, og með henni varð-
stjóri. (Samkvæmt dagbók lögreglu var
útivarðstjóri settur í málið klukkan
9.07, en hann var lika einn þeirra sem
kallaðir vom að skólanum.) Hann bað
mig um að setjast aftur i bílinn og ég
rétti honum þetta bréf frá skólastjóran-
um þar sem fram kom að ég mætti
vera í skólanum með stráknum. Ann-
að hafði þó komið á daginn og mér
hafði verið vísað í burt af starfsfélög-
um hans. Ég spurði hann þá hvort
hann gæti aðstoðað mig að ná lika í
dóttur mína, sem var í skólanum, því
ég taldi öryggi hennar ekki í lagi með-
an ástandið væri svona.
Hann tók bréfið og las það. Þá
spurði ég hvort hann gæti aðstoðað
mig. „Nei,“ var svarið. „Ha,“ sagði ég,
„ætlarðu ekki að aðstoða mig að ná í
dóttur mína? Mér er meinaður aðgang-
ur og e£ ég ætla að ná í hana verð ég
handtekinn af þínum stárfsfélögum."
„Ertu með einhverja ókurteisi hér?“
sagði þá lögreglumaðurinn. „Nei, alls
ekki,“ sagði ég, „ég er bara að biðja um
hjálp. Get ég fengið þessa aðstoð eða
ekki?“ „Nei,“ sagði lögreglumaöurinn.
Ég spurði hann þá hvort ég mætti fá
bréfið aftur. „Ertu með einhverja
ókurteisi hér?“ sagði hann hvass og ég
varð undrandi og svaraði með neii.
„Þú skalt bara biðja fallega um hlutina
og ekki vera með nein læti hér við
mig.“ „Nei, nei, en værir þú þá vin-
samlegast til í að afhenda mér bréfið."
Ekki fékk ég bréfið og í þriðju tilraun
sagði ég örlítið hægar og ákveðið, án
þess þó að vera með dónaskap eða
hroka: „Vinsamlegast viltu afhenda
mér bréfið?“ Þá réttir hann bréfið aft-
ur í og ég hrifsa það af honum. „Þakka
ykkur fyrir þessa aðstoð," segi ég og
opna dyrnar."
í bókun lögreglu er staðfest að
beiðni Gunnars hafi verið haftiað. Þá
hafi verið haft samband við skólastjóra
sem sagöist ekki halda dótturinni í
óþökk foreldra og því myndi Gunnar
fá að sækja hana. „Gunnar var mjög
æstur,“ segir síðan í niöurlagi bókun-
arinnar.
Kýldur af alefli
„Það var sterkur vindur úti sem stóð
þá upp á hliðina á bílnum. Ég ýti svolít-
ið vel á hurðina þegar ég loka, enda
pirraöur yfir að hafa ekki fengið þessa
aðstoð,“ segir Gunnar. „Vindurinn hef-
ur eflaust hjálpað þar til því að hurðin
skelltist svolítið hressilega. Þá labbaði
ég í átt að bílnum mínum, sem var
svona 17 metra í burtu, þar sem konan
sat með krakkana. Þá vissi ég ekki fyrri
til en ég var negldur aftan frá og grýtt á
bttinn af þvílíku afli að bíllinn kastaðist
ttt. Bömin urðu skelfmgu lostin og ég
var með andlitið á rúðunni og horfðist
i augu við tveggja ára son minn. Mér er
síðan snúið við af mikilli hörku og
kýldur af alefli beint í hjartastað. Lækn-
ir sem tók af mér áverkaskýrslu á Borg-
arspítala sagði að ég hefði hæglega get-
að dáið við þetta högg. Ég rétti strax
upp hendur til merkis um að ég myndi
ekki veita neina mótspymu og ólétt
konan kom þá út úr bílnum." Gunnar
segir fjölda iðnaðarmanna, sem þama
vom að vinna, hafa verið vitni að þess-
um atburðum.
Helga ísfold Magnúsdóttir lýsir
þessu svo:
„Ég hélt að þama væri einhver mis-
skilningur í gangi og steig út úr bíln-
um og sagði: „Það vorum við sem vor-
um að biðja um aðstoðina." - Þá steyt-
ir hann hnefann ógnandi í áttina að
mér og öskrar á mig: „Er það svona
sem þið biðjið um aðstoð?" Þá sný ég
mér aö lögreglukonunni og segi. „Fyr-
irgefðu, hann er aö berja manninn
héma fyrir framan öll bömin." Hún
var svo forviða að hún sagði ekki orð.
- Svo hleypur lögreglumaðurinn inn í
bttinn og keyrir af stað.“
Gunnar fór á slysadeild, enda
lemstraður eftir átökin. Þar óskaði
hann eftir áverkaskýrslu og var skoð-
aður af lækni. Hann er með áverka á
brjósti og baki eftir átökin og hann
segist finna að gamlir áverkar eftir
bílslys hafi tekið sig upp að nýju.
Höggheldur simi, sem hann var með í
brjóstvasanum, eyðilagðist við átökin
þegar Gunnar skall á bílnum og sömu-
leiðis beygluðust og brotnuðu gleraugu
sem einnig voru í vasanum. Bíllinn,
sem er sendibttl af Hyundai-gerð,
skemmdist einnig talsvert og lét Gunn-
ar gera á honum tjónaskýrslu og mat
hjá Vátryggingafélagi íslands. Er tjón-
ið á bílnum samkvæmt skýrslu verk-
stæðis í Kópavogi, sem gerð var 23.
janúar, metið á 66.919 krónur.
Gunnar fór að nýju til læknis á
fóstudag. Var honum tjáö að áverka-
vottorð lægi fyrir á mánudag.
Gunnar hefur eins og áður sagði
lagt fram kæm á hendur lögregluþjón-
inum. Hann segist munu leggja fram
bótakröfur en málið verður sent ríkis-
saksóknara til meðferðar samkvæmt
skýrslu rannsóknarlögreglumanns
sem dagsett er 22. janúar 2003.
Lögregla segir málið í ákveðnum far-
vegi og þar tjái menn sig ekki um at-
burði af þessu tagi meðan það sé i með-
ferð. Er því stuðst við dagbók lögreglu
og skýrslutöku af kæranda. -HKr.
Drukkinn
skotmaður
handtekinn
Víkingasveitin svokallaða, sér-
sveit lögreglunnar, var kölluð út
um kvöldmatarleytið á laugardag
eftir að maður hafði hleypt af riffil-
skotum á heimili sínu í Vogmn á
Vatnsleysuströnd. Lögreglan í Kefla-
vík fékk fyrstu tilkynningu um at-
burðinn. Kona og barn komust und-
an manninum í aðra íbúð á neðri
hæð hússins eftir að hann hóf skot-
hríðina. Maðurinn skaut mörgum
skotum og olli miklu tjóni, meðal
annars á húsbúnaði, ýmsum mun-
um fjölskyldunnar og innréttingum.
Keflavíkurlögreglan fór óvopnuð
og handtók manninn áður en sér-
sveitin kom á staðinn. Maðurinn
hafði yfirgefið húsið og farið burt á
bíl sínum en ók brátt fram á lög-
regluna sem stöðvaði bílinn. Maður-
inn var handtekinn friðsamlega.
Hann var með hlaðna 223 kalibera
byssu í bilnum en reyndi ekki að
nota þetta öfluga vopn gegn laganna
vörðum. Maðurinn var mjög ölvað-
ur og virtist eiga um sárt að binda.
Hann var sendur á geðdeild til
rannsóknar. -JBP
Nýtt viðvörunar-
kerfi bilaði
Tveimur Bell-tölvum var stolið úr
tölvusal nemenda í Selásskóla í
Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins.
Grjóti var kastað í glerhurð og þjóf-
urinn eða þjófarnir komust greið-
lega inn. Nýtt viðvörunarkerfi skól-
ans fór ekki í gang enda þótt það
hefði verið gangsett. Á því var ein-
hver galli sem bætt verður úr hið
snarasta.
Tjónið af völdum innbrotsins
hefði getað orðiö enn meira því í
tölvuverinu eru um 30 nýjar tölvur
sem nemendur nota við nám sitt.
Helgin var róleg að mestu hjá lög-
reglu um land allt Alvarlegasta
málið var nauðgunarkæra sem er
nú til rannsóknar. Fleiri innbrotstil-
kynningar bárust lögreglunni. Fyrst
var brotist inn í bíl þar sem hljóm-
tækjum var stolið. Þá var brotist
inn i sjoppu í Grafarvogi og birgð-
um af sígarettum stolið. -JBP
Lýst eftir vitnum
Fimmtudaginn 23. janúar sl., um
kl. 20.40, varð umferðarslys á Vest-
urlandsvegi, norðan gatnamóta Úlf-
arsfellsvegar, þar sem rauð Ford
Focus bifreið og grá Mitsubishi
Lancer bifreið lentu saman. Vitni,
sem ekki hafa þegar gefið sig fram,
eru vinsamlega beðin um að hafa
samband við lögregluna í Reykja-
vík. Sérstaklega er ökumaður flutn-
ingabíls sem átti leið um slysstað-
inn skömmu fyrir slysið beðinn að
hafa samband við rannsóknardeild
lögreglunnar í Reykjavík.
Akureyri:
Kveiktu í gardínu
Lögregla á Akureyri leitar fjög-
urra ungra manna sem grunaðir
eru um að hafa lagt eld að einbýlis-
húsi í Glerárhverfi í gær. Atburð-
urinn átti sér stað síðdegis og er
talið að mennirnir hafi teygt sig
inn um opinn glugga og kveikt í
gardínu. Mildi þykir að íbúar húss-
ins voru heima við og urðu eldsins
varir. Heimilisfólkið hafði ráðið
niðurlögum eldsins þegar lögreglu
og slökkvilið bar að garði.
Reykræsta þurfti húsið en
skemmdir munu óverulegar. -aþ
Bílskúrsbruni:
Bíll og mótorhjól
brunnu
Tveir ungir menn sem unnu við
að lagfæra gamlan btt í bílskúr við
Álfaskeið í Hafnarfirði í gærdag
komust ómeiddir út þegar eldur
braust út í skúrnum. Slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins mætti á staðinn
og var eldurinn slökktnr snarlega.
Bíllinn er ónýtur og sömuleiðis mót-
orhjól sem var inni í skúmum. Ekki
er vitað hvað olli brunanum. -JBP