Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 DV 9 Fréttir 1946-49! Sumir segja að ástæðan hafi verið óánægja með hörku flokksbræðra hans gagnvart verk- fallsaðgerðum i Hafnarfirði, en Hermann var þá formaður Hlifar í Hafnarfirði og gegndi því starfi raunar nær óslitið alit til 1978. Aðrir segja að ástæðan hafi verið vonbrigði með að annar en hann sjálfur valdist í þingsæti flokksins í bænum. Albert Guðmundsson hafði verið þingmaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í 13 ár þegar hann stofn- aði Borgaraflokkinn 1987 og tók sex með sér inn á þing. Einn kom úr ólíklegri átt: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, sem verið hafði í Sósíalistafélagi Vestmannaeyja. Flestir höfðu þeir hins vegar ver- ið sjálfstæðismenn, eins og Júlíus Sólnes og Óli Þ. Guðbjartsson. Júlíus tók við formennsku í Borg- araflokknum þegar Albert varð sendiherra 1989 og þeir Óli Þ. upp- skáru ráðherraembætti í smá- stund. Ingi Bjöm Albertsson brást hins vegar við brotthvarfi foður síns með þvi að stofna Frjálslynda hægriflokkinn, en gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk- inn um ári síðar. Loks settist Sverrir Her- mannsson á þing fyrir flokk sinn, Frjálslynda flokkinn, 1999 eftir að hafa setið á þingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í samfleytt sautján ár til 1988. Hann tók með sér Guðjón Arnar Kristjánsson sem var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í næstu tvennum kosningum á imdan. Úr Framsóknarflokki Ásgeir Ásgeirsson, forseti ís- lands 1952-68, var þingmaður Framsóknarflokksins í ellefu ár til 1932, forsætisráðherra síðustu tvö árin. Síðasta árið var hann for- maður flokksins en sagði sig úr honum og var utan flokka á þingi þar til 1937, þegar hann hóf fimmt- án ára samfellda þingsetu fyrir Al- þýðuflokkinn. Fyrir þetta flakk uppskar hann m.a. uppnefnið „Loðgeir", þar sem hann þótti ekki staðfastur heldur loðinn i af- stöðu sinni. Tryggvi Þórhallsson fór á þing fyrir Framsókn 1923 og var for- maður flokksins í fimm ár, en sagði svo skilið við hann 1932 og stofnaði Bændaflokkinn. Fyrir þetta uppskar hann einn mesta ósigur stjórnmálamanns fyrr og síðar þegar hann féll í kosningun- lun 1934 fyrir ungum frambjóð- anda Framsóknar, Hermanni Jónassyni. Þess má geta að einn þeirra sem komust á þing fyrir Bændaflokk- inn, Stefán Stefánsson frá Fagraskógi, fór seinna á þing fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Framsókn hefur alið upp fleiri forseta en Ásgeir því að Ólafur Ragnar Grímsson var í miðstjóm flokksins 1967-74 en sat aldrei á þingi fyrir hann. 1974 fór hann í framboð fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna í Austurlands- kjördæmi og náði varaþingmanns- sæti. 1978 komst hann loks á þing i Reykjavík fyrir Alþýðubandalag- ið. 1983 náði hann aðeins vara- þingmannssæti í Reykjavík; og aftur 1987 en þá í Reykjaneskjör- dæmi. Stefán Valgeirsson var þing- maður fyrir Framsóknarflokkinn í tuttugu ár en 1987 stofnaði hann Samtök um jafnrétti og félags- hyggju og sat á þingi eitt kjörtíma- bil. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir var í framboði fyrir Fram- sóknarflokkinn 1987 og 1991 en náði ekki kjöri. Hún varð þing- maður fyrir Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardóttur 1995 og Samfylk- inguna 1999. Úr Alþýðuflokknum Jörundur Brynjólfsson var fyrsti þingmaður Alþýðuflokksins til að segja skilið við flokkinn; það var árið 1919, aðeins þremur árum eftir stofnun hans. Jónas frá Hriflu taldi jafnaðarmennsku eiga undir högg að sækja i Árnessýslu og sagði því við Jörund: „Þú skalt snúast Jörundur. En gerðu það hægt.“ Héðinn Valdimarsson var þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn í rúman áratug áður en hann gekk til liðs við Sósialistaflokkinn og varð formaður hans 1938. Hannibal Valdimarsson var þingmaður Alþýðuflokksins i tíu ár frá 1946 og formaður hans í tvö ár, en eftir að hafa hrakist úr for- mannsstóli 1954 gerði hann árið 1956 bandalag við sósíalista, Al- þýðubandalag, og spilaði eftir það „á vitlausum vallarhelmingi í is- lenskri pólitik", eins og sonur hans Jón Baldvin segir í bók sinni Tilhugalífi. Hannibal gekk svo á dyr í annað sinn í lok sjöunda ára- tugar og stofnaði Samtök frjáls- lyndra og vinstrimanna (SFV). Karvel Pálmason sat eitt kjör- tímabil á þingi fyrir þennan síð- asta flokk Hannibals, en var bæði fyrir og eftir það þingmaður Al- þýðuflokksins. Vilmundur Gylfason vann glæsilegan kosningasigur fyrir Al- þýðuflokkinn 1978 og sat á þingi fyrir flokkinn til 1983. Þá skildu leiðir og Vilmundur stofnaði Bandalag jafnaðarmanna. Hann náði kjöri, en féll frá áður en þing kom saman. (Þess má geta að þrír samflokksmanna hans gengu á því kjörtímabili til liðs við Alþýðu- flokkinn en sá fjórði til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.) Jóhanna Sigurðardóttir hafði setið á þingi fyrir flokkinn í sext- án ár þegar hún sagði sig úr hon- um 1994 og stofnaði Þjóðvaka. Fljótlega eftir kosningamar 1995 rann nýi flokkurinn inn í þing- flokk Jafnaðarmanna, síðar Sam- fylkingarinnar. Meðal þeirra sem fylgdu Jóhönnu úr Alþýðuflokkn- um yfir í Þjóðvaka og aftur til baka var Ágúst Einarsson. Enn er ótalinn Jón Bjarnason, sem fór i prófkjör fyrir Samfylk- inguna fyrir síðustu kosningar og hreppti 3. sæti. Skömmu eftir það þáði hann efsta sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Frá vinstri Miklar hræringar hafa löngum verið yst á vinstri væng stjómmál- anna en ekki er hægt að kenna þær allar við flakk. Nokkrir hafa þó „gengið af trúnni", ef svo mætti segja - og þá allir nema einn endað í Alþýðuflokknum. Áki Jakobsson var til dæmis þingmaður fyrir sósíalista i rúman áratug (og sjávarútvegsráðherra um skeið) áður en hann gekk til liðs við Alþýðuflokkinn 1956. Og Björn Jónsson, sem var forseti ASÍ á áttunda áratug, var þingmaður fyrir Alþýðubandalagið og seinna samgönguráðherra sem þingmaður SFV, en fór í framboð fyrir Alþýðu- flokkinn 1974 og náði kjöri til þings 1978, en sat raunar bara einn dag á þýðubandalagið. Þangað hafði eng- inn tekið snúning frá því að Jónas brýndi Jörund forðum. Og segja má að Kristinn hafi lítt hirt um tilmæli Jónasar um að „gera það hægt“ þvl að hann var þing- flokksformaður beggja flokka með skömmu millibili. Fylgið mér Jóhanna Sigurðardóttir sagði skilið við Alþýðuflokkinn og stofnaöi Þjóðvaka. Fóik úrýmsum áttum hlýddi kallinu; Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir kom úr Framsókn og Svanfríður Jónasdóttir úr Alþýðubandalagi. þingi vegna veikinda. Jón Baldvin Hannibalsson var róttækur sem ungur maður og var í framboði fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík í borgarstjómarkosning- unum 1966 (ásamt Svavari Gests- syni meðal annarra). Seinna fór hann í framboð fyrir samtök fóður síns, SFV, en fyrst fyrir Alþýðu- flokkinn 1978, þá 39 ára. Svanfríður Jónasdóttir var varaþingmaður fyrir Alþýðubanda- lagið 1983-91, varaformaður flokks- ins í tvö ár og aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráð- herra, en söðlaði um og gekk til liðs við Þjóðvaka 1995, síðar Samfylk- inguna. Formaður hennar, össur Skarphéðinsson, sat að vísu ekki á þingi fyrir Alþýðubandalagið en var í miðstjóm þar og varaborgar- fulltrúi þess 1986-90, allt þar til ári áður en hann náði kjöri til Alþing- is fyrir Alþýðuflokkinn. Rúsínan í pylsuendanum er loks einstakt „flakk“ lengst af vinstri vængnum yfir í Framsóknarflokk- inn. Þar er vitanlega um að ræða Kristinn H. Gunnarsson, sem gerðist „óháður" um skeið 1998 áð- ur en hann gekk til liðs við Fram- sókn eftir sjö ára þingsetu fyrir Al- Niöurstaöa Vart þarf að taka fram að ekk- ert verður fullyrt um hvaða hvatir lágu raunverulega að baki öllum of- angreindum sinna- skiptum. Sennilegt er þó að persónu- leg illindi eða þá framapot hafi ráð- ið för að minnsta kosti jafnoft og hreinn hugmynda- fræðilegur ágrein- ingur. Þegar litið er yfir listann vekur at- hygli hve lítið aðdráttarafl Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur virð- ast hafa haft í augum þeirra sem skipta um flokka, og hafa þeir þó ver- ið valdamestir. Raunar hefur ekki einn einasti maður flakkað yfir í þann fyrrnefnda. Sá sem kemst næst því er hugsanlega Kristján Pálsson, sem var tvisvar sinnum í framboði fyrir L-lista lýðræðissinnaðra kjós- enda í bæjarstjómarkosningum í Ólafsvík þótt Sjálfstæðisflokkurinn byði einnig fram. Virðist sá listi í fljótu bragði hafa verið sá vinstris- innaðasti þeirra þriggja sem buðu fram. Þessir flokkar skera sig þó ekki svo ýkja mikið úr, því að langvinsælasti áfangastaður flakkara hafa verið sér- framboð hvers konar og nýir flokkar. Þó fundu býsna margir þeirra skjól i Alþýðuflokknum á endanum. Og ekki er öll sagan sögð því að vafalaust býr flakkari í fleirum og bíður þess að brjótast fram. Eins og Jón Baldvin kemst að orði: „Þótt menn viti innst minni að þeir eru á villigötum vefst fyrir þeim að viðurkenna það hreinskiln- inslega.” -ÓTG Flakkog ekki flakk Hvaða skilyrðum þarf sfjómmálamaður að fullnægja til þess að geta með réttu talist „flokkaflakkari"? Ekki er alveg einfalt að svara því. Ekki er til dæmis hægt að miða þá nafnbót við það eingöngu að maðurinn hafi gegnt trúnaðarstörfum eða verið í framboði fyrir fleiri en einn flokk; hann á hreinlega ekki annarra kosta völ ef fyrri flokkur hans hættir að vera til. Þetta á til dæmis við um fyrrverandi þingmenn Álþýðuflokks, Alþýðubandalags, Bandalags jafnaðarmanna, Borgaraflokks, Þjóðvaka og fleiri. Þá er álitamál hvort taka eigi tillit til þess hve djúp gjáin er á milli flokkanna sem flakkað er á milli. Er til það dæmis sambærilegt að hverfa úr Sjálfstæðisflokki yflr til sósialista annars vegar og Borgaraflokksins hins vegar? Og hvort er þá meira flakk? Er kannski mestur flökkubragur og óstöðugleikablær yflr því að fara á milli svipaðra flokka, þar sem eitthvað annað en hugmyndafræði virðist reka menn áfram, en því að skipta hreinlega um skoðun og taka heljarstökk yfir víglinuna? Hér verður hver að meta fyrir sig. Sá listi sem hér er talinn upp er unninn nær eingöngu með hliðsjón af upplýsingum úr Álþingismannatali. Inntökuskilyrði á listann eru einfaldlega þau að viðkomandi hafi sagt skilið við flokk án þess að verið væri að leggja hann niður. Skoðaðar voru upplýsingar um hvem einasta þingmann sem setið hefur sem aðalmaður á Alþingi fyrir einhvem þeirra flokka sem enn era til. Þess ber að geta að Alþingismannatal er að mörgu leyti takmörkuð heimild; þess er til dæmis sjaldan getið fyrir hvaða flokk menn sátu i sveitarstjómum og engar upplýsingar era um árangurslaus framboð, þ.e. framboð sem ekki leiddu til þingsetu. Það er því næsta víst að flakkaramir era fleiri en hér kemur fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.