Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
DV
Sprautaö á eldinn.
Ekkert lát á
skógareldunum
í Ástralíu
Ekkert lát var á skógareldunum
í Ástralíu um helgina og munu að
minnsta kosti tíu heimili til
viðbótar hafa orðið eldinum að
bráð í suð-austurhluta landsins,
auk þess sem fjöldi íbúa á svæðinu
neyddist til þess að yfirgefa heimili
sín.
Ástandið var verst í Nýja-Suður
Wales og Victoriu, en í höfuðborg-
inni, Canberra, urðu flmm manns
eldinum að bráð á laugardag auk
þess sem 530 heimili eyðilögðust.
í vesturhluta landsins fórst 32
ára gamall sjálfhoðaliði auk þess
sem fimm slösuðust þegar þrír
björgunarbOar lentu í hörðum
árekstri.
Kólanandi verður i morgun gaf
björgunarsveitum góða von um að
takast mætti að ná tökum á eld-
inum, en að sögn yfirvalda er aftur
spá hlýnanadi veðri og vindi um
miðja vikuna.
Vélin sem fórst
var of þung
Flugvélin sem fórst í vesturhluta
Kenia á föstudag þótti of þung, eft-
ir því sem yfirvöld í landinu segja.
Vinnumálaráðherrann Ahmed
Khalif fórst í slysinu ásamt tveim-
ur flugmönnum en fjórir aðrir ráð-
herrar voru um borð ásamt einum
þingmanni og slösuðust þeir allir
alvarlega.
Vélin mun hafa lent í holu á
flugbrautinni, flogið á há-
spennumastur og brotlent á húsi í
nágrenni flugvallarins. Að sögn
John Michuki, samgönguráðherra,
vó vélin 16 tonn en flugbrautin var
hönnuð til að geta borið vélar sem
vógu mest 5,7 tonn. Starfsleyfi
fyrirtækisins sem á flugvélina
hefur verið tímabundið vikið á
meðan rannsókn fer fram.
Afganskur öryggisvöröur.
Árás á bílalest
SÞ í Afganistan
Tveir öryggisverðir munu hafa
fallið þegar afganksir byssumenn
gerðu skotárás á bílalest starfsmanna
flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, UNHCR, þar sem hún var á
ferð í Nangarhar-héraði í austurhluta
Afganistans um það bil 40 kílómetra
vestur af borginni Jalalabad.
Öryggisverðirnir munu hafa fallið
strax í upphafi árásarinnar en henni
var þegar svarað frá nærliggjandi eft-
irlitsstöð með þeim afleiðingum að
fjórir aðrir féilu.
Engan úr liði UNHCR sakaði í
árásinni, en einn úr liði árásarmann-
anna var handtekinn og er talið að
þeir hafi verið liðsmenn ópíum-
smyglhrings sem farið hefu rmeð
ófriði um héraðið að undanfömu.
Gæti skýrst á næstu dögum hvort Bandaríkjamenn ráðast inn í írak:
Blix skilar skýrslu til
Öryggisráðs SÞ í dag
Vopnaeftirlitsmenn SÞ
munu í fyrsta sinn í dag
skila inn skýrslu til Örygg-
isráðs SÞ um gang eftirlits-
ins í írak. Formaður eftir-
litsnefndarinnar, Hans Bl-
ix, og formaður Alþjóða
kjarnorkumálastofnunar-
innar, Mohamed ElBara-
dei, munu koma fyrir ráðið
í dag.
60 dagar eru liðnir siðan
vopnaeftirlitsmenn hófu störf að
nýju í írak eftir 4 ára hlé. Niðurstað-
an eftir þann tíma er talin verða sú
að þrátt fyrir að yfirvöld í Bagdad
hafi ekki greint frá allri sinni
vopnaeign í 12 þúsund blaðsíðna
skýrslu sinni til Öryggisráðsins og
að samvinnufýsi Iraka hafi ekki ver-
ið til fyrirmyndar öllum stundum,
hafi hans menn ekki fundið nein
sönnunargögn um þau gereyðingar-
vopn sem Bandaríkjamenn segja þá
eiga. Meðal þess sem hann getur þó
kvartað undan er að írakar hafi
hindrað og tafið viðtöl eftirlitsmann-
anna við íraska vísindamenn og
komið í veg fyrir að U-2 eftirlitsflug-
vélar þeirra hafi getað flogið yfir öll-
um hlutum landsins.
Blix hefur áður sagt við blaða-
menn að þegar komið hafi að því að
rannsaka miltisbrand, taugagas eða
hinar írösku Scud-eldflaugar hafi
þarlend yfirvöld einfaldlega sagt að
„ekkert sé einfaldlega eftir af þess-
um hlutum, engin gögn sem við
gætum skoðað og reyndar engin
gögn yfir höfuð til í landinu um
þessi mál.“
Mohamed ElBaradei mun
þó sennilega ekki vera eins
gagnrýninn en hann hefur
þegar farið fram á að eftir-
litsmenn hans fái frekari
tíma til starfa sinna i írak.
„Ég held að okkur gangi vel
á kjarnorkusviðinu,“ sagði
ElBaradei. „Við þurfum bara
að nýta möguleikann á efti-
rliti og rannsóknum til hins
ýtrasta."
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði á Alþjóða efn-
ahagsráðstefnunni í Sviss um hel-
gina að þrátt fyrir að Bandaríkj-
amönnum sé enginn asi á að ráðast
á Irak á næstu dögum „sé tíminn að
renna út.“ Hann bætti því við að
Bandaríkjamenn væru reiðubúnir
að ráöast inn í írak sjálfir, án stuðn-
ings Öryggirsáðsins.
George W. Bush Bandaríkja-
forseti mun á morgun ávarpa þjóð
sína í sjónvarpsávarpi.
REUTERS
Óvenjuleg kosningabarátta
Kosningabaráttan í ísrael stendur nú sem hæst en gengiö veröur til kosninga á morgun. Ariel Sharon, formaöur Likud-
bandalagsins, hefur veriö sakaöur um aö nota herinn og aðgeröir gegn Palestínumönnum sér í hag, sem auglýsinga-
brellur. Hvort sem þaö sé réttlæt ásökun eður ei notast hann einnig viö hefbundnar auglýsingar eins og veggspjöld.
Tólf Palestínumenn féllu í
árás ísraelsmanna á Gaza
ísraelar hafa lýst yfir algjöru ferða-
banni á heimastjómarsvæðum Pael-
setínumanna á Gaza-svæðinu og Vest-
urbakkanum þar til fram yfir þing-
kosningar sem fram fara í ísrael á
morgun, að eigin sögn til þess að
koma í veg fyrir hryðjuverk.
Með banninu er ekki aðeins lokað
fyrir alla umferð af svæöunum inn til
Israels heldur líka innan svæðanna
þar sem víða hefur verið fyrirskipað
útgöngubann og bæir og þorp sett í
herkví.
Að sögn Shaul Mofaz, varnarmála-
ráðherra ísraels, mun herinn aðstoða
lögreglu viö öryggisgæslu meðan
kosning stendur yfir vegna fjölda við-
vama um hugsanleg hryöjuverk.
Áður hafði israelski herinn hafið
öflugar aðgerðir í Gaza-borg á laugar-
dag, þær viðamestu síðan yfirstand-
andi ófriður hófst fyrir meira en
Fallnlr syrgöir
Tólf Palestínumenn sem féllu í
aögeröum ísraela í Gaza-borg um
helgina voru bornir til grafar í gær.
tveimur árum og munu að minnsta
kosti tólf Palestínumenn hafa fallið
auk þess sem meira en fimmtiu særð-
ust.
Aðgerðimar hófust með þvi að ráð-
ist var inn í borgina á um fimmtíu
skriðdrekum með aðstoð árásrar-
þyrlna og var flugskeytum skotið að
þremur verkstæðisbyggum sem lagð-
ar voru í rúst. palestínumenn veittu
harða mótspymu og munu níu hinna
látnu hafa falllið í skotbardögum.
Yasser Abed Rabbo, ráðherra í pal-
setínsku heimastjóminni, ásakaði
Sharon um að nota herinn sér til
framdráttar í kosningabaráttunni og
sagði hann hafa fyrirskipað aðgerð-
imar i gær í von um að auka fylgi sitt.
„Það er venjan í Israel að fylgið við
hægri öfgamenn eykst með auknum
aðgerðum gegn Palestínumönnum og
það veit Sharon fullvel," sagði Rabbo.
Milutinovic fyrir rétt í dag
Milan
Milutinovic, fyrrum
Serbíuforseti, mun i
dag kl. 14 koma fyr-
ir alþjóðadómstólinn
í Haag i fyrsta sinn.
Búist er að hann
lýsi sig saklausan af
ákærum um stríðs-
glæpi í Kosovo á síðari hluta síð-
asta áratugar. Saksóknarar segja
að hann hafi formlega stjómað
serbneskum hersveitum sem myrtu
hundmða Kosovo-Albani og ráku
tugi þúsunda frá heimilum sínum.
írakar rannsakaðir af FBi
FBI, Bandaríska alríkislögreglan,
hefur tekið viðtöl við um 50 þús-
und Bandaríkjamenn af íröskum
uppruna til að reyna afla upplýs-
inga sem gagnast gæti yfirvöldum í
landinu ef kæmi til stríðs. Meðal
þeirra sem leitað er eftir vegna við-
tala era þúsundir íraska ríkisborg-
ara sem era ólöglegir innflytjendur
í landinu og í felum fyrir yfirvöld-
um.
Aftur fellibyiur á Salómon
Hitabeltisfellibylur skall aftur á
Salómonseyjar í morgun, eftir að
annar slikur gekk yfir eyjamar fyr-
ir skömmu. Þessi, sem nefnist felli-
bylurinn Beni, gekk yfir suður-
hluta eyjarinnar og var ekki eins
skaðmikill og forrennari hans, Zoe.
Tíbeti líflátinn í Kína
Kínversk yfirvöld hafa líflátið 28
ára gamlan Tíbeta sem var sak-
felldur um að ráðgera sprengjuárás
i landinu í stuðningi við sjálfsstæð-
isbaráttu Tibets. Mannúðarsamtök
hafa sagt málsmeðferð mannsins
óréttláta og bandaríska utanríkis-
ráðuneytið reyndi vekja athygli á
málinu. I ljós hefur komið að Kín-
verjar hafa i haldi 10 Tíbeta til við-
bótar í tengslum við sprengjuher-
ferð í suðvestur-Kína.
ESB-ráðherrar hittast
Áætlað er að ut-
anríkisráðherrar
ESB-sambandsins
hittist að máli inn-
an skamms til að
ræða hvort endur-
nýja eigi viðskipta-
þvinganir gegn rík-
isstjóm Zimbabwe,
sem Robert Mugabe stýrir. Núver-
andi þvinganir kveða á um að
Mugabe sé bannað að ferðast til
Evrópu en honum hefur verið boð-
ið til ráðstefnu i París um málefni
Afríku. Frakkar hafa óskað eftir
undanþágu frá ferðabanninu.
Kasparov vann tölvuna
Besti skákmaður heims, Garry
Kasparov, „rústaði“ andstæðing
sínum í gær, tölvunni Deep Juni-
our í fyrstu viðureign sinni í New
York. Sigurinn þótt sannfærandi
en hann lék aðeins 27 leiki á 3 klst
og 40 mín. Kasparov tapaði eins og
kunnugt er fyrir tölvunni Deep
Blue árið 1997.
Olíubrák til Belgíu
Belgíski herinn er í viðbragðs-
stöðu eftir að fregnir bárust þess
efnis að olíubrák gæti skolast upp á
strendur landsins frá hinu sokkna
vöruflutningaskipi Tricolor sem
sökk í desember síðastliðnumm.
Brákin myndaðist eftir að björgun-
arbátur rakst á eldsneytistank
skipsins á miðvikudag í síðustu
viku.